Morgunblaðið - 26.11.1978, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 26.11.1978, Blaðsíða 4
36 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 26. NÓVEMBER 1978 Sjötugur: Sæmundur Sæmunds son verzlunarmaður Á heitum sumarkvöldum má stundum sjá tvo kumpána sitja saman á hlaöhe'lunum á Skarði á Landi. Annar tottar gjarnan pípu sína, en báðir eru þeir með fangið fullt af hundum, sem vilja láta klappa sér. Þeir ræða allt milli himins og jarðar, landsml og heimsmál, aflahorfur og heyskap, silunga- rækt, íþróttir og veðrið svo nokkur, aðskiljanleg efni séu nefnd. Jafnan eru þeir sammála. Því hér ríkir eindrægnin ofar öllu, eins og fegurð sveitarinnar, sem blasir við þeim. Töðuilmur fyllir loftið, þrestirn- ir skríkja í trjánum og úr bænum berst angan, sem lofar góðu. „Já, svona er þetta nú frændi minn“, segir sá eldri og slær úr pípunni. Hann heitir Sæmundur og er, lygilegt nokk, sjötugur í dag. Við því á undirritaður í rauninni aðeins eitt svar: — Svona er þetta bú frændi minn. Sæmundur fæddist 26. nóvem- ber 1908 að Lækjarbotnum á Landi, sonur hjónanna Sigríðar Theódóru Pálsdóttur og Sæmund- ar Sæmundssonar bónda að Lækj- arbotnum. Páll afi Sæmundar var hreppstjóri á Selalæk á Rangár- völlum sonur Guðmundar hrepp- stjóa á Keldum Brynjólfssonar, sem hin kunna Keldnaætt er kennd við. Sæmundur, hinn afi afrnælis- barnsins, bjó á Lækjarbotnum og var hreppstjóri Landmanna. Hann þótti ágætur bóndi og var einn af frumkvöðlum þess að hefta sand- fok á Islandi. Bróðir hans var Arnbjörn' (Ampi) sá er gerði tilraun til vetursetu inni við Veiðivötn. Kona Sæmundar var Katrín Brynjólfsdóttir frá Þingskálum. Hún var ljósmóðir sveitarinnar og tók á móti fullum 700 börnum. Var hið elzta 67 ára þegar hið yngsta fæddist, og var Katrín um það bil karlæg, þegar hún tók á rhóti því. Mikill ættbogi er kominn af þeim Katrínu og Sæmundi enda áttu þau sjálf 16 börn. Foreldrar Sæmundar voru Guðbrandur Sæ- mundsson og Elín Sigurðardóttir og bjuggu þau einnig á Lækjar- botnum. Áttu þau 13 börn og er ætt þeirra kennd við Lækjarbotna. Svo mikið um ættfærslu á Sæmundi, en hvað um hann sjálfan? Sæmundur er yngstur 7 systkina og slíkar voru aðstæður í æsku hans, að þegar hann var skýrður var faðir hans nár. Tók hann nafn föðurs síns við kistu hans, en allur vár systkinahópurinn undir ferm- ingu. Móðir þeirra reyndi af hetjulund að halda heimili, en eftir ár sundraðist hópurinn. Eldri systkinunum var komið fyrir hjá góðu fólki á bæjum í Rangárvalla- og Árnessýslu, en yngsti sonurinn Sæmundur fylgdi móður sinni til Reykjavíkur. Svona var nú ástandið í þá daga, íslenzkt þjóðfélag í heljargreipum fátæktar, engar almannatrygging- ar og velferðarhugtakið óþekkt. Sæmundur ólst upp hér í Reykjavík hjá móður sinni. Bjuggu þau lengst af í gamla austurbæn- um á Grettisgötu og Njálsgötu. Skólagangan var í Miðbæjar- barnaskólann og í kvöldskóla KFUM, þar sm hann kynntist séra Friðriki Friðrikssyni. Dáðist Sæmundur mjög af honum eins og fleiri jafnaldrar hans og gengu þeir í íþróttafélagið Val. Á sumrum var Sæmundur alltaf í sveit hjá ættingjum og góðum vinum foreldra sinna í Landssveit. Sæmundur byrjaði ungur að hjálpa móður sinni í lifsbarátt- unni og hafði með höndum sendi- sveinastörf frá tíu ára aldri. Kynntist hann því snemma verzlunarstörfum, en við þau hefur hann starfað allt sitt líf. Hjá verzluninni Liverpool var hann innanbúðar í tíu ár, en stofnaði þá eigin verzlun, Aðalbúðina við Laugaveg. Síðar fór hann aftur til Liverpool og var þar verzlunar- stjóri sem og í Kiddabúð til ársins 1961. Þá hóf hann störf há Járnsteypunni h.f. í Ánanaustum og hefur starfað þar æ síðan. Sæmundur á sér mörg áhuga- mál. Allt frá barnæsku hefur hann haft yndi af knattspyrnu og fór ýmsar fræknar ferðir með félagi sínu Val í gamla daga. Þá nýtur hann þess að renna fyrir silung, er félagi SFR og grípur oft afastráka með sér í þá iðju. Hann á líka ágætt myntsafn, sem hann dundar oft við og er félagi í Oddfellow-reglunni. Föðurleysingja í upphafi þessar- ar aldar var lífið ekki dans á rósum. Stundum voru öll sund lokuð. Þá skal manninn reyna. Við slíkar aðstæður skýrist það sem er gott og í deiglu umkomuleysisins fær hismið ekki staðist. Eftir stendur það eitt sem er ekta, það sem grær í sönnum tilfinningum. Þeir, sem standast raunina, verða auðnumenn. Hamingjan verður þeirra hlutskipti. Þeir hafa lært að meðtaka bljúgum huga af þeim, sem öllu ræður. Þrátt fyrir beizk spor bernsku sinnar og umkomuleysi, þá má með sanni segja að afmælisbarnið okkar sé hamingjumaður. Hann á yndislega móður sem elur hann upp, styður hann og styrkir og góða ættingja og vini, sem hlaupa í skarðið, þegar á reynir. Hann eignast frábæra eiginkonu, sem staðið hefur við hlið hans til þessa dags. 11. nóvember 1930 kvænist hann Helgu Fjólu Pálsdóttur, dóttur Páls Friðrikssonar sjómanns í Reykjavík af Bergsætt og konu hans Margrétar Árnadóttur hreppstjóra á Meiðsstöðum í Garði og síðar bónda á Innra-Hólmi hjá Akranesi. Þau Páll og Margrét bjuggu lengst af á Grettisgötu 33 í Reykjavík. Sæmundur og Helga Fjóla eru því alin upp í sama hverfi og voru bræður hennar leikfélagar Sæmundar í æsku. Barnalán er eitt af því, sem helzt er talið fólki til hamingju og varla verður sagt að þau Helga Fjóla og Sæmundur hafi farið varhiuta af því. Leiðir þetta okkur aftur uppí Landsveit og í hlaðvarpann á Skarði, því elsta dóttir þeirra Sigríður Theódóra er einmitt húsfreyja þar, gift Guðna Kristinssyni hreppstjóra Land- manna. Næst er Margrét, hjúkrunar- framkvæmdastjóri við Kleppsspít- alann, gift Jóni Marvin Guð- mundssyni kennara frá Karlsá við Dalvík. Yngstur er svo Sæmundur vél- stjóri á Siglufirði, lengst af á togaranum Dagnýju. Kvæntur Elísabetu Kristjánsdóttur frá Siglufirði. Barnabörnin eru núna 8 og barnabarnabörn 3. Þeir félagar, sem fyrst er minnst á, í þessari grein eru nú staðnir upp. Sá eldri dustar af sér píputóbakið, hinn er að velta því fyrir sér hvort hann eigi að dusta af sér nokkra hvolpa, sem tekið hafa sér bólfestu hér og þar. Tvímenningarnir teygja sig lítið eitt, njóta blíðviðrisins, víðáttunn- ar og kyrrðarinnár. Ganga síðan inní bæ og í stofu. Þar bíður uppdekkað borð og húsfreyjan segir þeim að gjöra svo vel, þeir hljóti að vera orðnir svangir þarna úti. Þeir njóta gestrisninnar í ríkum mæli. Reyndar nákvæmlega eins og gestirnir koma til með að njóta gestrisni Margrétar og Jóns að Hellulandi 22 í dag, milli kl. 3 og 7, þar sem tekið er á móti gestum í tilefni þessa áfangasigurs míns ástkæra frænda, Sæmundar, við árin. Guðlaugur Tryggvi Karlsson. í dag er sjötíu ára Sæmundur Sæmundsson. í tilefni dagsins vildi ég senda honum nokkrar línur. Sæmundur er Rangæingur að ætt, fæddur að Lækjarbotnum í Landsveit þar sem foreldrar hans bjuggu. Ungur að árum missti hann föður sinn og varð móðir hans þá að hætta búskap og leysa upp heimilið og koma börnunum fyrir hjá frændfólki og vinum, en Sæmundur sem var yngstur barna fylgdi móður sinni, Sigríði Páls- dóttur, og munu þau fljótlega hafa farið til Reykjavíkur þar sem Sæmundur ólst upp. Á þessum árum er Reykjavík að vaxa að fólksfjölda og ýmsar breytingar að verða á atvinnuháttum í bænum, við þær aðstæður ólst Sæmundur upp og má segja að borgin hafi vaxið með honum. Á unglings- og skólaárum Sæmundar aflaði hann sér verslunarmenntunar og starf- aði síðan við verslun um langt skeið, bæði sem verslunarstjóri hjá fyrirtækjum og síðar sem kaupmaður eigin búðar. Á síðari árum hefur Sæmundur stundað skrifstofustörf í Stálsmiðjunni hér í borg. í æsku Sæmundar eru ýms straumhvörf að verða hér á landi, meðal annars er bifreiðin að ryðja sér til rúms sem farartæki. Ég geri ráð fyrir að hann hafi fljótt komið auga á þá möguleika sem bifreiðin hafði fyrir okkur hér á landi, því fljótlega og hann hafði aldur til eignaðist hann bifreið sem ekki var algengt með unga menn í þá daga, vegir voru ekki góðir þá en Sæmundur lét það ekki aftra sér frá að ferðast um landið á bíl sínum. Eflaust mundi Sæmundur geta sagt frá mörgum ferðum sínum og samskiptum við bílinn og hina erfiðu vegi, sem menn urðu að láta sér nægja á fyrstu tugum þessarar aldar. Fleira var það en ferðalögin sem heilluðu afmælisbarnið um dagana, lax- og silungsveiði hafa verið eftirlæti hans í tómstundum þegar'þær hafa gefist og hygg ég að hann hafi oft verið fengsæll hvort sem var við fjallavötn eða kannski bara læk þar sem menn áttu varla veiði von. Nú á þessum tímamótum, þegar 70 ár eru að baki, getur afmælis- barnið litið glaður yfir farinn veg. Hann gekk ungur í hjónaband með konu sinni, Fjólu Pálsdóttur, og hafa þau eignast þrjú börn, þau Sigríöi Theodóru í Skarði , Mar- gréti hjúkrunarfræðing og Sæmund vélvirkja, allt hið hæf- asta fólk, og barnabörnin sem gefa ekki síður góðar vonir um framtíð- ina, allt þetta gefur þeim hjónum ástæðu til að gleðjast á þessum tímamótum. Samferðamenn Sæmundar munu senda honum bestu óskir, þægilegri og betri ferðafélagi er vandfundinn. Frændfólk og vinir senda honum bestu óskir með von um ánægju- lega daga á áttunda tugnum. Basar Fylkis SUNNUDAGINN 26. nóvem- ber heldur Íþróttaíélagið FYLKIR jólabasar í samkomu- sal Árbæjarskóla og heíst hann kl. 15.00. A boðstólum verður ýmiss konar jólaföndur og skreytingar ásamt gómsæt- um kökum. Ilafa ciginkonur félags- manna unnið að basar þessum á undaníörnum vikum. Vænt- anlegum hagnaði verður varið til endurnýjunar á félagsheim- ili FYLKIS við Arbæjarvöll. Hættuleg heimsókn — ný ástarsaga eftir Anitru ÍSAFOLD hefur gefið út nýja bók eftir Anitru. sem nefnist „Hættu- leg heimsókn“. Þetta er ástar- sagá. sem gerist í heimalandi höfundar. Noregi. Þýðandi er Hersteinn Pálsson. Bókin er 173 blaðsíður, prentuð og bundin í ísafoldarprentsmiðju. Lítið barn hefur lítið sjónsvið JOIAGLEÐTI PENNANUM Jólasveinarnir okkar hafa lýst velþóknun sinni á Jólamarkaði Pennans í Hallarmúla, — enda hefur úrvalið sjaldan verið fallegra! cm: Jólamarkaðurinn, Hallarmúla.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.