Morgunblaðið - 26.11.1978, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 26.11.1978, Blaðsíða 12
44 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 26. NÓVEMBER 1978 Á undanförnum árum hefur það fariö mjög í vöxt að ritningin eða hlutar hennar hafa verið gefnir út með nýstárlegum hætti í þeim tilgangi að ná til þeirra sem aldrei taka sér ritningu'na í hönd og einnig til þess að varpa nýju Ijósi á ýmislegt Það sem í henni stendur. Meðfylgjandi opna er úr einni slíkri útgáfu sem nefnd hefur verið „Loving the Jesus Way“. Ummyndun Jesú 27. sunnudagur cftir trinitatis A * Kruss í möndlulana ncislabaun. líkist kertalona. og cr tákn himn- eskrar dýrðar Krists. Pistill 2. Pét. 1, 16—18: Því að ekki fylgdum vér spaklega uppspunn- um skröksögum, er vér kunn- gjörðum yður mátt og komu Drottins vors Jesú Krists, heldur vorum vér sjónarvottar að hátign hans Guðspjalh Matt. 17, 1—9: Þessi er minn elskaði sonur, sem ég hefi velþóknun á: hlýðið á hann! Að elska Guð og hans fólk Hver sem trúir, að Jesús sé Kristur, er af Guði fa'ddun og hver sem elskar föðurinn, elskar einnig þann, sem er fa ddur af honum. Af því þekkjum vér að vér elskum Guðs börn þegar við elskum Guð og breytum eftir boðorðum hans. Því að í þessu birtist elskan til Guðs, að vér höldum hans boðorð, og hans boðorð eru ekki þung. Því að allt sem af Guði er fætt sigrar heiminn, og trú vor, hún er sivjuraflið, sem hefur sigrað heiminn. I. bréf Jóhannesar, 5. kafli, 1 — 4 vers. Hvernig semur þér við fjölskyldu þína? Ekki aðeins fjölskyldu þína heima, enda þótt það sé mikilvægt, heldur fremur við hina fjölskyldu þína — kristna hræður þína ok systur. Þetta er vafalaust ekki lýtalaus hópur, en vertu nú hreinskilinn og spyrðu sjálfan þi«:« nGeri í'K mÍK nokkurn tíma sekan um baktal og kvartanir að ástæðulausu?M Ef þér finnst erfitt að láta þér lynda við meðbræður þina er líklegt að það stafi af því að samfélag þitt við ] Guð sé í ólagi. óánægja þín ok gremja eru i raun ok veru merki uppreisnar þinnar gegn Guði. Strax og samfélaK þitt við hann kemst í rétt horf lagast einnig samfélaK þitt við meðbræður þína. í sama mæli og elska þín til Guðs eykst grær elska þín til annarra. Til umhuKsunar og fyrirbænar. Hvernig birtist elska min i umgengni við aðra. F r éttamolar „Áfmælisboð“ í kirkjunni Söfnuður einn í Danmörku hefur tekið upp þann hátt að bjóða börnum í sókninni í „afmælisboð" til kirkjunnar. Börnunum er gefið gos og bollur, síðan er þeim sagt frá kirkjunni og því sem þar gerist og að kirkjan sé þeirra eign. Börnin fá einnig að planta tveim rósum hvert í garðinn við kirkjuna, og allt árið gæta þau þess vandlega að ekkert komi fyrir „rósirnar þeirra“ hjá „kirkjunni þeirra“. Dýrt er bað Nýja testamentið, sem nýlega hefur verið gefið út að nýju í Sovétríkjunum, kostar 25 rúblur (u.þ.b. 8000 kr.) sem svarar til sjötta hluta af venjulegum mánaðarlaunum. 55 bindi af ritsafni Lenins kosta til saman- burðar 37,75 rúblur. Biblíulestur Vikuna 26. nóv. — 2. des. Sunnudagur 26. nóv. Matt. 17:1—9 Mánudagur 27. nóv. I. Þess. 5:1—10 Þriðjudagur 28. nóv. 2. Pét. 3:8—18 Miðvikudagur 29. nóv. Matt. 2U:1—14 Fimmtudagur 30. nóv. Matt 24:29—36 Laugardagur 2. des. Matt. 25:14—30. Upprisa holdsins = Upprisa mannsins Hvernig rísa dauðir upp? Og með hvaða líkama koma þeir? Þú óvitri maður! Það sem þú sáir, verður ekki lífgað nema það deyi ... Til eru himneskir líkamir og jarðneskir líkamir ... Þannig er og varið upprisu dauðra. Sáð er forgengilegu, en upp rís óforgengilegt? Sáð er í vansæmd, en upp rís í vegsemd, sáð er í veikleika en upp rís í styrkleika, sáð er náttúrlegum (.orðrétt. sálarlegum) líkama, en upp rís andlegur líkami. 1. Kor. 15. Postullega trúarjátningin talar um „upp- risu holdsins". Hvað merkir það? í því felst það, að það ert ÞÚ, sem reistur verður upp af dauðum, persónuleiki þinn, allt það sem gerir að verkum að þú ert þú. Hold þitt, endurleyst frá synd og forgengileika, fær líf, af því að hinn upprisni Drottinn vill „umbreyta lægingarlíkama vorum í sömu mynd og dýrðarlíkami hans hefur, eftir þeim krafti að hann og getur lagt allt undir sig“ (Fil. 3,21). Kristin von er raunsæ von, og hún viðurkennir, að við stöndum hér andspænis veruleika, sem er ofar öllum mannlegum skilningi. En hún byggir á vitnisburði þeirra manna, sem sáu hina tómu gröf á páskadagsmorgni, og mættu Jesú Kristi upprisnum í dýrðarlík- ama sínum. Meira þurfum við ekki. Orðalag postullegu trúarjátningarinnar „upprisa holdsins“ merkir sama og orð Nikeujátningarinnar „upprisa dauðra“. Það er sami veruleiki tjáður í mismunandi orðum. En postullega trúarjátningin vill slá skjald- borg um hina kristnu sköpunartrú andspænis tvíhyggju grískrar trúar. Þess vegna notar hún hið „ósæmilega" orð „hold“ til að undirstrika, að ekki aðeins „sálin“ eða einhver guðsneisti í manninum á sér viðreisnar von, heldur maðurinn allur. Biblían viðurkennir engan aðskilnað sálar og líkama. Það er framandi hugsun sem oft hefur smeygt sér inn í kristna boðun, heiðin hugsun, sem lítur niður á hið líkamlega, jarðneska. En Biblían boðar trú á skapara himins og jarðar og alls sýnilegs og ósýnilegs. Og allt, sem Guð skapar, er gott og honum þóknanlegt. Einnig hið líkamlega, holdlega. Því má kirkjan aldrei gleyma. Hitt er annað mál, að oft er orðið „ho!d“ notað í Biblíunni um það sem stendur í gegn Guði og vilja hans. Sjálfbyrginsháttur og eigingirni mannsins. Það mun að sjálfsögðu líða undir lok og á engan lífsmöguleika hjá Guði. Upprisa holdsins merkir heldur ekki það að frumeindir dauðra manna, löngu dreifðar um allt lífríkið, muni safnast saman aftur í mannlegt hold. Það dettur engum í hug í alvöru. Þú ert heldur ekki nema að litlu leyti sama „hold“ efnafræðilega séð og þú varst fyrir t.d. 20 árum. Samt ertu sama mann- eskja, sama persóna. Við játum trú á „upprisu holdsins", að þessi manneskja rís upp, með nýju lífi, sem aldrei hrörnar og aldrei deyr. Trúin á upprisu holdsins er því trú á endurfundi, við munum þekkja aftur ástvini okkar í „lífsins gleðisölum". Hin kristna upprisutrú byggir ekki á hugleiðingum og vangaveltum viturra manna. Hún byggir á orði Jesú Krists einu. Hans, sem sagði: „Eg er upprisan og lífið, sá sem trúir á mig mun lifa þótt hann deyi.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.