Morgunblaðið - 26.11.1978, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 26.11.1978, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 26. NÓVEMBER 1978 55 + HERÓÍN. — Hér eru ítalskir tollverðir í Mílanó með 40 punda böggul, sem innihélt heróín. Átti að smygla honum inn í landið. Á heróínmarkaðinum á Ítalíu hefði smygl þetta lagt sig á um hvorki meira né minna en 24 milljónir Bandaríkja- dollara. + ÞETTA er mjög ný mynd af hinum víöfræga rússneska and- ófsmanni og rithöfundi Vladim- ir Bukovsky. Hún er tekin af honum í Cambridgeháskóla þar sem hann er nú við nám. Þáttaskil urðu f lífi hans er hann var sendur í útlegð frá Sovétríkjunum í skiptum fyrir Chile-kommúnistann Louis Corvalan, í desember 1976. Þá sat hann f fangelsi f heimalandi sínu, rétt einu sinni. — Þá átti hann fyrir höndum að afplána fangelsisvist fram til ársins 1983. Er hann kom úr vistinni hjá Sovétstjórninni var hann um 130 pund á þyngd. — Bukovsky hefur braggast síðan hann kom til Vesturlanda. — Hann er nú rúmlega 160 pund. + ÞAÐ gerist nú æ oftar að myndir komi af Nixon fyrrum Bandaríkjaforseta í heimspressunni. Þessi mynd er af honum í flugstöð í höfuðborginni Dallas í Texasfylki. Þangað fór hann til að samgleðjast gömlum einarðlegum stuðningsmanni sínum, er hlaut kosningu í fylkisstjórakjörinu á dögunum, Bill Clements. Þarna í flugstöðinni hafði Nixon ávarpað blaðamenn. — Og 200 rithandarsafnarar náðu í áritun hans áður en hann yfirgaf flugstöðina. fclk í fréttum Jóladagatöl Vinsælu jóladagatölin, meö súkkulaði- molunum, fást á eftirtöldum stööum: Axminster, Grensásveg 8, Bakaríiö, Barmahlíö 8, Brauðskálinn Langholtsveg 126, Flugbarinn, Reykjavíkurflugvelli, Gleraugnaverslun Ingólfs Gíslasonar, Bankastræti Gunnar Ásgeirsson hf. Suðurlandsbraut 16 Heimilistæki s.f. Hafnarstræti og Sætúni Hekla h.f. Raftækjaverslun, Laugaveg 172 Herragaröurinn, Aöalstræti, Hurðir h.f. Skeifan 13 Ingólfsbúö, Vesturgata 29 Ingþór Haraldsson h.f. Ármúla 1 Lýsing, Laugaveg 67 Tískuskemman Laugaveg 34 Tómstundahúsiö, Laugaveg 164 Vogaver, Gnoöavog 44 Örn og Örlygur, Vesturgata 42 Lionsklúbburinn Freyr „Bandaríska Playboyreglan44 „Alla sína fullorðinsævi hafði Helgi raunar eins og ómeðvitað fylgt bandarísku play- boyreglunni um effin fjögur í samskiptum sínum við kvenfólk: Find’em fool’em fuck’em forget’em“ Þannig segir Hafliði Vilhelmsson frá aðal- sögupersónunni, skáldinu, í hinni nýju bók Helgalok en margt fer öðruvísi en ætlað er og um það fjállar önnur bók hins unga metsöluhöf- undar, sem vakti á sér verðskuldaða athygli í fyrra með fyrstu bók sinni, LEIÐ 12, HLEMMUR- FELL. ÖRN OG ÖRLYGUR Vesturgötu 42, sími 25722

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.