Morgunblaðið - 01.12.1978, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 01.12.1978, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 1. DESEMBER 1978 ftfgpntfrfatófe Utgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstjórnarfulltrúi Fréttastjóri Auglýsingastjóri Ritstjórn og afgreiösla Auglýsingar hf. Arvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson. Björn Jóhannsson. Baldvin Jónsson Aðalstræti 6, sími 10100. Aðalstræti 6, sími 22480. Askriftargjald 2500.00 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 125 kr. eintakiö. 1. desember Idag minnumst við þess, að 60 ár eru liðin síðan fullveldi var lýst yfir hér á landi. 1. desember 1918 rann upp í skugga mannskæðrar landsfarsóttar, sem setti sinn ömurlega svip á þá miklu atburði, sem þá voru að gerast. En í íslandssögunni verður alltaf bjart yfir þessum degi. Þá var unninn stórsigur í baráttu okkar fyrir fullu og óskoruðu sjálfstæði. Að baki atburðanna 1918 lá hörð barátta, löng saga. Ýmsir mikilhæfir og glæsilegir stjórn- málamenn höfðu þar haft for- ystu og hæst allra bar Jón Sigurðsson forseta. Óeigingirni, ótrúlegt starfsþrek og óbifanleg trú á framtíð Islands voru þeir eðliskostir sem mótuðu afburða- manninn, sem íslendingar munu minnast um ókomnar aldir sem síns bezta sonar. Þá er einnig óhætt að nefna fyrsta ráðherr- ann, Hannes Hafstein. Fullveldisviðurkenningarinnar verður ekki minnzt án þess að nafn Jóns Magnússonar for- sætisráðherra sé nefnt. Hann þótti að vísu ekki skörungur af ýmsum samtímamönnum sínum. Enginn vafi er þó á, að hann var, þegar hann gegndi forystuhlut- verki, fremsti stjórnmálamaður síns tíma hér á landi og búinn flestum þeim kostum, sem leiö- togi þarf að hafa. Þess vegna reyndust störf hans svo gifturík sem raun bar vitni, — þess vegna tókst honum og sam- starfsmönnum hans með hyggni og samníngalipurð að skila þjóðinni lengra áleiðis til fulls sjálfstæðis en mörgum öðrum. Samningar Sambandslaganefn'd- arinnar héngu einatt á bláþræði, en vegna færni þeirra, sem þar stóðu í fararbroddi, var þeim áfanga náð, sem sköpum skipti. Svo skjótt sem fullveldissátt- málinn frá 1918 heimilaði, neytt- um við íslendingar uppsagnar- ákvæðis hans og stofnuðum lýðveldi í landi okkar 17. júní 1944. „ Vertu ei við sjálf a þig að ber jast" Þegar 50 ára fullveldis var minnzt hér í Morgunblað- inu var þeirri spurningu varpað fram, hvernig þjóðinni hefði vegnað á því skeiði, sem liðið var, síðan íslenzki fáninn var dreginn að húni á stjórnarráðs- húsinu 1. desember 1918. Og henni var svarað svofelldum orðum: „Þessi spurning mun koma upp í huga margra Islendinga í dag. Sem betur fer verður svarið við henni jákvætt. Með full- veldinu var grundvöllur lagður að nýju og betra þjóðfélagi á íslandi. Þjóðin fann til máttar síns og neytti hans til þess að hefja stórfellda sókn fyrir al- hliða uppbyggingu í landi sínu. Sú saga verður ekki rakin að þessu sinni. Þótt íslendinga greini á um margt, eru þeir allir sammála um það, að frelsið var hinn mikli aflgjafi. Þjóðin rétti úr kútnum, brauzt úr sárri fátækt til bjargálna og velsæld- ar. Margvíslegir erfiðleikar hafa að sjálfsögðu steðjað að henni sl. 50 ár. En á þeim hefur verið sigrazt og baráttunni haldið áfram á öllum sviðum íslenzks þjóðlífs. Þótt á móti blási í íslenzku efnahagslífi í dag, kemur engum íslendingi annað til hugar en upp úr þeim erfiðleikum komi nýir og betri tímar. En vel mættum við á þessum tímamótum minnast orða skáldsins, sem svo mælti árið 1938 á 20 ára fullveldisafmælinu: „Litla þjóð, sem átt í vök að verjast, vertu ei við sjálfa þig að berjast." Ef íslenzka þjóðin hefur þessi orð í huga, mun hún ávallt kunna sér hóf í innbyrðis deilum. Hún mun þá aldrei tefla á tæpt vað um varðveizlu and- legs og efnahagslegs sjálfstæðis síns." Því miður hefur síðasti ára- tugur ekki reynzt jafn farsæll og efni stóðu til, en þar höfum við ekki við neina að sakast nema okkur sjálf. Við höfum ekki kunnað okkur hóf í innbyrðis deilum m.a. með þeim afleiðing- um, að verðbólgan hefur komizt á annað og hærra stig hér á landi en nokkru sinni fyrr og virðist það ástand ætla að vara lengur en góðu hófi gegnir. Við erum jafnvel orðin dæmi í heimsblóðum um verðbólguþjóð- félag — og þykja undur mikil hvað okkur reiðir þó vel af(!). Þannig hefur hver verðbólguhol- skeflan á fætur annarri riðið yfir og grafið undan rótum atvinnulífsins og gæðamats, ekki sízt ungs fólks, því hefur svo fylgt meiri órói á öðrum sviðum þjóðlífsins en áður. Morgunblaðinu í dag fylgir ljósrit af tölublaðinu 1. desem- ber 1918, en þar segir m.a.: „Island á meiri ónotaða fjár- sjóðu en flest önnur lönd. Það er undir þjóðinni komið, hvort ísland verður íslenzkt framtíðarland. íslendingar eiga betri menn- ingargrundvöll en flestar aðrar þjóðir. Það er undir þeim sjálfum komið, hvort þar rís sú bygging, sem fortíðarmenning- unni er samboðin." Undir þessi orð vill Morgun- blaðið taka nú. Hvort sem við bjuggum við fullveldi eða búum við lýðveldi, byggist allt á þjóðinni sjálfri, hyggni hennar og samheldni. Á það minnir 1. desember, hinn góði heilladagur mitt í svartasta skammdeginu. Togarar og ísjakar valda flestum slitum á Scotice „ÉG var nú einmitt að fá telex um það að skipinu Alert hefði þegar scinkað svo ég er ekki eins bjartsýnn og áður um það að Scotíce komist í Iag á sunnudaginn svo við sleppum nú öllum veðrum," sagði Jón Kr. Valdimarsson deildar- tæknifræðingur Pósts og síma er Mbl. ræddi við hann í gær. Sæsímastrengirnir Scotice og Icecan voru teknir í notkun með árs millibili; Scotice sem er með 32 rásum í janúar 1962 og Icecan sem er með 24 rásum 1963 en fram til þess tíma voru loft- skeytarásir eina samband ís- lands við umheiminn. Scotice liggur frá Vestmannaeyjum um Þórshöfn í Færeyjum til Gair- loch á Skotlandi og þaðan liggur sambandið suður um til London. 1972 var lagður sæsímastrengur frá Þórshófn um Leirvík til Kirkwall í Skotlandi og eftir það höfum við haft mun minni óþægindi af bilunum á syðri hluta Scotice, þar sem hægt hefur verið að fara inn á hinn strenginn, en bilunin nú er á nyrðri hluta Scotice, Icecan Iiggur frá Vestmannaeyjum um Friðriksdal á Grænlandi til Corner Brook á Nýfundnalandi og síðan liggur sambandið um Beaver Harbour í Kanada til Montreol. Meðan Scotice er slitinn hefur Póstur og sími tólf línur til Evrópu um Icecan: tvær öryggislínur fyrir flugmála- stjórn, tölvulínur fyrir Flug- leiðir og Veðurstofuna, tvær línur sem varnarliðið leigir, tvær telexlínur: aðra til Bretlands og hina til Kaup- mannahafnar, og tvær talrásir til Bretlands og tvær til Kaup- mannahafnar. Auk þess eru svo tvær stuttbylgjurásir í gegn um Gufunes og nú er unnið að því að fá talrás til Kaupmannahafnar gegn um jarðstöð á Grænlandi. Mbl. spurði Jón hver væri helzta orsök þess að sæsíma- strengirnir slitna. „í langflest- um tilfellum eru það togarar og togbátar sem slíta strengina og einnig hendir það oft, að ísjakar fari það djúpt að þeir risti á Icecan," sagði Jón. „Mér þykir rétt að taka fram að fæst slitin hafa orðið í íslenzkri landhelgi, þótt það hafi komið fyrir að íslenzkir bátar slitu strengina. Það virðist ákaflega erfitt að komast að þessu, enda þótt strengirnir séu tryggilega merktir inn á kort og í því Jón Kr. Valdimarsspn deildar- tæknifræðingur. Á borðinu standa líkön af Icecani það stærra er bútur af landtakinu í Vestmannaeyjum og það minna sýnir hvernig strengurinn milli landa lítur út. Icecan sambandi má geta þess að slit verða oft á okkar strengjum sem liggja innanfjarðar, til dæmis í Eyjafirði og hefur það meira að segja hent að kaupskip hafi sett í þá ankerin og slitið þá." — Hvað verður um strengina, þegar jarðstöðin verður tekin í notkun? „Þeir verða reknir áfram um einhver ár. Við reiknum með því að viðskiptin við Bretland fari áfram um Scotice og viðskiptin við Ameríku fari eitthvað áfram um Icecan. Jarðstöðin verði þá notuð fyrir önnur viðskipti og þá um Tanum í Svíþjóð og einnig reiknum við með sam- skiptum við stöðvar í Þýzka- landi og Bretlandi og í Banda- ríkjunum sennilega um stöðina í Itam. Og við verðum að hafa í huga, að þótt jarðstöðin sé komin, þá er gott að hafa fleiri útganga, ef svo má segja. Hér geta komið þau veður, að þessi stóri diskur, sem á jarðstöðinni verður, geti ekki staðið í þeim lága vinkli, sem til þarf, og að þá verði að velta honum upp í loft, sem þýðir að stöðin fer úr sambandi. Við reiknum að vísu ekki með því að margir dagar falli úr af þessum sökum, en þegar þeir koma, verður gott að geta gripið til sæsímastrengjanna." Bilanir á strengjunum Jón Kr. Valdimarsson tók saman fyrir Mbl. bilanir sem hafa orðið á Scotice og Icecan allt frá árinu 1964 og þá bæði fjölda bilana og dagana, sem þær stóðu. Scotice Icecan Ar 1964 1965 1966 1967 1968 1969 1970 1971 1972 1973 bilanir 1 5 2 2 3 1 1 dagarbilanir 7 8 1974 1975 1976 12 10 6 S20 S26 2 N14 S41 9 10 12 9 16 4 8 6 6 dagar 159 98 96 33 142 226 137 150 186 144 6 9 7 123 151 94 3 17 7 S24 N8 1 4 2 10 2 S15 9 91 N25+ S og n á Scotice þýða suðurhluti og norðurhlutii sunnan eða norðan Þórshafnar. Vegna gossins á Heimaey 1973 duttu niður 7 dagar. 1977 1978 Þetta kort sýnir hvernig sæsímastrengirnir liggja frá Vestmannaeyjumi Icecan vestur um haf og Scotice um Færeyjar til Skotlands.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.