Morgunblaðið - 28.11.1978, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 28.11.1978, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 28. NÓVEMBER 1978 27 Gunnar Einarsson leikmaöur Arhus KFUM í samtali viö Mbl: „Eigum möguleika á því að verða Danmerkurmeistarar“ Á SIÐASTA keppnistímabili í handknattleik var það markvörðurinn góðkunni Gunnar Einarsson, sem kosinn var handknattleiksmaður ársins af Morgunblaðinu. Gunnar hélt utan síðastliðið sumar til Danmerkur, þar sem hann ætlar að starfa og jafnframt að leika handknattleik með Aarhus KFUM. Þar sem ekki var hægt að ná sambandi við Gunnar er verðlaun Mbl. voru afhent og birta með viðtölum hinna verðlaunahafana varð viðtal við hann að bíða. Mbl. hafði svo samband við Gunnar nú fyrir skömmu og fer viðtalið hér á eftiri — Ég er mjög ánægöur meö að hafa hlotið verðlaun Morgunblaðs- ins. Það er mjög hvetjandi fyrir íþróttafólk að blaðið skuli veita svona verðlaun og fylgjast jafnvel og raun ber vitni með íþróttum, sagði Gunnar í stuttu rabbi við blm. Mbl. — Þessi verðlaun munu minna mig svo mjög á þau góðu ár sem ég hef átt með Haukaliðinu í handknattleik. Og það kemur oft fyrir mig hér úti í Danmörku að ég fæ heimþrá og þá sakna ég þess mjög að spila ekki lengur með Haukunum. Hvernig gengur þeim annars núna? bætti Gunnar við. Þegar það hafði verið upplýst, spurði blm. — Vegna hvers varstu að rífa þig upp með f jölskyldu og hald til Danmerkur? — Aðalástæðan va sú að okkur langaði að breyta til. Þá var ég orðinn mjög þreyttur á að æfa íþróttir með allri þeirri vinnu sem maður þurfti að leggja á sig heima á íslandi til að geta lifað sóma- samlegu lífi. Það samræmist illa ef góður árangur á að nást í íþrótt- um. Og þegar ég fékk loforð frá Aarhus KFUM um góða vinnu o.f!. var ég ekki lengi að slá til og fara út og ég sé ekki eftir því. Líkar þér vel úti? • — Já, hér er gott að vera. Ég vinn hjá stóru fyrirtæki við húsasmíðar og hef betri laun hér fyrir átta stunda vinnu heldur en fyrir 12 stunda vinnu á dag heima á íslandi. Hér þekkist ekki auka- vinna. Maður mætir ekki nærri eins þreyttur á æfingar og útkom- an verður miklu betri, ég er til dæmis í betri æfingu en nokkru sinni fyrr og hef staðið mig mjög vel þó að ég segi sjálfur frá. Hvaða fyrirgreiðslu fékkst þú frá félagi þínu í Danmörku? — Þeir hafa útvegað mér góða vinnu, húsnæði og svo bankafyrir- greiðslu til kaupa á bíl o.fl. Þá fær maður fría æfingaskó — töskur — föt og ýmislegt fleira smávegis. Og nú er verið að útvega konu minni vinnu við þroskaþjálfun. Finnst þér handknattleikurinn í Danmörku vera betri en heima á íslandi? — Já, að vissu leyti. Hér er að vísu mikill munur á bestu og lökustu liðunum. Enn öll aðstaða hér til æfinga er miklu betri. Þá finnst mér Danir eiga betri einstaklinga, sumir þeirra eru hreint frábærir og flestir eru góðkunnir handknattleiksunnend- um heima á Fróni, eins og Anders Dahl og Michel Berg, Jesper Törring, Heine Sörenssen svo að nokkur nöfn séu nefnd. Hvernig gengur Aarhús KFUM? hjá ykkur — Mjög vel, við höfum leikið fimm leiki og unnið alla nokkuð örugglega. Við förum langt með að vera Danmerkurmeistarar í ár, við erum með gott lið. Nú leika íslendingar og Danir iandslciki hér heima í des. Eigum við möguleika á sigri, og myndir þú hafa áhuga á að leika með íslenska landsliðinu? — Svo sannarlega eigum við góða möguleika á að sigra Dani, og verðum reyndar að gera það. En til þess að það takist verður að stilla upp sterku og velsamæfðu liði. Flestir þeirra leikmanna sem voru með í liði Dana á HM keppninni eru orðnir langþreyttir á hand- knattleik og óvíst hvort þeir gefa kost á sér til ferðarinnar. Það ætti að auka möguleika okkar enn frekar. Hvað mig varðar þá hef ég "Mkinn áhuga á að leika með isienska landsliðinu, og vona bara að ég fái tækifæri á móti Dönum; það gæti orðið skemmtilegt. Þá hef ég mikinn áhuga á að taka þátt í undirbúningi landsliðsins fyrir keppnina á Spáni í febrúar. Ég kem heim með fjölskylduna í jólafrí, og þá fæ ég vonandi möguleika á að æfa og leika með landsliðinu. Hver er mesti munur á dönsk- um og íslenskum handknattleik? — Varðandi æfingar þá er lagt meira upp úr því að hafa gaman af leiknum og spilað mikið, svo til allan tímann. Enn þess ber að gæta að leikmenn hafa fengið góða grunnþjálfun. Það er minna lagt upp úr þrekþjálfun. Þetta gerir það að verkum að hér er leikinn hraðari handknattleikur, og hér eru fleiri og betri skyttur en heima. Þá finnst mér leikgleði hér vera meiri. Hún verður að vera fyrir hendi ef árangur á að nást. Og með þessum orðum Gunnars sláum viðbotn í þetta stutta spjall okkar, og vonumst eftir því að fá að sjá Gunnar enn á ný á fjölum Laugardalshallarinnar með ís- lenka landsliðinu í leik. ÞR. SKOTAR eiga eitthvert mesta efni sem komið hefur fram í íþróttum, nánar tiltekið í langhlaupunum. Hér er um að raeða hinn 18 ára gamla Graham Williamson, sem fyrr á þessu ári setti Evrópumet í unglingaflokki í 1500 metra hlaupi. Hann hljóp þá vegalengdina á 3i37,7 mínútum. Williamson hefur stundað lang- hlaupin síðan árið 1973, þá var efnilegur hlaupari á ferðinni í skóla Williamson og hann sá að þarna var tilvonandi meistari á ferðinni. Hann fékk Williamson til þess að hefja æfingar með félagi sínu og þar hitti strákurinn Eddy nokkurn Sinclair. Sinclair hefur allar götur síðan séð um þjálfun Williamson, auk þes sem hann er einn besti vinur hans. Williamson keppir einkum í 800, 1500 og 3000 metra hlaupi, en til fróðleiks birtum við hér töflu sem sýnir þær framfarir sem drengur- inn hefur tekið síðan 1973: Lyftingamót fatlaóra 1973 800 m 2:19,0 1500 m 3000 m 1974 2:10,0 4:35,0 1975 2:00,2 4:19,0 1976 1:56,3 4:01,0 1977 1:53,1 3:48,2 8:25,2 1978 1:50,5 3:37,7 8:00,7 ÍSLANDSMÓT í lyftingum fatl- aðra fer fram í Sjónvarpssal laugardaginn 9. desember n.k. Keppt verður í 2 þyngdarflokk- um: upp að 65 kg og yfir 65 kg. Þetta er sama flokkaskipting og á s.l. ári, en stefnt er að fjölgun flokka eftir því sem iðkendum fjölgar. Að þessu sinni er gert ráð fyrir keppendum a.m.k. frá Akureyri, Siglufirði, Vestmannáeyjum og Reykjavík. Lyftingasamband Islands hefur tekið að sér að annast um framkvæmd mótsins í Sjónvarps- sal í samstarfj við íþróttafréttarit- ara Sjónvarpsins. Þátttökutilkynningar þurfa að berast skrifstofu ÍSI í Laugardal fyrir 1. desember n.k. Svo sem sjá má, eru framfarirn- ar gífurlegar ár frá ári og enn er pilturinn aðeins 18 ára gamall. ÆFIR ALLA DAGA, ALLT ÁRIÐ Hvernig Williamson hagar æf- ingum fer eftir því hvort úti er vetur eða sumar. Á sumrin hleyp- ur hann samfleytt 5—10 mílna vegalengdir á hverjum degi, auk þess sem hann tekur 65 spretti, allt frá 150 upp í 400 metra langa. Á veturna eru langhlaupin heldur styttri, eða 3—10 mílur á dag. Sprettirnir eru hins vegar lengri og fleiri, allt upp í 800 metra spretti. Reyndar er það ósatt, að hann æfi á hverjum einasti degi, hann á í rauninni frí á föstudög- um. FRJÁLSAR í ÖÐRU SÆTI! Williamson telur sjálfur, að hann sé ósköp venjulegur ungling- ur. Hann fer á völlinn í Glasgow, þegar Rangers eiga heimaleik, þ.e.a.s. ef hann er ekki að keppa sjálfur einhvers staðar. Hann sötrar bjór á „pöbbunum" og stundar dansleiki. Langhlaupin • Graham Williamson kemur lag- fyrstur ( mark. Ekki óalgeng sjón A síðustu misserum, taki hann á annað borð Þátt í hlaupum. sitji því oft á hakanum og fyrir komi að hann æfi ekki sem skyldi. Eigi að síður er framfarir hans slíkar að athygli vekur. Hvað t.d. gætu Austantjaldsþjóðirnar gert við slíkt efni? ! I Upprennandi stórstjarna? BER EKKI VIRÐINGU FYRIR NEINUM Ef Williamson er að því spurður hver eftirlætisíþróttamaður hans sé, eða upp á hvern hann haldi mest, verður svarið á þá leið, að hann beri ekki virðingu fyrir nokkrum hlaupara. Þetta útskýrir hann nýlega í viðtali við enskt frjálsíþróttarit: — Ég tel að það sé rangt af manni í minni stöðu að halda sérstaklega upp á einhvern íþróttamann, þar sem ég kann að lenda í því að keppa við þá. Og þá er maður kominn með snert af minnimáttarkennd. Þegar ég var yngri, hafði ég t.d miklar mætur á Pólverjanum Malinowski. Síðan gerðist það í sumar, að ég keppti gegn honum í Varsjá í 1500 metra hlaupi. Ég hafði forystu, en hann skaust fram úr mér þegar 300 metrar voru eftir. Þegar 200 metrar voru eftir, hafði ég náð honum á ný, en þá sagði ég við sjálfan mig: „Þetta er Malinowski, ég á enga möguleika á að sigra hann.“ Með það sama hrapaði ég niður í 4. sætið, en á lokasprettin- um þrengdi ég svo að honum að ég gat vart annað en velt því fyrir mér hvernig farið hefði hefði ég ekki haft þessa niðurbældu minni- máttarkennd. Ég náði öðru sætinu örugglega. FERSTÖÐUGTFRAM Graham Williamson hefur sett sér það markmið, að framfarir hans skuli vera örar. Þjálfari hans og aðstandendur óska þess einnig heitt. Og hér fer samaan veruleiki og óskhyggja, því að sannarlega eru framfarir stráks örar. ^l !

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.