Morgunblaðið - 01.12.1978, Síða 17

Morgunblaðið - 01.12.1978, Síða 17
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 1. DESEMBER 1978 17 Brey ting eftirvinnu í nætur- vinnu er veruleg kauphækkun Segir Páll Sigurjónsson, formaður Vinnu- 'gf' ^ veitendasambands íslands í samtali við MbL m I „NIÐURFELLING eftirvinnu, þannig að næturvinna taki við af dagvinnu, þýðir fyrir mann, sem er með 10 klukkustunda eftirvinnu um 7.4% kauphækkun,“ sagði Páll Sigurjónsson, formaður Vinnuveitendasambands íslands, í samtali við Morgunblaðið, er það spurði hann um svokallaðan pakka ASÍ, sem sambandið afhenti ríkisstjórninni og sagði skilyrði fyrir því að ASÍ samþykkti efnahagsráðstafanir ríkisstjórnarinnar. „Þannig ætlar verkalýðsforystan að ná inn megini þeirra 8%, sem ríkisstjórnin eyðir, á þessu eina atiði í pakkanum,“ sagði Páll. Páll Sigurjónsson sagði, að í raun væri þetta framhald af kröfunni, sem fékkst í gegn fyrir nokkru með löggjöf, þ.e. að vinnuvikan var stytt í 40 klukkustundir. Löggjafinn mis- skildi þá málið og þegar upp var staðið var „effektíf" vinnuvika 37 klukkustundir og 5 mínútur eða stytzta vinnuvika á Norður- löndum og þótt víðar væri leitað. Páll kvað það fara mjög eftir atvinnuástandi, hvernig þessi breyting, niðurfelling eft- irvinnu, hefur áhrif. Ef mikil þensla ér á vinnumarkaðinum og mikil eftirspurn eftir vinnu- afli, svo sem ástæður hafa verið hér að undanförnu, er um launahækkun að ræða. Hins vegar getur þetta leitt til vinnutímastyttingar og tekju- rýrnunar, ef atvinnuleysi er á vinnumarkaðinum. „Þessi pakki ber það með sér,“ sagði Páll Sigurjónsson, „að með honum er horfið að nokkru leyti frá þeim frjálsa samningsrétti, sem menn hafa oft og tíðum talað svo fjálglega um. Báðir aðilar vinnumarkaðarins hafa alltaf haft það meginsjónarmið, að útkljá skuli málin í frjálsum samningum en ekki með laga- boði. Vinnuveitendasambandið er enn á móti slíku. Það er skoðun mín að þingið og ríkis- stjórn eigi að stjórna landinu, en ekki verkalýðssamtökin. Hins vegar erum við ekki á móti samráðum við aðila vinnumark- aðarins, en lítum þó svo á að þá séu vinnuveitendur þar einnig í myndinni, en ekki eins og nú hefur verið gert, að „samráðin við aðila vinnumarkaðarins" séu aðeins samráð við Alþýðusam- bandið." Páll Sigurjónsson kvað þau atriði er vörðuðu uppsagnar- frest í pakka Alþýðusambands- ins ný í sambandi við lengingu frestsins hafi menn unnið 5 ár eða lengur hjá sama vinnuveit- anda. Að öðru leyti kvað hann uppsagnarfrest hafa komizt í lög, einn mánuður með Hanni- balslögunum svokölluðu, sem sett voru fyrir nokkrum árum. Um það atriði, að allir verka- menn skuli halda fullum laun- um í 6 mánuði ef þeir forfallist taldi Páll vera hreint trygginga- spursmál. Ef lítil fyrirtæki ættu að bera slíkt sjálf, gæti slíkur baggi hreinlega riðið þeim að fullu. Þá sagði Páll að um 1% álag á atvinnurekendur til greiðslu í sjúkrasjóði verkalýðs- félaga væri yfirleitt komið í alla kjarasamninga. Því væri þar ekki um ný álög að ræða, heldur virtist ASÍ aðeins vilja fá þetta ákvæði í lög. Páll Sigurjónsson sagði, er hann ræddi um þau atriði, að greiða ætti ASÍ um 200 milljón- ir króna til hinna ýmsu þarfa, Páll Sigurjónsson formaður V.S.Í. að það teldi hann óeðlilegt — að skattborgarinn ætti beinlínis að styrkja ASÍ og rekstur þess. Hins vegar kvað hann 15 milljón króna styrk til hagdeildar ASI geta verið áhugavert atriði, þar sem efling hagdeilda beggja samtaka aðila vinnumarkaðar- ins væri þörf og gagnleg fyrir þjóðarheildina. Ef hins vegar kæmi til einhvers slíks styrks, taldi Páll eðlilegt, að vinnuveit- endur sætu við sama borð og launþegahreyfingin. Það gera t.d, ASÍ og VSÍ ekki í dag, þar sem sumt starfsfólk ASI er í lífeyrissjóði opinberra starfs- manna og nýtur því verð- tryggðra lífeyrisgreiðslna. Það taldi Páll óeðlilegt, á meðan önnur sambönd nytu ekki hins sama. Nokkur atriði í pakka Alþýðu- sambands íslands lúta að því að sambandið vill fara að blanda sér beinlínis í rekstur fyrir- tækja. Gerð er krafa um að tilkynna þurfi allar breytingar á rekstri fyrirtækja með fyrirvara til verkalýðsfélaganna til þess að tóm gefist til þess að ræða breytingarnar á vettvangi félag- anna ítarlega. „Það er óljóst, við hvað þeir eiga í raun og veru með þessu,“ sagði Páll, „en keimurinn af þessu er ekki góður. Með þessu er þó ljóst að þeir eru að seilast til stjórnunar fyrirtækjanna rétt eins og þeir gera með annari kröfu um að trúnaðarmaður hafi vald til þess að stöðva vinnu. Slíkan rétt munu trúnaðarmenn hafa í Bretlandi, og hefur ekki gefizt vel. Það er fráleitt að unnt sé að fara eftir duttlungum trúnaðar- manna í þessu efni. Þá er loks það atriði, að 200 milljón króna lánsfé verði útvegað og lánað atvinnufyrirtækjum í samráði við verkalýðshreyfinguna. Láns- fé þetta fari í að bæta aðbúnað pg hollustuhætti á vinnustöðum. I sambandi við sólstöðusamn- ingana varð samkomulag milli aðila um að unnið skyldi að löggjöf um þessi atriði, öryggi og hollustuhætti. Nefnd vinnur nú að þessu máli, en fáránlegt er að verkalýðshreyfingin eigi að ákveða hvaða fyrirtæki fengju lán í þessu skyni og hver ekki. A þessum punkti er enn reynt að seilast inn í stjórnun fyrirtækj- anna.“ ÍOO ár liðin frá því að kveikt var á fyrsta vitamim í DESEMBER árið 1878 var kveikt á fyrsta ljós- vitanum á íslandi, Reykjanesvita, og er því liðin rétt öld frá því að vitar fóru fyrst að lýsa sæfarendum hér við land. Reykjanesvitinn eldri var byggður á Valahnúk alveg fram við sjó og var byggingin áttstrendur turn, gerður úr höggnu grjóti um 10 metra hár. Ljóstækin voru 15 olíu- lampar, hver með sínum spegli. Hönnuður og aðal- framkvæmdarstjóri verks- ins var danski verk- fræðingurinn Alexander Rothe. Viti var rekinn á Valahnúk í tæp 30 ár, en 20. marz 1908 var kveikt á nýjum vita á svonefndu Bæjarfelli, sem er hóll nokkru ofar í landinu en Valahnúkur. Ástæður fyrir flutningi voru þær að mjög var farið að hrynja úr Valahnúki og talin hætta á að bjargið myndi hrynja undan vitanum þá og þegar. Vitamálastjórn Islands rekur nú 118 ljósvita, 14 radíóvita, 2 hljóðvita, 3 radíósvara, 17 ljós- dufl og hljóðdufl auk fjölda leiðsögumerkja. Meginhluti vit- anna er sjálfvirkur og ekki stöðug vakt á neinum vita, en sjálfvirk aðvörun er víða. Á allmörgum stöðum á Vitastjórn- in íbúðarhús vitavarðanna, fyrst og fremst þar sem talið er að annað lífsframfæri sé ekki að hafa en vitagæzluna. Fyrst i stað var skipaður umsjónarmaður með vitum á íslandi, en árið 1918 var Thor- vald Krabbe skipaður vitamála- stjóri á Islandi, Hann gegndi því starfi fram til ársins 1937 að Emil Jónsson tók við starfinu. Fyrsti vitinn, sem byggður var á íslandi, var reistur á Valahnúk í Reykjanesi og tekinn í notkun 1. desember 1878. Emil gegndi þessu starfi til ársins 1959, en þeir Axel Sveins- son og Aðalsteinn Júlíusson gegndu starfinu um tíma meðan Emil sat á ráðherrastóli. Árið 1959 tók Aðalsteinn Júlíusson við starfi vitamálastjóra og eru því um 20 ár liðin síðan. — Nú er hægt að sigla kring- um allt landið í björtu veðri og vera svo gott sem allan tímann í björtu veðri, sagði Aðalsteinn Júlíusson í samtali við Morgun- blaðið í gær. — Byggingu vita á Islandi verður þó aldrei fyllilega lokið hélt hann áfram. — Ný sjónarmið koma fram, nýjar hafnir verða til og siglingarleið- ir breytast þannig að þessi mál eru í stöðugri endurskoðun. Auk vitanna eru ljós- og hljóðdufl víða og leiðir inn firði eru merktar. Þeim stöðum á landinu hefur fækkað þar sem vitaverðir hafa ekki annað til að lifa af en vitavörzluna. I vetur eru fjórir slíkir vitar starfræktir, þ.e. á Reykjanesi, Horni, Galtarvita og Stórhöfða. — Ég tel það mjög þýðingarmikið, að um leið og við höldum uppi vitaþjónustu á þessum stöðum þá höldum við einnig uppi byggð á þeim. Það eykur almennt öryggi, með því m.a. að sendar eru þaðan fréttir um veður. Þessi þáttur verður seint fullmetinn, þó kostnaðar- samur sé, sagði Aðalsteinn Júlíusson. Yfirstjórn vitamála hefur frá upphafi verið í höndum íslend- inga og alla tíð hafa vitagjöld 118 ljósvitar eru nú hér á landi og tveir þeir nýjustu eru í Surtsey og Lundey á Skjálfanda. Meðfylgjandi mynd er af Lundeyjarvita. en vitabyggingin var endurbyggð þar í sumar sem leið verið innheimt af skipum sem sigla við ísland. Þessi gjöld nægðu hin fyrri ár til rekstrar og uppbyggingar vitakerfisins, en svo hefur ekki verið alllengi og kostnaður greiddur úr ríkis- sjóði. Engin tilviljun hefur ráðið því að fyrsti viti hér á landi var reistur á Reykjanesi. Enn í dag er Reykjanesvitinn einn þýðingarmesti viti landsins — við fjölförnustu siglingaleiðina og eina þá hættulegustu. í tilefni þess að 100 ár eru nú liðin frá því að kveikt var á fyrsta vitanum kemur í dag út frímerki til að minnast 100 ára vitasögu á Islandi. Það var árið 1874 að fyrst var farið að hreyfa því á þingi að byggja vita á Islandi. Áhöld voru á þingi um hvort Islending- ar ættu að greiða kostnað við yitabyggingu á Reykjanesi eða Island og Danmörk í samein- ingu. Þá var að vísu fellt frumvarp um vitagjald af skip- um, en það samþykkt nokkru síðar. Hins vegar var samþykkt áskorun til konungs, sem byrjar þannig: „Allraþegnsamlegast ávarp um að hans hátign allramildilegast vildi sjá svo fyrir, að fje verði veitt úr ríkissjóði til vitagjörðar á Reykjanesi m.m....“

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.