Morgunblaðið - 01.12.1978, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 01.12.1978, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLADIÐ, FÖSTUDAGUR 1. DESEMBER 1978 Heimsókn í ylræktarstöd Nýlega lafíöi blm. leiö sína upp í Borgarfjörð. Hann vildi dvelja á stað þar sem hann var sem stráklingur. Þaðan á blm. margar skemmtilegar minningar. Þar ætl- aði hann að slaka á í nokkra daga, hvíla lúið hjarta frá ritvélar- glamri, hrópum og prentvéla drunum. En fljótlega gleymdi hann þreytunni og hristi fram úr erminni blaðagrein til viðbótar. Staðurinn heitir Laugaland. Það er húsaþyrping í grunnum dal í Stafholtstungum. Þar er ein stærsta ylræktarstöð á landinu. Þar er einnig húsmæðraskóji sem rúmar um fjörutíu nemendur og grunnskóli fyrir sjö hreppa, hvor tveggja er heimavistarskóli. Á staðnum er sundlaug. Þar er íþróttavöllur sem U.M.S.B. byggði, grasvöllur góður. Sex íbúðarhús eru á staðnum, þar af tvö einbýlis- hús í smíðum. Um þrjátíu manns búa á svæðinu, fyrir utan skóla- fólkið. Þrettán á gróðrarstöðinni, þár með talið konur og börn. Skammt frá gróðurhúsunum er hverasvæði; þar stígur gufa til himins. LAUGAR Fyrsta nýtingin á heita vatninu var í torflaug sem var þarna um aldamótin. Menn muna eftir að hafa synt innan um brúnklukkur í þeirri laug. En það teljast góðar minnihgar. Steinsteypt sundlaug var byggð 1930. Ungmennafélag Stafholtstungna stóð að þeim framkvæmdum. Það var álitið mikið framtak. Þessi sundlaug stendur enn uppi og eru gróður- húsin vökvuð með vatni úr henni. Kringum '60 var ný sundlaug byggð. Það er keppnishæf, tuttugu og fimm metra löng laug. Stór bygging er að rísa áföst við sundlaugina. Það er félagsheimili sem einnig á að vera leikfimihús fyrir skólana. í húsinu eru nýir baðklefar fyrir sundlaugina sem þegar hafa verið teknir í notkun. Eru það nýtískulegir og vinalegir baðklefar. Þar er gert ráð fyrir sauna. Sundlaugin er rekin þrjá og hálfan mánuð á sumrin. Á þeim tíma er sundlaugin mikið notuð af ferðafólki og dvalarfólki í sumar- bústöðunum í kring. GRÓÐRARSTÖÐIN Um aldamótin stóð lítill bær skammt frá torflauginni sem hét Laugaland. Er nafnið að öllum líkindum dregið af lauginni. Sá bær er fyrir löngu kominn undir græna torfu. En gróðrarstöðin var skírð eftir þeim bæ. Byrjað var að byggja stöðina 1941. Fyrst voru starfræktir rúmir áttahundruð fermetrar en núna er stöðin tvö þúsund og fjögurhundruð fermetr- ar í sjö gróðurhúsum. Eitt húsið er sex hundruð fermetrar. Þarna eru nú ræktaðir tómatar, agúrkur og Nefnd kanni fram- kvæmd sauðf járveiki- varna í Rangárþingi SÝSLUNEFND Rangárvallasýslu hifur skipað þriggja manna nefnd til að kanna framkvæmd sauðfjár- veikivarna og koma með tillögur til úrbóta i' þeim efnum og skal nefndin starta í samráði við dýralækna og fulltrúa sauðfjárveikivarna í sýsl- unni og hafa lokið störfum og lagt fram sínar tillögur fyrir næsta sýslunefndarfund. í nefndina voru skipaðir: Eyjólfur Ágústsson, Hvammi, Magnús Sigur- lásson, Miðkoti, og Ólafur Sveinsson, Stórumörk. í frétt frá sýslunefndinni segir síðan m.a.: Miklar umræður urðu um málefni sauðfjárveikivarna og kom fram að fundarmönnum þótti að slælega hefði verið framfylgt reglum sauðfjárveiki- varna frá því í haust um flutning á sláturgripum, hreínsun flutninga- tækja o.fl. er varðar flutning og slátrun búfjár. Þá var bent á þá geigvænlegu hættu er felst í flutningi og meðhöndlun sauðfjár andstætt fyrirmælum 13. og 14. gr. laga nr. 23/1956 en fundarmenn töldu að enn fyndust þeir sem ekki skildu mikil- vægi þessara ákvæða og hefðu haft þau að vettugi, til dæmis nú í haust. sveppir. Bjarni Helgason garð- yrkjubóndi hefur unnið við stöðina síðan hann var fjórtán ára gamall.. Hann nam garðyrkjustörf og útskrifaðist 1946. Við stöðina vinna þrír menn að jafnaði á veturna en það þarf auka aðstoð á sumrin. Ungar og blómlegar stúlk- ur tíndu tómata í rauðar og gular plastfötur þegar blm. var í æsku. Þarna er rekin ferðamannaverzlun á sumrin. Blm. spurði Bjarna Helgason hvað hann hefði að segja um ylrækt á íslandi: „íslenskir garðyrkjumenn fylgj- ast vel með. Hér eru sömu ræktunaraðferðir og plöntuteg- undir og í Evrópu. Gróðurhús á Islandi eru sterkbyggðari og vand- aðri en annars staðar." í gróðurhúsunum á Laugalandi er sjálfvirkt kerfi sem sér um áburðargjöf, vökvun og loftræst- ingu. Heita vatnið -er um hundrað stig á selsíus. En Bjarni kvað það vera í járnum að nægilegt vatn kæmi úr hverunum. SVEPPARÆKT Svepparækt hófst 1961. Hér á landi hófst svepparækt á Lauga- landi. Lengi vel hefur Bjarni verið eini svepparæktarbóndinn á land- inu. Bjarni lærði svepparækt erlendis aðallega í Danmörku. Svepparæktun er óháð sólar- ljósi. „Sveppir eru óæðri jurtir sem láta himintunglin ekki stjórna sér," sagði Bjarni og brosti. Sveppirnir eru ræktaðir á hill- um í tveim áttatíu fermetra húsum. Fyrsta stig ræktunarinnar er að hálmur er settur undir hesta. Bjarni hefur nokkra hesta. Síðan er hálminum og hestaskítnum blandað í þar til gerðum vélum og staflað á vissan máta. Þá gerjast blandan og hitnar, það verður efnabreyting. Bjarni sagði: „Við efnabreytinguna hitnar hálmurinn og um leið leysist úr læðingi næring fyrir sveppina." Síðan er blöndunni mokað í hillurnar í húsunum. Undirbún- ingsvinnan tekur um tvo mánuði. Sveppirnir fjölga sér ekki með frjóvgun eða kynæxlun. í staðinn fyrir fræ koma gró sem eru eins og hvítir þræðir. Þessi gró koma frá Frakklandi fyrir hverja sáningu. Bjarni sagði: „Gróin eru framleidd í sérstök- Bjarni Helgason garðyrkjuhóndi. um verksmiðjum þar sem hrein- læti er i fyrirrúmi til að fyrir- byKKJa að bakteríur berist með gróunum. Þessum hvítu þráðum er plantað í hálminn og örþunnu lagi af sótthreinsuðum jarðvegi dreift yfir." Sveppirnir eru ræktaðir í myrkri og við raka, í sextán til sautján stiga hita á selsíus. „Svepparæktun er mikil ná- kvæmnisvinna", sagði Bjarni. Á milli uppskerutíma eru hill- urnar og sveppahúsin sótthreins- uð. Flestar húsmæður í Reykjavík kaupa frekar hvíta og ferska sveppi í búðarglugga heldur en dökka og lina í dósum frá útland- inu. Bjarni sagði: „Franska tegundin hefur líkað vel hér á landi." Fjórar sveppauppskerur eru á ári hverju. Hver uppskera tekur um tvo til þrjá mánuði. Bjarni kvað helsta vandkvæðið að fá þroskaðan bygghálm. Hann hefur þurft að flytja hann inn til landsins. Hann reyndi að rækta hann sjálfur. Lengi var hann ræktaður fyrir norðan en núna fær Bjarni hálminn að austan. GARÐYRKJUSTÖRF Stanslaus vinna er allt árið um kring á stöðinni. Á veturna er moldin í gróðurhúsunum sótt- hreinsuð. Tómatfræjum er sáð fyrir jól. Síðan er byrjað að planta út í febrúar. Uppskerutími hjá agúrkum hefst í marz. En upp- skerutími hjá tómötum hefst í endaðan apríl. Uppskerutími hjá tómötum og agúrkum er um sjö mánuðir. Á morgnana er byrjað að tína sveppi. Þeir eru plokkaðir úr jarðveginum og ræturnar nuddað- ar af með þumalfingrinum. Næsta verkefnið er að tína tómata. Þá gengur vinnufólkið inn á milli plönturaðanna í gróðurhúsunum og tínir tómata í gular plastfötur. Þeir tómatar eru teknir sem hafa fengið örlítinn roða því þeir halda áfram að þroskast á leiðinni í bæinn. Öðru hvoru kemur vinnu- fólkið út úr húsunum og þurrkar af sér svitann. Það er hitabeltis- loftslag í gróðurhúsunum. Agúrk- ur eru einnig skornar daglega. Þá þarf lærðan mann til að þekja þær agúrkur sem eru þroskaðar. Lengi vel voru blá vínber ræktuð í tveim gróðurhúsum að Laugalandi. En því var hætt fyrir tveim árum. Blm. minnist þess að hafa oft aðstoðað við vínberjatöku. Hann hélt þá á þungum kassa á meðan garðyrkjumaðurinn smakkaði á hverjum vínberjaklasanum á fæt- ur öðrum til að gá hvort berin væru þroskuð. Þá þyrsti blm. Bjarni Helgason garðyrkjubóndi sagði að lokum: „Sveppir geymast best í tveggja stiga hita og það þarf að lofta um þá. Tómatar og agúrkur geymast best í átta til tólf stiga hita." Mynd og textii Ásgeir Þórhallsson. Siguróur Örlygsson: Athugasemd vid grein Gísla Sigurðssonar,, Af- straktlist ungu mannanna" Mér hefur borist í hendur Lesb. Mbl. frá 12. nóv. s.l. Þar er að finna grein um myndlist eftir Gísla Sigurðsson, sem hann nefnir „Afstraktlist ungu mannanna". Grein þessa tel ég mjög villandi og fljótfærnislega skrifaða og geta því valdið misskilningi. Gísli nefnir ekki nöfn þeirra, sem hann er að skrifa um í greininni en birtir myndir eftir 4 myndlistar- menn með henni og vísar á einum stað til hins fimmta. Þar sem ég er einn þeirra sem birtar eru myndir og átt mun við mín verk í textanum tel ég ástæðu til þess að svara. En ég vil taka það sérstak- lega fram aö ég er fyrst og fremst að svara fyrir sjálfan mig. Meginvillan hjá Gísla er sú, að hann alhæfir þegar hann talar um eina 5 myndlistarmenn sem ég tel ólíka þótt sumir noti líkar vinnu- aðferðir og viss yfirborðseinkenni kunni að virka lík við fyrstu sýn. Gísli segir: „Þessir ungu menn tala um „nýtt myndmál" og það með töluverðu stærilæti". Ekki minnist ég þess að hafa heyrt nokkurn okkar nota þessi orð og höfum við flestir mikinn samgang. Hinsvegar þori ég ekki að sverja fyrir að einhverjum úr okkar hópi hafi ekki hrotið þessi orð af vörum i ógáti. Ég vísa þessum þvættingi sem Gísli er að leggja okkur í munn aftur til föðurhúsanna. Gísli fárast mikið yfir amerísk- um áhrifum: „Hún er unnin eftir nótum og þessar nótur eru alþjóð- legar og ættaðar að vestan", oft er aðeins veriö að kópera eitthvað sem þegar er búið að jagast á". „Þeir minna dálítið á popphljóm- sveitirnar fyrir nokkrum árum, sem ævinlega sungu sína texta á ensku, því þeir voru á leið út í heimsfrægðina og íslenskir textar voru ekki rétta leiðin til þess", o.s.frv. Hann sítönglast á þessum amerísku áhrifum og nefnir sér- staklega Rauschenberg í því sam- bandi. Það er engan veginn óeðlilegt þótt ungir myndlistar- menn sæki eitthvað til Ameríku því myndlistarlífið þar hefur verið mjög blómlegt og fjörugt undan- farin 30 ár. Áhrif frá öðrum myndlistarmönnum geta bæði verið góð og slæm. Áhrifin eru góð þegar þau eru óbein og víkka sjóndeildarhring listamanna en slæm þegar menn fara að kópera aðra listamenn og glata sjálfum sér. Við eigum enga hefði í myndlist og þeir sem reynt hafa að skapa séríslenska myndlist háfa flestir forpokast í sérvisku. „Öll þjóðleg list er léleg, öll góð list er þjóðleg" sagði danski málarinn Girsin. En vissulega fyrirfinnast íslenskir myndlistarmenn sem láta íslensk málefni til sín taka og stundum með góðum árangri en aðalatriðið fyrir myndlistarmann að finna það form og þau vinnu- brögð og áhugamál, sem falla best að hans skapgerð. Vissulega er það ánægjuleg nýlunda út af fyrir sig, þegar blaðamaður við Morgunblaðið fer að óskapast yfir amerískum áhrif- um í íslensku menningarlífi. Hvað mig varðar, tel ég mig engan veginn vera að mála amerískar myndir eða Rauschenberg-stæl- ingar eða þaðan af síður Jones-stælingar. Að vísu var ég nokkuð upptekinn af bandarísku málurunum Al Held og Kelly fyrir 5—6 árum. Það sem hægt er að segja að ég eigi sameiginlegt með Rauschenberg, er það að ég byggi myndirnar mínar upp eins og afstraktmynd og skjóti inn þekkjanlegum fótografískum hlut- um. En Rauschenberg er „action málari" og flestir þeir þekkjanlegu hlutir, sem hann notar eru dæmi- gerðir fyrir Ameríku t.d. Frelsis- styttan, rugbyspilarar, myndir af Kennedy, amerísk umferðaskilti og vegaprestar, skýjakljúar o.s.frv. Aftur á móti byggi ég mínar myndir upp hágeometriskt með láréttri-lóðréttri grind og raða síðan oftast inn tvívíðum boga- formum. Sum formin eru þekkjan- legir hlutir en oftast stíliseraðir og einfaldaðir. Ég vel þau form sem ég tel að falli inn í minn formaskala. Það væri fáránlegt að tala um séríslensk form í dag, nema kannski landslag. Langflest- ir þeir hlutir, sem við höfum fyrir augunum í daglegu lífi eru að mestu leyti eins um allan heim.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.