Morgunblaðið - 26.11.1978, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 26.11.1978, Blaðsíða 16
48 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 26. NÓVEMBER 1978 VER#LD SKÁLMÖLD Bófi slæst við bófa eins og í Chicago forðum Japanir eru nú orðnir meira en 100 milljónir talsins. Það skyldi því engan furða þótt misjafn sauð- ur væri í öllu því fé. Samkvæmt nýlegri skrá lögregluyfirvalda um óvönduðustu menn landsins eru atvinnubófar þar ein 110 þúsund og skiptast í 2500 flokka. í Japan eru taldar nærri 650 borgir, og vitað um skipu- lagða bófaflokka í 70% þeirra. 30% —40% allrar glæpastarf- semi mun þó bundin við Tókíó og Osaka. Bófaflokkarnir á hverjum stað hafa löngum eldað grátt silfur og gera enn. Hafa þessar væringar magnazt svo undan- farið að þær eru orðnar líkastar því sem var í Chicago á árunum frá því um 1920 og fram að seinna stríði. Er lögreglan nú búin að segja bófaflokkunum allsherjarstríð á hendur og hefur heitið því að koma at- vinnubófum í fangelsi þúsund- um saman á næstu mánuðum. Var látið til skarar skríða með því að ráðizt var samtímis inn á heimili fjölda bófaforingja víða um landið og þeir handteknir fyrir ýmsar sakir, og sumir fyrir margar, flestir m.a. fyrir það að hafa skotvopn undir höndum. Bófastyrjöldin sem nefnd var í upphafi fór úr böndunum í júlí í sumar. Þá var skotið á foringja Yamaguchiflokksins, sem er nokkurs konar sam- steypa bófaflokka, og hann særður, í næturklúbbi. Þar var að verki Narumi nokkur, ungur og upprennandi bandítt úr Matsudaflokknum, sem lengi hefur att kappi við Yama- guchiflokkinn um völd í undir- heimum Japans. Narumi hvarf skömmu eftir tilræðið. En um miðjan septem- ber fannst lík hans uppi í fjöllum nálægt Kebe, þar sem Yamaguchiflokkurinn hefur lengi haft höfuðstöðvar sínar. Það hafði verið rækilega frá Narumi gengið, hann hafði verið skotinn bæði í brjóst og höfuð, tattóveraður á baki og skorinn af annar litlifingur, hvort tveggja siður meðal jap- anskra bófa þegar manni er refsað, en líkið síðan vafið í dúk og reyrt snæri. Undanfarnar vikur hafa fundizt lík fimm annarra bófa úr Matsuda- flokknum. Hafa lík þessi verið misjafnlega leikin, og til að mynda voru hendurnar skornar af einum þeirra og soðnar í súpu sem síðan var seld í veitinga- tjaldi á götu í Tókíó. Eftir að ATVINNUMAL Agaleysi, of- drykkja og fals- aðar skýrslur það komst upp hefur mjög dregið úr súpusölu í veitinga- tjöldum, og una götuveitinga- menn illa sínum hag ... Bófaflokkarnir berjast ekki að tilefnislausu. Það er áætlað að meðalárstekjur í þeim 110 þúsund manna hópi, sem fyrr var getið jafngildi 54 þúsund dollurum (nærri 17 milljónum ísl. kr.) En tekjurnar fara að sjálfsögðu eftir hlut þeirra í „glæpamarkaðnum". Þess vegna er samkeppnin svona hörð. — Mark Murray. Það er víst víða pottur brotinn í efnahagslífinu í Sovétríkj- unum. Einn mesti vandinn er almennt kæruleysi og agaleysi meðal starfsmanna, hárra sem lágra. Veldur þetta stöðugt ómældum vandræðum og beinu tjóni. Hafa margir gáfumenn brotið heilann um ráð til lausnar og raunar fundið þau — en framkvæmdin jafnan strandað á agnúum í kerfinu, og viðteknum viðhorfum sem mjög erfitt er að breyta. Fyrrnefnt kæruleysi verður áþreifanlegt í ýmsu, en líklega helzt í neyzluvörum. Sovézkar neyzluvörur eru yfirleitt laklega unnar og hefur neytendum lengi FJARSJOÐIR „Gullskip“ Spán- verjanna loks fundið - kannski N ýlega fundust undan strönd- um Cornwall á Englandi merki um spænskt „gull- skip“ er sökk þar fyrir rétt tæpum tvö hundruð árum. Ekki er kunnugt um nafn skipsins, en hitt er vitað, að það sökk rétt upp úr 1780 og enn fremur að það hafði innan borðs gull eða silfur í tonnatali. Margar tilraunir hafa verið gerðar til að finna skipið og ná upp fjársjóðn- um en hvorugt fundizt enn. Fyrir stuttu fann þó leitarflokkur akkeri og fallbyssu af skipinu undan þorpi nokkru, Gunwalloe. Áður hafði að vísu stundum skolað þar á land einstökum peningum, en enginn vissi nákvæmlega hvar skipið væri niður komið. Fyrir rúmri öld var reistur stíflugarður mikill í sjó fram og ætlunin að loka af dálítilli vík, dæla upp úr henni sjónum og grafa þar í botnsandinn í þeirri von að þar væri gullskipið undir. Þetta náði þó aldrei fram að ganga. Síðar meir grófu náma- menn göng undir sjávarbotninn nokkuð út, og lá sú hugmynd að baki að peningar mundu hrynja niður í göngin. Síðast var reynt í alvöru upp úr 1960. Þá dældi sanddæluskip upp þúsundum lesta af botnsandi, en enginn kom upp fjársjóðurinn. Forsprakki leitarflokksins er fann fyrrnefnt akkeri og fallstykk- ið, Roland nokkur Morris, er sannfærður um það, að skipið finnist innan skamms. Hann er reyndur í þessum efnum og tók m.a. þátt í leitinni að H.M.S. Association, gömlu flaggskipi brezka flotans, er sökk undan Scilly-eyjum árið 1707. Takist Morris og mönnum hans að hafa uppi á gullskipinu getur það orðið einn merkasti fornleifafundur síðari ára, hvað svo sem um fjársjóðinn er. blöskrað en nú er svo úr hófi gengið að landsfeðurnir hafa þótzt tilneyddir að veita þjóðinni áminningu. Neyzluvörunum fer þó lítið fram þrátt fyrir áminningar að ofan. Vinnusiðgæði er og hefur lengi verið heldur slakt í Sovétríkjun- um. Einkum þó meðal lágt settra. Mjög mikið er um fjarvistir, ekki sízt vegna drykkjuskapar, o.s.frv. Hér áður fyrr mátti helzt ekki nefna þennan vanda opinberlega. En nú er hann orðinn svo alvarleg- ur, að yfirvöld hafa neyðzt til að viðurkenna hann og efna til umræðu um hugsanlegar lausnir. Hefur þar komið upp ýmislegt athyglisvert. M.a. það að sumir sakna Stalínstímans, þegar menn hlýddu af ótta. Aðrir hafa aftur á móti haldið því fram að þetta sé „rómantík", agi hafi alls ekki verið jafngóður þá og suma minni núna, og ekkert gott geti leitt af ógnarstjórn. Komst einn svo að orði, að „ef það væri rétt að kúgun yki framleiðni væri þrælaþjóð- félagið enn við lýði“. Því hefur og verið haldið fram, að það væru þjóðsögur einar sem gengju af vinnuafköstum og aga á Stalíns- tímanum, og hefðu hinar gömlu stjórnaraðferðir þvert á móti ýtt undir hvers kyns hyskni og svik. Til dæmis að nefna var það regla í þann tíð, að kæmu menn þrisvar of seint til vinnu voru dre^n af þeim 25% launa næsta hálfa árið. En menn urðu áfram seinir fyrir. Þegar þeir sáu svo fram á það í þriðja sinn var algengt að þeir gripu til þess ráðs að meiða sig, brjóta rúðu í strætisvagni eða eitthvað álíka; þá þurftu þeir að- fara á slysavarðstofuna og þar fengu þeir vottorð ... Vitanlega eru til ráð við þessum vanda, og hafa verið reynd. Hér er dálítil saga til dæmis: Verksmiðju- Pólitík Ihaust kom út hjá lítlu forlagi í Köln dálítið kver og fjallar um nýnasismann í Vestur Þýzkalandi. Er þar greint frá félagssamtökum nýnasista. helztu leiðtogum þeirra. og mynd- ir birtan enn fremur birtar klausur upp úr blöðum og bækiingum útgefnum á þeirra vegum. Það var ungur fræði- maður, Henryk Broder að nafni, sem tók saman kver þetta en hafði fjóra sér til aðstoðar við uppiýsinga- og gagnaiiflun. Fyrir rúmu ári veitti háttsettur embættismaður vestur-þýzkur hlaðamanni þær upplýsingar. að kunnugt væri um 319 „virka“ nýnasista. þ.e. menn sem málað heíðu hakakrossa á veggi, saurg- að grafir Gyðinga í kirkjugörð- um og annað þcss háttar. en bætti því við að nýnasistahreyfingin virtist þegar tekin að hjaðna. Broder heidur því hins vegar fram. og leiðir að því rök, að hreyfingin færist í aukana. Hann bendir og á það. að mörgum þyki brölt nýnasista meinlaust. og rcyndar hlægilegt. en menn hafi líka hlegið að brölti nasista um 1920... Brodcr kallar bók sína „Deutschland tlrwacht“ (Þýzka- land vaknar). Hefur hann það eftir fyrri tíðar nasistum, sem kölluðu gjarnan á göngum sinum „Vakna Þýzkaland — burt með Eru nasist- arnir ad ná sér á strik? bolsana (eða burt með Gyðing- hann margt upp úr blöðum og ana)“. Eins og áður sagði birtir bæklingum nýnasista, og er sumt Hcilsfðumyndii af Hitler ... og fleiri hetj- um nasista af því lesefni ólöglegt í Vestur Þýzkalandi, þótt einhvern veginn hafi það komizt á prent. Meðal mynda er ein af síðu úr „Deutschc National Zeitung" sem mun vera orðið allútbreitt. Þar eru í aðalfyrirsögn orð sem höfð voru eftir Hitler á sínum tíma og hann átti að hafa mælt á síðasta herráðsíundi sínum> „Ég var svikinn ..Önnur fyrirsögn úr sama blaði hljóðar svo> „Lygi aldarinnari sex milljónir Gyðinga myrtar með gasi“. Á mynd af forsíðu Völkische Beobachter hins nýja (Göbbels gaf út þann gamla á sinni tfð) er verið að fagna því að 89 ár eru liðin frá fæðingu Adolfs Ilitlers

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.