Morgunblaðið - 01.12.1978, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 01.12.1978, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 1. DESEMBER 1978 15 J arðhr æringar í N ordur-N oregi Frá íréttaritara Mbl. í Ósló í gær. RÚMLEGA 1.000 jarðskjálfta- kippir hafa fundizt í Melöy skammt frá Bodö í Norður-Nor- egi á nokkrum vikum. en íbúarn- ir eru hvergi smeykir. Kröftugasti kippurinn mældist 3,6 stig á Richterskvarða. Vísinda- menn hafa enga skýringu hand- bæra á jarðskjálftahrinunni en telja litlar líkur á jarðskjálfta sem mælist allt að 6 stig á Richter. Eina tjónið sem hefur orðið eru spurngur á nokkrum húsveggjum. Hins vegar er óttast að snjóskrið- ur geti orðið ef framhald verður á jarðskjálftunum. Ibúarnir hafa tekið jarðskjálfta- kippunum með stökustu ró. Eng- inn hefur flutzt frá Melöy enn sem komið er, en ef kippirnir fara yfir 4 stig er talið að nokkrir muni hugsa sér til hreyfings. Neitar árás á sjómenn Algeirsborg, 30. nóv. AP. Skæruliðahreyfingin Polisario í Vestur-Sahara er Alsírsmenn styðja sakaði í dag Marokkómenn um vélbyssuaf- töku sjö spænskra fiskimanna undan strönd Sahara. í tilkynningu frá aðalstöðvum Polisario segir að spænskur fiskibátur hafi orðið fyrir árás Marokkóhermanna sem hafi þótzt vera við skotæfingar í landhelgi Vestur-Sahara sem áður laut Spánverjum. Hreyfingin segir í tilkynning- unni að árásin hafi verið tilraun af hálfu Hassans I Marokkókonungs til að ófrægja Polisario á Spáni og liður í árásar- og útþenslustefnu hans. Á fiskibátnum var tíu manna áhöfn og þrír menn komust af. Þeir sögðu spænskum yfirvöldum á Kanaríeyjum að 20 skæruliðar Polisario hefðu ráðizt um borð í bátinn undan strönd Sahara á mánudaginn, skipað áhöfninni að stilla sér í röð á þilfarinu og síðan látið rigna yfir hana kúlum úr vélbyssum. Þrátt fyrir hrinuna sefur fólkið rólegt á nóttunni. „Við erum orðin vön þessu," segir fólkið. Neyðar- ástand á Sri Lanka Colombo, 30. nóv. Reuter. AP STJÓRNIN á Sri Lanka hefur lýst yfir neyðarástandi í þeim hlutum austur- og norður-héraða eyjarinnar sem urðu harðast úti í fellibylnum sem gekk yfir landið í síðustu viku, og einnig í höfninni og á alþjúðaflugvellin- um í Colombo þar sem tekið verður á móti vistum og annarri hjálp sem berst erlendis frá. Stjórnin greip til þessa ráðs til þess að flýta fyrir björgunar- og viðreisnarstarfi eftir fellibylinn. „Venjuleg lög voru ófullnægjandi til þess að fást við ástandið," sagði Ranansinghe Premadasa forsætis- ráðherra þegar hann kunngerði ráðstafanirnar á þingi. Þótt stjórnin hafi enn ekki birt endanlegar tölur um fjölda þeirra sem fórust í fellibylnum hafa embættismenn áætlað að um 1.000 kunni að hafa týnt lífi í fárviðrinu sem bitnaði á þúsundum eyjar- skeggja. í Bonn tilkynnti vestur-þýzka utanríkisráðuneytið að lyf, mat- væli og aðrar vistir að verðmæti 100.000 mörk yrðu send til Sri Lanka handa þeim sem eiga um sárt að binda eftir fárviðrið. Herflugvél flytur vistirnar til höfuðborgarinnar Colombo og fer þaðan til Kuala Lumpur í Malaysíu til að sækja 170 víet- namska flóttamenn sem verður veitt hæli í Vestur-Þýzkalandi. ERLENT „The Times hættir London, 30. nóvember. Reuter. PRENTVÉLAR The Times þögn- uðu í dag og þögnin getur orðið löng. Eigendurnir eru orðnir svo þreyttir á stöðugum vinnu- trufiunum herskárra prentara að þeir hafa ákveðið að hætta í óákveðinn tíma útgáfu bæði The Times og Sunday Times og segja að útgáfan verði ekki hafin á ný fyrr en þeir geti verið vissir um Játning í Frisco San Francisco, 30. nóvember. AP. DAN White fyrrverandi borg- arstarfsmaður hefur játað á sig morðin á borgarstjóra San Francisco, George Moscone, og öðrum embættismanni borgar- innar. Ilarvey Milk. að sögn San Frisco Chronicle í dag. Lögreglan vill hvorki 'stað- festa fréttina né bera hana til baka. Blaðið greinir ekki frá hinni meintu játningu í ein- stökum atriðum og segir að ekki sé ljóst hvenær White játaði. útgáfu að samkomulag um nýtt skipulag náist við verkalýðsfélögin. Þetta er sorglegur dagur bæði fyrir blöðin í Fleet Street sem hafa átt við ærna erfiðleika að stríða og þjóðina í heild því að The Times hefur fylgzt með sókn og hruni brezka heimsveldisins í 193 ár. Thomson lávarður, forseti Times-blaðaútgafunnar, reyndi á síðustu stundu að sefa þann ótta landsmanna að blöðin kynnu að hverfa af sjónarsviðinu er hann sagði: „Það er alls ekki ætlunin að loka þeim eða hætta sölu þeirra fyrir fullt og allt.“ í frétt á forsíðu sagði að samkvæmt heimildum í stjórn fyrirtækisins væri talið að blöðin kæmu "ekki út í tvo eða þrjá mánuði. í dag var haldinn skyndi- fundur -sem á sér nánast enga hliðstæðu í brezka þinginu um málið til þess að koma í veg fyrir stöðvun blaðanna. Grafíska sveinafélagið sem 700 prentarar The Times eru í neitar að ræða við stjórnina fyrr en útgáfan hefst aftur. Blaðstjórnin vill ekki hefja útgáfuna aftur fyrr en fallizt verður á ráðstafanir til að fækka starfsfólki og taka upp nýja tækni sem er talin nauðsyn- leg til að tryggja framtíð blaðanna. Oxfordstúdentar mótmæla Nixon Oxford, 30. nóvember, AP Richard Nixon fyrrverandi forseti fékk í dag úhlíðar móttök- ur hjá 500 reiðum stúdentum þegar hann kom til háskólans í Oxíord til að flytja fyrirlestur um utanrikismál. Stúdentarnir hrópuðu: „Enga þrjóta hér“ og „Engan Nixon framar“ og gerðu aðsúg að bifreið hans þegar Nixon kom til húsa- kynna málfundafélags Oxford- stúdenta þar sem um 800 áheyr- endur biðu eftir því að hlýða á mál 'fyrrverandi forseta Bandaríkj- anna. Mannfjöldinn kastaði eggjum, veifaði spjöldum og ætlaði að Allt að 9 f órust í Mexíkó Mexíkóborg, 30. nóvember. AP. FJÖLMIÐLAR segja að fjórir til níu hafi farizt í sex meiriháttar jarðskjálftum í Mexíkó í gær, en yfirvöld halda því fram að enginn hafi týnt lífi. Yfirvöldin segja að rúmlega 107 hafi slasazt, flestir lítils- háttar og 500 til viðbótar hafi fengið taugaáfall. Fyrsti kippurinn stóð í 70 sekúndur og olli skelfingu í Mexíkóborg. Fimm fleiri kippir fundust í borginni, en sá fyrsti var þeirra mestur og mældist milli 6,5 og 7,9 stig á Richters- kvarða. Vísindamenn í Mexikó segja að þetta séu sennilega einhverj- ir snörpustu jarðskjálftakippir sem orðið hafa í landinu. umkringja bifreið Nixons en starfsmenn leyniþjónustunnar þustu fram og slógu hring um bifreiðina. Lögreglunni tókst að halda fólkinu í skefjum og Nixon var hleypt inn í bygginguna um hliðarinngang. Nokkur mótmælaspjöld brotn- uðu í stympingunum og að minnsta kosti einn prófessor fékk glóðarauga. Þeir sem stóðu næst bíl Nixons urðu fyrir eggjum, sem kastað var að bílnum, en enginn lögreglumaður slasaðist. Meðal mótmælendanna voru 43 Rhodes- og Marshall-styrkþegar og rúmlega 100 aðrir Bandaríkja- menn sem stunda nám við Oxford. Einn þeirra, Andy Paalborg frá Philadelphia, sagði: „Mér finnst það vera móðgun að þessi maður skuli halda að ég sé minnislaus og hafi enga skynsemi til að bera.“ Vín, 30. nóvember. AP. SOVÉZKI eðlisfræðingurinn Benja- min Levich kom til Vínar frá Moskvu í dag ásamt Tanya konu sinni og sagði við komuna, að þeim vísindamönnum færi fækkandi sem fengju leyfi til að flytjast úr landi. Tanya Levich sagði, að ein af ástæðunum fyrir þessu væri hræði- leg reynsla manns hennar og hans líka. Levich hefur barizt fyrir því í sjö ár að fá leyfi til að fara af landi brott. Þegar Levich var að því spurður hvers vegna hann hefði að lokum fengið fararleyfi hjá sovézkum yfirvöldum sagði hann, að ein ástæðan gæti verið sú, að yfirvöldin hefðu sannfærzt um að hann mundi halda áfram að berjast fyrir frelsi Aðrir stúdentar sögðu að mikill meirihluti Oxford-stúdenta leiddi heimsókn Nixons hjá sér og sniðgengi hana. Chrysler bíll ársins London. 30. n^vembor. AP Bílafréttaritarar í Evrópu kusu í dag Chrysler Horizon bíl ársins. Bíllinn er smíðaður í Frakklandi en hannaður í Englandi. Þetta er í annað skiptí á fjórum árum sem Chrysler-bifreið fær verðlaunin. Bíl ársins kusu að þessu sinni 53 bílafréttaritarar frá 16 Evrópulönd- um. í öðru sæti var Fiat Ritmo og þriðji varð hinn nýi Audi 80. sínu, jafnvel þótt það kostaði hann lífið. Önnur ástæðan sem hann til- greindi var stuðningur sem hann hefur fengið frá vísindamönnum og stjórnmálamönnum á Vesturlönd- um, þar á meðal Edward Kennedy öldungadeildarmanni sem bar upp mál Leivich við, sovézka kommúnistaleiðtogann Leonid Brezhnev þegar hann var í heimsókn í Moskvu nýlega. Levich hefur verið kunnur bar- áttumaður í samtökum Gyðinga í Moskvu. Hann sagði að ferð hans væri heitið til Israels en hann og kona hans mundu líklega koma við í London þar sem hún mundi leita sér lækninga. Tanya þjáist áf alvarleg- um hjartasjúkdómi. Andófsmadur kemur vestur Þetta gerdist 1. desember 1973 — Davíð Ben-Gurion, faðir Ísraeisríkis, andast 87 ára gam- all. 1941 — Orrustan um Saar hefst. 1934 — Hreinsanirnar í Rúss- landi hefjast með morðinu á Serge Kirov. 1925 — Locarno-Samningarnir undirritaðir í London= Herlið Breta flutt fró Köln. 1917 — Serbar, Króatar og Slóvenar sameinast um stofnun sambandsríkis= Norðmenn, Danir og Svíar ákveða að gæta hlutleysis í fyrri heimsstyrjöld- inni. 1887 — Portúgalir fá Macao frá Kínverjum. 1825 — Alexander I Rússakeis- ari andast og Nikulás I tekur við. 1813 — Bandamenn ákveöa að gera innrás í Frakkland. 1640 — Uppreisn í portúgal sem fær sjálfstæði undir forystu JóhannsIV. Afmæli dagsins. Mary Martin bandarísk leikkona (1913----). Innient. ísland fullvanda ríki 1918= Veiðum Breta í 200 mílna landhelgi hætt 1976= F. Eggert Ólafsson 1726= Kveikt á fyrsta vitanum (Reykjanesvita) 1878= Fyrsta húsið tengt hitaveitu í Reykjavík 1946= Sjálfvirka sím- stöðin í Reykjavík tekur til starfa 1932= Minnisvarði Hannesar Hafsteins afhjúpaður 1931= Þjóðlið íslendinga stofnað 1884= Verkfall 20—30 verkalýðs- félaga 1952= Blysför vegna verndar Bernhöftstorfu 1972= Tveir togarar stranda við Vest- firði 1948= F. Haraidur Níelsson 1868= D. Hannes Árnason 1879= Björn próf. Halldórsson í Lauf- ási 1882= Magnús konungur smek drukknar 1374 Orð dagsins. Þegar velsæld kemur skaltu ekki nota hana alla — Konfúsíus, ktnverskur heimspekingur (551—479 f. Kr.).

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.