Morgunblaðið - 01.12.1978, Page 18

Morgunblaðið - 01.12.1978, Page 18
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 1. DESEMBER 1978 18 Ragnhildur ólafur Rannar Þorvaldur Garðar Karl Steinar Stefán Ólafur Jóh. Deildarforseti kjörinn á mánudag SVO SEM lesendum Mbl. er kunnugt sagði Bragi Sijíurjóns- son. forseti efri deildar AlþinKÍs. af sér störfum deiidarforseta sl. mánudag. í mótmælaskyni við stjórnarfrumvarp um tímabundn- ar efnahaKsráðstafanir. sem hann taldi „hitlaust <>k ranKsleit- ið". Fundur var haldinn í þinK' deildinni í Kær. án þcss að kjör nýs forseta væri á daKskrá. Af því tilefni kvaddi RaKnhildur IIclKa- dóttir (S) sér hljóðs um þinKsköp <»k urðu orð hennar tilefni til nokkurra umræðna í deildinni. Hvaö tefur kjör deildarforseta? RaKnhildur IlelKadóttir minnti á framangreindan atburð — sl. mánudag — og taldi, að fyrsta verkefni þingdeildarinnar, eftir afsögn aðalforseta, hefði átt að vera kjör nýs forseta í hans stað. Rétt væri að vísu að þingdeildin hefði á að skipa mikilhæfum og reyndum varaforseta, en það breytti ekki því, að skv. þingsköp- um ætti deildin að hafa aðalfor- seta og tvo varaforseta. Eðlilegt væri að stjórnarflokkar hefðu eitthvert tóm til að bregðast við sérstæðu atviki sem þessu, en það hefðu þeir haft. Lágmarkskrafa væri að þeir kæmu sér saman um viðbrögð. Ef þingdeildir hefðu ekki réttkjörinn varaforseta, fullnægðu ekki þingsköpum að því leyti, væri spurning, hvort ekki væri rétt að slíta þessum fundi og boða til nýs, þar sem forsetakjör væri fyrsta dagskráratriði. Spurðist hún fyrir um, hver staða þessa máls væri? Afskipti og nafngift Ólafur Ragnar Grímsson (Abl) sagði ánægjulegt, að Ragnhildur Helgadóttir væri komin til þing- starfa á ný — hún hefði ekki sést í þingdeildinni í nokkra daga — og væri farin að skipta sér af störfum hennar á þann hátt, sem hún hefði nú gert. Minnti þessi afskiptasemi á nafngift, sem henni hefði verið gefin af samflokksmanni. Þorvald- ur Garðar Kristjánsson væri kunnur af hæfni sem forseti og væri þingræðissinni, og gæti vel sinnt forsetastörfum, unz annað yrði ákveðið. Máske væri þing- maðurinn að opinbera deilur í þingflokki sjálfstæðismanna. Deildiri hefur nú tvo forseta og við þá má una unz annað verður ákveðið. Sérkennilegar hugmyndir Ragnhildur Helgadóttir (S) sagði það bera vott um sérkenni- legar hugmyndir ÓRGr um þing- ræði og vinnubrögð þingmanna að telja það til tíðinda og aðfinnslu að þingmaður skipti sér af störfum þingdeildar, er hann sæti í. Það bæri líka skrítnum skilningi vott að gera veður úr örfárra daga fjarvistum sínum — í erindum, sem Alþingi hefði kjörið hana til að sinna (fundur í menningar- nefnd Norðurlandaráðs). Hins vegar væri ánægjulegt að ÓRGr hefði saknað sín. Ragnhildur sagðist taka undir réttmæt hrósyrði um hæfni Þor- valds Garðars Kristjánssonar, sem getið hefði sér gott orð í forseta- starfi liðið kjörtímabil, — og því þá ekki að kjósa hann aftur og formlega sem aðalforseta deildar- innar. Aðalatriðið er að við virðum þingsköp. Ef aðalforseti væri farinn úr starfi bærí deildinni, skv. þingsköpum, að kjósa nýjan. Vitnaði hún þar um til 3. gr. þingskapa. Þingdeildinni bæri að hafa þrjá forseta, ekki tvo eins og ÓRGr hefði sagt, aðalforseta og tvo til vara. Þetta þyrfti svo að vera jafnvel þótt stjórnar- flokkarnir gætu ekki komið sér saman um kjör forsetans. Deildin hefur enn prjá forseta Þorvaldur Garðar Kristjánsson (S) sagði rétt vera að háttv. forseti (Bragi Sigurjónsson) hefði sagt af sér. Deildin hefði hins vegar enn ekki samþykkt afsögnina. Form- lega séð hefði deildin því enn þrjá forseta, uns^þingdeildin samþykkti afsögnina. F]g hefi haft samband við þingflokka um þetta mál og geri ráð fyrir að það verði afgreitt nk. mánudag. Mál Alpýðuflokksins Karl Steinar Guðnason (A) sagði eðlilegt og ekki tilefni til illyrða, þó þingmaður bæri fram jafn eðlilega fyrirspurn og hér hefði fram komið. Formlega séð hefði deildin enn þrjá forseta, en iausn fæst á þessu máli n.k. mánudag, eftir að þingflokkar hafa rætt málið, einkanlega þing- flokkur Alþýðuflokksins. Hér væri um sérstætt og vandasamt mál að ræða, sem eðlilegt væri að tæki nokkurn tíma, en yrði afgreitt þegar upp úr helgi. Eðlileg fyrirspurn Ilalldór Blöndal (S) sagði ekki við hæfi að ráðast með offorsi að þingmanni vegna eðlilegrar og réttmætrar fyrirspurnar, eins og ÓRGr hefði gert. Óneitanlegt væri að nokkrar tafir hefðu orðið vegna tafar á kjöri nýs forseta í störfum deildarinnar, og eðlilegt, að eftir því væri rekið, að þingsköpum væri fullnægt. Mér skilst, sagði HBl, að mikið liggi við að tiltekið stjórnarfrv. fái afgreiðslu deildar- innar í dag. Eg fæ því ekki skilið þegar stjórnarþingmaður reynir að efna hér til eldhússdags vegna hóflegrar fyrirspurnar. Ef hann vill halda þeim leik áfram og telur tíma þingdeildarinnar þann veg vel varið skal ekki standa á mér til leiksins. Störf deildarinnar í vetur Stefán Jónsson (Abl) sagði fyrirspurn RH ekki óeðlilega. Ekki væri hægt að ætlast til þess að hún vissi, hvað hefði gerzt innan stjórnarflokkanna í þessu máli. En ég tek undir hrósyrði um ÞGKr sem forseta deildarinnar. Hann sýndi það á sl. kjörtímabili að hann er næmur á þingsköp, góður verkstjórnarmaður og réttsýnn. Það er dómur okkar, sem þá vórum í stjórnarandstöðu. Ég tel því ekki að nokkur dráttur á annarri skipan þurfi að tefja störf þing- deildarinnar. En það er ekki rétt hjá KStG að deildin hljóti að samþykkja afsögn núv. forseta. Að vísu væri það Alþýðuflokkurinn sem hefði „misst mann fyrir borð“. Og ég hygg að afsögnin muni ekki tefja störf deildarinnar í vetur. Sampykkur skýringu ólafur R. Grímsson (Abl.) sagðist samþykkur skýringu 1. varafor- seta, ÞGKr, á stöðu forsetamáls í deildinni. Fordæmi fyrir hendi Ólafur Jóhannesson, forsætis- ráðherra, bað menn vera stuttorða og láta senn lokið þessari umræðu, mikilvæg mál biðu afgreiðslu. Fordæmi væru fyrir hendi um kjör forseta, er aðalforseti léti af störfum, vegna þess að viðkomandi hafi verið gerður að ráðherra. Minnti hann á dæmi um Björn Jónsson, Steingrím Steinþórsson og Jóhann Hafstein. í slíkum tilfellum hefði komið fyrir, að forsetakjör hefði dregist nokkra daga. Þakka skýringu forseta Ragnhildur Heigadóttir (S) þakkaði skýringu háttv. forseta (ÞGK). Ljóst væri nú að deildin hefði að forminu til enn þrjá forseta, eins og þingsköp kvæðu á um. Eftir stæði það að menn þyrftu að koma sér saman um framhaldið — og virða afsögn háttv. forseta, Braga Sigurjóns- sonar. Hún minnti og á, að þegar Jóhann Hafstein hefði látið af forsetastarfi til að verða ráðherra, hefði nýr forseti verið kjörinn samdægurs. Að lokum mælti Þorv. G. Kristjánsson, settur forseti, nokkur orð, taldi afsögn forseta ekki hafa haft teljandi tafir á störfum deildarinnar í för með sér. Eftir væri að afgreiða afsögn hans með formlegum hætti. Fordæmi væru um nokkurn drátt í hlið- stæðum málum. Itrekaði að málið yrði tekið fyrir n.k. mánudag. AIÞinGI Halldór Blöndal: Staða atvinnuvegana miög slœm IIALLDÓR Blöndal (S) gerði grein fyrir áliti minni hluta fjárhags- og viðskiptanefndar um efnahagsráðstafanir ríkis- stjórnarinnar og í máli hans kom m.a. fram, að staða atvinnuveg- anna er mjög slæm, sérstaklega lausafjárstaðan og að samkvæmt áætlunum Þjóðhagsstofnunar muni aukning þjóðartekna verða svo lítil á næsta ári, að augljóst sé, að kjör þjéiðarinnar eigi eftir að rýrna. Ilér á eftir vcrða birtir kaflar úr ræðu Halldórs Blöndalsi Fiskvinnsla Fiskvinnslan er enn rekin með tapi þrátt fyrir gengisfellinguna í byrjun september. Stórfelldar hækkanir 1. des. og væntanlega 1. janúar n.k. munu leiða til 3.5—4.5% halla skv. gögnum Þjóðhagsstofnunar, gagna sem aðilar í atvinnugreininni telja að séu vanmetnar um minnst 2% aðallega vegna vanmetinna vaxta- greiðslna þannig að áætlað tap í janúar yrði því um að minnsta kosti 6%. Líkur á gengisfellingu í janúar yrðu því mun meiri en nú er. Fiskveiöar Núverandi staða fiskveiðanna er sem hér segir: Bátar án loðnu. um 11% tap Smærri skutt. um 1% tap Stærri skutt. um 8% tap. Þessar tölur eru byggðar á ársreikningum frá 1976 en sam- kvæmt upplýsingum aðila í at- vinnugreininni varð rekstur út- gerðarinnar 1977 mun þyngri en 1976. Því má svo bæta við að miklar olíuverðshækkanir hafa átt sér stað að undanförnu en til þeirra hefur ekki verið tekið tillit hér. Verksmiðjuiönaöur Afkoman hefur farið versnandi og hagnaður eftir skatta minnk- andi. Ekkert bendir til að þetta sé að breytast. Skattlagning þessarar ríkisstjórnar, sem þegar er komin til framkvæmda kostar iðnaðinn milli 4—500 millj. kr. Nú er meiningin að auka skattheimtuna enn frekar og er það gert á sama tíma og tollar af innfluttum iðnaðarvörum eru felldir niður. Afleiðinguna má sjá í hendi sér, samkeppnisaðstaða ísl. iðnaðar- vara fer sífellt versnandi, gjald- eyriseyðslan eykst og viðskipta- kjörin versna. Byggingariönaður I byggingariðnaðinum horfir nú fram á lægð sem miklar líkur eru á að sé mun dýpri en sú venjulega árstíðarsveifla sem þekkist í þessari atvinnugrein. Helzta orsök þessa er stórfelldur fjármagns- skortur og er því mikil hætta á atvinnuleysi því eins og allir vita er þetta atvinnugrein sem skapar mörg atvinnutækifæri. Járniönaöur Þessi grein er komin algjörlega á heljarþröm. Skipasmíðaiðnaður er að leggjast niður og er nú svo komið að einungis á tveimur stöðum á landinu (Akureyri og Akranesi) hafa skipasmíðastöðvar verkefni til nýsmíða á næsta ári. Skipasmíðastöðin Stálvík í Garða- bæ hefur t.d. ekki fengist við nýsmíði í um 'k ár nú. Lítið er nú um viðgerðir og það sem fram- kvæmt er fæst ekki greitt, vegna erfiðleika þeirra atvinnugreina sem járniðnaðurinn þjónar. Verzlun Eftirfarandi þróun sýnir vel hvert stefnir í verzluninni þegar olíuverzlunin er undanskilin. Þró- un brúttó hagnaðar verzlunar sem hlutfalls af tekjum hefur verið þessi síðan 1975: 1975 2.9% 1976 2.8% 1977 3.1% 1978 1.6% Hér er reiknað út frá júlískil- yrðum, svo að ekki hefur verið tekið tillit til áhrifa gengisfelling- Halldór Blöndal arinnar (30% reglan) en þá versnaði staðan enn frekar. Einnig má minna á ummæli forsvars- manna SIS nú nýverið, en þar kom fram að öll kaupíélög landsins væru rekin með halla. Rýrnandi kjör Sífelldar breytingar á ytra umhverfi gera alla áætlanagerð úrelta á skömmum tíma en það leiðir aftur til þess að erfitt er að byggja upp til að auka framleiðni fyrirtækjanna en það er eina raunhæfa leiðin til þess að tryggja landsmönnum öllum sambærileg kjör og þekkist meðal nágranna- þjóða okkar. Þegar rætt er um kaupmátt launa verða menn að gera sér grein fyrir því við hvað eigi að miða þennan kaupmátt og hvernig sé eðlilegt að hann þróist. Allir hljóta t.d. að vera sammála um það að hann þróist í takt við þróun þjóðartekna á hverjum tíma. Ég vil leyfa mér að minna á að áætlanir Þjóðhagsstofnunar í þeim efnum eru ekki alltof bjart- ar. Aukning þjóðarteknanna var talin nema tæpum 8% á síðasta ári en um 1% á því næsta eða 1979 og er því augljóst að kjör þjóðar- innar eiga eftir að rýrna þar sem afborganir og vextir af erlendum lánum og fólksfjölgunin kalla á um 2.5% aukningu á hverju ári, einungis þessir tveir liðir. Aukning þjóðartekna aðeins 1% á næsta ári, sem veldur rýrnandi lífskjörum

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.