Morgunblaðið - 01.12.1978, Síða 13

Morgunblaðið - 01.12.1978, Síða 13
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 1. DESEMBER 1978 13 skörðin. Það er bein svívirða og skömm að ganga fram hjá einum mesta skáldsagnahöfundi þjóðar- innar í slíku riti, og það gæti aldrei gerzt hjá nokkurri þjóð sem vildi sóma sinn í hvívetna. Þegar ekki þykir ómaksins vert að geta Gunnars Gunnarssonar, er þess naumast að vænta að höfund- ar eins og Kristmann Guðmunds- son og Guðmundur Daníelsson, ásamt fleirum, séu nefndir á nafn. Um slíkar vinnuaðferðir verður enginn dómur of harður. Það er augljóst að tilgangurinn með slíkum skrifum er að koma inn hjá nemendum einhliða skoð- unum á íslenzkum bókmenntum, skoðunum sem í senn eru pólitísk- ar. og áróður fyrir einstökum höfundum sem berjast fyrir því af öllum lífs og sálar kröftum að verða taldir „stórskáld" hvað sem það kostar. IV Þetta er í fullu samræmi við þá stefnu sem sumir af framámönn- um rithöfundasamtakanna hafa verið að burðast við að fram- kvæma. Er nægilegt að minna á fyrstu úthlutanirnar úr Launa- sjóði rithöfunda. Sú úthlutun olli miklum deilum og ekki að ástæðu- lausu. Það kom nefnilega í ljós aö sömu mennirnir hlutu hæstu launin ár eftir ár, rétt eins og þetta fé allra rithöfunda væri eign þeirra einna! Öðrum sem áttu sama rétt var ýtt út í yztu myrkur. Það var ekki fyrr en sanngjarnt fólk náði meirihluta í sambandinu að þetta lagaðist, eins og síðustu úthlutanirnar sýna. Sú nefnd, sem þá annaðist úthlutunina, rétti hlut margra og á heiður skilið fyrir. Vonandi verður haldið áfram á þeirri braut réttlætisins sem þá var mörkuð. Að öðrum kosti hlýtur svo að fara, að rithöfundasam- bandið verði svipt öllum umráðum yfir sjóðnum og óhlutdrægir aðilar verði fengnir til að sjá um úthlutunina í framtíðinni. Svipuðu máli gegnir í sambandi við Norrænu þýðingarmiðstöðina í Kaupmannahöfn. Frumkvæðið að stofnun hennar kom frá íslending- um, þeim Indriða G. Þorsteinssyni og Matthíasi Johannessen. Ég hef undir höndum allar skýrslur um úthlutanir þaðan frá því hún tók til starfa. Vekur það einkum eftirtekt hve fjárupphæðirnar eru misjafnar. Ég skal aðeins vísa til Afmælistónleik- ar Lúðrasveit- ar verkalýðsins LÚÐRASVEIT vcrkalýðsins held- ur 25 ára afmælistónleika á morgun, laugardaginn 2. desem- ber, kl. 14 í Austurbæjarbíói. Á efnisskránni verða bæði erlend og innlend lög. Stjórnandi Lúðrasveitar verka- lýðsins er Ellert Karlsson en hann tók við stjórninni síðastliðinn vetur. Þetta eru fyrstu tónleikar sveitarinnar undir stjórn Ellerts en jafnframt 4. tónleikarnir á 25 ára starfsferlinum. Kynnir á tónleikunum verður Jón Múli Árnason eins og á fyrri tónleikum lúðrasveitarinnar. Að- gangur er ókeypis. Sýningu Tarnúsar lýkur um helgina MÁLVERKASÝNINGU Tarnúsar, Grétars Magnúsar Guðmundsson- ar, lýkur nú um helgina, en hún stendur yfir í félagsheimili JC Borg við Ilverfisgötu 44 í Reykja- vík. Þetta er fimmta einkasýning Tarnúsar og hefur hann einnig tekið þátt í sex samsýningum. Á þessari sýningu eru 14 olíumyndir og verður sýningin opin í dag, föstudag, kl. 18—20 en um helgina kl. 15—20. Tarnús lauk prófi frá Myndlista- og handíðaskólanum í Reykjavík árið 1971 og hefur stundað kennslustörf sem aðalat- skýrslu frá síðastliðnu vori. Hæstu fjárveitingar til þýðingár eru samkvæmt henni 20 þús. kr. (danskar) en hinar lægstu 2500 kr., sem er til lítils nýtt ef um er að ræða þýðingar á stærri verkum. En það, sem mesta eftirtekt vekur er, að þriðji hæsti styrkurinn, kr. 15 þús. (danskar) fer til þýðingar á færeysku á ómerkilegum íslenzk- um kommúnistískum áróðurs- bæklingi. Ætli ekki væri gagn- legra að gefa frændum okkar í Fære.vjum kost á að koma út á sínu máli íslenzkum bókmenntum í stað pólitísks áróðurs? Það ætti þýðingamiðstöðin að taka til athugunar. Allir hér þekkja Poul P. M. Pedersen. Hann hefur eytt mörg- um árum til að þýða íslenzk ljóð á dönsku og hefur nú lokið við stóra „antologi“ svipaða þeim sem komið hafa út í Noregi. Hann mun áður hafa fengið lítilsháttar styrk frá þýðingarmiðstöðinni. Ég vænti þess fastlega að það verði hlaupið undir bagga með þessum áttræða hugsjónamanni, áður en það er um seinan. Af íslenzkum útgáfufyrirtækj- um, sem hlotið hafa styrk til þýðinga, er Mál og Menning efst á blaði. Um það er allt gott að segja, en um leið er ekki óeðlilegt að spurt sé, hver önnur útgáfufyrir- tæki hér á landi hafi sótt um þýðingarstyrk og hafi hlotið hann eða fengið synjun. Um þær íslenzku bækur, sem notið hafa fyrirgreiðslu hjá þýðingarmiðstöð- inni er flest gott að segja, en nærri undantekningarlaust eru skáld- sögurnar í stíl við þær „félagslegu bókmenntaleiðbeiningar" sem mest rúm skipa í bók Heimis Pálssonar. Er fjarstæða að láta sér detta í hug að eitthvert samband sé þar á milli? — Hér hefur verið deilt all-harkalega á bókmenntasögu þessa, en hjá því varð ekki komizt vegna þeirrar einsýni sem hún er mótuð af, og maður hlýtur að undrast að þeir ágætu aðilar sem höf, segir í innganginum að hafi gefiö sér ráð, skuli ekki hafa séð ástæðu til að benda á helztu veilurnar. Ég vona aö höfundi takist bctur við næsta viðfangsefni sitt á sviði bókmenntanna. Það er mál að linni þeim pólitíska áróðri í skólunum, sem undanfarin ár hefur legið eins og mara á menningarlífi þjóðarinnar. Jón Björnsson. MÓÐIR MÍN — húsfreyjan Fyrra bindi þessarar bókar seldist mest allra bóka okkar á síðasta ári. Hér er að finna eftirtalda fimmtán nýja þætti um nýjar mæður skráða af börnum þeirra« Sólveig Þórðardóttir frá Sjöundá eftir Ingimar Jóhannesson, Jóhanna Kristín Jónsdóttir frá Álfadal eftir Jóhannes Davíðsson, Steinunn Frímannsdóttir frá Helgavatni eftir Huldu Á. Stefáns- dóttur, Hansína Benediktsdóttr frá Grenjaðarstað eftir Guðbjörgu J. Birkis, Björg Þ. Guðmundsdóttir frá Höll eftir Sigurð S. Haukdal, Hlíf Bogadóttir Smith frá Arnarbæli eftir Sigríði Pétursdóttur, Svanhildur Jör- undsdóttir frá Syðstabæ eftir Guðrúnu Pálsdóttur, Aðalbjörg Jakobsdóttir frá Húsavík eftir Guðrúnu Gísladóttur, Jakobína Davíðsdóttir frá Hrísum eftir Davíð ólafsson, Sigríður Jónsdóttir Bjarnason eftir Hákon Bjarnason, Ásdís Margrét Þorgrímsdóttir frá Hvítár bakka eftir Þorgrím Sigurðsson, Kristín Sigurðardóttir frá Skútustöðum eftir Hall Hermannsson, Þórdís Ásgeirs- dóttir frá Knarrarnesi eftir Vernharð Bjarnason, Dóra Þórhallsdóttir frá Laufási eftir Þórhall Ásgeirsson og Grethe Harne Ásgeirsson eftir Evu Ragnarsdóttur. Móðir mín — Húsfreyjan er óskabók allra kvenna« ömmunnar, mömmunnar, eiginkonunnar og unnustunnar. Hver þáttur bókarinn- ar er tær og fagur óður úm umhyggju og ljúfa móðurást. vinnu.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.