Morgunblaðið - 01.12.1978, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 01.12.1978, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 1. DESEMBER 1978 7 „Ekkert þak hjá borginni“ Fyrir tæpum premur mánuðum birti Þjóðvilj- inn viðtal viö Sigurjón Pétursson, forseta borgarstjórnar. Þar segir orðrétt: „Meirihluti borgarstjórnar ákvað í sumar að taka samningana í gildi í áföngum, og pann 1. september var fyrirhugað að greiða verðbætur á laun sem væru 170.000 krónur og lægri. Ef sett verða bráðabirgðalög sem kveða á um að greiddar skuli verðbætur frá 1. sept. á laun sem eru 230.000 krónur og lægri mun Reykjavíkurborg fara eftir Þeim. AD ÖÐRU LEYTI STENDUR ÁKVÖRÐUNIN FRÁ í SUMAR ÓBREYTT OG EFTIR ÁRAMÓT VERÐUR GREITT KAUP SAM- KVÆMT SAMNINGUM MED FULLUM VERÐ- BÓTUM Á LAUN.“ Og enn hnykkti for- setinn á í viötalinu: „Nei, við ákváöum aö taka samningana í gildi á pennan hátt og peirri ákvörðun hefur ekki verið breytt ... ÉG SÉ ENGA ASTÆÐU TIL ANNARS EN AÐ STANDA VIÐ GEFNAR YFIRLÝSINGAR AO ÞESSU LEYTI.“ Kollhnýs borgarstjórnar meirihlutans Síðan gerist paö að borgarstjórnarmeirihlutinn, sem Alpýöubandalagið leiðir, ákveður að við næstu mánaðamót — 1. desember— komi aöeins 6,13% af rúmlega 14% veröbótum á laun, sam- kvæmt vísitölu, til út- borgunar. Þetta var gert með tilvitnun til frum- varps aö lögum, sem enn var óafgreitt. Þetta frum- varp er pess eðlis, sam- kvæmt skilgreiningu sjálfs forsætisráðherra, að Þótt sampykkt verði, bindur pað ekki hendur neins vinnuveitenda, hvorki Reykjavíkurborgar neö annarra, um, að greiða hærri verðbætur eins og borgarstjórn Reykjavíkur hafði gert sampykkt um. Hvorki borgarráð né borgarstjórn hafði breytt sampykkt hér um, sem var Því í fullu gildí. Meirihlutinn ákvað ein- faldlega án Þess að bera undir borgarráð og borgarstjórn að nýta skálkaskjól umrædds frumvarps til að hlaupa frá borgarstjórnarsam- Þykkt „um samningana í gildi“. Tylliástæða var sem sé fengin til að standa ekki við gefnar yfirlýsingar. Og að sjálf- sögðu var ekkert samráð haft við Starfsmanna- félag Reykjavíkurborgar. Öll var Þessi máls- meöferð meirihlutans hin gerræðislegasta og létu fulltrúar minnihlutans bóka hörð mótmæli Þar um. Heimilt ef mönnum sýnist svo Ólafur Jóhannesson, forsætisráðherra, sagði á AlÞingi sl. miðvikudag, að Þann veg bæri að skilja 4. grein stjórnar- frumvarps, sem Þetta mál varðar, að engum væri skylt að greiða hærri verðbætur á laun en greinin segði til um (Þ.e. skv. verðbótavísi- tölu 151) en jafn heimilt væri öllum að gera betur, ef svo semdist um. Borg- arstjórnarmeirihlutinn gat Því, Þrátt fyrir Þessi væntanlegu lög, staöið • við stóru orðin og eigin samÞykkt, ef vilji hefði staðið til. Þann vilja skorti einfaldlega. Kosn- ingaloforö og eigin sam- Þykktir í borgarstjórn skipta engu máli. Þetta var eínfaldlega allt svikið, m.a.s. án Þess að hafa fyrir að breyta sam- Þykktunum, sem lágmark var, Þ.e. að fara aö starfs- reglum borgarstjórnar. Vinstri meirihlutinn í borgarstjórn er enginn eftirbátur vinstri ríkis- stjórnar í sviksemi. Og í hugann kemur gömul staka — frá fyrri vinstri- stjórnartíma: „Það er maigt sem veldur vá / vandi er nú að ríkja / Vinstri stjórnin ekkert á / eftir til að svíkja. “ — Sagan endurtekur sig stendur einhvers staðar. Kassettutæki frá flD PIONŒGR CT-F-500 kassettutækió er eins og öll PIONEER hljómtæki mjög vandaö og um leiö á hagstæöu veröi miðað viö gæöi. CT-5 500 er framhlaðiö kassettutæki, meö sjálfvirkum stoppara, DOL8Y og ýmsum aukabúnaði sem nauðsynlegur er í góöu tæki. PIONEER hljómtæki hafa fyrir löngu sannaö ágæti sitt hér á landi, sem annarsstaöar. Við í Hljómdeild Karnabæjar höfum nú á boöstólum mikið úrval af mögnurum, útvarpsmögnurum, plötu- spilurum, kassettutækjum, hátölurum og fleiri úrvals hljómtækjum. Hvergj meira úrval af úrvals hljómtækjum á einum stað. KOMIÐ OG HLUSTIÐ Austurstræti 22, sími frá skiptiborði 28155 íbúð til leigu Til leigu 4ra herb. íbúö í Árbæjarhverfi frá byrjun desember til 1. ágúst 1979. Fyrirframgreiösla. Tilboö sendist Mbl. fyrir 5. des. n.k., merkt: „Árbær — 119“. efnahagsmál eftir Ásmund Stefánsson og Þráinn Eggertsson Almenna bókafélagið Austurstrasti 18, — sími 19707. Skemmuvegi 39, — Kópavogi — sími 73055. Þessi bók veitir yfirsýn yfir helstu þætti og þróun íslenskra efnahagsmála síöustu áratug- ina, og skýrir hagfræöileg hugtök. 97 skýringarmyndir fylgja textanum. Bókin skiptist í 6 kafla sem heita: Hvaö er veröbólga? Viðskiptin viö út- lönd. Ostööug efnahagslíf. Fjármál hins opinbera. Vinnu- markaöur og tekjur. Þjóöar- framleiösla og hagvöxtur. Bók- in er upphaflega samin fyrir sjónvarp og var efni hennar flutt þar áriö 1978. Höfundarnir eru báöir háskólakennarar í hagfræöi og þjóökunnir fyrir ritgeröir sínar og aöra umfjöll- un um hagfræöileg efni. OFSAGOTT GLÓÐARSTEŒT IAMBAIÆRI MEÐ FRÖNSKUM KARTÖFLUM, HRÁSALATI OG BERNAISSÓSU. KRAIN VIÐ HLEMM

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.