Morgunblaðið - 26.11.1978, Page 30

Morgunblaðið - 26.11.1978, Page 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 26. NÓVEMBER 1978 BESTU KAUPIN í LITSJÓNVARPSTÆKJUM SJÖNVARPSBÚDIN BORGARTÚN118 REYKJAVÍK SÍMI27099 ux ímwK F AORIR ÚTSÖUSTAOIR: Reykjavík: Radió & Sjónvarpsverkst Laugav.147 Grindavik: Versl. Báran Selfoss: Höfn h/f. Vestmannaeyjar. Kjarni s/f Höfn Hornafirdi: K.A.S.K. Stödvarfjörður Kaupfélag Stööfirðinga Eskifjörður: Versl. ElísarGuðnas Seydisfjörður: Stálbúðin Egílstaðir. Rafeín Vopnafjörður: Vei Húsavík: Kaupfél Akureyri: Vöruhús K.E Dalvík: Ú.K.E Ólafsfjörður: Valberg h/f Ólafsfjörður Kaupfélagið Siglufjörður Ú.K.E. Sauðárkrókur: Kaupfél. Skagfirðinga BiÖnduós: Kaupfél. Húnvetninga Hvammstangi: Kaupfél. V-Húnvetninga Hólmavík: Risverslunin Bolungarvík: Radióv. Jóns B Haukssonar Tálknarfjörður Kaupfél. Tálknafjan Ólafsvik:Tómas Guðmundsson Fyrstir á íslandi með eftirtaldar nýjungar: D OBC ln Line myndlampinn frá Hitachi er nýjung sem gefur bjartari og skarpari mynd. D Sjálfvirkur stöðvaleitari, með minni fyrir 16 rásir. D Straumtaka í lágmarki, 75 wött á 20 tommur, 95 wött á 22 og 26 tommur, sem gerir FINLUX kerfið það kaldasta á markaðnum. D Samskonar einingarverk er í öllum stærðum, sem auðveldar alla þjónustu. D Hægt er að fá þráðlausa (Infra Red) fjarstýringu fyrir allar gerðir (einnig eftir á). Öll FINLUX litsjónvarpstækin hafa verið reynd í 24 tíma í verksm. og eru eingöngu í viðarkassa (Palisander, Hnotu eða hvítu). 20“ ...... kr.398.000- 26“ ...... kr.525.000- BYLTI GERÐ LITSJONVARPSTÆKJA Ályktun bæjarstjórnar Akureyrar: Sveitarfélögunum verði bætt tekjutap SÍÐASTLIÐINN þriðjudan sam- þykkti bæjarstjórn Akureyrar meó 10 samhljóða atkvæðum eftirfarandi tillijjíu frá Gísla Jónssyni og Frey OfeÍKssynii „Bæjarstjórn Akureyrar sam- þykkir að beina því til Alþingis ok ríkisstjórnar að hið fyrsta verði tíerðar ráðstafanir til þess að bæta sveitarfélöKunum það tekjutap, sem þau verða fyrir vegna afnáms söluskatts á ýmsum vörutetíund- um.“ Þetta mál er nú mjög til umræðu meðal svitastjórnar- manna og mun það tekjutap sem Jöfnunarsjóður sveitarfélaga verður fyrir vegna söluskatts- breytinganna kosta Bæjarsjóð Akureyrar sex milljónir á þessu ári, en er áætlað 30—40 milljónir á næsta ári ef ekki verður að gert. „Reginf jöll ad haustnóttum og aðrar frásögur” Ný bók eftir aldraðan bónda Komin er út hjá Iðunni bók eftir Kjartan Júlfusson á Skáld- stiiðum Efri í Eyjafirði og ber hún heitið „Regnfjöll að haust- nóttum og aðrar frásögur“. Halldór Laxness var hvatamað- ur að útgáfu bókarinnar og ritar fyrir henni formála, þar sem segir m.a. á þessa leið: „Það eru þessar frásagnir af skemmtigaungum Kjartans Júlíussonar um reginfjöll á síð- hausti sem gerðu mig að vísum lesara hans. Úr stöðum nær bygðum velur þessi höfundur söguefni af mönnum sem lenda í skrýtilegum lífsháskum, tam vegna príls í klettum ellegar þeir eru eltir uppi af mannýgum nautum, stundum stórskemtilegar sögur. Einneigin segir hann sögur um svipi og ýmiskonar spaugelsi af yfirskilvitlegu tagi... Af bréf- um hans, minnisblöðum og skrif- uðum athugunum sá ég að þessi kotbóndi hafði snemma á valdi sínu furðulega ljósan, hreinan og persónulegan ritstíl, mjög hug- þekkan, þar sem gæði túngunnar voru í hámarki, blandin norðlensk- um innanhéraðsmálvenjum sem alt er gullvæg íslenska, og ég velti þessu hámentabókmáli fyrir mér af þeirri orðlausu undrun sem einstöku sinnum getur gripið mann gagnvart íslendíngi. Þarna skrifaði blásnauður afdalakall ósnortinn af skóla, svo dönskuslettulaust,... að maður gat lesið hann af álíka öryggi og Njálu ...“ „Kjartan Júlíusson hefur alla sína ævi haft meiri áhuga á bóklestri og skriftum en miklum umsvifum í búskap og öðrum veraldlegum hlutum. í lágreistum híbýlum hans eru veggir þaktir bókum í hólf og gólf og þar unir hann sér best. Það sætir óneitan- Lega talsverðum tíðindum að Nóbelsskáldið íslenska skuli leiða þennan aldraða, óskólagengna smábónda til sætis á rithöfunda- bekk á þann veg sem hér er gert,“ segir í fréttatilkynningu frá útgef- anda. Bókin er 151 blaðsíða að stærð. „Skáldað í skörðin,’ Ný bók eftir Ása í Bæ Skáidað í skiirðin nefnist bók sem nýlega er komin út hjá bókaútgáfunni Iðunni. og ber hún undirtitilinn „Ási í Bæ segir frá aflaklóm og andans mönn- um". en hann er hiifundur bókar- innar. eins og undirtitillinn ber með sér. I þessari bók segir Ási í Bæ m.a. frá uppvaxtarárum sínum í Vest- mannaeyjum, lýsir leikjum barna og lifnaðarháttum manna, hann segir frá vertíðarlífi og bæjarbrag í Eyjum á þeim árum sem hann er að alast þar upp, lýsir fiskiróðrum og eggjatekju, menningarlífi og bregður hann upp ótal myndum af samferðamönnum sínum og for- feðrum. Á bókarkápu segir m.a. annars þetta um efni bókarinnar: „Af sinni alkunnu frásagnar- gleði og góðlátlegu kímni bregður Ási upp hverri svipmyndinni annarri fróðlegri og skemmtilegri af forfeðrum, vinum, kunningjum, furðufuglum, skáldum og skip- stjórum: Stefán Hörður Grímsson, Steinn Steinarr, Sigurbjörn Sveinsson, Baldvin Björnsson, Oddgeir Kristjánsson, Árni úr Eyjum, Binni í Gröf o.fl. o.fl.“ Þetta er áttunda bók Ása í Bæ. Bókin er 200 bls. að stærð. Árni Elfar skreytti bókina.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.