Morgunblaðið - 26.11.1978, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 26.11.1978, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐID, SUNNUDAGUR 26. NÓVEMBER 1978 31 99 Slitur",rit- gerðarsafn eft- ir dr. Brodda Jóhannesson KOMIN er út bók cftir dr. Brodda Jóhannesson, er neínist „Slitur", safn hugleiðinga og frásagna. I fréttatilkynningu frá útgef- anda, sem er Iðunn, segir m.a.: I athugasemdum. aftan við meginmál bókarinnar skýrir dr. Broddi frá tilurð pistlanna, sem hann segir vera hvort tveggja í senn „fyrirmálslömb og síðgot- unga". Arið 1955 tók dr. Broddi saman um þrjátíu pistla sem orðið höfðu til á árunum 1945—1955, en þá varð ekki af útgáfu að sinni og lágu þeir óhreyfðir í tuttugu og eitt ár. Þá skoðaði hann syrpuna að nýju, hafnaði mörgu og jók við nokkru yngra efni. Hann fullyrðir þó að enginn pistlanna sé innan fermingaraldurs og flestir séu þeir komnir vel yfir tvítugt. Dr. Broddi segir m.a. í eftir- mála: „Þegar ég skráði pistla þá, er Dr. Broddí Jóhannesson. fluttir höfðu verið á mæltu máli, leitaðist ég við að fara eins nærri frumgerð þeirra og mér var unnt að orðfæri, inntaki og stíl, enda þóttist ég þá mega taka skaplegt mark á minni mínu. Allir eiga þeir sammerkt í því að vera slitur ein af meira máli, hugteknu áður en stund þess var komin og birtu eftir að tími þess er liðinn, að einum kafla undanskildum." Tollfrjálst áfengi fyrir f erðamenn verði afnumið BRUGGTÆKI, sjónvarp og toll- frjálst áfengi voru meðal þess sem til umræðu kom á haustþingi umdæmisstúkunnar númer 1 nýlega. Fara hér á eftir þrjár ályktanir er þingið lét frá sér fara> Haustþing umdæmisstúkunnar nr. 1, haldið 11. nóvember 1978, minnir á að bindindismenn og fleiri hafa undanfarin ár þrásinnis og með ýmsu móti varað við frjálsri sölu bruggefna og bruggunartækja. Þessar ábending- ar hafa þó engan árangur borið og stjórnvöldum ekki verið þokað lengra en til þess að ætla að taka málið til athugunar í mesta lagi. Notkun þessara efna hefur færzt í vöxt svo að nú þegar finnst ýmsum að ekki sé annað fært en láta undan og jafnvel leyfa bruggun áfengs öls og léttari vína til heimilisnota. Haustþingið varar við slíkri uppgjöf og skorar á stjórnvöld að fara heldur að dæmi Svía og Finna og banna sölu þessara efna og bruggun úr þeim. Haustþing umdæmisstúkunnar nr. 1 telur að mikill misbrestur hafi verið og sé á því að sjónvarpið sé nýtt til áfengisvarna í samræmi við ályktun Alþingis apríl 1976. Sjónvarpið hefur t.d. aldrei flutt fréttir af ýmsu því helzta sem gerist í áfengismálum og áfengis- rannsóknum nálægra landa og lítið gert af því að kynna og koma á framfæri athugunum íslenzkra Lítið barn . ¦„¦¦¦:,4 t^vMm hefur sjónsvid vísindamanna í sambandi við áfengismál. Ur þessu væri þó auðvelt að bæta með samstarfi sjónvarpsins við Áfengisvarnaráð og bindindissamtökin. Haustþingið lítur svo á að það sé eðlilegt verkefni menntamálaráðu- neytisins að sjá til þess að slíkt samstarf komist á. Haustþing umdæmisstúkunnar nr. 1 minnir á að erlendis er nú um það rætt að afnema beri veitingar og sölu á tollfrjálsu áfengi til ferðamanna landa milli. Eru líkur til þess að mál þetta verði tekið til meðferðar í Norðurlandaráði inn- an skamms. Haustþingið heitir nú á fulltrúa íslands í Norðurlanda- ráði ef málið kemur til meðferðar þar að vinna að því að þessi óeðlilegi og óheppilegi siður verði aflagður. AÐVENTU KRAN Sýni- kennsla Fyrsti sunnudagur í aöventu er eftir viku 3. desember, veriö tímanlega, heimsækiö Græna torgiö um helgina og læriö réttu handtökin viö gerö aöventukransa. Gróöurhúsiö v/Sigtún simi 36770 Opiö alla daga kl. 9—21. Sýnikennsla í dag kl. 2—5. ^ Geysispennandi njósnasaga eftir einn frægasta njósna- sagnahöfund heimsins Helenu Maclnnes. Saga um ótrúleg svik og klækjabrögð í litríku umhverfi í New York, Washington og á Rivierunni. Pjófnaöur mikilvægra Natóleyniskjala veldur ofboöi í innsta hring. Færustu njósnarar eru sendir af staö frá báöum aöilum og njósnanetin lögö víösvegar um heiminn. Fyrir brezka njósnarann Tony Lowton sem í vegabréfinu er kallaöur vínkaupmaöur, veröur glíman viö svikarann sannkölluö barátta upp á líf og dauöa. Vinur Lowtons, Tom Kelso, sem er kunnur blaöamaöur og Dorothea, hin aölaöandi kona hans, flækjast illa inn í máliö, sem er einn svikavefur. Allt er til lykta leitt með áhrifamiklum og óvæntum endi. mmffl Austurstrætí 18, »ími 19707. Skemmuvegi 36, Kóp. sími 73055.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.