Morgunblaðið - 28.11.1978, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 28.11.1978, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 28. NÓVEMBER 1978 15 Soni Ventorum. tónleika. Tónlist Scott Joplin er ágæt og skemmtileg í þeirri gerð sem höfundurinn sló henni. Að ætla sér að umrita slíka tónlist, er álíka erfitt og að þýða máltaksvenjur, þar sem hætta er á að bæði blær og merking brenglist svo að út- koman verði hjákátleg tiltekt. Sigríður Ella Magnúsdóttir. var margt frábærlega fallega gert, t.d. eins og 6. lagið, Röslein dreie in der Reihe. Innan um öll þessi stórkostlegu tónverk voru næst á efnis- skránni lög eftir Þórarin Svona blásarakvartett er mjög skemmtileg hljóðfæraein- ing og er til mikið af góðri tónlist, sem vert væri að stytta sér stundir við og þess vegna óþarft að eyða tíma fólks með útþynntum sýnishornum af því sem glymur fólki sýnkt og heilagt. Guðmundsson. Það skemmti- legasta við þessa tiltekt er að söngvar Þórarins, sem eru aðlaðandi og einlægir, sómdu sér vel í þessum félagsskap enda frábærlega vel fluttir. Tónleikunum lauk með sjö spænskum alþýðusöngvum eft- ir De Falla. Lögin eru ekki merkileg, sem tónsmíðar og nokkuð of glysbúin í undir- leiknum og þarf að syngja þau með tilþrifum, sem aðeins spánverjum eru sönn og eðlis- læg, en verða tæplega lærð né þjálfuð af öðrum. Það vantaði t.d. alla villidýrsku í hljóðfall- ið. Sigríður Ella söng flest lögin mjög vel og þó sérlega það síðasta. Það er eftir- tektarvert, að sem söngkona er Sigríður Ella í stöðugri fram- för og er túlkun hennar nú mun dýpri og óbundnari en áður. Röddin hefur breikkað en þó brá fyrir að hún ofgerði henni einstaka sinnum. Ólafur Vignir Albertsson hefur starfað lengi með Sigríði og var samleikur þeirra með ágætum. Jón Asgeirsson. Kristjánsson byggingarsögu húss- ins og lýsti því. Framkvæmdir hófust 1975. Eftir útboð vr Sigurði Eggertssyni byggingarmeistara í Bolungarvík falið að annast fyrri áfanga verksins, og skilaði hann húsinu fokheldu 1977. Þá sama ár var síðari áfanginn boðinn út og samið við Jón Friðgeir Einarsson bygg- ingarmeistara hér um framkvæmd hans. Húsið er um 361 fermetri að flatarmáli og er því ætlað að hýsa héraðslækni ásamt hjúkrunarfólki og tannlækni, auk þess er í húsinu lyfjabúr og íbúð fyrir sérfræðing. Kostnaður við bygginguna er nú 87 milljónir króna, en eftir er á fá búnað til stöðvarinnar, sem ekki mun kosta undir 15 milljónum króna. Heilsugæzlustöðin var til húsa í um 30 ára gömlu húsi, sem byggt var upphaflega sem læknisbústað- ur. Það húsnæði var farið að rúma illa aukna heilsugæzlu í vaxandi byggðarlagi eins og Bolungarvík er. Heilsugæzlustöðin nýja stendur í svokölluðu Hreggnesalandi og er að því stefnt að á því svæði rísi allsherjar þjónusta á sviði heilsu- gæzlu. Er meðal annars þegar hafin smíði fimm íbúða fyrir aldraða rétt neðan við nýju heilsugæzlustöðina. Gunnar Líti^ barn hefur JT lítid sjónsvid

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.