Morgunblaðið - 26.11.1978, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 26.11.1978, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐID, SUNNUDAGUR 26. NOVEMBER 1978 Tóta tíkarspeni eftir Þóri S. Guöbergsson. h'inr V iiiuM'' • i;\\*> Tóta tíkarspeni Tóta tíkarspeni var lítil stelpa sem enginn vildi hlusta á eöa sinna því aö allir voru svo uppteknir. Svo fann hún tréö og þaö haföi tíma til aö hlusta. Höfundar myndanna í bókinni, Hlynur Örn og Kristinn Rúnar, eru 11 og 13 ára. ^Á Almenna \áu bökaf elagið, Austurstræti 18 — sími 19707. Skemmuvegi 36, Kópavogi — Sími 73055. »nu . vBBBBm&' &BBSt& ^^gBBB^^BR^* Sveinbjörn I. Baldvinsson- Ljóðfélagið N Ohlí öllum öðrum hljóm- plötum Dreifing: Steinar h.f. símar 19490 og 28155. Gróska í Borgarnesi í Borgarnesi hefur ætíö verið jöfn og góð atvinna. Þar er enginn atvinnulaus og ýmsir atvinnu- möguleikar. Um þessar mundir eru erftirspurn eftir fólki þar. Verið er að byggja brú yfir Borgarfjörðinn. Sú brú mun nema land í Borgarnesi. Mun það bæta samgöngur til muna. Leiðin suður styttist um rúma þrjátíu kíló- metra. Þagar brúin verður komin í gagnið mun þjóðvegurinn fara í gegnum þorpið. Það er álit manna að þetta muni verða mikil lyfti- stöng fyrir plássið. Borgnesingar eru í óða önn að undirbúa sig fyrir þessar framfarir. Miklar Byggingar- framkvæmdir Heilt iðnaðarhverfi er að rísa við bæjarræturnar. Það ber nafnið Sólbakki. Þar er steypustóð þegar risin og í fullri notkun. Þar verður plastverksmiðja, mjóikursamlagið og margt fleira. Síðastliðinn ára- mót voru sextíu og tvær íbúðir í smíðum. Síðan hefur verið byrjað á fjórutíu og fjórum íbúðum, tíu í einbýlishúsum og þrjátíu og fjór- um í fjólbýlishúsum. Eitt ár er síðan níu íbúðir frá leiguíbúðar- nefnd kómust í gagnið. Á svæðinu má sjá einbýlishús, raðhús og fjölbýlishús ýmist fullkláruð eða á -byggingarstigi. Verið er að Ijúka við byggingu íþróttamiðstöðvar. Þar verður sundlaug og íþróttasal- ur undir sama þaki. Sundlaugin var tekin í notkun snemma á þessu ári. íþróttasalinn er verið að taka í notkun. í kjallara er vonast til að fá aðstöðu fyrir félagsstarfsemi. Nýr leikskóli var byggður í fyrra. Skammt fyrir utan bæinn hefur risið þyrping hesthúsa. Hesta- mennskan á vaxandi fylgi að fagna í plássinu. Verið er að byggja við hótelið á staðnum. Er það nýr salur, stækkun á eldhúsi og fjölgun herbergja, um sexhundruð rúmmetra viðbygging. í smíðum er nýtt húsnæði undir starfsemi mjólkursamlagsins. Það hús er stórt og vandað. Aðalbyggingin er fokheld. Verið er að ganga frá vélarkaupunum. Hús er í smíðum fyrir sýsluskrifstofu og lögreglu- stöð. Verið er að byggja nýtt hús fyrir prjónastofuna. I byggingu er nýr neysluvatnstankur. Undirbún- ingsvinna er hafin á nýjum grunnskóla. Skipt hefur verið um jarðveg í eldri götum og endurnýj- un vega er um röskan kílómetra. Verið er að vinna að fyrsta áfanga httaveituframkvæmda. Heita vatnið mun, að óllum líkindum, koma úr Deildatunguhver sem er þrjátíu og átta kílómetra frá Borgarnesi. Mun vatnið verða leitt yfir Borgarfjörðinn. Gert var ráð fyrir að heitavatnslögn í brúnni. Heita vatnið kemst því ekki í notkun fyrr en brúin er fullgerð. Iðnaður Tóluverður iðnaður er í Borgar- nesi. Hjá Vírnet hf. vinna fjórtán manns. Þar er framleitt: mótavír, bindivír, naglar og þakjárn. Þak- járnsframleiðslan hófst síðastliðið vor. Ætti Vírnet hf. að geta annað allri þakjárnsþörf fyrir landið, ef hráefni og annað stæði ekki í vegi. Nýlega var húsnæðið stækkað fyrir þessa framleiðslu. Þakjárnið er unnið úr sléttu galvaniseruðu járni, sem kemur á rúllum frá Lúxemborg. Járnið fer inn í aflanga vél sem ríður bárurnar með miklum hávaða og klippir það í lengdir. Nú er hægt að fá bárujárnsplöturnar í hvaða lengd sem hverjum hentar best. Því er ekki þannig farið með innflutta Hjúkrunarfræðinemar í H.I.: ?J K jaradómur van- metur hjúkrunar- fræðinám úr H.í.,, Kjarabaráttufundur fé- lag^s hjúkrunarfræðinema í H.I., en hann var haldinn 17. nóvember s.l., samþykkti eftirfarandi ályktuni Þann 8. nóv. s.l. birtist úrskurður kjaradóms um launamál hjúkrunarfræðinga með B.Sc. próf frá H.í. í þeim dómi vanmetur Kjaradómur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.