Morgunblaðið - 28.11.1978, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 28.11.1978, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 28. NÓVEMBER-1978 39 Margrét Siggeirsdóttir fráHarðbak-Minning í dag kveðjum við ömmu mína Margréti Siggeirsdóttur frá Harð- bak á Melrakkasléttu. Hún fæddist á Oddsstöðum þann 12. ágúst árið 1890 dóttir Siggeirs Péturssonar bónda þar og konu hans Borghildar Pálsdóttur. Mel- rakkasléttan var hennar starfs- vettvangur og þar bjó hún í yfir sjötíu ár. Hún giftist hinn 8. desember árið 1914 Guðmundi Stefánssyni frá Skinnalóni og settu þau saman bú á Harðbak þar sem þau bjuggu í fjörutíu og tvö ár. Þá voru þau á Raufarhöfn í níu ár en fluttu síðan suður til Reykjavíkur haustið 1965 og bjuggu fyrst hjá Jakobínu dóttur sinni. Eftir að afi dó vorið 1971 dvaldi amma hjá dætrum sínum á víxl, seinni árin mest hjá Borg- hildi, þar til hún lést eftir nokkra sjúkdómslegu á Landakoti þann 20. nóvember síðastliðinn. Afi og amma eignuðust sex dætur og ólu upp einn fósturson og eru þau öll á lífi. Þau eru: Borghildur gift Jóni Þ. Árnasyni forstjóra, Ása gift Þorgeiri Gestssyni lækni, Aðal- björg gift Rögnvaldi J. Sæmunds- syni aðstoðarskólameistara, Kristín gift Þóroddi Th. Sigurðs- syni vatnsveitustjóra, Jakobína skólastjóri Húsmæðraskóla Reykjavíkur, Þorbjörg gift Birni Guðmundssyni flugstjóra, Kári Friðriksson giftur Kolbrúnu Þor- steinsdóttur. Dæturnar búa allar í Reykjavík en Kári á Raufarhöfn. Barnabörn og barnabarnabörn eru orðin mörg. Eg er einn þeirra fjölmörgu barna og unglinga sem áttu því láni að fagna að dvelja á sumrin hjá afa og ömmu á Harðbak. Það var mér og öðrum ógleymanlegur sælutími. Uti að starfi með afa öllum stundum og sofna svo ofan í diskinn sinn hjá ömmu á kvöldin. Mörg voru þau kvöldin sem við Gummi skiptum á milli okkar afgangnum af mjólkurgrautnum sem var svo ómótstæðilega góður. Mér finnst ég verða að koma á Harðbak á hverju sumri, ganga um malirnar, vitja um silunganet og ganga ofan í gamla eldhúsið þar sem ég stóð forðum við eldavélina hennar ömmu og borðaði kríuegg upp úr stórum potti. Amma mín var ein af þeim konum sem aldrei þreyttust á að gera öðrum allt það gott er hún gat. Hún var gestrisin og viðmóts- þýð húsfreyja sem ekki var í rónni fyrr en hún gat gert gestinum eitthvað gott í mat eða drykk. Henni þótti það illt þegar árin færðust yfir að geta ekki orðið að gagni við húshaldið. Þá tók hún fram prjónana sína og nutum við barnabörn hennar og börn okkar góðs af því. Við sem eftir lifum söknum hennar sárt. Jafnframt gerum við okkur grein fyrir að þetta er leiðin okkar allra og við erum þakklát fyrir að hafa notið hlýs hugar og góðra verka svona lengi. Eg er þess fullviss að hún hlakkaði til að hitta ástvini sína fyrir handan og víst mun þá vel tekið á móti okkur hinum þegar okkar tími kemur. Gjarnan vildi ég þá fá um stund að verða lítill drengur í búi hjá afa og ömmu umvafinn ástúð og hlýjum huga. Fá að skríða upp fyrir breitt bakið á afa eða undir hlýja sængina hjá ömmu. Fari amma mín í friði. Við þökkum henni fyrir allt það fallega og góða sem hún veitti okkur. Sæmundur Rögnvaldsson. tækifæri til sjálfsbjargar, og ekki mun kona hans þar hafa í neinu eftir gefið sem atorkusöm og framúrskarandi húsmóðir. í allsnægtaþjóðfélagi okkar í dag, með alls konar tilbúnum lystisemdum þess, væri sannar- lega hollt að horfa til baka og kynna sér lífsbaráttu og lífssögu manna af gerð Þórólfs Gíslasonar. Börn þeirra hjóna, sem á lífi eru, eru þessi: Jóhann, lengst bifreiða- stjóri á Reyðarfirði, nú ókvæntur, starfsmaður Lyfjaverzlunar ríkis- ins; Gísli, fyrrv. framkv.stjóri, Reyðarfirði, kona hans er Þuríður Briem; Valtýr, verkstjóri á Reyðarfirði, kona hans er Svava Sigurðardóttir; Jóhanna húsfreyja í Reykjavík, hennar maður er Ágúst Snorrason; Arnþór, fyrrv. oddviti, Reyðarfirði, kona hans er Sigríður Eiríksdóttir. Tvær dætur þeirra eru látnar: Guðrún, sem gift var Þórlindi Magnússyni á Eskifirði, og Val- gerður, sem gift var Björgvin Júníussyni á Akureyri. Þórólfur Gíslason var gleðimað- ur á góðri stund, spaugsamur og Tillitssemi kostar ekkert lítið eitt spozkur á stundum. Hann lifði langan dag og gifturíkan um flest, var bjartsýnismaður, sem trúði því, að öll él birti upp um siðir. Mér segir Jóhann, sonur hans, að hreysti hans hafi verið óvenjuleg, honum hafi aldrei orðið misdægurt um dagana og óskert- um körftum hélt hann að mestu til hins síðasta, en sjónin hafði fyrir allnokkru gefið sig. Hann var kempulegur í framgöngu allri, viðmót hans var hlýtt og mönnum þótti gott að njóta návistar hans. Nú hefur hann lagt í sína hinztu ferð og héðan fylgja honum margar góðar minningar sam- ferðafólksins og þó einkum hans nánustu skyldmenna. Að leiðarlokum er minnzt hins langa og góða starfsdags, hins þekka þegns, sem ævinlega lagði fram alla krafta sína, veitti samferðamönnum sínum marga góða stund með verkum sínum og viðmóti. Hans minning er mæt og mun blessuð. Aðstandendum hans sendi ég einlægar samúðarkveðjur. Helgi Seljan. Joycu Eg£Ínton Blaðaverkfallið í New York: "11 " ' iin n.iítí ,3000“* Tveir páfar dóu — og ekki stafkrókur um það í New York Times. En nú eru prentvélarnar aftur farnar að snúast eins og þessi forsíða af stórblað- inu ber með sér. bæjarblöð, en gáfust fljótlega upp á því, þegar þeir uppgötv- uðu, hve fréttirnar frá Boston og Baltimore voru staðbundnar. Þá tóku nokkur bráðabirgðablöð að skjóta upp kollinum í trássi við blaðaverkfallið í borginni. En þar sem þau voru aðeins lélegar eftirlíkingar af raun- verulegum dagblöðum, sýndu lesendur þeim tiltölulega lítinn áþuga. Og þegar Rupert Murdoch, sem á New York Post, eina kvöldblað borgarinnar, rauf samstöðu sína við eigendur The New York Times og New York Daily News í október- mánuði og hóf aftur að gefa út blað sitt, sáust engin merki sérstakrar gleði á götum borgarinnar. Þetta stafar ekki eingöngu af því, að New York- búum hefur nú lærzt að lifa án dagblaða, heldur sýnir þetta einnig óánægju borgarbúa með starfsháttu dagblaðanna. Farbers-máliö Áður en verkfallið hófst hafði The New York Times eytt miklu dálkarými í mál eins frétta- manna sinna, Myrons Farbers, Menn voru orðnir afvanir blöðunum NEW YORKBÚAR fengu sín föstu blöð aftur fyrir tæpl. tveimur vikum. Síðastliðna þrjá mánuði hafa íbúar New York borgar orðið að láta sér lynda að búa við algjöra fáfræði um fjölmörg hagnýt atriði daglegs lífs, sviptir fréttaþjónustu, sem annars er venjulega talin hin bezta í Bandaríkjunum. Samningaumleitanir um sættir í deilumálum landanna fyrir botni Miðjarðarhafs hafa farið fram, tveir páfar hafa dáið og tveir hafa tekið við embætti, án þess að frá því hafi verið skýrt í New York Times. Þetta dagbiað álitur sig vera úrvals fréttablað, svo þessar eyður í fréttaflutningnum eru eins alvarlegar og ef boðorðin tíu hefðu gleymst við prentun biblíunnar. Það sem mörgum New York- búum finnst ennþá verra er sú staðreynd, að bækur hafa verið gefnar út, kvikmyndir verið frumsýndar og ný leikrit sett á svið á Broadway, sem enginn veit neitt um. En sorglegasta afleiðing þessa þriggja mánaða verkfalls starfs- manna blaðanna hefur verið sú, hve illa verkfallið fór með sjálfa blaðaútgáfuna.Það hafa verið langvinnari blaðaverkföll í borginni og dagblöð hafa geisp- að golunni af þeim sökum, og New Yorkbúar hafa saknað þeirra allra og syrgt þau. En í þetta skipti hórfa málin öðru vísi við. Allflestir New York- búar hafa látið eins og þeir kærðu sig raunar kollótta um það hvenær verkfallinu hjá blaðastarfsmönnum lyki, eða hvort því lyki nokkurn tíma. Bæði stórblöðin The New York Times og New York Daily News sjá nú fram á mikla erfiðleika og baráttu við að vinna aftur sömu útbreiðslu og áður. Endurskipulagning Margir af þeim erfiðleikum, sem blaðaútgáfan í New York á við að stríða, eru sprottnir af því valdi sem stéttarfélögin hafa, en þau hafa tafið mikið fyrir þvi, að blöðin tækju upp meiri sjálfvirkni. í þessari mjög svo óljósu stöðu blaðaútgáfunnar eru svo eigendur blaðanna að tvístíga við að láta ráða menn í sumar stöðurnar á blöðunum, þar sem þeir þykjast nú þegar borga fleiri mönnum heldur en þeir þarfnist í blaðaútgáfunni. Jafn- framt reyna þeir að endurskipu- leggja alla blaðaútgáfuna, því að hún er aðeins í sumum greinum tæknilega háþróuð en á öðrum byggist hún aftur á gömlum venjum og gamaldags vinnu- brögðum. Stéttarfélögin í öllu sínu veldi eru aftur á móti ekki sammála um, hvernig líta skuli á málin. Þetta verkfall hófst vegna deilna um atvinnuöryggi, í kjölfar tilkynningar frá blaðaeigendum um að það væru of margir menn að störfum við prentvélarnar. Eftir margar bitrar og árangurslausar samningaumleitanir hefur deil- an nú verið sett niður á þann hátt, sem starfsmenn geta sætt sig við. Stjórn blaðaútgáfufélags getur dregið úr fjölda starfs- manna á blöðunum en þó aðeins með því að ráða ekki i nýjar stöður, þegar þær losna á næstu sex árum. Tekjutap dagblað- anna í þessu verkfalli er álitið vera um 150 milljónir banda- ríkjadala. Viðhorf lesenda til blaðanna hefur breytzt feikna- mikið á síðastliðnum þrem mánuðum. í fyrstu flýttu New Yorkbúar sér að kaupa utan- sem hafði verið dæmdur í fangelsi af því að hann neitaði að afhenda dómstóli í New Jersey minnisgreinar þær, sem hann skrifaði hjá sér, þegar hann var að rannsaka á eigin spýtur dularfullar kringum- stæður við dauða allmargra sjúklinga á sjúkrahúsi einu. Frásagnir þær, sem Farber hafði fengið birtar í blaðinu, ieiddu til þess, að einn lækn- anna á þessu sjúkrahúsi var handtekinn og ákærður fyrir morð. í ritstjórnargreinum ræddu bæði The New York Times og einnig keppinautar þess aðrir í blaðaheimi borgarinnar ítarlega um þessa miklu ógnun við ritfrelsi blaðanna af hálfu dómstólsins. Og þessar um- ræður blaðanna stóðu alveg þangað til verkfallið þaggaði niður í þeim. Á meðan á þessari þögn blaðanna stóð, var því lýst yfir, að mál Myrons Farbers væri að mestu úr sögunni, þar sem dómstóllinn hefði þegar sýknað lækninn. Gagnrýni New York- búa hefur því að undanförnu beinzt í auknum mæli að dag- blöðunum sjálfum, sem láta sér svo afar umhugað um eigið frelsi, en geta á hinn bóginn svo auðveldlega og í langan tíma svipt lesendur sína þeim rétti að vita, hvað er að gerast í kringum þá. í reynd er eins og næstum ekkert hafi gerst í New York síðastliðna þrjá mánuði. Svo að segja engar .fréttir hafa birzt um stjórnmálaviðburði í stór- borginni né heldur um ýmiss konar staðbundin vandamál, sem bíða úrlausnar. Utvarps- og sjónvarpsstöðvar borgarinnar hafa unnið heldur slælega að þess háttar fréttaflutningi og hvergi nærri fyllt út í eyðurnar. Á meðan blöðin urðu að þegja í verkfallinu, kom það greinilega í ljós, hve mjög aðrir fjölmiðlar eru háðir þeim heimildum, sem dagblöðin veita.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.