Morgunblaðið - 01.12.1978, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 01.12.1978, Blaðsíða 19
MORGUNBLADIÐ, FÖSTUDAGUR 1. DESEMBER 1978 19 Þessi mynd sýnir vel hversu stærðar- munur er mikill á þeirri síld, sem bor- izt hefur á land í haust, en sfldarver- tíðinni er nú að ljúka og aðeins um tugur hringnóta- báta á nú eftir að fylla kvóta sinn. pp^****. Samdráttur í Kanaríeyjaferðum: Ferðirnar boðnar með afborgunum ÞRJAR ferðaskrifstofur, Land- sýn, tlrval og Útsýn, ásamt Flugleiðum hafa byrjað að bjóða Kanaríeyjaferðir á kostakjörum. og að því er fram kom í samtali Mbl. við forsvarsmenn tveggja þessara ferðaskrifstofa má rekja þetta tilboð til þess að eftirspurn eftir Kanaríeyjaferðum hefur ekki verið eins mikil og vonast hafði verið til. Pjetur Helgason hjá Úrvali sagði, að menn væru ekki nægilega ánægðir með nýtinguna í þeim tveimur ferðum, sem þegar væru að baki, enda þótt það væri reynsla þeirra ferðaskrifstofu- manna að ferðir af þessu tagi færu yfirleitt dræmt af stað. Sú breyt- ing hefði átt sér stað á skipulagi þessara ferða, að ferðaskrifstof- urnar væru saman um leiguflugið í því skyni að ná sem mestri hagkvæmni í flugferðunum, þann- ig að sætaframboðið væri nú helmingi minna en verið hefði, sem ferðaskrifstofurnar skiptu á milli sín. Pjetur sagði hins vegar, að sannleikurinn væri sá, að Kanarí- eyjaferðirnar hefðu hækkað gífur- lega milli ára, enda hefðu komið til 2 gengisfellingar hér heima ásamt gífurlegri hækkun á öllum kostn- aði úti t.d. í gistingu. Þetta kæmi fram í því, að færri bókanir væru í Kanaríeyjaferðirnar en menn hefðu vænzt, og enda þótt fullbók- að væri í jólaferðirnar að vanda, þá hefðu menn nokkrar áhyggjur af útkomunni eftir áramótin, í janúar, febrúar og marz, og því hefði verið gripið til þess ráðs að bjóða sérstök afborgunarkjör. Þau éru í því fólgin, að helmingur verðs ferðarinnar skal greiddur áður en lagt er upp en eftirstöðvarnar greiðast í þremur jöfnum afborg- unum og hin fyrsta mánuði eftir heimkomuna. Algengt verð á Kanaríeyjaferð nú er 240—250 þúsund kr. fyrir einstakling. Örn Steinsen hjá Útsýn taldi ekki óeðlilegt að Kanaríeyjaferð- irnar færu nú hægt af stað þegar haft væri í huga hve margir hefðu farið út í sumar sem leið og eins hitt, að nú væri kominn nýr ferðamannastaður sem keppti við Kanaríeyjar þar sem væri Miami og Flugleiðir hefðu á sínum snærum. Ingólfur Guðnason hjá Sunnu sagði, að sú ferðaskrifstofa hefði ekki séð ástæðu til að bjóða sérstök kjör á þessum ferðum, enda væru bókanir í þær eins og búizt hafði verið við. Hins vegar sagði Ingólfur, að eins og endra- nær mætti semja um greiðslur á ferðunum, þegar um væri að ræða sérstakar kringumstæður hjá fólki, t.d. stóra fjölskyldu sem ætlaði öll til Kanaríeyja. Nýtt pípuorgel í Egilsstaðakirkju - UM ÞESSAR mundir er unnið við uppsetningu nýs orgels í Egilsstaðakirkju. Er það 19 radda pípuorgel sem smi'ðað var á ítah'u og kom hingað í síðustu viku. sagði Margrét Gísladóttir á Egilsstöðum í samtali við Mbl. Orgelið er talið mjög vandað og gott og við vonumst til að uppsetningu þess verði lokið nú um helgina, en það er af svipaðri gerð og orgelið sem sett var upp í Hveragerðiskirkju. — Hér á Héraði var snjór í nokkra daga um daginn, en hann hefur nýlega tekið upp í mikilli hláku sem gerði hér fyrir tveimur dögum, sagði Margrét. — Segja má að hér hafi ríkt sumarveður í allt haust, og man ég ekki eftir svona góðu hausti, því að hér er hvergi komið frost í jörð og fært víða um nágrennið. Margrét sagði að jólavörur væru teknar að sjást í verzlunum en menn kannski ekki enn farnir að huga að jólaundirbúningi, félagslíf hefði verið með hefðbundnu sniði, bændahátíð var fyrir nokkru og hátíð hestamanna. Þá sagði Margrét að vinna hefði verið næg, mikið hefði verið byggt á Egils- stöðum sl. sumar en þar búa nú um 1000 manns. Málverkasýning og kvöldskemmtun — ágóðanum varið til að reisa minnisvarða um drukknaða menn í Grindavík EINSTÆÐ Málverkasýning verður opnuð í Félags- heimilinu Festi í Grindavík sunnudaginn 3. desember. Þar verða til sýnis og sölu verk eftir ýmsa íslenska listamenn og rennur andvirði myndanna óskipt til minnis- varða um drukknaða menn í Grindavík. Verkin á sýningunni eru eftir Þorlák R. Haldorsen, Einar G. Bald- vinsson, Pétur Friðrik Sigurðsson, Svein Björnsson, Jónas Guðmundsson, Jónas Guðvarðarson, Gunnar Þor- leifsson, Karl Ólsen, Jakob V. Hafstein og Höllu Haralds- dóttur. Halia og Jakob sýna einnig nokkrar myndir til viðbótar og verða þær einnig til sölu. Sýningin verður opin n.k. sunnudag kl. 14—22 og mánudag til fimmtudags kl. 20-22. I framhaldi af opnun málverkasýningarinnar á sunnudaginn verður haldin kvöldvaka til styrktar sama málefni í aðalsalnum í Festi og hefst hún kl. 20.30 Til skemmtunar verður bingó, sameiginleg kaffidrykkja, gamanvísur, upplestur, tvísöngur og bögglauppboð. Skemmtunin er opin öllum 14 ára og eldri. Námsmenn í Þrándheimi krefjast leiðréttingar ÍSLENZKIR námsmenn í Þránd- heimi hafa sent frá sér mótmæli vegna fjárlagafrumvarpsins er nú liggur fyrir, en í því segir að lán skuli nema allt að 85% umfram- fjárþarfar og segja námsmennirn- ir að til þess að svo megi verða þurfi lánasjóður námsmanna allt að 400 milljónum kr. meira fé og liggi því beint við að álykta, að ganga eigi framhjá LÍN og er krafist leiðréttingar á þessum atriðum. BADEO IBADEDAS baði er maður dásam- lega einn í heiminum. Yndislegt að hafa tíma til að slappa af, hugsa og dreyma. Að dekra algjörlega við sjálfan sig í einrúmi, þó að aðeins sé um stuttan tíma að ræða. Að safna kröftum og áræði til að framkvæma eitthvað af öllu því, sem mann langar tíl. badedas -er vellíðan sem mann einungis hafði dreymt um, nú veruleiki. BADEDASfæsteinnig sem sápa og freyðibaö, sem þú getur treyst. ÉÉá

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.