Morgunblaðið - 01.12.1978, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 01.12.1978, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 1. DESEMBER 1978 Jón Björnsson rithöfundur: Bókmenntir og pólitísk áróðursstarfsemi -Só'kum sinna raunhæfu sjónarmiða eru það kuinmúnistarnir einir. sem Keta lýst veruleikanum á sannan ok hlutlausan hátt. Aðrir verða ao dylja eða ganga duldir sannleikans uin hlutina. I>ví er það knmmúnistanna ao skapa listaverkin. sem (ela sannleikann í sér". Kristinn E. Andrésson í Rétti árið 1935. Þessi orð Kristins heitins Andréssonar flugu mér í hug þegar ég fékk í hendur hina nýju bókmenntasógu Heimis Pálssonar, „Straumar og stefnur í íslcnzkum bókmenntum frá 1550". Hún er rituð í anda þeirrar stefnu sem sótti mjög á fyrir síðari heims- styrjöldina, þegar „bóndinn í Kreml" skyldi vera ljós heimsins um alla framtíð. Mikið vatn hefur ti! sjávar runnið síðan þessi orð voru skrifuð. Og málin hafa skipazt á þann hátt að áhangendur þeirrar stefnu sem ofanrituð tilvitnun lýsir svo vel, telja heppilegra að íklæðast dularbúningi, þar sem þeir sjá réttilega að opinskátt fylgi við þessa einræðisstefnu myndi verða talin markleysa ein, fyrir því hafa heimsviðburðirnir séð, auk þess sem þá skortir dirfsku Kr. E. A. og óbilandi trú á þann málstað sem hann taldi sig túlka. Þetta er að mögu leyti skiljan- legt, þar sem það virðist vera brennandi áhugamál vissra afla innan skólakerfisins að uppfræða æskuna í ákveðinni pólitískri kreddutrú (marxisma o.fl.) og beita til þess áróðri sem stenzt samanburð við slynga erlenda áróðursmeistara. Nú heitir sú stefna sem Kr.E.A. skilgreinir svo afdráttarlaust „félagleg bókmenntastefna" eða öllu heldur „félagslegar bók- menntaleiðbeiningar", eins og Jóhann Hjálmarsson nefnir fyrir- bærið í fyrirsögn á ritdómi í Mbl. 16. nóv., en gáir ekki að því að inntak hennar er nákvæmlega hið sama og Kristinn átti við. Að sjálfsögðu er ekkert nýtt í þessu; fjölmargir íslenzkir höfundar hafa fyrr og síðar einmitt fjallar um þjóðfélagsmál og er óþarft að telja upp nöfn í því sambandi, enda þótt takmark þeirra hafi aldrei verið að berjast fyrir kommissaraeinveldi. Til þess voru þeir of raunsæir og of mikiir mannvinir. Fyrrnefnd bókmenntastef-na virðist nú vaða uppi í skólum, hjá sumum „bókmenntafræðingum" og í samtókum rithöfunda sjálfra, en síðan þeir sameinuðust í eitt hagsmunasamband, hefur fyrsta stjórn þeirra einkum getið sér orð fyrir að brjóta sín eigin lög, sem er út af fyrir sig sæmilega af sér vikið. Ýmsar samþykktir hafa verið gerðar af stjórn samtakanna, sem virðist vera haldin ægilegum ótta við fyrirhugaðan sjónvarpsgervi- hnött, sem m.a. gerir kleift að fylgjast með sjónvarpsefni frá flestum löndum heims. Ekki er ósennilegt að þessi hræðsla sé sprottin af minnimáttarkennd: af því að þeir sem að eigin mati eru beztir treysti sér ekki til að standast þá samkeppni sem verða mun í framtíðinni. Sama máli gegnir um ólætin út af jarvals- stöðum, sem stjórn rithöfunda- sambandsins vill láta pólitíska skoðanabræður sína ráða yfir, til þess að geta útilokað þá sem þeim eru ekki að skapi. Um þetta mál hefur Bragi Ásgeirsson listmálari skrifað vel rökstudda grein í Mbl. 23. nóv. Ég fellst algarlega á röksemdir Braga og vil um leið lýsa yfir að ég er gjörsamlega andvígur afskiptum rithöfunda- sambandsstjórnar af þessu máli, og tel henni ekki koma það hið minnsta við. Angi af þessari starfsemi sýnir sig glöggt í ólátunum kringum 1. des. ár hvert. Flestir, sem komnir eru á fullorðinsaldur, telja þennan dag einn hinn merkasta í sögu þjóðarinnar, ef ekki hinn allra merkasta. Hann er fyrst og fremst hátíðisdagur allrar þjóðarinnar, sem enginn hefur einkarétt á, og sízt af öllu til að hella út yfir hlustendur útvarpsins fábjánaleg- um pólitískum áróðri, eins og gerzt hefur undanfarin ár, og enda svo hátíðina með því að kyrja „nall- ann" af öllum lífs og sálar kröfturn. — Það hlýtur að vera krafa allra sómakærra manna að stúdentar verði ekki í framtíðinni látnir annast minningu þessa áfanga í sjálfstæðisbaráttunni, og gildir þá einu hvort þeir eru í félögum sem nefna sig Verðandi eða Vöku. Eins og nú er er þetta þjóðarsmán. II En hér er víst vikið frá efninu. — Tilefni greinarstúfs þessa er fyrrnefndur ritdómur Jóhanns Hjálmarssonar, vegna þess að mér virðist hann að ýmsu leyti athyglisverður. Auðséð er að ritdómarinn er ekki ánægður með bók Heimis Pálssonar, þó að hann fari hægt í sakirnar og reyni aö bera í bætifláka fyrir höfundinn eins og þessi orð sýna: „Bókin mótast að sjálfsögðu (auðk. hér) af þeim skoðunum sem Heimir hefur á samfélagsmálum (auðk. hér) og hlutverki bók- mennta og því sem hann hefur lesið. Og rétt hefur hann í því að ágreiningsefnin séu „því fleiri þeim mun nær sem dregur samtíð okkar"." Hér er ýmislegt að athuga. I fyrsta lagi getur kennari við æðri skóla að sjálfsögðu ekki látið sinn persónulega smekk ráða, án þess að bregðast skyldu sinni, og í öðru lagi eru skólarnir kostaðir af skattþegnunum og ég hygg, að flestir þeirra ætlist til að fræðsla sé veitt, en ekki pólitískur áróður af „nalla"-taginu. Skilja má á höfundi að bók hans sé ekki bókmenntasaga í venjuleg- um skilningi. Að vísu er minna um æviatriði höfunda í henni en í óðrum bókmenntasögum, en það skiptir litlu. I inngangi segir höf. að stefna sín sé „að leggja meiri áherslu á félagslega sögu bók- menntanna en persónusögu". Ekki verður séð að neitt nýtt sé í því. Eða hvernig á að skilja ritverk höfunda án tengsla við samtíð þeirra, enda hafa víst allir bók- menntasóguhófundar tekið mið af því. Nei, höf. á við eitthvað annað með þessu tali, og vísa ég í því sambandi til einkunnarorða þessa greinarkorns. III Réttilega er það tekið fram í ritdóminum að svo virðist sem leikritun njóti lítillar virðingar í þessari bökmenntasögu, eða eins og Jóhann segir: „Rétt drepið (á hana) svo sem til málamynda". Jóhann Sigurjónsson og Guð- mundur Kamban eru aðeins nefndir. Eru þeir þó tvímælalaust fremstu leikritahöfundar íslenzkir á þessari öld. Jóhanns er að vísu getið meðal ljóðskálda, en hvergi minnst á að Kamban hafi skrifað skáldsógur. En að vísu er naumast von að dókumentariska skáldsag- an, „Skálholt", sé nefnd, þar sem búið er að auglýsa á Norðurlönd- Jón Itjörnsson um fárra ára gamla sögu sem fyrstu sögu þess eðlis á íslenzku! Ekki er heldur minnst á „Ragnar Finnsson", sem svo sannarlega er þjóðfélagsleg, en það virðist bók- menntasöguhöfundinum vera efst í huga. Maxim Gorki las hana og þótti mikið til koma. En hvað varðar íslenzka bókmenntaspek- inga um álit smákalla eins og Gorkis! En nú er komið að aðalatriðinu: Gunnar Gunnarsson er ekki til í þessari bókmenntasögu. Um þetta segir Jóhann Hjálmarsson í rit- dómi sínum: „Ég á erfitt með að ímynda mér að unnt sé að skrifa um íslenzkar bókmenntir án þess að minnast á Gunnar Gunnarsson. Þetta hefur þó Heimi Pálssyni tekist" (auðk. hér). Ekki veit ég hvað ritdómarinn á við með þessum orðum. Afsökun geta þau ekki falið í sér, því að hér er ekkert hægt að afsaka. Auðvit- að sakar bjálfaskapur bókmennta- söguhöfundarins minningu hins nýlátna stórskálds ekki hið minnsta, og auðvitað hefur Heimi Pálssyni ekki tekist að gefa viðhlítandi skýringu á þessum furðulegu vinnubrögðum, vegna þess að það er blátt áfram ekki hægt. En það getur skaðað á annan hátt, þar sem auðsjáanlega er ætlast til að bókmenntasögu- nefna þessi verði notuð við kennslu. „ Það er , ekki nóg að höfundurinh segi að þáð sé hlut- verk kennarans að fylla upp í PER HANSSON ÓGNARDAGAR í OKTÓBER 1941 Ógnardagar í október er hlaðin spennu, — óhugnanlegri viti firrtri spennu! Bókin segir frá óhugnanlegustu íjöldamorðum heimsstyrjaldarinnar síðari, þegar allir karlmenn, sem bjuggu í bænum Kragujevec í Júgóslavíu voru teknir af lífi. Morðin áttu að brjóta baráttuþrek Serbanna, en sameinaði þá í stað þess að sundra. Og þeir, sem eftir lifðu í þessum draugabæ, biðu þess að skæruliðarnir kæmu, — og svo sannarlega komu skæruliðarnir. Þessi bók er mikilfengleg lýsing mannlegrar reynslu, stórfenglegur vitnisburður um sérstaka hetjudáð. Hiiflindur inn er mörgum kunnur af fyrri bókum hansi Teflt á tvær hættur, Tíundi hver maður hlaut að deyja, Höggvið í sama knérunn og Trúnaðarmaður nazista nr. 1, en Ognardagar í október er snjallasta bók hans, — hún er snilldarverk. KNUT HAUKELID BARÁTTAN UM ÞUNGAVATNID Baráttan um þungavatnið er æsispennandi! Hver síða bókarinnar speglar harðfengi og hetjulund, sálarþrek og járnvilja, ógnir og æsilega spennu. Bókin segir frá baráttu norskra skæruliða, er þeir sprengdu þungavatnsverksmiðjuna í Vemork í loft upp, — en Þjóðverjar þurftu þungt vatn til að geta framleitt vetnissprengju og þetta var eina þungavatns- verksmiðjan 1 Evrópu. Norsku skæruliðarnir voru Þjóðverjum fremri að einbeitni, hugkvæmni og kænsku og þeir máttu þola hverskyns harðræði í illviðrum á öræfum uppi á meðan þeir biðu færis. Þrekraun þeirra er talin með meiri hetjudáðum heimsstyrjaldarinnar síðari og enn æsilegri vegna þess að hún er sönn. Þessi hetjusaga á vart sinn líka í stríðsbókmenntum, svo æsileg er hún. BARATTAN UM .„• ¦ ¦ 5 bækur frá Prenthúsinu PRENTHÚSIÐ sendir frá sér fimm nýjar bækur -um þessar mundir, Ragnarök, Járnkrossinn, Þar sem ernirnir deyja, Ævintýri Péturs útlaga og Órabelg. Ragnarök er eftir norska rithöf- undinn Jan Björkelund og er efnisþráðurinn átök milli njósnara Bandaríkjanna og Sovétríkjanna, en sögusviðið er ísland. Þýðandi er Björn Örvar. Járnkrossinn er eftir norska rithöfundinn Jon Michelet og fékk hún verðlaun í samkeppni um mest spennandi reyfara ársins '76 í Noregi. Fjallar hún um flótta dæmdra nazista úr fangabúðum til Suður-Ameríku og heimkomu eins þeirra til Noregs þar sem hann fremur morð. Þýðendur eru Hafþór Guðjónsson og Guðmundur Sæmundsson og er bókin gefin út með styrk frá norræna þýðingar- sjóðnum. Þar sem ernirnir deyja er eftir Louis Masterson, og í þessari bók er Morgan Kane aðalsögupersónan. Ævintýri Péturs útlaga er senn væntanleg og er hún í barnaflokki Prenthússins. Bókin er eftir Marks- man, sem er dulnefni sænska höfundarins Nils Holmberg og hefur Guðmundur Sæmundsson þýtt hana. Órabelgur kemur nú út í annarri útgáfu, en hún var fyrsta bókin í barnabókaflokki Prenthússins, og er þetta saga um 8 ára strák og viðskipti hans við umheiminn, systur sínar þrjár og foreldra.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.