Morgunblaðið - 01.12.1978, Side 8

Morgunblaðið - 01.12.1978, Side 8
8 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 1. DESEMBER 1978 Járnidnadar- nemar andvígir framlengingu kjarasamninga STJÓRN og trúnaðarmannafund- ur Félags járniðnaðarnema hefur sent framkvæmdastjórn Iðnnemasambands íslands hvatningu um að taka afstöðu til þess, sem nú er að gerast í efnahagsmálum, og eru þessir aðilar andvígir öllum breytingum á vísitölugrundvellinum, sem skerða kjör verkalýðsins, telja ljóst að ríkisvaldið stefni að kjararáni, rangt að framlengja núgildandi kjarasamningum, að kjör iðnnema bjóði ekki upp á það og að endingu er í þessari hvatningu stjórnar og trúnaðar- mannaráðs Félags járniðnaðar- nema talið að forsvarsmenn verkalýðshreyfingarinnar hafi tekið ranga afstöðu til þessara mála. Wi litidbarnhefur M' lítið sjónsvid Verkfallstarfsmanna norsku áfengisverzlunarinnar: Tjón af völdum áfeng- isneyzlu minnkaði Rannsóknastofnun norska ríkisins í áfengismálum vinnur nú að nákvæmum rannsóknum á því hvaða afleiðingar verkfall starfsmanna norsku áfengis- verslunarinnar hefur. Einn þekktasti vísindamaður Svía á sviði áfengisrannsókna hefur komið til liðs við þá. Verkefnið er viðamikið. Stofnunin fær m.a. skýrslur frá afvötnunarstöðvum, sjúkrahúsum. lögreglu og trygg- ingafélögum. Ragnar Hauge, forstöðumaður rannsóknastofnunarinnar, — en hann var hér á Islandi í fyrrasum- ar á vinnuráðstefnu norrænna kennara í bindindisfræðum, — segir í viðtali við Aftenposten að það tjqp af völdum áfengisneyslu, sem mælanlegt sé, hafi tvímæla- laust minnkað. — Að vísu liggja endanlegar niðurstöður ekki fyrir enn. Ljóst virðist þó að: 1) handtökum ölvaðra hefur fækkað, 2) færri leita til afvötnunar- stöðva, 3) slysum hefur fækkað. Það er þó ef til vill merkilegast að margt bendir til að drykkju- sjúklingar drekki minna ef erfitt er um vik að ná í áfengi. Þeir virðast sem sé margir hverjir geta verið án þess, segir í fréttatilkynn- ingu frá Afengisvarnaráði. KVENNADEILD Skagfirðingafélagsins í Reykjavík heldur sinn árlega jólabasar í Félagsheimilinu Síðumúla 35 n.k. sunnudag 3. desember ki. 14. Þar verða til sölu ýmsir munir sem félagskonur hafa unnið að í hópvinnu. Einnig verða kökur á boðstólum. Aiiur ágóði af basarnum rennur tii verkefna Skagfirðinga- féiagsins ba?ði í líknar- og menningarmáium. Kemur skyrmysa í stað gosdrykkja? Um sjö milljónir lítra af skyrmysu fara í súginn hér á landi árlega, samkvæmt upplýsingum Rannsóknar- stofnunar landbúnaðarins. Rannsóknir benda til að miklir möguleikar séu á því að nýta að minnsta kosti ffluta þessa magns til framleiðslu svaladrykkja til manneldis. Undanfarið hafa farið fram rannsóknir á því á hvern hátt megi best nýta skyrmysuna, en að því verkefni hefur verið unnið af Rannsóknastofnun landbúnaðarins (RALA) og Mjólkurbúi Flóamanna (MBF). ^yrir hönd RALA hafa dr. Jón Óttar Ragnarsson matvælaefna- fræðingur og Hannes Hafsteins- son matvælaverkfræðingur haft umsjón með verkinu, og fyrir hönd MBF þeir Grétar Símonar- son mjólkurbússtjóri og Gissur Jensen. Þá sá Derek Mundell og aðstoðarfólk hans, þær Ása Aradóttir og Pat Dixon, um steinefnamælingar og hluta hvítumælinganna. I greinargerð þessara aðila, sem kynnt var á blaðamanna- fundi nýlega, kom fram, að mysan sjálf er almennt álitin of þunn og súr. í rannsóknunum var hún því þykkt með því að sía burtu hluta af vatninu með sérstakri tækni. Talið er að bestu drykki fáist ef 25% af vatninu er síað burtu, og þykkn- ið síðan blandað með hreinum ávaxtasafa í hlutföllunum 70 á móti 30. Bestu raun gáfu appelsínu-, tómat-, vínberja-, ananas- og apríkósusafar. Epla- og peru- safa var ekki unnt að nota. Þá kemur einnig fram í niðurstöð- um rannsóknanna, að gæði safanna eru mjög misjöfn eftir framleiðendum. Helsta vandamálið við rann- sóknirnar var myndun hvítra skyrflekkja í mysunni, en það er verulegur útlitsgalli. Hægt er að hindra það með því að setja þykknið í gegnum skilvindu fyrir blöndun. Skyrmysan hefur sérstöðu meðal afurða úr mjólkuriðnaði hérlendis, því hún var mikið notuð hér fyrr á árum sem svaladrykkur. Skyrmysa er sér- íslensk afurð, og koma erlendar rannsóknir ekki að gagni við nýtingu hennar. Forvígismenn Rannsóknastofnunar landbún- aðarins telja, að með réttum markaðsaðferðum og viðeigandi umbúðum mætti beina mysunni í samkeppni við gosdrykki, án þess að það kæmi niður á neyslu mjólkur og undanrennu. Árið 1975 var heildarframleiðsla landsmanna á gosdrykkjum um 12 milljónir lítra, þannig að um talsvert stóran markað er að ræða. Til samanburðar má geta þess, að neysla á nýmjólk er um 45 milljónir lítra árlega, og neyslan á hreinum appelsínu- safa er um 1.2 milljónir lítra. Ávaxtamysa (mysa með hrein- um ávaxtasafa) er mjög hollur drykkur, þar eð hann inniheldur öll vatnsleysanleg efni úr mjólk og ávöxtum. Hollustugildi ávaxtamysunnar er því marg- falt meira en flestra annarra svaladrykkja á íslenskum mark- aði. Að sögn dr. Jóns Óttars Ragnarssonar er því hér um að ræða drykk sem bæði gæti skilað landbúnaðinum umtals- verðum tekjum, og aukið á hollustuhætti landsmanna. Verði mysan hins vegar ekki nýtt í framtíðinni, þá getur svo farið að það muni kosta stórfé að eyða henni á annan hátt, þar sem talsverð ríiengunarhætta fylgir því að hella svo miklu magni mysu niður. Unnið að rannsóknum á landbúnaðarafurðum í rannsóknastofu Rannsóknastofnunar landbúnaðarins í Keldnahoiti. Liósm' Kristján. Týr í Kópavogi: Brýnasta verkefnið að styrkja málefnalega innviði Morgunblaðinu hefur borizt stjórnmálayfirlýsing Týs, félags ungra sjálf- stæðismanna í Kópavogi, sem samþykkt var á aðal- fundi félagsins 25. nóvem- ber sl., og er hún svohljóðandi: Týr, félag ungra sjálfstæðis- manna í Kópavogi, telur það brýnasta verkefni sjálfstæðis- manna að styrkja svo málefna- lega innviði flokksins, að hann verði tilbúinn til langtímaaðildar að ríkisstjórn, raunverulegra bóta skipulagsins, en við blasir, að „vinstri stjórnin" getur ekki leyst vanda íslendinga, hefur enga hugmynd um það, sem stefna beri að, og hrekst þess vegna fyrir öllum vindum, eink- um austanvindum. Hún er átta- villt og sigurvegari kosninganna, Alþýðuflokkurinn, gjaldþrota í stjórnmálum. Týr minnir á það, að Sjálf- stæðisflokkurinn stefnir að skipulagi, þar sem sjálfstæðir einstaklingar hafa full skilyrði til þroska, og telur, að réttarríkið og markaðskerfið séu nauðsynleg- ustu skilyrðin. Áttaviti Sjálf- stæðisflokksins er frjálshyggjan, og þennan áttavita verða sjálf- stæðismenn að nota til þess að breyta núverandi skipulagi til bóta, til þess að gera sér raunhæfar hugmyndir um það, sem stefna beri að — raunhæfar hugmyndir um ísland á níunda áratugnum. Nemendur Fósturskóla íslands halda basar í skóla sínum í Skipholti 37 á morgun, laugardag, kl. 14 — 18. Á boðstólum þar verða ýmsir munir til jólagjafa og jólaskreytinga. Einnig verður þar boðið upp á kökur og hiutaveita verður í gangi.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.