Morgunblaðið - 28.11.1978, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 28.11.1978, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 28. NÓVEMBER 1978 5 Matthías Bjarnason Ellert B. Schram Aðalfundur full- trúaráðsins í kvöld AÐALFUNDUR Fulltrúaráðs sjállstæðistélaganna í Reykjavík verður haldinn á Hótel Sögu í kvöld þriðjudaginn 28.11. og hefst kl. 20.30. Á dagskrá fundarins eru venju- leg aðalfundarstörf og einnig mun Matthías Bjarnason alþingismað- ur koma á fundinn og ræða stjórnmálaviðhorfið. Núverandi formaður fulltrúa- ráðs sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík er Ellert B. Schram alþingismaður. Þorlákshöfn: Líður að lokum síldarvertíðar Þorlákshöfn. 27. nóv. NÚ FER senn að líða að lokum síldarvertíða hér að þessu sinni. Hjá söltunarstöðinni Borgum hí. og Meitlinum hf. er búið að salta f um 10.500 tunnur. Ögmundur kom með 75 tonn á laugardag og var það unnið um helgina. Síldin er smá. Ögmundur á eftir um 140 tonn til þess að hafa aflað upp í kvótann og verður það saltað, sem berst upp í það margn. Hinn 22. nóvember ver búið að frysta 225 tonn af síld hjá Meitlin- Innbrot í Sindrastál um hf. Hjá Glettingi hf. er búið að salta í 5.500 tunnur af saltsíld. Þá hefur verið flakað í 850 tunnur. Þessi síldarflök eru síðan sett í edik og er þetta fullunnin vara, sem fer á Þýzkalandsmarkað. Á sunnudag var verið að salta hjá Glettingi. Húna- röstin kom eð 110 tonn af góðri síld. Jón á Hofi á eftir 100 tonn til þess að afla upp í kvótann og verðurþað að sjálfsögðu saltað í lokin. Hér er góð spærlingsveiði. Tveir bátar eru að landa spærlingi, ísleifur IV og Gissur með 100 tonn hvor eftir rúman sólarhring. Fimm bátar eru á línuveiðum en afli er frekar tregur hjá þeim. Hann hefur þó komizt upp í fjögur tonn. RagnheMar. Sími 16463. FOUNTAIN! veist þú hvaö þaö er? 1FOUNTAIN eru drykkjavélar i ýmsum stærðum, með heitum Ijúffengum drykkjum, t.d. fyrir vinnustaði, heimili, skip, báta og söluskála. 2VIÐ VEITUM fyrsta flokks þjónustu. Hráefni er ekið til viðskiptavina á tveggja vikna fresti, þeim að kostnaðarlausu. LÁNUM YÐUR vél til reynslu í vikutima án nokkurra skuldbindinga. HRINGIÐ í sima 16463 og fáið sölumann í heimsókn og hann mun gefa yður að smakka og allar nánari upplýsingar. INNBROT var framið í fyrir- tækið Sindrastál um helgina. Brotinn var upp stór skjalaskápur en ekki var vitað í gær hve miklu hafði verið stolið. Eitthvað mun hafa horfið af peningum, aðallega ósótt laun. ÍOO ára Siglfirð- ingur Elzti borgari Siglufjarðar, Einar Ásmundsson, varð 100 ára á laugardaginn. Einar fluttist til Siglufjarðar 1927. Hann hefur dvalið í sjúkra- húsi þar síðan 1942. Almenna bókafélagið Austurstræti 18, sími 19707. Skemmuvegi 36, Kóp. sími 73055. Geysispennandi njósnasaga eftir einn frægasta njósna- sagnahöfund heimsins Helenu Maclnnes. Saga um ótrúleg svik og klækjabrögö í litríku umhverfi í New York, Washington og á Rivierunni. Pjófnaöur mikilvægra Natóleyniskjala veldur ofboöi i innsta hring. Færustu njósnarar eru / sendir af staö frá báöum aöilum og njósnanetin lögö víðsvegar um heiminn. Fyrir brezka / njósnarann Tony Lowton sem í vegabréfinu er kallaöur vínkaupmaöur, verður glíman viö 1 svikarann sannkölluö barátta upp á líf og dauöa. Vinur Lowtons, Tom Kelso, sem er kunnur blaöamaöur og Dorothea, hin aölaöandi kona hans, flækjast illa inn í máliö, sem er einn svikavefur. Allt er til lykta leitt meö áhrifamiklum og óvæntum endi. ^

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.