Morgunblaðið - 26.11.1978, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 26.11.1978, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 26. NÓVEMBER 1978 39 Lois Chiles Angela Lansbury Simon Mac Corkindale Jane Birkin lan Finch Mia Farrow Reinoir og dýrmætum antik- munum. Dag einn flýtur hann í sund- lauginni eins og ísjaki (i h\oífi, meö sjáanlega lítinn hluta upp úr. Allt í einu fer kona hans að sprauta vatni langt í búrtu, inni í einu húsinu. Laugh^on opnar annað augað og tautar: Þétta hefurðu bara gert til að koma i veg fyrir að ég gæti hugsað! Blaðam.t En hvað um stjórn- endurna? I*. Ustinovt Fred Zinneman hefur hrifið mig möst. Þetta er alls ekki jákvæður niaður. Hann er leitandi eins og þú og ég. Maður er búinn að taka honum sem skipstjóranurh á skútunni, og þeim mun oftar sem hann segir manni að hann viti ekki lengur sitt rjúkándi ráð, þeim mun ákafari er maður í að fylgja honum. Svo er auðvitað Dassin. Hann hefði átt að eiga miklu stórkostlegri frægðar- feril. Blaðamt Þú fórnar Unicef, barnahjálparsjóði Sameinuðu þjóðanna, miklum tíma? P. Ustinovt Já, sem við getum þá líka kallað dropa í hafið. En það eru þ'á að minnsta kosti þeir droparnir. Þegar ég ferðast, þá fer ég stundum að gelta til að brjóta ísinn meðal barna, sem ég get ekki talað við, af því ég skil ekki mál þeirra. Það er engin leið að sjá fyrir afleiðing- arnar. Thailensku krakkarnir skelli- hlæja og skemmta sér vel. Börnin í Jórdaníu horfa á mig í sorgmæddri undrun. Og á Ind- landi tekur helmingur bárnanpa að gelta og svara mér, m'eðan hinn helmingurinn fer að há- gráta. Þeir hafa langa lýðræðis- hefð í Indlandi ... Blaðamt Hvernig samræmist þessi félagslega starfsemi þín og listræn verkefni? P. Ustinovt í okkar lífi eru óhjákvæmilegar þverstæður, sem einmitt verka til jafnvægis. Þegar maður hefur tekið við Óskarsverðlaununum (ég hefi fengið þau tvisvar sinnum, fyrir Spartacus og Topkapi), þá er fögnuðurinn blandinn trega, af því að maður segir við sjálfan sig: „Nú verð ég á niðurleið.“ En þegar ég var flautaður niður í Ópuerunni í París (fyrir svið- setninguna á Don Quichote eftir Massenetþ þá fór ég út, eftir að hafa notið stórkostlegrar mál- tíðar, sallarólegur og léttur, þvi nú gat ég ekki annað en stefnt upp á við. Blaðam: í sjálfsævisögu þinni, „Kæri ég“, sem nýlega er komin út og hefur orðið met- sölubók, þá ræðirðu við sjáifan þig, ert þinn eigin andmælandi P. Ustinovi Þegar ég spurði son minn: „Er ég ekki of ungur il að skrifa æviminningar mínar?“ þá svaraði hann: „Nei, nei, ef þú bíður of lengi, þá manstu eftir öllu og verður til leiðinda." Blaðamt Hefurðu í þessum völdu minningaköflum þá sleppt persónum, sem skiptu miklu máli fyrir þig? P. Ustinovi í fyrstu veislunni, sem haldin var í London í tilefni útkomu bókarinnar, stóð ég allt í einu andspænis Aleé Guinness. Og um leið átta ég mig á því, á þessu augnabliki, að ég hefi ekki nefnt hann á nafn, þó hann sé kannski sá maðurinn, sem ég vil helst vinna með. Um leið og ég sá hann varð mér að orði: „Ö, guð minn góður ...“ Hann skildi strax og svaraði: „Það var svei mér gott!“ Blaðanii Ef bókin morar öll í frægum persónum, þá hlýtur hún líka að hafa í för með sér mikla vinnu fyrir lögfræðinga. I*. Ustinovi Já, heilan hóp lögfræðinga! Þeir skröpuðu línu eftir línu gegnum allan textann. Einn þeirra, ungur Bandaríkja- maður, vafalaust bráðgáfaður, sagði: Þú verður aö vera hand- viss um að Rippentrop sé dauður áður en þú skrifar þetta. Blaðami Nú ert þú rithöfund- ur, leikstjóri, leikari ... Tekst þér að láta að stjórn þegar þú ert eingöngu í hlutverki leikara? P. Unstinovi Já, en ég geri miklar kröfur. Og um leið vil ég mikið frelsi. í stuttu máli, þá finnst mér hugboðið skipta meira máli en greindin. Og að greindina eigi að nota til að leiðrétta neistann. En ekki til að hafa frumkvæði. Þess vegna á leikari aldrei að vera hræddur við að gera vitleysur. Ef maður tekur enga áhættu þá á maður engan rétt á því að takast neitt fullkomlega. Alveg eins er það í lífinu. Sé maður hræddur við að verða óhamingjusamur, þá á maður engan rétt til að vera hamingjusamur. Ahættan er falin í leit að hamingjunni. Trimmböndin eru komin aftur Sama verð kr. 1.500- Fást í eftirtöldum verzlunum: Skátabúðin Útilíf Hagkaup Breiðholtskjör Vörumarkaðurínn Vesturröst Bikarinn Goöaborg Ingólfur Oskarsson Einnig hjá Lionsklúbbum um land allt. Öllum ágóöa varið til eflingar íþróttafélags fatlaöra. Trimmböndin eru alhliða íþróttatæki sem henta öllum. Snorrabraut Glæsibæ Skeifan 15 Arnarbakka Ármúla Laugavegi Hafnarstræti Óðinstorgi Klapparstíg „Ég vil fara undir fötin við þig kæra‘ Arm Birtingur og skutlan í skálanum Árni Birtingur og skutlan í skálanum eftir Stefán Júlíusson Bók um ungt fólk, ástir þess og áhugamál Ungt fólk er fljótt til athafna og það sann- aðist á Árna í Birtingi, þegar að Skutlan í skálanum afgreiddi hann og ærði þótt hún vildi í fyrstu ekkert með hann hafa. Eina vorbjarta nóttina klifraði hann inn um gluggann til hennar með gítarinn sinn og söng: Eg vil fara undir fötin við þig kæra. Bókaútgáfan Örn og Örlygur Vesturgötu 42, sími 25722 Lítið til beggja* iða

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.