Morgunblaðið - 01.12.1978, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 01.12.1978, Qupperneq 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 1. DESEMBER 1978 Áætlað tap vegna lélegrar hráefnisnýtingar á fjórum fisktegundum. Hráefni til frystingar Hráefnisnýting Áætlað tap xk ‘C i d ca O a 2. Áætlað Sept.-Des. tonn 3. 1+K2 Tonn 4. Besti landshl. % 5. Lands- meðaltal % U P ?| ■* S «d 35 7. 3x6 Tonn » Jj? «B . W U a 2 . . u 00 M 9. 7X8 Samtals millj. kr. Þorskur 170 087 10 000 180 100 40.0 36.0 4.0 7 200 546 3 931 Ýsa 26 831 2 600 29 400 40.4 34.5 5.9 1 740 577 1 004 Ufsi 27 080 2 900 30 000 46.7 41.8 4.9 1470 368 541 Karfi 25 057 2 400 27 500 29.1 28.0 1.1 300 354 106 Samtals 249 055 17 900 267 000 10 710 5 582 Heimildir: Þjóðhagsstofnun; Athugun á afkomu frystihúsa haustið 1977; Reykjavik 1977. Ægir, 3. tbl. 1978: Fiskat'linn i nóv. og jan.—nóv. 1977 og 1976 Ný þingmál — ný þingmál — ný þingmál — ný þingmál Loónuveióar og slysahætta: Aukin nýting í fiskvinnslu Takmörkun loðnuveiða vegna slysahættu Agúst Einarsson (A) hefur flutt tillögu til þingsályktunar þess efnis aö ríkisstjórnin beiti sér fyrir að loðnuveiðar verði takmarkaðar á sumar- og haustvertíð vegna auk- innar slysahættu. Einkum verði afla- og hleðslutakmörkun beitt á loðnuveiðiskip. I greinargerð er vakin athygli á nauðsyn aðgæzlu í loðnuveiðum, bæði að því er varðar nýtingu loðnustofnsins og í öryggis- málum sjómanna. Eigi verði lengur dregið að setja reglugerð um loðnu- veiðar á hafinu fyrir norðan ísland. Mildi sé að stórslys hafi ekki þegar orðið við veiðar þessar. Aukin gæði fiskafla Sami þingmaður fiytur tillögu til þingsályktunar um aukin gæði fiskafla. Þar er rikisstjórn falið að beita sér fyrir, í samstarfi við hagsmunaaðila í sjávarútvegi, að gæði fiskafla verði bætt til muna og þá sérstaklega með ísun í kassa eða með samsvarandi geymsluaðferðum. Aukin nýting í fiskvinnslu Stefán Guðmundsson (F) og Vilhjálmur Hjálmarsson (F) flytja tillögu til þingsályktunar um að ríkisstjórnin í samráði við aðila veiða og vinnslu sjávarfangs hlutist til um að kannað verði hvern veg megi sem bezt nýta þann sjávarafla, sem á land kemur. Tillögunni fylgir ítarleg greinargerð og yfirlit yfir áætlað tap vegna lélegrar hráefnis- nýtingar, sbr. meðf. töflu. Áætlun um landgræðslu Halldór E. Sigurðsson (F) og fjórir samflokksmenn flytja eftirfar- andi tillögu um landgræðslu: Alþingi ályktar að fela ríkisstjórn- inni að láta gera áætlun um framhald landgræðslu þegar land- græðsluáætlun þeirri, sem tengd er þjóðargjöfinni frá 1974, lýkur í lok ársins 1979. Skal í áætlun þessari gera tillögu um það sem-verja á til landgræðslu á tímabilinu. Skipta skal fjármagninu milli einstakra þátta í landgræðsl- unni, svo sem grasræktar, skógrækt- ar, vísindalegra tilrauna og fleiri þátta er landgræðslu varða. Enn fremur verði athugað, hvort í áætlun þessari á ekki að tilgreina þau landssvæði, er forgang eiga að fá í landgræðsluáætlun. Áætlanagerðinni verði lokið í tíma, svo hægt verði að taka tillit til hennar við gerð fjárlaga fyrir árið 1980. Ferðaskrifstofa ríkisins/ landsútsvar Fram hefur verið lagt stjórnar- frumvarp þess efnis að Ferðaskrif- stofa ríkisins skuli greiða landsút- svar; breyting á lögum um tekju- stofna sveitarfélaga. Herferð stjórnvalda gegn skattsvikum Olafur Ragnar Grímsson (Abl) flytur ásamt fjórum öðrum Alþýðu- bandalagsmönnum tillögu til þings- ályldunar um herferð stjórnvalda gegn skattsvikum. Felur tillagan í sér „framkvæmd samræmdrar bar- áttuherferðar gegn skattsvikum“. „Meðal aðgerða í slíkri baráttuher- ferð verði breytingar á starfsháttum skattyfirvalda, banka og dómstóla. Til að tryggja árangur hafi ríkis- stjórnin frumkvæði um nauðsynleg- ar breytingar á gildandi lögum um starfsemi þessara aðila". Síðan eru rakin í 12 liðum efnisatriði aðgerða, sem flm. telja að grípa þurfi til, um bókhaldsrannsóknir, skýringar á eyðslu, rekstrarskýrslur, innsiglaða stimpilkassa, skýrslur banka um sparifjárinnlög fólks, vaxtagreiðslur og lánveitingar, meðferð skattsvika- mála, refsingar o.fl. Málefni barna Lögð hefur verið fram á samein- uðu Alþingi tillaga til þingsályktun- ar um umbætur í málefnum barna. Flutningsmenn eru allir þingmenn Alþýðuflokksins, að ráðherrum flokksins undanskildum. Tillagan er svohljóðandi: Alþingi ályktar að fara þess á leit við ríkisstjórnina að hún skipi samstarfsnefnd stjórnmálaflokka og félagasamtaka, er fjalli sérstaklega um málefni barna í tilefni af ári barnsins 1979. Samstarfsnefnd þessi geri tillögur um nýja lagasetningu og umbætur í málefnum barna og liggi þær fyrir 101. löggjafarþingi haustið 1979. í greinargerð með tillögu til þingsályktunar þessarar er bent á allmarga málaflokka, sem nefndin gæti hugað að. AIÞMGI Halldór Ásgrímsson, helzti séríræðingur Framsóknarfi. í skattamálum. Að baki hans tveir samflokksþingmenni Jón Helgason og Stefán Vaigeirsson. Halldór Ásgrímsson: „Þetta verð- ur allsherj- ar sullumall” í umræðu um frumvarp ríkisstjórnarinnar um tímabundnar ráðstafanir gegn verðbólgu (2. umr. í n.d.) ræddi Halldór Ásgrímsson (F), sem verið hefur einn heizti talsmaður Framsóknarflokksins í skattamáium. m.a. um fyrirhugaðan veltuskatt á atvinnurekstur, sbr. athugasemdir frumvarps- ins. Hann sagði m.a. efnislega> Ég lýsti mig algerlega andvígan slíkum skatti. Velta fyrirtækja getur aldrei orðið skattstofn, sem vit er í. Það er langt síðan að menn komust að þeirri niðurstöðu, m.a. Alþýðu- flokkurinn á sinni tíð, þegar hann var í ríkisstjórn. Vinstri stjórnin hélt sig að þeirri afstöðu. Nú hefur þetta skattform skotið upp kolli á ný. Alþýðubandalagið hefur einkum viðrað þessa hugmynd, þó það hafi alltaf verið að falla frá henni, af og til, varðandi einstakar atvinnugrein- ar, s.s. sjávarútveg, landbúnað og iðnað. Þá átti að standa eftir alls konar þjónustustarfsemi, milliliða- starfsemi og aðrar starfsgreinar margvíslegar. Þjónustustarfsemin er víðtæk og við vitum að strjálbýlis- verzlun samvinnufélaga er rekin með 500—600 m. kr. tapi. Þessi strjálbýlisverzlun velti á árinu 1977 400 milljörðum króna og veltir sjálfsagt í ár nálægt 600 milljörðum króna. Talað er um 1.2% veltuskatt, sem verða myndi 720 m. kr. á síðast talda veltu. Hvar á að taka þessa peninga? Halda menn í alvöru að það verði ekki gegnum verðlagið — éndanlega? Naumast verður skattur- inn greiddur með hallarekstrinum. Sjálfsagt má huga að heildverzlun varðandi þennan skatt. En menn verða að hyggja að því að hún er rekin með tvennum hætti: annars vegar með innkaupum og sölu og hins vegar með umboðssölu. Um- boðssalinn borgar ekki veltuskatt af vörum, þiggur aðeins umboðs- og sölulaun. Þetta skattform byði upp á stóraukin umboðsviðskipti. „Þetta yrði allt saman eitt allsherjar sullumall — og satt bezt að segja var það svo meðan aðs(,öðugjaldið var hærra en það er í dag. Ég vænti þess að menn geri sér grein fyrir þessum annmörkum. Velta fyrirtækja er ekki þann veg að hægt sé að líkja við tekjuhugtak, ef menn vilja ekki gefast upp við að skilgreina það rétt, og leggi bara skatta á einhvern stofn til að ná einhvern veginn tekjum, án tillits til þess á hvað er lagt. Þá ræddi Halldór Ásgrímsson (F) einnig um „skatt á fyrningar", sem hann vonaðist til að menn tækju til endurskoðunar. Fyrningar eru ekki út af fyrir sig skattstofn. Það eru engin rök fyrir slíkum skattstofni. Öðru máli gegnir hins vegar um svokallaða verðstuðulsfyrningu. Nær hefði verið að fella hana niður en gera fyrningar að sérstökum skatt- stofni. Menn geta alveg eins gert vexti eða annan rekstrarkostnað að skattstofni. Einnig verður ekki komizt hjá að endurskoða ýmsar breytingar á söluskattskerfinu, sagði HÁ. Allar undanþágur, sem þar eru komnar, eru hin versta bölvun. Það er út af fyrir sig gott að fella niður söluskatt á matvörum, sem eykur kaupmátt launa. Menn hafa velt þessu fyrir sér víða, m.a. á Norðurlöndum, hugur staðið til að gera slíkt, en ekki orðið úr, vegna þess að menn hafa ekki hætt á að gera þessa hluti a-lla of flókna. Skattakerfið má ekki verða of flókið, sem kallar á síaukinn starfskraft. Það er út af fyrir sig að hafa það markmið að „skaffa væntanlegum háskólaborgurum þægilega vinnu", en ofvaxið skatta- kerfi ber að varast. Það hefur ekki verið gert, hvorki af þessari ríkis- stjórn né öðrum — eða Alþingi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.