Morgunblaðið - 01.12.1978, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 01.12.1978, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 1. DESEMBER 1978 Þjóðlegur full- veldisfagnaður í Glæsibæ í dag AIIUGAMENN um þjóðlegan fullveldisdag halda 1. desember- íagnað í veitingahúsinu Glæsibæ í dag. klukkan 16 til 18. Er öllum heimill ókeypis aðgangur á með- an húsrúm leyfir. Þeir. er að þessum fagnaði standa. vilja minnast fullveldisdagsins á þann hátt. að allur aimenningur geti komið saman til fundar. án þess að þurfa um leið að láta spyrða sig við einhverja pólitíska stefnu. I samtökum áhugamanna um þjóðlegan fullveldisdag eru ungir lýðræðissinnar úr öllum lýðræðis- flokkunum, og vilja þeir með þessum hætti minnast þessa sögu- lega dags á þann hátt sem minningunni um hann er samboð- inn, að því er einn forsvarsmanna hópsins sagði í samtali við Morgunblaðið. Dagskrá fullveldisfagnaðarins er fjölbreytt, en það helsta á dagskránni er eftirfarandi: Avarp Ernu Ragnarsdóttur innanhússarkitekts. Fullveldiskór- inn flytur nokkur lög. íslenski dansflokkurinn sýnir. Geirlaug Þorvaldsdóttir leikkona flytur ljóð. Hljómsveitin Andrómeta, Opið hús hjá Vöku VAKA. félag lýðræðissinnaðra stúdenta hefur opið hús í félags- heimili sínu Hótel Vík við Hallarisplanið kl. 15-19. Á dagskránni verða umra'ður, Ijóðaflutningur og hægt verður að fá kaffiveitingar. Vaka hefur boðið Sveini Jóns- syni viðskiptafræðingi og dr. Arnóri Hannibaissyni til skrafs og ráðagerða eins og þaö er orðað. Hrafn Gunnlaugsson og Ingimar Erlendur Sigurðsson og fleiri skáld munu lesa úr verkum sínum og samtímis mun Vaka útvarpa yfir miðbæinn hátíðarljóðum og hugvekjum í tilefni dagsins og eru allir íslendingar velkomnir meðan húsrúm leyfir. Skólapiltur týndi veski SIÐDEGIS á mánudaginn var, varð skólapiltur fyrir því að tapa peningaveski sínu á förnum vegi í Breiðholti. — Hafði hann farið eftir Stallaseli og að Fjölbrauta- skólanum. I veskinu voru ýmis persónuskilríki piltsins auk pen- inga. Þrátt fyrir það hefur finn- andi veskisins ekki enn gefið sig fram við piltinn. Símanúmerið á heimili hans er 76037. Ólaf ur f er ekki á f und f orsætis- ráðherra Norðurl. ANKER Jörgensen, forsætisráð- herra Danmerkur, hefir boðið forsætisráðherrum annarra Norðurlanda til óformlegs fundar 3. desember n.k. til að ræða málefni sem löndin varða í fram- haldi af fundi forsætisráðherr- anna ásamt norrænu samstarfs- ráðherrunum 9. þ.m. Olafur Jóhannesson forsætis- ráðherra hefur tilkynnt danska forsætisráðherranum að hann sjái sér ekki fært að sækja þennan forsætisráðherrafund, en honum verður að fundinum loknum gerð grein fyrir því sem þar fer fram, að því er segir í frétt frá forsætisráðuneytinu í gær. nýtt nafn á stjörnuhimni hljóm- sveita, leikur. Bræðurnir Halli og Laddi koma fram. Danssýning er einnig á dagskránni og Davíð Oddsson borgarfulltrúi flytur ávarp. Kynnir á fullveldisfagnað- inum verður Róbert T. Árnason útvarpsþulur. Fullveldisfagnaður áhugamanna um þjóðlegan fullveldisdag verður sem fyrr segir haldinn í dag, 1. desember, klukkan 16 til 18 í veitingahúsinu Glæsibæ. Róbert T. Árnason Davíð Oddsson Erna Ragnarsdóttir Aldrei hefur úrvaliö TWEED fOTUM veriö jafnmikið Leöurkápur, jakkar, peysur, skyrtur o.fL o-fL o.fL Opið til kl.6 á morgun VERZLUN UNGA FÓLKSINS frá skiptiborði 28155.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.