Morgunblaðið - 26.11.1978, Síða 25

Morgunblaðið - 26.11.1978, Síða 25
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 26. NÓVEMBER 1978 25 „Fangar eru ódýrt vinnuafl... reyndar nærri ókeypis“ eins og fyrr var sagt. Og þetta hlýtur að vekja manni þá spurn- ingu til hvers sovézk yfirvöld ætlist eiginlega af landslýðnum. Eftir mælikvarða yfirvaldanna á „endurhæfingu" að dæma er sá fyrirmyndarþegn sem hægt er að sveigja og beygja að vild og eftir hentugleikum. Menn eiga að segja til félaga sinna og vina, gera og segja það sem þeim er sagt, — og allt með ánægju. Þetta er mönnum uppálagt í fangabúðum og ráða þeir síðan hvort þeir hlýða. En heiðarlegur maður yrði hungur- morða í fangabúðum... Þessu kerfi er ætlað að spilla fólki. Það þjónar tilgangi sínum. Og það er búið að vera við lýði í meira en 60 ár... Kúgunin var skefjalaus þarna í búðunum. Við vorum neyddir til þess að vinna nærri án afláts, þóttumst heppnir að fá eins dags frí í mánuði. Það brást varla, að á laugardögum var tilkynnt, að sökum lélegra afkasta í vikunni yrðum við að vinna sunnudaginn og fylla kvótann. Aðbúnaður á vinnustöðum var afar slæmur og öryggi mjög lítið og urðu ófáir örkumla af vinnuslysum, misstu t.d. hendur. Þrír menn höfðu hlotið örkuml af rennibekknum, sem ég vann við. Stóð öllum mikill stuggur af því verkfæri. Bekkur- inn stóð inni í óupphitaðri kompu. Manni hraus hugur við því að koma nálægt honum á veturna. Það var svo kalt, að legði maður hendina á bekkinn fraus hún föst og rifnuðu af skinnpjötlur er maður kippti henni að sér. Mér hafði verið sagt, að ef ég neitaði að vinna við bekkinn yrði ég settur í steininn fyrir óhlýðni og mundi mér þá fljótlega lærast að hlýða. En það kom í sama stað niður þótt ég hlýddi, því alltaf var maður á eftir í afköstum, og fyrir það var manni líka stungið í steininn. Þegar ég var búinn að berjast við bekkinn í mánuð sá ég fram á það, að ég dræpist við hann fyrr eða síðar. Eg fór þá í hungurverkfall í mótmælaskyni. Fangabúðastjórn- in lét sem hún vissi ekki af því, að ég var í hungurverkfallinu í 26 daga samfleytt. Á sautjánda degi var mér stungið í steininn. Köld vist Það var grimmdargaddur. Þetta var i nóvember. Steinninn var kaldur, og var einn veggurinn jafnvel gaddaður. Við vorum þarna ellefu saman. Við reyndum að halda á okkur hita með því að hnappa okkur saman. En okkur hitnaði seint. Það var helzt smá-velgja á næturnar. Við sváf- um á fjölum á gólfinu, urðum að liggja á hliðinni til þess að komast fyrir allir, og urðum að snúa okkur allir í einu..Við höfðum alltaf svolítið tóbak og það létti lífið. Glæpamenn sjá alltaf fyrir slíku. Félagar okkar úti komu þessu til okkar, og stundum matarbita líka. Steinninn stóð á bersvæði í skotmáli varðanna í turnunum, en allt umhverfis gaddavír og gildrur. Þrátt fyrir þetta tókst félögum okkar úti yfirleitt að laumast upp að gluggunum og rétta inn tóbak, stundum á hverju kvöldi. Ef þeir voru staðnir að verki lentu þeir líka í steininum, en þá komu aðrir í staðinn. Drykkjuskapur hefur færzt geysilega í vöxt í Sovétríkjunum með árunum. En vodka verður líka æ dýrara. Menn sjá við því með ýmsu móti. Þeir drekka allskyns rakspíra og hárvötn, ótrúlega margir eru orðnir víðlesnir í efnafræðum og kunna að brugga úr nærri hverju sem er: bremsu- vökva, flugvélalími, bóni, tann- kremi og svo mætti telja enda- laust. Mér hefur jafnvel verið sagt af hermönnum sem fóru á fyllirí af skósvertu þannig að þeir smurðu svertunnni á brauð, settu brauðið út í sólskin þar sem svertan bráðnaði og gegnsýrði brauðið. þá skófu þeir afganginn af svertunni ofan af brauðinu, átu það og urðu blindfullir . . . .. .Áfengi var ekkert að hafa í fangabúðunum. Menn komust samt á fyllirí. Þeir trukku te — ótrúlega sterkt og biksvart að lit. Það var mikil teverzlun í fanga- búðunum og höfðu sumir verðirnir miklar tekjur af ... ... Sakamennirnir suðu teið sitt yfir opnum eldum, eða inni í köldum skálunum, verðirnir inni í hlýrri varðstofunni. Þetta var sama teið, verðirnir höfðu selt föngunum, og stundum var fyrir- skipuð leit og þá komu verðirnir og gerðu teið upptækt ... ... Það er í raun og veru enginn munur á glæpamönnum og vörðum þeirra', nema búningurinn. Þeir nota sömu orðtökin, sömu hugtök- in, og hugsunarhátturinn er nauðalíkur. Hvorir tveggja eru undirheimamenn, bundnir órjúf- andi böndum. „Heyrou", segir þjófur við vörð í fangalest: „Leyfðu mér að rýja gemlingana þarna ... Þeir eru með svo ansi girnilega pakka ...“ og vörðurinn leyfir honum að fara inn í klefa og ræna græningjana sem þar sitja; hann veit að hann mun fá hluta af þýfinu ... Útvarpstækið Ég átti útvarpstæki í fangabúð- unum, sannkallaðan kjörgrip. Samfangi minn einn hafði smíðað það; hann hét Pyotr Ykovlevich og var í senn útvarpsvirki og vasa- þjófur að mennt og iðn. Fóru miklar sögur af snilli hans í hnupli. Hann ætlaði samt að snúa sér alfarið að útvarpsvirkjuninni þegar hann yrði látinn laus ... ... Pyotr Ykovlevich smíðaði handa mér stuttbylgjutæki sem ég náði á sendingum frá öllum mögulegum stöðvum — Luxem- bourg, Radio Liberty, Voice of America, og mörgum fleiri, — nema stöðinni í Moskvu. ... Við fengum hlutina í tækið hjá einum leysingjanum, „sendi- boða“ sem kom með te í búðirnar ... Tækið var geymt í einni skólastofunni, innan um eðlis- fræðiáhöld. Skólaumsjónarmaður- inn, samfangi minn, hleypti mér svo þangað inn á kvöldin, skömmu áður en ljós vor-u slökkt, og ég hlustaði un\ stund áður en ég varð að fara heim í skála. Mér gafst þarna stundarkorn í annarri veröld, ef ég má komast svo að orði. Ég var aftur kominn á fund vina minna í Moskvu, mótmælti handtökum, mótmælti hernámi Tékkóslóvakíu á útifundi á Rauða torginu ... Þegar ég sneri aftur heim í svefnskálann leið mér um stund likt og ég hefði endurheimt frelsið ... Forsætisráðherrar og forsetar þögðu þunnu hljóði um innrásina í Tékkóslóvakíu og snæddu mið- degisverð með Brésnef og Husak í bróðerni. Sameinuðu þjóðirnar þögðu líka og sinntu í engu þeim fjölmörgu áskorunum sem þeim bárust frá félögum mínum. Fundir voru haldnir á vinnu- stöðum um land allt og samþykkt með öllum greiddum atkvæðum að lýsa yfir stuðningi við innrásina. I blöðunum birtust lesendabréf frá alls kyns fólki sem allt lýsti yfir velþóknun sinni. Allir, forseti Bandaríkjanna og aðalritari Sam- einuðu þjóðanna, verðirnir í fangabúðunum hjá okkur og allir þar á milli lutu höfði til samþykkis við skefjalaust ofbeldið. Nei, varð mér hugsaö, það er ekki ég sem er í fangelsi, heldur hinir sem lúta ófrelsinu af fúsum og frjálsum vilja ... „Eg hef vitaö menn handleggsbrjóta sig til þess aö fá nokkurra daga frí frá vinnu. Ég hef líka séö menn höggva af sér fingur, gleypa nagla, brenna sig á höndum ...“ íslenzki jólaplattinn 1978 er kominn. Antik-munir, Laufásvegí 6, sími 20290. HEF TIL AFGREIÐSLU STRAX ÖRFÁAR FÓLKSBÍLAKERRUR OG JEPPAKERRUR, Á GAMLA VERÐINU. GERIÐ GÓÐ KAUP GREIÐSLUKJÖR. Allar geröir af kerrum — vögnum og dráttarbeislum. Allir hlutir í kerrur fyrir Þá sem vilja smíöa sjálfir. Póstsendum. ÞÓRARINN KRISTINSSON Klapparstíg 8 Sími 28616. Jk Stjórnunarfélag íslands Jk Námstefna um „bætta stjórnun í opinberum rekstri". Stjórnunarfélag íslands mun efna tll námstefnu um „bætta stjórnun í opinberum rekstri", en þar verður fjallaö um efni sem sérstaklega höfða til stjórnenda opinberra fyrirtækja og stofnana. Námstefnunni verður tvískipt þannig að fyrri hlutinn verður haldinn dagana 4., 5. og 6. desember kl. 13—17 eða 18 dag hvern og veröa þar fluttir eftirtaldir fyrirlestrar: (Jpprifjun almennra stjórnunarfræöa. Prófessor Þórir Einarsson. Starfsmannastjórn. Björn Tryggvason aöstoöarbankastjóri Seölabanka íslands. -v Breytingar á launakerfum og stööu opinberra starfsmanna. Magnús Óskarsson vinnumálastjóri Reykjavíkurborg- ar. Tímaskipulagning stjórnenda Sigurjón Pétursson starfsmanna- og skipulagsstjóri Sjóvá hf. Kostnaðarlækkunaráætlanir Björn Friöfinnsson fjármálastjóri Rafmagnsveitu Reykjavíkur. Fjárfestingaákvarðanir Jón E. Böðvarsson skrifstofustjóri Fjárlaga- og hagsýslustofnunar. Upplýsingar sem auölind. Jón Þór Þórhallsson forstjóri SKÝRR. Núllgrunns áætlanagerö. Þóröur Sverrisson framkvæmdastjóri Stjórnunarfé- lags íslands. Síöari hluti námstefnunnar veröur haldinn í Munaöar- nesi dagana 19,—-21. jan. 1979. Þar mun sænski stjórnunarfræðingurinn Peter Gorpe flytja erindi sem nefnist Hagræðing í opinberum fyrirtækjum og Jón Sigurösson forstjóri íslenska járnblendifélagsins flytja erindi um Tengsl stjórnmálastarfsemi og embættis- manna. Allar nánari upplýsingar um námstefnuna eru veittar á skrifstofu Stjórnunarfélags íslands, Skipholti 37, sími 82930.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.