Morgunblaðið - 01.12.1978, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 01.12.1978, Qupperneq 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 1. DESEMBER 1978 Frelsi, valdboð og félagsleg vandamál „Hvers virði ríkið er, það er þó, þegar öllu ér á botninn hvolft, undir þvíkomið, hvers virði einstaklingarnir eru, sem mynda það.“ Eflaust taka allflestir íslendingar undir þessa skoðun enska heimspekingsins John Stuart Mills. Við, lýðræðissinnaðir stúdentar við Háskóla íslands, erum íþeim hópi, enda er hér um að ræða grundvallarviðhorf, sem mótar almenna afstöðu okkar til þjóðmála. Við erum þeirrar skoðunar, að skýlaus mannréttindi og viðhaldþeirra séu eitthvert mikilvægasta markmið, sem hægt sé að setja stjórnsýslu og almennri skipan mannlegra samfélaga. Við teljum mannréttindi öllum mönnum til handa svo sjálfsagða kröfu, að hún þurfi ekki réttlætingar við. Það er frelsis- skerðingin hverju sinni, sem þarf með gildum rökum á réttlætingu að halda, ekki frelsið sjálft. Avarp frá Vöku, félagi lýðræðissinnaðra stúdenta, á 60 ára fullveldisafmæli íslendinga heldur miklu fremur sú afstaða (afstöuleysi?), bæði almennings ogyfirvalda, að stjórnvöldum beri í síauknum mæli að útiloka mannleg vandamál með valdboði. Mannlífið er enginn dans á rósum. Það ætti okkur flestum að vera Ijóst. Hver einstaklingur verður oft á ævi sinni að horfast í augu við margs konar erfiðleika, sem lífið hefur í för með sér. Það er m.a. hlutverk ríkisvalds og löggjafa að draga úr margvíslegri þjáningu og eymd meðýmsum hætti. En vandamál mannlegs lífs eru ekki öll „félagsleg vandamál", sem leysa ber á „félagslegum grundvelli“.Þar er einnig um að ræða vandamáþsem hver og einn verður að taka sjálfstæða afstöðu til. Frelsið í þeirri stjórnmálalegu merkingu, sem við leggjum í orðið, er alls engin trygging gegn öllum erfiðleikum mannlífsins. En frelsið er forsenda þess, að hver og einn geti verið sinnar eigin gæfu smiður; að hver og einn geti og reyni að leysa sín vandamál á skynsamlegan hátt. En þrátt fyrir það, þá teljum við samt, að mannréttindi séu nauð- synlegt skilyrði fyrir ýmsum sam- ___________________________________________________ félagslegum einkennum, sem stuðla heri að. Má þá t.d. nefna; félagslegt öryggi, félagslegt réttlæti, frjálsa menningu, vöxt mannlegrar þekkingar, almennar framfarir, lýðræðislega stjórnskipun, ábyrgðarkennd og aðra siðlega afstöðu einstaklinga, mannúð og friðsam/ega sambúð milli ríkja. Þótt mikilvægi mannréttinda sé almennt viðurkennt af yfirvöldum og almenningi í þeim löndum, þar sem þau eru við lýði, þá er ekki þar með sagt, að þegnarnir geti ekki glatað þessum réttindum sínum, jafnvelþótt sú sé ekki ætlunin. Þessi staðreynd á einnig við um okkur íslendinga. Baráttan fyrir viðhaldi mannréttinda er ekki síður mikilvæg en baráttan við að koma þeim á. Sú barátta felst ístöðugri oggagnrýninni umræðu um mikilvægi frelsisins, og þær hugsanlegu hættur, sem að því kunna að steðja hverju sinni. Þess vegna telur VAKA, félag lýðræðissinnaðra stúdenta, það vel við hæfi á sextíu ára fullveldisafmæli íslendinga að vekja umræður um vanda frelsisins í nútíma þjóðfélagi, ogþá einkum mð tilliti til valdboða og sjálfsákvörðunarréttar. Af þessu tilefni hefur okkur verið gerð upp sú skoðun, að dómsdagur sé í nánd, vegna þess að áfengt öl fáist ekki í landinu eða vegna þess að tóbaksreykingar séu bannaðar í leigubifreiðum. Hér er að sjálfsögðu um misskilning að ræða, ef ekki vísvitandi rangtúlkun. Kjarni málins er að sjálfsögðu ekki sá, að menn fái ekki áfengt öj á íslandi, A sama tíma verða þær kröfur æ háværari, aðyfirvöld útiloki hin ýmsu „félagslegu vandamál" með valdboði. Slík útilokun felst íþví, að bannaðir eru í samfélaginu ýmsir hlutir eða atferli, sem kynnu að leiða af sér vandamálin þó svo að þau geri það alls ekki í öllum tilfellum. Þar með er ekki aðeins verið að útiloka vandamálin sjálf, heldur einnig verið að fækka þeim mögu- leikum, sem lífið hefur upp á að bjóða. Verið er að hefta frelsi okkar og draga úr fjöl- breytni mannlífsins. Verið er að svipta einstaklingana þeim möguleika að bregðast. sjálfir við vandanum á skynsamlegan hátt, eða afstýra honum alveg. Eftir því, sem valdboðum fjölgar, eftir því reynir minna á mannlega skynsemi og mannlega samvisku. SjáJfvirk löghlýðni kemur þá í stað sjálfstæðrar, siðferðilegrar afstöðu: undirgefni í stað umburðarlyndis og tillitssemi. Glati einstaklingurinn réttinum til að ráða fram úr málum sínum, þá glatar hann einnig hæfninni tilþess, því frelsi manna er forsenda fyrir þroska þeirra. Bregðast má við mannlegum vandamálum á tvenns konar hátt. Annars vegar með mannlegri skynsemi hverju sinni, en hins vegar með lögboðinni útilokun. Vel má vera, að síðari leiðin sé stundum réttlætanleg, en veljum við hana alltaf, þá kemur að því fyrr eða síðar, að við höfum ekki um neitt að velja íþessum efnum. Austurriki Þú getur valið um 3 staði í Austurrísku Ölpunum, Kitzbuhel, Zell am Zee og St. Anton - einhver vinsælustu skíðalönd sem völ er á. Þú getur valið um viku eða tveggja vikna dvöl - á einum stað eða tveimur. Vikulegar brottfarir, á sunnudögum frá 7. janúar til 25. mars auðvelda þér að velja hentugan tíma. Snúðu þér til söiuskrifstofu okkar, umboðsmanns, eða ferðaskrifstofu og fáðu litprentaða skíðabæklinginn og allar nánari upplýsingar. FLUGFELAG ÍSLAJVDS

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.