Morgunblaðið - 01.12.1978, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 01.12.1978, Blaðsíða 1
275. tbl. 65. árg. FOSTUDAGUR 1. DESEMBER 1978 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Af ávöxtunum skuluð þér þekkja þá Ljósm. Mlil Herinn í íran fann vopnabúr Er Sadat með nýjar tillögur? Jerúsalem, Kairo, 30. nóvember. AP—Reuter. SENDIHERRA Bandaríkjanna í ísrael afhenti Menachem Begin forsætisráðherra í dag bréf frá Anwar Sadat forseta Egyptalands. og er talið að í bréfinu hafi verið nýjustu tillögur Egypta til lausnar þeim vanda sem kominn er upp í samningaviðræðum landanna. en hlé hef ur verið á viðræðunum í tvær vikur. Tehran, Iran, 30. nóv. AP HERMENN fundu í dag vopnabúr í hinni helgu borg Mashhad skammí frá landamærum Sovétríkjanna. Fjb'ldi manns var tekinn fastur í tengslum við fundinn, en að undan- förnu hefur komið til átaka í borginni milii hermanna og and- stæðinga keisarans. Þá bárust óstaðfestar fregnir frá höfuðborg landsins. Tehran. að hermenn og starfsmenn leyniþjónustu iandsins hefðu fundið nokkur vopnabúr í höfuðborginni. Handsprengjur, byssur og skot- vopn fundust í felustaðnum í Mashhad, og er talið að vopnin komi frá arabískum öfgamönnum. Áreiðanlegar diplómatískar heimild- ir herma að andstæðingum keisar-' Hvítum tryggð aðild að stjórn Salisbury, Lusaka, 30. nóvember AP — Reuter. MINNIHLUTA hvítra manna í Rhódesíu voru í dag tryggð sæti í ríkisstjórn, sem svartir munu íara með meirihluta í. eftir að efnt hefur verið til almennra þingkosninga í landinu í apríl næstkomandi. Bráðabirgðastjórn landsins komst að því samkomulagi í dag, að forsætisráðherra í væntanlegri stjórn, skuli útnefna ráðherra í stjórn sína í hlutfalli við sæta- fjölda þann sem stjórnmálaflokk- ar hljóta í kosningunum til löggjafarþings landsins í apríl. Talið er nær öruggt að flokkur Ian Smiths forsætisráðherra hljóti 20 sæti af þeim 28 sætum sem tekin hafa verið frá á löggjafarþinginu fyrir fulltrúa hvítra íbúa Rhódesíu. Með samkomulaginu í dag er því ekki loku fyrir það skotið að flokkur Smiths hljóti fimmtung ráðherrastóla í meiri- hluta stjórn svartra. Samkvæmt fregnum gildir sam- komulagið í fimm ár, og flokkar verða að. hljóta að minnsta kosti fimm sæti á löggjafarþinginu til að hljóta ráðherra í stjórn landsins. ans hafi borizt vopn ailt frá því að óeirðir brustust út í íran í janúar. Heimildirnar hermdu þó að fátt benti til þess að andstæðingar keisarans væru búnir fullkomnum vopnum. Sendiráð erlendra ríkja í Tehran vöruðu landa sína í íran við því að vera mikið á ferli í hinum helga mánuði múhameðstrúarmanna, Moharram, sem byrjar á laugardag. Samkvæmt hefð má búast við því að trúarhiti verði mikill í þessum mánuði, en þá syrgja Múhameðs- trúarmenn píslarvottinn Imam Hossein, barnabarn spámannsins Múhameðs. Yfirvöld óttast að til nýs blóðbaðs kunni að koma í landinu í þessum mánuði, og af því tilefni hafa allar trúarsamkomur verið bannaðar í lafidinu á Moharram. Það bann nær einnig til mánaðarins Safar, sem við tekur af Moharram, og endar 29. janúar. Þá kom Mustafa Khalil forsæt- isráðherra Egypta til Washington í kvöld, en hann mun þar eiga viðræður við Jimmy Carter Bandaríkjaforseta um stöðuna í samningaviðræðunum. Khalil mun afhenda Carter tillögur egypzkra stjórnvalda um breytingar á^ .samningsuppkasti því sem Banda- ríkjastjórn lagði fyrir ísraelsmenn og Egypta 11. nóvember síðastlið- inn. Getgátur eru nú uppi um, að þeir Begin og Sadat muni koma saman til fundar og ræða stöðuna í samningaviðræðunum þegar þeir verða í Ósló í næstu viku til að taka á móti friðarverðlaunum Nóbels, sem þeim voru veitt í sameiningu. Gert er ráð fyrir slíkum fundum í dagskrá þeirra meðan á dvölinni í Ósló stendur, en að svo komnu máli hefur hvorugur þeirra farið fram á slíka fundi. Henry Kissinger fyrrum utan- ríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði eftir að hann hafði átt fund með Valery Giscard d'Estaing Frakklandsforseta í dag, að hann væri vongóður um að ísraelsmönn- Anwar Sadat um og Egyptum tækist að ná samkomulagi um friðarsáttmála öðru hvorum megin við næstkom- andi áramót. SALT-viðræður: NATO-ríki styðji viðleitni Carters I.issabon. 20. nóv. AP. Reuter. FULLTRÚAR á árlegum fundi þingmanna frá aðildarríkjum Atlantshafsbandalagsins (NATO) samþykktu í dag álykt- un þar sem skorað er á ríkis stjórnir aðildarríkja bandalags- ins að styðja tilraunir Jimmy Carters Bandari'kjaforseta til þess að ná samkomulagi við Sovétríkin um takmörkun gjör- eyðingarvopna. Fulltrúar Frakka greiddu atkvæði gegn ályktuninni á þeirri forsendu að Frakkar gætu ekki þolað það, að aðrir semdu fyrir þá um eigin herstyrk. Áður en ályktunin var borin upp voru gerðar á henni nokkrar orðalagsbreytingar, en það var skoðun bandarískra fulltrúa að upphaflegt orðaiag ályktunarinn- ar hefði gefið það til kynna, að þingmennirnir væru samþykkir „hvaða hugsanlega samkomulagi sem hugsast gæti." Einnig fóru fram urrrræður um uppbyggingu herafla Sovétmanna síðustu misserin, áður en ályktun- in yar borin upp. Páfi á fundi með leið- togum frelsisfylkinga Jóhannes Páll p&fi II RómaborK. 30. nóvembcr. AP. LEIÐTOGAR og fulltrúar þriggja afrískra frelsisfylk- inga skýrðu frá því í dag, að þeir hefðu í gær átt fund með Jóhanncsi Páli páfa öðrum. Leiðtogarnir. sem voru fjórir, sögðust hafa bcint athygli páfa að mannréttindamálum í syðri hlutum Afríku, og sögðu þeir að páfi hefði áhyggjur af ástandi þcirra mála. Fjórmenningarnir sögðu . að páfi hefði lofað þeim á fundin- um, að hann skyldi beita „mór- ölskum" áhrifum sínum til þess að gera jarðarbúum, einkum kristnum mönnum, ljóst ástand mannréttindamála í syðri hluta Afríku. Ekkert var skýrt frá þessum fundi af hálfu Vatikansins, og hlaðafulltrúi Vatikansins stað- festi hvorki né neitaði því í dag, að fundurinn hefði átt sér stað. Leiðtogarnir sögðust sjálfir hafa farið fram á það, að páfi veitti þeim áheyrn og hefði sú beiðni verið samþykkt strax. Fjórmenningarnir voru Oliver Tambo forseti Afríska þjóðar- ráðsins, Sam ' Nujoma forseti SWAPO, og George Silundika og Kumbirai Kangai, sem eru tveir af æðstu mönnum þjóðernis- fylkingar Robert Mugabes. Fundurinn, sem stóð í 20 mínút- ur, var haldinn í höll postulanna í Vatikaninu. í sambandi við þennan fund hefur verið rifjaður upp fundur sem Páll páfi sjötti átti árið 1970 með leiðtogum frelsisfylk- inga, sem þá háðu frelsisbaráttu í Angóla, Mozambique og Guin- ea-Bissau. Sá fundur var áfall fvrir stjórnvöld í Portúgal, og varð til þess að stjórnin í Lissahon kallaði heim sendi- herra sinn hjá Vatikaninu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.