Morgunblaðið - 26.11.1978, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 26.11.1978, Blaðsíða 2
34 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 26. NÓVEMBER 1978 Þátttakcndur í förinni Ég var svo lánsamur að eiga þarna norskan lækni að vini, sem gat komið því til leiðar að för minni var frestað um óákveðinn tíma. Það að lenda í „transport" til Þýzkalands um hávetur, illa klæddur og illa haldinn var það sem við kviðum mest fyrir á Grini. Enda kom það fram seinna að þetta var ekki ástæðulaus ótti. Þýzka fangaflutningaskipið Frá Ósló vorum við sendir með fangaskipinu MONTE ROSA til Árósa í Danmörku en síðan var farið með járnbrautarlest til Flensborg og áfram til „Sachsen- hausen Konzentrationslager" við Oranienburg í Þýzkalandi. Um dvöl mína í Sachsenhausen hefi ég áður skrifað bók (I fangabúðum nazista — útg. 1945) og mun ég víkja að þeim síðar í þessari frásögn. Eln ég hef nú í stuttu máli rakið aðdragandann að áðurnefndu ferðalagi til fanga- búða Þjóðverja í síðari heims- styrjöldinni. En auk fyrrnefndra búða fórum við til Dachau-fanga- búðanna við Múnchen og Natzweiler-fangabúðanna í Elsass við Schirmeck í Frakklandi. Fröslevlejren Fröslevfangabúðirnar í Dan- mörku voru þær fyrstu sem við komum til. Fangabúðir þessar voru byggðar 1944. Danir virðast hafa reynt að halda þeim í horfinu. Þarna stóðu enn aðal- varðturninn, nokkrir skálar og einnig voru þar ýmsir munir, sem rnaíiur kannaðist við svo sem matarílát, verkfæri o.fl. Þessar búðir urðu aldrei neinar útrýming- arfangabúðir. Gert var ráð fyrir að þessi staður gæti hýst 1500 fanga þegar hann var byggður. Alls munu hafa dvalist þar um 13 þúsund manns á þessu tímabili. Danir komu sér upp minjasafni þarna árið 1969. Þessi heimsókn hafði lítil áhrif á mig. Ég get varla sagt að ég hafi kannast við mig þar aftur. Einkennileg tilviljun var það, að ég yfirgaf þessar búðir 1. maí 1945 sem fangi, en kem svo SS-verðir í varðturni Fangabúðir Þjóðverja 1945 Teikning gcrð í Sachsenhausen aftur sem ferðamaður 1. maí 1978 — nákvæmlega 33 árum síðar. Neuengamme Konzentrationslager Forvitni okkar félaganna sem höfðum dvalið í Neueng- amme-fangabúðunum var mikil. Við þekktum allir af eigin reynslu hina alkunnu þýzku nákvæmni — og upplifðum hana nú aftur — en á allt annan hátt. Þegar við nálguð- umst búðirnar, sem liggja skammt frá Hamborg, þekktum við okkur ekki á nokkurn hátt, og allra síst þar sem fangabúðirnar höfðu áður staðið. Aðeins eitt minnismerki og legsteinar, einn fyrir hvert land, sem átt höfðu syni sína þarna er lifðu ekki af hörmungarnar. Þetta einkar áberandi minnismerki átti að sýna hvar fangabúðirnar höfðu verið. Staðurinn virðist í dag eiga að sýna einhvers konar vel rækt- aðan og hreinlegan skemmtigarð — og það var annað en við bjuggumst við. Þetta var allt í svo hróplegri andstöðu við raunveru- leikann sem við gömlu fangarnir höfðum þekkt svo vel. Þegar við svo stóðum þarna aftur, eftir öll þessi ár og virtum fyrir okkur minnismerkið með eftirfarandi áletrun: - ÞJÁNINGAR YKKAR, BARÁTTA YKKAR OG DAUÐI MUNU EKKI VERÐA ÁRANG- URSLAUS - þá fór hrollur um mann — því öll vegsummerki um það sem hafði gerst á þessum stað, er meir en 50 þúsund fangar höfðu fórnað lífi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.