Morgunblaðið - 01.12.1978, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 01.12.1978, Blaðsíða 2
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 1. DESEMBER 1978 Ný ljóðabók eftir Jóhann Hjálmarsson Iiókaútgáfan Iðunn hcfur Kcfió út ljóðabók cftir Jóhann Iljálmarsson. scm heitir Lífið er skáldlcKt og cr það ellefta ljóða- hók Jóhanns. í bókinni eru 33 ljóð og sesir á bókarkápu, að í þeim fjalli höfund- ur um „lífið í kring um okkur, fólkið sem okkur þykir vænt um, árstíðirnar, stundir dags og nætur, hversdagslegar athafnir. Skáldið sér hversdagslífið sínum augum — fyrir okkur hin sem erum að'týna okkur í amstri dægranna og gefum okkur ekki tíma til að sjá að lífið er skáldlegt". Auk ellefu ljóðabóka hafa komið út þrjár bækur með ljóðaþýð- ingum Jóhanns Hjálmarssonar og einnig hefur hann skrifað bókina Islenzk nútímaljóðlist og valið ljóð í tvö safnrit. Lífið er skáldlegt er 64 blaðsíð- ur. Steinholt hf. prentaði. Kápu- mynd gerði Gísli Sigurðsson. Sörli leigður suð- ur en ekki seldur Stóðhcsturinn Sörli frá Sauðár- króki cn það er Sveinn Guðmundsson cigandi hans, scm situr hann hér. STÓÐHESTURINN Sörli 653 írá Sauðárkróki, sem Sveinn Guðmundsson á Sauðárkróki á, hefur næstu árin verið leigður þeim Magnúsi Leopoldssyni, Alfs- nesi og Sigurbirni Eiríkssyni, Stóra-Hofi. Sem kunnugt er hlaut Sörli heiðursverðlaun fyrir afkvæmi á Landsmóti hesta- manna á Þingvöllum sl. sumar. Að afloknu Landsmótinu ákvað Sveinn að Sörli væri falur og bárust honum nokkur tilboð í hestinn frá innlendum og erlend- um aðilum. Eftir þeim upplýsing- um, sem Morgunblaðið hefur aflað sér, voru jafnvel boðnar yfir 10 milljónir króna fyrir hestinn. Sem fyrr sagði hefur Sveinn nú ákveðið að leigja Sörla næstu ár þeim Magnúsi og Sigurbirni og að sögn þeirra er ekki enn ráðið hvar Sörli verður hafður næstkomandi sumar en hann kom suður til Reykjavíkur í gær og verður þar á húsi fyrst um sinn. Stóðhesturinn Sörli er nú á 15. vetri og hefur hann alla tíð verið í eigu Sveins Guðmundssonar en til undaneldis hefur hann verið notaður mjög víða um land og eru mörg kunn hross undan honum. Lögskerðing verðbóta á laun samþykkt: DDT andi Tveir stjórnarþingmenn og minnk- e*nn r&ðherra fjarverandi i smjon Aðkomin loftmengun í dýrafitu MIKIÐ hefur dregið úr DDT í smjöri hér á landi á síðustu 10 árum skv. rannsóknum, sem próf. Þorkell Jóhannesson og Jóhann Skaftason lektor hafa unniö á rannsóknastofu í lyfjafræði í Háskólanum. í sýnum, sem tekin voru á árunum 1974—78 og borin saman við sýni frá 1968 — 70 var DDT þorrið í sumum r MORGUNBLADID .. : Erl sunfregnir. Morgunblaðið minnist 60 ára afmælis fullveldis íslands á þann hátt að endurprenta 1. des. blað Mbl. árið 1918. en blaðið var þá fjórar síður. Sjá bls. 47—50. Einnig er full- veldisins minnst í forystugrein blaðsins í dag. sýnanna. Hefur mengun samkvæmt því greinilega farið minnkandi af völdum DDT Aftur á móti kom í ljós að hliðstætt efni og einnig mjög fitu- sækið, hexaklórsykolhexan, sem notað hefur verið hér í ýmsum myndum, svo sem gegn kláðamaur í sauðfé, sem „lindan“ við garðyrkju, einkum til varnar kálfiugu á gulrót- um o.fl. var enn til staðar í sýnum á seinna tímabilinu 1974—78. Þar sem þeir Þorkell og Jóhann voru ekki ánægðir með þá skýringu að þessi mengun bærist með böðun sauðfjár og fóðrum nautpenings og sauðfjár með kjarnfóðri, tóku þeir til saman- burðar sýni úr hreindýrum, sem eru á ósnortnu landi í óbyggðum, nema í undantekningum. Benti hið tiltölu- lega mikla magn af þessum efnum í fitu þessara dýra, án minnstu samfylgdar annarra efna úr áður rannsökuðum fitusýnum, til þess að þessi mengun væri af öðrum orsök- um. Og þá nærtækasta skýringin að um loftborna mengun sé að ræða, enda styðja óbirtar athuganir á laxaseiðum í ám, áður en þau ganga til sjávar, eindregið þá ályktun að hér á landi gæti í nokkrum mæli aðkominnar loftmengunar, er beri með sér alfa-hexaklórsyklohexan, hexaklórbenen og hugsanlega einnig PCB-efni, að því er próf. Þorkell segir. En yfirlit yfir rannsóknirnar verða birtar áður en langt um líður í erlendu sérfræðitímariti. Sjá grein á bls. 46. STJÓRNARFRUMVARP um tíma- bundnar ráðstafanir til viðnáms gegn verðbólgu var samþykkt sem lög frá Alþingi í efri deild siðdegis í gær. Meginefni frumvarpsins er að „á tímabilinu 1. dcsember 1978 til 28. febrúar 1979 skuli greiða verðbætur á laun samkvæmt verð- bótavísitölu 151 stig“. Þetta þýðir að aðeins 6,13% af 14,3% verðbóta á kaup 1. desember, samkvæmt kaup- gjaldsvisitölu, koma til greiðslu. 8% verða bætt upp — samkvæmt fyrirheitum í frumvarpinu — með niðurgreiðslum, lækkun skatta lág- launafólks og félagslegum umbót- um, eins og það er orðað. Við aðra umræðu í efri deild var 1. gr. frumvarpsins, um auknar niður- greiðslur samþykkt með 9 atkvæðum gegn 6. 2. til 6. gr. frv. voru samþykktar með 11 samhljóða atkvæðum, þ.e. þær greinar þess er fjalla um skattamál, verðbótavísi- tölu, bætur almannatrygginga og félagslegar umbætur. Efri deild Alþingis er skipuð 20 þingmönnum. Allir viðstaddir þing- menn stjórnarflokkanna þriggja greiddu frumvarpsgreinum og frum- varpinu í heild atkvæði. Fjarverandi lokaafgreiðslu málsins voru tveir þingmenn Alþýðuflokks: Ágúst Einarsson og Bragi Sigurjónsson, og einn ráðherra Alþýðubandalags, Ragnar Arnalds. Þingmenn Sjálf- stæðisflokks greiddu atkvæði gegn 1. gr. frumvarpsins en sátu hjá við atkvæöagreiðslu um aðrar greinar þess og frumvarpið í heild. Hugmyndir skattanefndar ríkisstjórnarinnar: Tekjuskattinum skipt í tvennt, almennan brúttóskatt og stig- hækkandi tekjuskatt þar ofan á? SÉRSTÖK nefnd þriggja alþingis- manna, sem ríkisstjórnin skipaði, kannar nú ýmsa möguleika á breytingum í skattamálum. og hvað almenna tekjuskatta snertir, hafa þær hugmyndir um breytingar fyrst og fremst miðað að því að lækka tekjuskatta á lágtekju- og miðlungstekjufólki og dreifa byrð- unum enn frekar á herðar eigna- manna og hinna efnaðri, að þvf er Ólafur Ragnar Grímsson alþm. tjáði Mbl. í gærkvöldi, en hann á sæti f ncfndinni ásamt þeim Jóni Helgasyni og Ágúst Einarssyni. „í þessu skyni koma rúargar leiðir til greina, sem nefndin hefur skoð- að,“ sagði Ólafur. „Má í því sam- bandi nefna niðurfellingu sjúkra- gjalds, sem nú er 2%, annað hvort alveg eða að hluta á lægri tekjum, en þetta gjald hefur nokkuð villandi nafngift vegna þess að það er í eðli sínu almennur brúttó-tekjuskattur og leggst þungt á lágtekjufólk. Ennfremur hafa verið ræddar breyt- ingar á skattvísitölu, hugmyndir um framlengingu á hátekjuskatti eða framlengingu skyldusparnaðar og enn'fremur hugmyndir um að skipta tekjuskattinum, annars vegar í almennan brúttóskatt, sem þó yrði skilyrtur á ýmsan hátt og síðan stighækkandi tekjuskatt þar á ofan.“ „Flugufótur verður að ffl“ í blaðinu Vísi í gær er frá því skýrt að skattanefndin hafi skilað tillögum til ríkisstjórnarinnar og Þingsályktunartillaga um framhald á þjóðargjöfinni „ÞAÐ yrði óskapleg ráðstöfun ef þetta landgræðslustarf dytti niður 1979 og ég tel reyndar óhugsandi að hætta þannig í miðjum klíðum,“ sagði Haldór E. Sigurðsson alþingismaður í samtali við Mbl., en Ilalldór hefur ásamt þeim Vilhjálmi Hjálmarssyni, Þórarni Sigurjóns- syni. Páli Péturssyni og Stefáni Valgeirssyni lagt fram tillögu til þingsályktunar um áætlun um lándgræðslu árin 1980—1985, sem taki við af þjóðargjöfinni, sem samþykkt var á hátíðarfundi Alþingis 1974. „Eg tel nú ekki að verðbæturnar hafi rýrnað," sagði Halldór er Mbl. leitaði álits hans á því sem Jónas Jónsson formaður samstarfsnefndar um landgræðsluáætlun sagði í sam- tali við Mbl., að verðtrygging þjóðargjafarinnar hafi rýrnað um 247 milljónir króna fyrstu þrjú árin vegna þess að verðbæturnar væru greiddar eftir á. „Verðbæturnar hafa verið reiknaðar út frá þeim degi, sem samþykktin var gerð á Þingvöllum," sagði Halldór. „Þegar ég tók ákvörðun um það í upphafi að haga greiðslum þeirra eins og gert hefur verið, var það bæði vegna þess að verðlag ársins lá ekki fyrir á miðju sumri og svo var hitt, að ég taldi heppilegra að þær yrðu greiddar árið eftir þannig að ekki yrði stokkið út úr þessu samdægurs og áætlunin rynni út. Það er hins vegar rétt að fastar fjárveitingar til landgræðslumála hafa dregizt saman síðan þjóðargjöf- in kom til sögunnar. En það hefur verið ákvörðun fjárveitingavaldsins á hverjum tíma. Meðan ég var í landbúnaðarráðuneytinu reyndum við að halda þessu í horfinu, en það tókst því miður ekki. Þó held ég nú að ekki sé um neinar verulegar upphæðir að ræða.“ Þingsályktunartillagan er svo- hljóðandi: „Alþingi ályktar að fela ríkis- stjórninni að láta gera áætlun um framhald landgræðslu þegar land- græðsluáætlun þeirri, sem tengd er þjóðargjöfinni frá 1974 lýkur í lok ársins 1979. Skal í áætlun þessari gera tillögu um það sem verja á til landgræðslu á tímabilinu. Skipta skal fjármagninu milli einstakra þátta í landgræðsl- unni, svo sem grasræktar, skógrækt- ar, vísindalegra tilrauna og fleiri þátta er landgræðslu varða. Enn fremur verði athugað, hvort í áætlun þessari á ekki að tilgreina þau landssvæði, er forgang eiga að fá í landgræðsluáætlun. Áætlanagerðinni verði lokið í tíma svo hægt verði að taka tillit til hennar við gerð fjárlaga fyrir árið 1980.“ Tillögunni fylgir þessi greinar- gerði „Þegar íslenska þjóðin minntist ellefu hundruð ára byggðar í landinu ákvað hún að gera það með því að verja verulegri fjárhæð til að bæta land sitt. I samræmi við þennan vilja þjóðarinnar ákvað Alþingi á fundi sínum á Þingvöllum að verja 1000 milljónum króna til landgræðslu og landverndar á árunum 1974—1979. I þeirri ályktun er gert ráð fyrir sama verðgildi árlega og árið 1974. Ekki orkar það tvímælis að þessi þjóðar- gjöf til landsins hefur haft tvíþætt áhrif. Hún hefur vakið áhuga þjóðarinnar á því að vernda og bæta landið, og einnig hefur mikið ápnnist í landvernd og landgræðslu. Jafn- hliða þessum þáttum hefur og margvísleg löggjöf verið sett til skipulegrar og skynsamlegrar notkunar á landi og er komin til framkvæmda. Þrátt fyrir það að vel hafi verið að verki staðið og mikið hafi áunnist er ljóst, að mestu af því er á glæ kastað ef fjárveiting til landgræðslu yrði nú felld niður eins og tillagan frá 1974 gerir ráð fyrir, og skipulegum framkvæmdum í landgræðslu yrði hætt. Tillaga þessi er því fiutt til að fá fram nýja viljayfirlýsingu Alþingis um fjár- veitingu til landgræðslu er nemi að verðgildi eigi lægri fjárhæð en þeirri er núgildandi tillaga felur í sér, og að áfram verði haldið skipulegu land- verndar- og landgræðslustarfi." þar sé m.a. gert ráð fyrir að sérstakt ríkisgjald yrði lagt á brúttótekjur allra skattgreiðenda, sem samsvar- aði 10% af útsvarsstofni. Um þetta sagði Ólafur: „Fréttin í Vísi er eitt af mörgum dæmum um skemmtilegan ákafa Vísimanna en því miður gerist það stundum að þeir breyta flugufæti í fíl í fréttum sínum. Sá flugufótur, sem frétt Vísis byggist á er að einn nefndarmanna setti niður á blað lítið dæmi um það hvernig slíkur skattur gæti Iitið út, eingöngu sem minnisblað fyrir sig og aðra nefndarmenn. Fréttin á því örlitla stoð, en lýsir dramatísku ímyndunarafli Vísismanna að halda að slíkir punktar gerist á svipstundu umræðuefni ríkisstjórnarfunda hvað þá heldur þingflokka ríkisstjórnar- innar. Staðreyndin er sú, að þær margvíslegu leiðir, sem skattanefnd- in hefur athugað til þess að létta skattabyrðum af lágtekjufólki og miðlungstekjufólki munu verða kynntar í þingflokkum og ríkis- stjórninni á næstu dögum og vikum en engin þeirra hefur verið rædd ítarlega í þessum stofnunum." Málið rætt á þingi Á fundi efri deildar Alþingis í gær beindi Ragnhildur Helgadóttir alþm. þeirri fyrirspurn til forsætisráð- herra, hvað hæft væri í frétt Vísis. Forsætisráðherra vék sér undan að svara fyrirspurninni með þeim orðum, að leiðir til að afla nýrra tekna fyrir ríkissjóð væru nú í sérstakri athugun. Ragnhildur Helgadóttir kvaddi sér þá aftur hljóðs og sagði, að það væri lágmarksréttur hins almenna borg- ara að fá vitneskju um það, hvers væri að vænta í aukinni skattheimtu. Viðbrögð forsætisráðherra sýndu enn betur en áður, hvílík sýndar- mennska væri að baki frumvarpsins um viðnám gegn verðbólgu. -------• • •-------- r Island vann ÚRSLIT í alþjóða handknatt- leiksmótinu í Frakklandi urðu þau í gærkvöldi að ísland vann H-landslið Frakka 22.21, Póíland vann Túnis 33.22 og A landslið Frakka vann Kína 23.22. ísland leikur í kvöld við A-lið Frakka.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.