Morgunblaðið - 26.11.1978, Page 1

Morgunblaðið - 26.11.1978, Page 1
Sunnudagur 26. nóvember Bls. 33—64 Leifur Muller IFANGABÚDUM NASISTAI Komió í búöirnar - 33 árum síóar LEIFUR Muller er eini núlifandi íslendingurinn sem gisti hinar alræmdu fangabúðir nasista. Hann var handtekinn í Noregi stríðshaustið 1942 og varð ekki laus úr prísundinni fyrr en í stríðslok, tveimur og hálfu ári síðar. Hér lýsir hann heimsókn sem hann og norskir pjáningabræður hans fóru í á Þessar sömu slóðir núna í vor. — Þetta er fyrsta grein hans af fjórum. Fyrst er að greina frá aðdragandanum að þessari óvenjulegu níu 'daga ferð til Danmerkur, Þýzkalands og Frakk- lands 1. maí s.l. til þess að skoða fangabúðir nazista úr síðari heimsstyrjöldinni. Þátttakendur í þessari ferð voru samtals 46. Við vorum 16 sem höfðum setið meira og minna í þessum fimm fanga- búðum, sem við komum til, en hinir voru ættingjar og skyld- menni fanga er létust í einhverri þessara fangabúða. Eg var í Noregi er styrjöldin skall á 1939 og þegar stríðið dróst á langinn ákvað ég sumarið 1942 að reyna að komast heim til Islands, en sú tilraun mistókst því miður hrapallega. Það var hringt á dyrabjöllunni þar sem ég bjó á Bygdö Allé í Ósló. Fyrir utan dyrnar stóðu tveir óeinkennisklæddir menn sem ég hafði ekki séð áður. Þeir kynntu sig og sögðust vera frá útlendinga- eftirlitinu og óskuðu eftir að ég kæmi með þeim niður á skrifstofu til þess að ganga endanlega frá ferðaleyfi mínu til Svíþjóðar, sem ég hafði þá nýlega sótt um. Ég fór með þeim — og þar með byrjuðu í raun og veru hörmungar mínar og kynni mín af nazistum og hinum illræmdu fangabúðum þeirra. Fangelsi og fangabúðir Ég komst nokkuð fljótt að því á leiðinni til „útlendingaeftirlitsins“ að ferðinni var ekki heitið þangað. Heldur var farið með mig á „Victoria Terrasse" sem voru aðalbækistöðvar Gestapo (leyni- lögregla nazista). Þar virtust Nútíma þrælkunarvinna menn vita allt um mína hagi og fyrirætlanir. Áform mín um skóla- vist í Svíþjóð væru fyrirsláttur einn og tilgangur ferðarinnar væri auðvitað sá, að ég ætlaði til Islands um England, eins og fram að þessu hafði verið hægt. Þrátt fyrir skilríki mín um skólavist í Svíþjóð, sem ég hafði meðferðis, báru andmæli mín engan árangur. Var síðan farið með mig til Möllergaten 19, sem var þá aðal- gæzlufangelsi nazista í Noregi. Þar lenti ég með þremur öðrum í eins manns klefa og vorum við þar í einangrun í þrjá mánuði. Ekkert að lesa, engar heimsóknir, engin bréf, ekkert samband við umheim- inn. I þessari ömurlegu vistarveru læröi ég samt að tefla. Taflborðið var teiknað á salernispappír með tannkremi og taflmennirnir búnir til á sama hátt og merktir með upphafsstööum. Þessi dægradvöl okkar var auövitað stranglega bönnuð og taflið var að lokum gert upptækt. En þrátt fyrir óvissu og hungur var það kuldinn sem fór verst með okkur í þessu hrörlega næstum því hundrað ára gamla fangelsi. Óvænt ferö til Grinifangabúöanna Einn daginn var ég kallaður fram úr klefanum og mér var tilkynnt, að nú væri dvöl minni lokið þarna. Ekki hvarflaði annað að mér en að nú myndi ég verða frjáls maður aftur — en þar skjátlaðist mér illiiega. Ég var ásamt nokkrum öðrum föngum rekinn upp í bifreið sem síðan ók af stað. Eftir hálftíma akstur var stoppað og við okkur blöstu Grinifangabúðirnar. Þetta var um miðjan janúar 1943 og urðu þetta mikil og snögg viðbrigði að koma úr fangaklefa og í Grinifangabúðirnar þar sem við vorum látnir vinna úti alla daga — hvernig sem viðraði. Þetta varð mér ofraun og fékk ég fljótlega lungnabólgu. Á meðan ég dvaldi fárveikur á sjúkradeildinni átti ný fangasending að fara til Þýzka- lands, um 200 manna hópur, og var ætlunin að ég yrði einn af þeim. Sjá nœstu

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.