Morgunblaðið - 28.11.1978, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 28.11.1978, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 28. NÓVEMBER 1978 Vorum að fá glæsilegt úrval af BARROCK sófasettum, HAGSTÆTT VERÐ VALHÚSGÖGN hf. Ármúla 4 Nú geta allir skroppió til LONDON vió förum 3.desember og feróin kostar aóeins 83.000.“ kr. Hótel Þú getur valió úr 3 hótelum, sem öll eru staósett vió OXFORDSTREET, fræg- ustu verslunargötu í London. Knattspyrna Af hverju ekki aó bregóa sér á völlinn og sjá knattspyrnu einsog hún gerist best? Chelsea—Aston Villa Tottenham — Ipswich Skoóunarferðir Skipulagðar skoóunarferóir -íslensk fararstjórn. Skemmtanir í London er skemmtanalífið ótrúlega fjöl- breytt og allir sem þangað koma ættu aó skreppa í leikhús. Landbúnaóarsýning Hin heimsfræga SMITHFIELD land- búnaóarsýning nSamvinnu SpLANDSYN AUSTURSTRÆTI 12-SÍMI 27077 Soni Ventorum Soni Ventorum kvartettinn er stofnaður 1961 fyrir tilstilli Pablo Casals og vitnað í ummæli hans. Heldur er svona hól í efnisskrá ósmekklegt og mikið fortryggingar bragð að slíku, rétt eins og áheyrendur séu ekki færir um að meta listamennina eftir væntanlegri frammistöðu. Tónleikarnir hóf- Tónllst eftir JÖN ÁSGEIRSSON ust á kvartett eftir Rossini og var leikur þeirra í ósamræmi við staðhæfingar Casals. Ann- að verkið á efnisskránni var fantasía fyrir einleiksflautu eftir Telemann. Felix Skowro- nek er frábær flautuleikari en lék verkið með miklum and- stæðum í styrk og breytilegu hljóðfalli, er sýnir mjög skýr- lega leikni flautuleikarans, en litla tilfinningu fyrir tónsmíð og stíl Telemanns. Þriðja verk- ið er eftir Robert Gerster sem fæddur er 1945. Viðeigandi hefði verið að einhverjar upp- lýsingar hefðu fylgt um tón- skáldið, aðrar en þær, að hann hafi samið verkið fyrir Soni Ventorum. Verkið er þríþætt í gerð, þar sem skiptast á einröddun með undirleik liggj- andi tóna (orgelpunktur), ein- röddun í hröðum tónsvipting- um, þar sem hljóðfærin leika ýmist öll saman eða eitt og eitt (minnti á sviptivinda) og kóral en í þeim kafla (nr. 4) gat fyrst að heyra samhljóm í verkinu. Þannig skiptist verkið niður í sex kafla og endar sá sjöundi á því að raddirnar mynda eins konar „kaos“ þar bregður fyrir einu og öðru úr fyrri köflum en niðurlagið er undirbúið með þrástefjun. í þessu verki og næsta sem var Sónatína fyrir flautu og fagott eftir Pierre Gabaye, fæddan 1930 og ekki frekar getið í efnisskrá, sýndu hljóðfæraleikararnir tækni sína. Sónatínan eftir Gabaye er ekki merkileg tónsmíð. Klari- nettleikarinn William McColl lék þrjár tónsmíðar /fyrir klarinett eftir Igor Stravinsky og gerði það mjög fallega. Tónleikunum lauk með fjórum Joplinrags, sem satt best að segja áttu ekkert erindi á þessa Söng- tónleikar Sigríður Ella Magnúsdóttir og Olafur Vignir Albertsson fluttu fólki söngva í sal Menntaskólans við Hamrahlíð s.l. sunnudag. Efnisskráin var skemmtilega samansett. Fyrst fluttu þau þrjú ljóð eftir Goethe og tvífluttu hvert með lögum eftir tvö tónskáld og var skemmtilegt að heyra hversu tónumgjörð texta getur verið margbreytileg. Talið er að Schubert hafi ritað fyrsta Mignon-söng sinn 18. okt. 1821, eftir að hafa lesið Wilhelm Meister Lehrjahre eftir Goethe. Fá ljóð hafa notið eins mikilla vinsælda hjá tónskáld- um og hafa nokkur tónskáld gert margar tilraunir við sömu Ijóðin. Þau lög sem flutt voru fyrir Goethe munu flest hafa fallið honum illa og taldi hann meira segja Beethoven mis- skilja sig. Sigríður Ella söng tvö Mignon-lög, fyrst Mignons Gesang í hljóðgerð Schuberts og Franz Liszt og þá Leid der Mijjnon í gerð Schuberts og Tsjaíkovskys. Gretchen am spinnrade úr Fast eftir Goethe var flutt í gerð Schuberts og Verdi. Það var skemmtilegt að heyra þennan samanburð og voru lögin mjög vel flutt, sérstaklega lag Tsjaíkovskys. Næsta viðfangsefni voru Zigeunerlieder eftir Brahms og Ný heilsugæzlustöð opnuð í Bolungarvík Bolungarvík, 27. nóvember. NÝ OG glæsileg heilsugæzlu- stöð var formiega tekin í notkun hér í Bolungarvík á laugardaginn. Forseti bæjar stjórnar, ólafur Kristjáns- son, flutti opnunarræðu. Vegna samgönguerfiðleika komust Magnús H. Magnús- son heilbrigðisráðherra og fleiri gestir að sunnan ekki til opnunarinnar, en meðal gesta var Matthías Bjarna- son fyrrverandi heilbrigðis- ráðherra, og flutti hann ávarp. Heilsugæzlustöðinni voru færðar gjafir við opnun- ina. Sjálfsbjörg, félag fatl- aðra í Bolungarvík, gaf hand- knúinn hjólastól, kvenna- deild SVFI gaf stöðinni 100 þúsund krónur og Einar Guðfinnsson gaf stöðinni sér- staka tösku til notkunar í neyðartilvikum. I ræðu sinni rakti Ólafur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.