Morgunblaðið - 26.11.1978, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 26.11.1978, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 26. NÓVEMBER 1978 Starfsmannafélag ríkisstofnana: Leysa ber efnahagsvandann með hagsmuni almennings í huga Starfsmannafélag ríkisstofn- ana samþykkti nýlcga á fundi trúnaðarmanna ályktun um kjaramál. Scgir þar að cnda þótt kjö'r launþega hérlendis séu lakari cr hjá launþegum crlcndis hafi stjúrnvöld ekki um árabil séð aðrar leiðir til að draga úr óðaverðbólKU en draga úr kaup- mætti launa. Síðan segir í ályktuninni að vonast hafi verið til þegar núver- andi ríkisstjórn tók við völdum, að ráðist yrði að rótum meinsemdar- innar og allt efnahagskerfið yrði tekið föstum tökum. Síðan segir: Því lýsir trúnaðarmannafundur SFR ábyrgð á hendur hverjum þeim er yrði þess valdandi að ríkisvaldið brygðist þessu megin- hlutverki sínu. Jafnframt því að standa vörð um kjör félagsmanna sinna, lýsir SFR sig reiðubúið til þess að taka jákvætt á hverju því máli sem leitt gæti til lausnar þjóðfélagsvanda- mála þeirra er við blasa, svo framarlega sem þar verði að unnið með hagsmuni almennings í land- inu í huga. Flokkspólitískir hagsmunir ein- stakra stjórnmálamanna og flokka eiga ekki og mega ekki ráða ríkjum, þegar um þjóðarheill er að tefla. Lúxus jólakort eftir yðar eigin litmyndum. myndiÖjon :-]ASTÞÓR? Jólakort sem gleður. Hafnarstræti 17. — Suöurlandsbraut 20. FOUNTAIN! Veist þú hvaö þaö er? FOUNTAIN eru drykkjavélar i ýmsum stærðum, með heitum Ijúffengum drykkjum, t.d. fyrir vinnustaði, heimili, skip, báta og söluskála. VIÐ VEITUM fyrsta flokks þjónustu. Hráefni er ekið til viðskiptavina á tveggja vikna fresti, þeim að kostnaðarlausu. LÁNUM YÐUR vél til reynslu i vikutíma án nokkurra skuldbindinga. HRINGIÐ isfma 16463 og fáið sölumann íheimsókn og hann mun gefa yður að smakka og allar nánari upplýsingar. Sími 16463. Þeir VISU sögðu. # # ÞAÐ ERU meinleg örlög þeirra sem tala mikið yfir lýðnum. að lýðurinn man það oft betur er þeim verður fótaskortur á tungunni heldur en orðskviðina sem þeir eru búnir að berja saman af öllum kröftum sínimi og hugviti. Menn kannast líka við það, að gáfulegustu athugasemdir geta orðið kjánalegar séu þær teknar úr samhengi sínu. Slíkt er að sjálfsögðu oft fúlmannlega gert. Sem betur fer er það þó líka oft meinlítið og er þá varla nema gott um það að segja, því veröldin hefur ábyggilega gott af dálitlum hlátri. The Observer hefur í mörg ár birt reglulega dálka þar sem höfð eru eftir spakmæli vikunnar, ef svo má kalla, og eru það ýmist sjálfsagðir hlutir eða ofsagðir, öfugmæli, eða snjallyrði um flókin hugtök og hugmyndir. Nú eru auðvitað alltaf uppi fleiri snillingar en tölu verði á komið og það er kannski þess vegna sem svo fáir þeirra ná frægð. Observer hefur þó alla tíð haft af nógu að taka, og nú er búið að gefa út úrval í bók. Eru þar mörg og lýsandi dæmi þess hvert mannsandinn getur náð ef saman fara meðfædd- ar gáfur, rétt uppeldi, iðni og ástundun, eitthvað af þessu eða ekkert af þessu. Eða hvað finnst mönnum um heilræðið sem birtist í tímariti brezka hersins árið 1949: „Bezta vörnin við kjarnorku- sprengjunni er að vera ekki viðstaddur þegar hún springur". Eða þessi eftirminnilegu orð Aldolfs Eichmann í réttarhöldun- um yfir honum, 1961: „Ég sá aðallega um fólksflutninga ...". Hvorugt er þetta sérlega fyndið. En hvort tveggja er minnisstætt. Sama er að segja um ágæta skilgreiningu starfsheitisins dipló- mat, hafða eftir bandaríska sendi- herranum í London 1961: „Dipló- Peter Russell Holl er hugarró — UT ER komin frá ísafold bókin „Holl er hugarró" eftir Peter Russcll. Innhverf fhugun og kcnningar Maharishi Mahesh Yogi cru efni bókarinnar. en þýðcndur cru Guðrún Andrés- dóttir og Jón H. Hannesson. Höfundur útskýrir eðli hugans og áhrifamátt innhverfrar íhugun- ar, sem svo er nefnd, eða slökunar- aðferðina Transcendental Medi- tation, sem kunn er víða um lönd. Holl er hugarró Álafossteppi róm- að í Danaveldi ULLARTEPPI, framleitt hjá Ála- fossi, hlaut nýlega verðlaun danska blaðsins „Ro bedre", þar sem hönnuðum var veitt viður- kenning fyrir bestu vörur til heimilisbúnaðar. Var þar um að ræða vörur, sem komið hafa á markað á þessu ári og hannaðar hafa verið af Dönum. Þrenn verðlaun voru veitt, fyrstu verðlaun fyrir eldfastan borðbúnað, ullarteppi hannað af Vibeku Klint og framleitt af Álafossi hlaut önnur verðlaun, og þriðju verðlaunin komu í hlut úrsmiðs fyrir sérlega fagra og látlausa klukku. \ Farið er mjög lofsamlegum orðum um Álafossteppið í blaðinu, og það lofað fyrir gerð og nota- gildi, og talið að það henti jafn vel á heimilum sem í hótelherbergj- um. Þrátt fyrir mikla notkun líti það lengi út sem nýtt, jafnframt því sem mýkt og áferð þess gerði það að verkum, að það má hæglega nota sem sjal. Auk þeirra þriggja hönnuða sem verðlaun fengu eru nefndir 25 vörutegundir sem fá viðurkenn- ingu. Er þar efst á blaði áklæði, sem Anne Birgette Hansen hefur hannað og ber það nafnið Breida, sem áreiðanlega er stytting á okkar gamla og góða orði ábreiða. Uppitaða í áklæðinu er bómull en ívafið íslensk ull og áklæði sagt ofið í nyrstu dúkagerð heimsins sem sé á Akureyri og er það klæðaverksmiðjan Gefjun. Þess má geta, að hvort ullar- teppi er sagt kosta kr. 200 danskar, og hver metri af áklæðinu, sem er 150 sm breitt, kosti kr. 210.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.