Morgunblaðið - 01.12.1978, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 01.12.1978, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐID, FÖSTUDAGUR 1. DESEMBER 1978 Friðjón Gnðmnnfeson: Það þarf að al- Mða rjdpnna og fráleit kenning sem ekki fær staðist og stríðir gegn heilbrigðri skynsemi. Samkvæmt henni væri t.d. gagnslaust að beita friðunar- aðgerðum eða draga úr mikilli sókn í þverrandi fiskstofna hafs- Theódór Gunnlaugsson frá Bjarmalandi í Öxarfirði og Björn Haraldsson, Austurgörðum í Kelduhverfi skrifuðu í haust athyglisverðar greinar ; Morgun- blaðið. Theódór þann 7. sept. og Björn þann 26. sept. Hvorttveggja þarfar hugvekjur um rjúpnaveiðar og ástand rjúpnastofnsins og að mönnum sé smám saman að verða þetta ljóst. Með alfriðun er hér aðeins átt við tímabundnar friðunaraðgerðir, þ.e. friðun allt árið á meðan stofninn er að ná sér, þó ég sé hinsvegar þeirrar skoðunar að langtímafriðun væri ennþá æski- legri, ef hún yrði framkvæmanleg. Sá tími er liðinn, sem betur fer, að menn þurfi að stunda rjúpna- veiðar sér til lífsbjargar eða til að drýgja tekjur. Það var sök sér í fátæktinni áður fyrr. En nú hafa allir allt til alls og ekki er víst kjötskorti til að dreyfa. Menn hljóta því núorðið að ástunda I dagblaðinu Tímanum þann 26. sept s.l. er stutt viðtal við prófessor Arnþór Garðarsson fuglafræðing um veiðitíma gæsa, anda og rjúpna, þar sem fram koma þessar skoðanir: 1. Að samræma beri veiðitíma anda. gæsa og rjúpna. sem verði frá 1. sept. — 23. des. ár hvert. í fyrsta lagi vegna þess að náttúrleg afföll séu veruleg af rjúpna- stofninum að haustinu, á tímabil- inu 1. sept. — 15. okt., og í öðru lagi af því að gæsaveiðimenn freistist til ólöglegra rjúpnaveiða á því tímabili, eins og nú háttar, í tengslum við gæsaveiðar. Það er að segja á þeim tíma, sem má skjóta gæsir en ekki rjúpur. Því sé rétt að lengja veiðitíma rjúpna og hefja hann fyrr til þess að „nýta stofninn betur" og koma í veg fyrir ólöglegar rjúpnaveiðar. 2. Að við núverandi aðstæður hafi veiðar cngin áhrif á rjúpan- stofninn og ekkert mæli með friðun rjúpunnar. Mér finnst ástæða til að gera dálitlar athugasemdir við þessar skoðanir prófessorsins, vegna þess, að það er að jafnaði tekið mark á umsögnum sérfróðra manna, jafn- vel þegar auðsætt virðist að þær séu tóm vitleysa: 1. I>að mun næsta sjaldgæft að umtalsverð affiill verði á rjúpu- ungum í mánuðunum sept.—okt.. frekar munu ungarnir drepast fyrr á uppvaxtarskeiðinu, t.d. í júlí- mánuði, ef illa viðrar þá og hret gerir. Auk þess eru rjúpuungar ekki búnir að ná gagnsömum þroska fyrr en í fyrsta lagi um það bil, seni núgildandi veiðitími hefst, enda mun upphaf hans við það miðaður. Veiði ungviðanna hlýtur að vera óhagkvæm. Lenging veiði- tímans aftur á bak myndi því síður en svo stuðla að „betri nýtingu stofnsins", jafnvel þó hann þyldi aukna sókn. Gæsaveiðar og rjúpnaveiðar munu vart eða ekki samrækilegar. Gæsir halda sig um hausttímann mjög svo á ræktunarlöndum bænda, en rjúpur upp til heiða. Það eru því litlar forsendur fyrir því að gæsaveiðimenn freistist til ólöglegra rjúpnaveiða á fyrr greindu tímabili vegna tengsla þar á milli, enda hef ég ekki heyrt þess getið. 2. Sú skoðun náttúrufræðinga að rjúpnaveiðar „við núverandi aðstæður hafi engin áhrif á rjúpnastoíninn" og alfriðun rjúp- unnar myndi ekkert gagn gera, og jafnvel sé óhætt að lengja veiði- tímann er gersamlega órökstudd nauðsyn á friðunaraðgerðum. Eg vísa til þessara greina, máli mínu til stuðnings, Báðir gerþekkja þeir þessi mál af langri reynslu og geta því trútt um talað. Þeir eru sammála um að alfriðun rjúpunn- ar sé eina leiðin henni til bjargar. Þetta eru sannarlega orð í tíma töluð og eiga erindi til margra. Rjúpan hefur ekki verið alfriðuð um'fjölda ára og allt bendir til þess að stofninn þoli ekki þessa látlausu árlegu sókn, sem sífellt hefur farið vaxandi undanfarin ár. Rjúpunni heldur áfram að fækka og ekki er annað sýnt en að svo muni verða framvegis að óbreyttu. Sannleikurinn er því sá, að alfriðun rjúpunnar hefur dregist of lengi og er orðin aðkallandi nauðsyn. En sem betur fer held ég rjúpnaveiðar fyrst og fremst til að þjóna veiðilöngun sinni, en ekki sér til hagsbóta. En hversu er sú veiðigleði rétthá? Aðaltilgangur með alfriðun rjúpunnar yrði að sjálfsögðu sá að skapa tegundinni skilyrði til eðli- legs vaxtar og viðgangs, fuglaunn- endum til ánægjuauka. En hún myndi hafa fleiri kosti í för með sér: Ótímabærum og oft hættuleg- um ferðum veiðimanna upp um fjöll og heiðar þegar allra veðra er von myndi linna. Og landeigendur, sem vilja nota aðstöðu sína til að halda hlífiskildi yfir rjúpunni, þyrftu ekki að eiga í útistöðum við ólöghlýðna veiðimenn, sem sækja á að fara með skotvopn í lönd þeirra án tilskilinna leyfa. Því þó landeigendur auglýsi bann við fuglaveiðum í löndum sínum, sem raunar er aðeins ítrekun á lands- lögum, reynist oft mjög erfitt að framfylgja því banni. Hvaða skoðun sem menn annars kunna að hafa á þessum málum, fæ ég ekki með nokkru móti annað séð, ert að tímabundin friðun unz stofninn hefur náð sér ætti að koma öllum aðilum til góða, miðað við núverandi ástand, veiðimönn- unum líka. Með því væri síður en svo gengið á þeirra rétt, þegar lengra er litið, ef veiði er leyfð á ný þegar stofninn stækkar, það kæmi þeim til góða síðar í meiri veiðivon. Ástæður fyrir tregðu Alþingis til að alfriða rjúpuna munu að líkindum vera tvær: Andstaða náttúrufræðinga, sem telja mönn- um trú um að friðun sé gagnslaus, því veiðar hafi engin áhrif á rjúpnastofninn, og andstaða veiði- manna, sem munu telja að með friðun sé gengið á þeirra rétt. Ég tel mig nú hafa fært fram nokkur rök gegn þessum skoðun- um. Og ég held að þessir aðilar ættu að endurskoða sína afstöðu á raunhæfan hátt. Ég tel að iágmarkskröfur til úrbóta varðandi rjúpnaveiðar verði að vera þessan 1. Að stjórnvöld sjái fyrir því með friðunaraðgerðum að rjúpnastofninum verði ekki mis- boðið með ofveiði. 2. Að veiðimennirnir afli scr tilskilinna leyía hjá réttum aðilum til veiðanna og virði þannig landslög og þar með ótvíræðan umráðarétt eigenda yfir löndum sínum. hvort sem þeir vilja halda hlífiskildi yfir rjúpunni eða ekki. Meðferð skot- vopna og . hverskonar veiðar í annra manna löndum, aðrar en meindýraveiðar, eru óheimilar án sérstaks leyfis. Að brjóta það bann er engum til sóma og spillir sambúð. 3. Og síðast en ekki síst verða veiðimenn að kunna sitt verk og framkvæma það á eins öruggan og mannúðlegan hátt og frekast er kostur. Sé þessum lágmarks- kröfum fullnægt er stefnt í rétta átt. Það er svo von mín og trú að Alþingismenn okkar sýni máli þessu skilning og alfriði rjúpuna þegar á þessu þingi. Sú friðun þyrfti að gilda a.m.k. unz stofninn hefur náð sér eftir þá illu meðferð er hann hefur sætt undanfarin ár. Sveinn Guðmundsson, Miðhúsum: Sín ögnin af hverju Miðhúsum. 26. nóv. Reykhólaskóli. Að undanförnu hefur verið unnið að því að gera kennsluhúsnæði Reykhólaskóla fokhelt á ný, en eins og lesendum er kunnugt þá brann skólinn í haust. Stefnt er að því að gera örlítinn hluta af þessu húsnæði nothæft upp úr áramótum. Kirkjan. Hér er búið að vera prestslaust síðan séra Jón Kr. ísfeld fór héðan í haust. Að vonum erum við ekki hressir yfir þróun þessara mála. Má á það benda, að enginn prestur er nú hér í Austur-Barðastrandarsýslu. Einn prestur mun vera í Vest- ur-BarðastrandarsýsIu og einn starfandi í Dalasýslu nú sem stendur. Sigurður Pálsson námsstjóri segir okkur frá því, að nemendur Kennaraháskólans neiti að leggja stund á kristinfræði og aflýsa hafi þurft námskeiði sem halda átti fyrir kristinfræðikennara nú í sumar. Einhvern tímá hefur „Kastljósi" sjónvarpsins verið miðað á ómerkilegra efni en þetta. Sagt er að Rússar sendi menn til Svíþjóðar til þess að læra af Svíum, hvernig auðveldast sé að afkristna fólk. Ekki er það fjarri mér að álykta, að íslendingar geti orðið Rússum liðtækir í því efni. Þá þyrftu Rússar ekki að hafa fyrir því að banna utan veggja kirkjunnar kristindóm í sínu landi. Postular heiðinsdóms vitna í þróunarkenningu Darwins í tíma og ótíma og varla er sú kennslubók samin að ekki sé vitnað til þeirrar kenningar. Þó vita allir, sem á einhvern hátt hafa reynt að kafa undir glanshúð þeirrar kenningar, að hún samanstendur af vísinda- legu orðagjálfri, órökstuddum og hreinum blekkingum svo að ekki sé meira sagt. Sveinn Guðmundsson. Heilbirgðismál. Á síðast liðnum vetri ákvað Alþingi með lögum að flytja heilbrigðisþjónustu Aust- ur-Barðastrandasýslu (og þar var Flateyjarhreppur ekki undanskil- inn) til Hólmavíkur og þetta var gert án vitundar sýslubúa, og virtist þetta mál einnig hafa farið framhjá þingmönnum kjördæmis- ins því ekki kom það fram hjá nokkrum frambjóðanda flokkanna á framboðsfundinum í Króksfjarð- arnesi í vor að þeir vissu neitt um þetta mál og voru þeir þó spurðir um afstöðu þeirra til heilbrigðis- mála í Austur-Barð. Þessi laga- setning er ekki komin í fram- kvæmd enda óframkvæmanleg. Ráðamenn hafa haft heilbrigðis- mál fólksins hér að bitbeini og flytja þau hreppaflutningi eftir eigin geðþótta og vanefndum loforðum. Þjónusta er ónóg og á þessi staðhæfing ekkert skylt við fólkið sem þessa þjónustu veitir. Það gerir sitt besta. Læknisbú- staðurinn á Reykhólum er í vanhirðu. Lítið sem ekkert er gert til þess að flugvöllurinn veiti þá þjónustu sem hugsað var í upp- hafi. Það er óhagganleg staðreynd að þessi mál verða aldrei leyst nema með því að endurreisa Reykhólalæknishérað. Okkur er reyndar sagt að við séum svo fá; að ekkert sé fyrir okkur hægt að gera. Islendingar eru fámenn þjóð. Við höfum þó efni á því að hafa 9 ráðherra og ef við berum okkur saman við Dani og Svía og miðum við fólksfjölda þá þyrftu Danir að hafa 225 ráðherra og Svíar 370. Væru þessar staðreyndir rök fyrir því að biðja Dani um að stjórna okkur. Við höfum reynt það og svarið yrði hátt og snjallt nei. Satt er það að við erum fáir en það eru engin rök fyrir því að svipta okkur héraðslækni. Satt er það að fólki hefur fækkað en fyrr má nú rota en dauðrota því að fyrir 25 árum voru tveir læknar í Austur-Barð. en nú enginn og var þá þjóðin fátækari en hún er nú. Símaþjónusta. Símaþjónusta er hér léleg þrátt fyrir það að við höfum gott símafólk. I því sam- bandi er ekki úr vegi að segja frá um 70 ára gamalli sögu. Bóndi einn kom í kaupstaðinn í verslun- arerindum og kom hann í pakkhús kaupmannsins og sá þar stóran stafla af stórskemmdum saltfiski. Bóndi spyr kaupmanninn hvað gera eigi við þennan óþverra. Kaupmaður svarar um hæl: „Þetta er nógu gott í helvítis sveitamann- inn." Kaupmaður bætir síðan við: „Fyrirgefðu, fyrirgefðu. Ég mundi ekkert eftir því að þú varst bóndi." Við hér erum eins og margir aðrir í sveitum landsins lokaðir inni eins og fuglar í búri. Sveita- fólk er meira en framleiðslutæki og efnahagslegt vandamál. Það verður að hafa tækifæri til þess að Iifa menningarlífi. Okkur hér ofbýður ekkert þó við heyrum frásagnir af því þó að sveitafólk sem fengið hefur sjálf- virkan síma þurfi að borga 5 til 7 þúsund krónur á mánuði. Það sýnir aðeins þörfina. Við hér greiðum svipaða upphæð fyrir okkar sveitasímaþjónustu. Ef fólk talar í alvöru þá finnst mér alveg sjálfsagt að losa það við þennan , kross og lofa okkur hinum að njóta, sem ekki getum talað út af sveitalínunni nema yfir dagstund- irnar. Hljóðvarpið. Hljóðvarpið er um margt aðeins fyrir stór Reykjavík- ur-svæðið. Mér er ekki kunnugt um að leitað sé fanga eftir efni í hinum dreifðu byggðum. Við erum aðeins neytendur. Hvers vegna má ekki taka upp efni úti á landi og senda það út á sérstakri bylgju- lengd. Það mætti vissulega fylgja með efni frá áhugafólki í þéttbýl- inu við Faxaflóa. I dag er dreif- býlisfólk eins og óhreinu börnin hennar Evu. Sjónvarp. Margt er það í sjón- varpinu sem ánægja er að horfa á, en stundum finnst mér kvik- myndaeftirlitið sofa á verðinum. Margar myndir eru í lægsta gæðaflokki. Hins vegar koma ágætir þættir eins og hjá Bryndísi Schram sem voru fjölbreyttir að efni og efni viðað aö lika frá landsbyggðinni. Vaka virðist ætla að byrja vel og vonandi verður svo áfram. Hvernig væri annars ef sjónvarpið tæki eitthvað af sjón- varpsþáttum sínum utan Reykja- víkur eða fengi fólk utan af landi í ákveðna þætti. Nú er mál að linni. Miðhúsum, 26. nóvember 1978.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.