Morgunblaðið - 28.11.1978, Síða 40

Morgunblaðið - 28.11.1978, Síða 40
Tillitssemi j kostar ekkert J*wÁ 'ifl ií.'iíS Verzlið í sérverzlun með litasjónvörp og hljómtæki. (c^ Skipholti 19, BUÐIN sími --- v 29800 ÞRIÐJUDAGUR 28. NÓVEMBER 1978 Geir Hallgrímsson á Alþingi í gær: Vísitöluskerðing nemur 27,5 miUiörðum á öfl laun -Verður þetta „kaup- rán” endurgreitt með hliðarráðstöfunum? Geir Hallgrímsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, sagði í ræðu á Alþingi síðdegis í gær, að ríkisstjórnin þyrfti að verja 27,5 milljörðum króna til þess að bæta að fullu „kauprán“ það, sem gert er ráð fyrir skv. frumvarpi því, sem ríkisstjórnin lagði fram á Alþingi f gær, en þar er því heitið, að 8% skerðing vísitölu verði bætt með auknum niðurgreiðslum, skattalækkunum og félagslegum umbótum. Formaður Sjálfstæðisflokksins sagði, að heildarlaun f landinu næmu um 340 milljörðum, þegar tekjur bænda og sjómanna væru taldar með. Geir Hallgrímsson sagði, að jafn- vel þótt varlegar væri farið í sakirnar mundu boðaðar hliðarráð- stafanir kosta a.m.k. rúma 17 milljarða króna. Útgjöld vegna fyrirheits um auknar niðurgreiðslur væru áætluð 5.1 milljarður, vegna loforða um skattalækkanir 6 millj- arðar og vegna loforða um félagsleg- ar umbætur 6 milljarðar. Þetta er ekki smávaxinn vandi til viðbótar Fengu flug- vélarhjól í vörpuna „ÞETTA er alveg heill hjólabún- aður af flugvél og vélstjórinn segir mér að þetta sé vinstri hjólabúnaður af frekar stórri vél,“ sagði Aki Stefánsson, skipstjóri á Akureyrarskut- togaranum Sléttbak, í samtali við Mbi. í gærkvöldi, en fyrr- grcindur hlutur kom upp í trolli skipsins um sexleytið í gær- kvöidi. en þá var togarinn að veiðum um 30 mílur vestur af Eldeyjarboða. Áki sagði að þeir hefðu ekki athugað hlutinn neitt nánar og því vissi hann ekki hvort á honum væru einhverjar áletranir eða merkingar. „Það vantar ekkert á þetta nema dekkið," sagði Áki. „Og tjakkarnir og allt sýstemið eru með“. Áki sagði að þeir myndu halda til Akureyrar og væntanlega koma til hafnar á fimmtudaginn. rúmlega 8 milljarða gati í því fjárframlagafrumvarpi, sem fyrir liggur, sagði Geir Hallgrímsson. í ræðu Geirs Hallgrímssonar kom m.a. eftirfarandi fram: • Skv. bráðabirgðalögunum í september fengu hinir hæstlaun- uðu 10—12% kauphækkun — fólk f fiskvinnu fékk 3'A-4% - láglauna- og miliitekjufólk fékk ekkert umfram febrúar- og maf- lög. • Með frv. þessu hrapar kaup- mátturinn niður á sama stig og var í upphafi ársins. • Spáð er 8—10% hækkun verðlags til 1. marz n.k. Kauphækkun þá á að verða 5%. „Kaupránið“ mun ?á nema 13% af kaupgjaldi. kjölfar 6% kauphækkunar má gera ráð fyrir 6—12% fiskverðs- hækkun um áramót. • Stefnt er í 4*/z milljarðs halla á ríkissjóði í ár. • Gengið hefur sigið um 5% með samþykki bankamálaráðherra síðan gengið var fellt um 15% í haust. I ræðu sinni gagnrýndi Geir Hallgrímsson stjórnarflokkana þrjá harðlega. Hann sagði, að Framsókn- arflokkurinn hefði hengt hatt sinn á snaga Alþýðubandalagsins og „yfir- ráðherrann" í ríkisstjórninni réði ferðinni. Alþýðubandalagið hefði gengið í gegnum sjálft sig allt frá bráðabirgðalögunum í september og til þessa frumvarps. Alþýðuflokkur- inn, flokkur stórra orða og stórra sigra væri orðinn bandingi sam- starfsflokka sinna. Sjái Framlenging vandans fremur en lausn hans bls 18-19. íslrnzku ílugliðarnir frá Sri Lanka komu til íslands í gær frá London með flugvél Brit- annia Airways. sem Samvinnu- ferðir hafa á leigu. Örn Johnson og Alfreð Elíasson íorstjórar Flugleiða tóku á móti þeim með blómum á Keflavíkurflugvelli ásamt vin- um og vandamönnum. Þessa mynd tók Arni Johnsen hlaða- maður Mbl. er flugliðarnir héldu frá Sri Lanka til Lond- Lengst til vinstri ef~ lajstein, eiginkona ^ )ólm. þá Jónína Sigmarsdóttir fíugfreyja og Katrín Fjeldsted læknir. Har- uld Snæhólm flugstjóri liggur í sjákrarúmi og fremst situr Þuríður Vilhjálmsdóttir flug- ú/íír eru þá á Sri Stefánsson flugstjórí ogWSÉ^Mjörgúlfs- dóttir flugfreyjæTsem væntan- lega fær að fara heim eftir 10 daga eða svo. Lokun kaupfélaga: 5% hækkun álagn- ingar nauðsynleg LOKUN kaupfélaga úti á landi stendur fyrir dyrum ef ekki fæst hækkuð álagning. Kaupfélögin eru nú rekin með 500 — 600 milljón króna halla og er talið að álagning þurfi að hækka um 5% að mati SÍS. Ástandið er orðið óþolandi að sögn Erlends Einars- sonar forstjóra SÍS. „Það er viðbúið að loka þurfi minni verzlunum, stytta afgreiðslu- tímann eða skera niður þjónustu á annan hátt verði ekki gripið til nauðsynlegra ráðstafana strax," sagði Valur Arnþórsson kaupfélags- stjóri, formaður stjórnar Sambands íslenskra samvinnufélaga, á fundi sem stjórnin hélt með blaðamönnum í gær. Telja þeir að til að koma versluninni í sama horf og í nóvember 1977 þurfi álagningin að hækka um 5%. Aðalástæðurnar fyrir þessari þró- un eru taldar vera gengisfellingar, gengissig og hin síaukna vaxtabyrði. Sökum þessa hefur rekstrarfé kaupfélaganna minnkað og félögin orðið að fjármagna rekstur sinn með knöppu lánsfé. Tap á smásöluverslun kaupfélaganna á þessu ári mun nema 5—600 milljónum króna að sögn Vals Arnþórssonar. Erlendur Einarsson forstjóri Sam- bandsins sagði að þeir hefðu átt vinsamlegar viðræður við stjórnvöld. Hann kvað þau til þessa ekki hafa tekið nægjanlegt tillit til verslunar- innar en nú væri ástandið orðið óþolandi svo stjórnvöldum bæri skylda til að taka þessi mál til meðferðar. Sem dæmi um þróun álagningar sagði Erlendur að heild- söluálagning sekkjavara hefði lækk- að úr 7,3% í 5,9% frá nóvember 1977 og sömu sögu væri að segja af smásöluversluninni. Nýtt fjársvika- mál í rannsókn Rannsóknarlögreglu ríkisins hefur borizt kæra á mann nokkurn fyrir meint fjársvik og misneytingu vegna kaupa á Ríkisstjórnin boðar nýja skattheimtu: Hátekjuskattur, veltuskattur, fjár- íestingarskattur, eignarskattur RÍKISSTJÓRNIN boðar stórfellda nýja skattheimtu í greinargerð frumvarps þess um vísitöluskerðingu, sem lagt var fram á Al- þingi í gær. Boðuð eru frumvörp fyrir áramót þar sem eftirtaldir skattar koma „til athugunar“, eins og það er orðað í greinar- gerð frumvarpsins: • Hátekjuskattur • Veltuskattur á ýmiss konar rekstur • Fjárfestingarskattur • Eignarskattur Jafnframt er boðuð endur- skoðun skattalaga til þess að tryggja „aukið réttlæti í skatt- lagningu“. í því sambandi er sérstaklega rætt umi • lækkun tekjuskatta og sjúkra- tryggingargjalds á næsta ári. í greinargerð frumvarpsins virðast einhvers konar höft eða afskipti opinberra aðila af fjár- festingu einnig vera boðuð. Því stefnumarki er lýst, að heildar fjárfesting verði ekki umfram 24—25% af vergri þjóðarfram- leiðslu. Tilkynnt er, að lagafrum- vörp um breytingar í fjárfesting- armálum séu í undirbúningi og stefna þau að eftirfarandii • Fjárfestingu verður beint frá verzlunar- og skrifstofubygg- ingum — í • tækni- og skipulagsumbætur m.a. í fiskvinnslu og iðnaði. • í landhúnaði á að draga úr fjárfestingu, sem leiðir til aukinnar framleiðslu — • en áherzla lögð á hagræðingu og uppbyggingu vinnslustöðva landbúnaðar. • Útlánareglum fjárfestingar lánasjóða og útlánum banka verður breytt í samræmi við þessa stefnu. • Útlánaþök banka og bindi- skylda Seðlabankans verða ákveðin þannig, að peninga- magn í umferð verði í samræmi við launastefnuna. húseign nálægt miðborg Reykjavíkur. Eftir því sem Mbl. kemst næst leikur grunur á því að umræddur maður hafi notfært sér slæma fjárhagsstöðu húseigandans til þess að knýja á um gerð kaup- samnings, sem var í engu sam- ræmi við aðstæður á fasteigna- markaði í dag. Talið er að maðurinn hafi eignast umrædda húseign langt undir sannvirði og á kjörum, sem í engu samræmast því, sem tíðkast í dag, en raun- verulegt matsverð eignarinnar skipti tugum milljóna króna. Er talið að framferði mannsins brjóti m.a. í bága við 253. grein almennra hegningarlaga, sem fjallar um misneytingu, þ.e. maðurinn hafi notað sér bágindi annars manns til þess að afla sér með löggerningi hagsmuna, þannig að bersýnilegur munur sé á hagsmunum þessum og endurgjaldi, sem fyrir þá koma. Varðar brot á greininni varðhaldi eða fangelsi allt að 2 árum. Morgunblaðið hafði í gærkvöldi samband við Þóri Oddsson vara- rannsóknarlögreglustjóra og spurðist fyrir um þetta mál en hann varðist allra frétta af því.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.