Morgunblaðið - 26.11.1978, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 26.11.1978, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 26. NÓVEMBER 1978 49 „Æðstu embættismönnumer sama hvernig allt veltur efþeir fá bara þægilegar tötur" (Sjá: Atvinnumál) AUGLÝSINGAR ———— „Jómfrún um “ í Hollywood er sífellt að fækka „Viðtekin viðhorf sem mjög erfitt ( er að breyta“ stjóri nokkur haetti að leyna fjarvistum og hvers kyns agabrot- um á vinnustað, svo sem venja er þar eystra, og fór að gera það opinbert ef slíkt kom fyrir. Þetta hafði þau áhrif er fram liðu stundir, að fjarvistum fækkaði greinilega, og dró úr hyskni og ýmiskonar undanbrögðum. Aftur á móti hlaut þetta að leiða til þess, að tölur frá verksmiðjunni sýndu lakari mætingar og minni aga en áður, þar eð nú var engu ieynt. Það hlaut að taka nokkurn tíma að vinna það upp, þótt vinnusiðgæðið færi alltaf smábatnandi. En til þess gafst aldrei tími. Eftir nokkrar vikur tóku erindrekar flokksins að hringja í verksmiðju- stjórann og kvarta um það, að samkvæmt skýrslum hans færi aganum síhrakandi í verksmiðj- unni. Og loks hljóp hundur í formann verkalýðsfélagsins af því að hann fékk ekki bónus lengur. Loks kom þar, að verksmiðjustjór- inn var kallaður fyrir ráðherra. Gaf ráðherra honum það ráð, að vera nú ekki að fitja upp á neinum nýjungum, heldur hafa gömlu aöferðirnar. Verksmiðjustóri tók ráðið, enda eflaust heppilegast fyrir hann, fór aftur að falsa skýrslur sínar um mætingar og aga í verksmiðjunni — og eftir það hefur enginn kvartað ... Það er sem sé við ramman reip að draga. Þeir sem vilja takast á við vandann og sýna eitthvert frumkvæði baka sér reiði skrif- ræðismanna og eru brotnir á bak aftur ef þeir láta sér ekki segjast. 'Æðstu embættismönnum er sama hvernig allt veltist ef þeir fá bara þægilegar tölur og skýrslurnar eru þeim að skapi. En það verður aftur til þess að undirmenn þeirra hyllast frekar til að þóknast þeim, hagræða staðreyndum o.s.frv., en takast á við vandann. - DEV MURARKA Jómfrúr kalla þeir í Holly- wood þá kvikmyndííleikara sem ekki hafa látið flekast til að koma fram í sjónvarpsaug- lýsingum um einhvers konar varning. Slíkar jómfrúr munu nú fáar eftir í Hollywood, og víst ekki nema þrjár. Það eru Robert Redford, Barbara Streisand og Steve McQueen ... Það er furðu stutt frá því að frægir kvikmyndaleikarar fóru að koma' frá í sjónvarpsauglýsingum í stórum stíl. Það mun hafa þótt skömm að slíku hér áður fyrr, c.i ekki verður séð í fljótu bragði OLIVIERi Tók upp á því að auglýsa Polaroid-myndavélar. hvers vegna það breyttist. Það kann að vera af því, að Laurence Olivier tók upp á því að auglýsa Polaroid-myndavélar ... En nú er þetta sem sé orðið almennt. Og mikið fé í boði, að vísu mismikið eftir frægð leikara. Kallar á borð við John Wayne, James Stewart og Gregory Peck fá jafnvel milljón dollara fyrir auglýsingasyrpu. Enda auglýsa þeir glaðir hvað sem er, graftabólukrem, kakkalakka- eitur og hvaðeina þar á milli. En kringum þessar stjörnuaug- lýsingar hafa sprottið nokkur mál, sem trúlega hafa orðið hafa bæði auglýsendum og stjörnum til óþæginda. Það er til að mynda hjólbarðaauglýsingin þar sem James Stewart kemur fram fyrir hönd Firestone. Svo ólánlega vildi til að stuttu eftir að Stewart byrjaði að kynna dekkin í sjón- varpinu, að Firestone neyddist til að innkalla 10 milljónir dekkja; rannsóknir á vegum yfirvalda höfðu sem sé leitt í ljós, að þau voru varhugaverð. Stewart mun þó eiga að halda áfram að tala máli Firestone, og má kannski segja að ekki veiti af eftir þetta. Pat Boone, sem kom fram í auglýsingu um graftarbólukrem brenndi sig á því að leggja sjálfur trúnað á augiýsinguna og það kann að verða honum dýrt. I auglýsingunni sagði, að kremið „læknaði" graftarbólur, og tæki öllu öðru graftarbólukremi fram. Dómstóll komst að þeirri niður- stöðu, að orðalag þetta varðaði við lög, og var framleiðandi dæmdur til að endurgreiða hverjum þeim viðskiptavini sem færi fram á það, og Boone til að taka þátt í þeim útlátum. Karl Malden á þó enn verra í vændum. Hann kom fram í auglýs- ingu fyrir American Express og lýsti því fögrum orðum hve STREISAND. Ein af þeim fáu sem hefur enn ekki látið glepjast. og hann kallaður „sendihcrra hins aríska kynþáttar“. Úr Der Angriff (Árásin) er birt grein um misgerðir Pólverja í heimstyrjöldinni... í nokkrum öðrum blöðunum eru heilsíðu- myndir af Hitler, Ileydrich og fleiri hetjum nasista. Og enn er þarna birt úr bæklingi útgefnum af Baráttuhópi þýzkra hermanna og stíluðum til þeirra sem nú gegna herþjónustu í Þýzkalandi. Er þar tættur sundur „lygavefur- inn" um Auschwitz og gasklef- ana. í grein sem birt eru úr ritinu Mut (Ilugrekki). er frá því sagt á hjartna“man hátt er Ilitler útveg- aði sjö milljónum atvinnulausra vinnu ... Úr enn öðrum ritum eru birtar myndir af gröfum Gyðinga útötuðum í hakakrosijmerkjum, af segulbandssnældum með ra>ð- um Hitlers, sem eru á borðstólum á flóamörkuðum í Köln, og af nýnasistum að heilsa að nasista- sið á íþróttaleikvangi í Berlín. Það er óvíst um fjölda nýnasista. Þó mun öruggt að þeir eru aðeins lítið brot af þjóðinni allri. En það er samt sem áður ískyggilegt tilhugsunar. og það er umhugsunarvert, að 100 þúsund eintök skuli seljast af National Zeitung á viku ... — Andrew Wilson ferðatékkarnir frá því fyrirtæki væru ábyggilegir, og var m.a. fullyrt að maður fengi endurgreitt samdægurs ef maður týndi tékk- unum sínum. Stuttu síðar stefndi svo kona nokkur fyrirtækinu og leikaranum. Han hafði sem sé setið föst í Quite í Equador í mánuð vegna þess hve American Express var lengi að afgreiða kröfu hennar um endurgreiðslu. Að vísu fékk konan 370 dollara fljótlega eftir að hún týndi tékkunum, en hún hafði týnt 1400 dollurum . . . Hún *-kveður Ame- rican Express hafa spillt fyrir sér sumarfríinu og telur hún milljón dollara hæfilegar skaðabætur. - WILLIAM SCOBIE. Petta gerðist líke .... Samhent þjóð Albanir efndu til kosninga sem Þeir kalla svo um svipað leyti og Bandaríkjamenn gengu að kjörborðinu nú ó dögunum, en línurnar reyndust til muna skírari í fyrrnefndu kosningunum. Guardian birti úrslitin í síöastliðinni viku og hafði töíur sínar beint frá albönskum stjórnvöldum. Aö peirra sögn var kjörsókn 100% og atkvæöi féllu Þannig að hinir 250 frambjóðendur „lýöveldisfylkingar“ kommúnista flugu inn allir sem einn með 99.99% atkvæða. P.S. — Mótframboð voru raunar bönnuð. Einn vatn, þökk fyrir! Þó að íslenskum kaupsýslumönnum hafi ekki tekist að koma ferska vatninu okkar í verð, Þá viröast sumar tegundir átappaös drykkjarvatns bókstaflega buna út vestur í Bandaríkjunum. Margar tegundanna eru innfluttar og búnar s að vinna sé nafn Þarna á markaðn- um, svosem eins og Perrier, Evian, Appollinaris, Fiuggi, Spa, Solares, Vichy og Badoit. Nú pykir orðið fínt í veislum Þar vestra að bera fram blávatn með vínföngunum enda hefur árssalan á Þessum saklausa drykk að meðaltali aukist um tíu prósent á undanförnum árum. Þeir sem höndla meö vatnið áætla að salan komist í 700 milljónir dala eftir svosem einn áratug, p.e. 220 milljarða íslenskra krónal Dollararegn Það var vissulega ánægjulegt aö Þaö skyldi vera blindur og bækiaður uppgjafahermaður úr Kóreustríðinu sem hreppti hnossið Þegar loksins kom að Því í einu af spilavítum Las Vegas í Bandaríkjunum að spilakassi af Því tagi sem Bandaríkjamenn kalla „einhenta ræningjann“ skilaði vinningi sem bragð var af. Sá sem datt í lukkupottinn heitir James Schelich og er 48 ára gamall. Það kostar dollar hverju sinni að spila við kassana í Þessu spilaviti og Schelich var búinn að vera að mata „Þann einhenta“ í um Það bil klukkustund Þegar undrið skeði og apparatið byrjaði bókstaflega að rigna peningum. Vinningur blinda hermannsins: 275.000 dalir eða sem svarar liðlega 86 milljónum krónal Guð sé oss næstur! Werner Vögeli, sem er 23 ára gamall svissneskur kaupsýslumaöur, hefur opnað „háværasta diskótek veraldar“ að hann heldur sjálfur fram. Einasta hátalararnir vega samanlagt tvö og hálft tonn og samanlagöur hávaði Þeirra, ef allir væru settir „á fullt“ í einu, samsvarar gauragangnum í Starfighter orustuÞotu eins og hann mælist úr fimm metra fjarlægð. Kærastinn má bíða Sú fræga Patricia Hearst, dóttir blaða- kóngsins, losnar ekki úr prísundinni að sinni. Eins og menn kannast kannski við er hún aö afplána sjö ára fangelsisdóm fyrir hlutdeild sína í bankaráni meðal annars. Lögfræöingar hennar hafa verið aö berjast fyrir Því undanfarna mánuöi að hún fengi mál sitt tekið upp að nýju, en dómarinn sem fjallaði um umsóknina hefur nú endanlega hafnað henni. Patricia, sem opinberaði fyrir skemmstu, er geymd í kvennafangelsi í Pleasanton í Kaliforníu. Ofmikið afþví góða Talsmenn efnahagsbandalagsins upplýsa að pað hafi orðið að verja sem svarar 10,000 milljónum króna til pess að „ráöstafa“ rúmlega 200,000 tonna offramleiðslu af grænmeti og ávöxtum á markaðsárinu 1977—78. Ef ekkert hefði verið aö gert (að sögn bandalagsmanna) hefði verðið fallið niður úr öllu valdi og framleiöendur orðið gjaldprota. Þetta matarfjall var Þó ekki eyðilagt heldur tekið til geymslu. Og nokkrir bitar hrukku víst ókeypis til líknarstofnana. Kynlegur endir Hinn nítján ára gamli Kevin Carberry í Streatham í Englandi fór enga frægðarför pegar hann réðst inn á kvenmann Þar í bænum, ógnaöi honum meö hníf, hirti af honum fimm sterlingspund og geröi sig Þvínæst líklegan til Þess aö kóróna ofbeldið með Því að nauðga fórnarlambi sínu. Konan brá Þá við hart og gaf honum vænt kjaftshögg, lamdi hann í höfuðið með skó sínum, geröi sig líklega til aö brjóta af honum handlegginn ef hann gæfist ekki tafariaust upp og Þrammaöi síðan með hann út á götu og afhenti hann lögreglunni. — Kom á daginn aö skörungurinn var kynskiptingur, sem haföi unnið sem verkamaður áöur en hún gekkst undir aðgeröina sem breytti henni úr karli í kvenmannl

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.