Morgunblaðið - 01.12.1978, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 01.12.1978, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 1. DESEMBER 1978 23 Karlotta eftir Ib Henrik Cavling BÓKAÚTGÁFAN Hildur hef- ur sent frá sér bókina Karlotta eftir Ib Henrik Cavling. Bókin er endurútgefin en fyrri útgáf- an er uppseld fyrir nokkru. í frétt með bókinni segir að Karlotta sé ung og fögur alþýðustúlka sem snemma fór til Kaupmannahafnar. Þar þurfti hún að þola ýmislegt þar til hún kynntist frönskum aðalsmanni og giftist honum. Þó er þrengingum hennar ekki lokið því að síðari heims- styrjöldin skellur á og Dan- mörk er hernumin. Ib Henrik Cavling skrifaði á aldarfjórðungi um 60 bækur. Náði hann vinsældum strax með fyrstu bókum sínum. Sem ungur maður átti Cavling í miklum erfiðleikum vegna drykkjusýki og við lá að sá sjúkdómur yrði honum að falli. IB henrjkcavUng Honum tókst að ná sér á strik en hin síðari ár sótti aftur í sama farið og Cavling lagðist í óreglu. Rithöfundurinn fannst látinn í hótelherbergi í nóvem- ber s.l. og var talið að hann hefði svelt sig í hel. Slysavamafélag Islands á 50 ára afmæli á þessu ári og til heiðurs því hefur Póst- og sfmamálastjórnin gefið út sérstakt frímerki að verðgildi 60 kr. í tilefni af útkomu þessa frímerkis hefur síðan Slysavarnafélagið látið gera fyrstadagsumslög. sem munu verða seld á skrifstofu félagsins á Grandagarði og einnig hjá slysavarnadeildum og björgunarsveitum víða um land. Vænta forráðamenn félagsins. að sem flestir kaupi þessi umslög og styrki á þanri hátt starfsemi þess. Bættar samgöngur og fjölmiðlar hafa að miklu leyti gert okkur hluta af alþjóðlegri heild, hvort sem okkur líkar betur eða ver. Það er alrangt að ég (og þar tala ég áreiðanlega fyrir munn okkar allra) telji „íslenskan veruleika bannaðan eða vilji ekki setja á mig neinn útnesjastimpil". Ef nokkur er með gamlar tuggur, þá er það Gísli sjálfur en í um það bil hálfa öld hefur glumið í eyrum ungra íslenskra myndlistarmanna aö þeir væru að apa eftir erlendri myndlist. Á sama tíma og Gísli talar um myndir, sem munu vera mínar, segir hann: „Hér mun oft tjaldað til einnar nætíir því venjulegur prentpappír er lítt ljósþolinn og verður brúnn með tímanum". Hér fer Gísli með örgustu svívirðingar eða hefur hann athyglisgáfuna ekki í góðu lagi. Ég hef ekki notað prentpappír í mínar myndir ef undanteknar eru 4—5 myndir, sem ég gerði fyrir 3 árum, en þá notaði ég prentletur sem „texture" og reiknaði með því frá upphafi að það gulnaði. Ég hef notað silki- prent og ljósrit, en það er grafít og á að endast eins vel og blýants- strik og mislita pappírinn í klippimyndirnar, hef ég málað sjálfur með akríl. Langflestar pappírsmyndir hef ég sett undir gler til verndar. Ég álít þetta mjög Gæftaleysi í Grímsey „HÉR hafa verið mjög slæmar gæftir í vetur. alveg afleitar." sagði Alfreð Jónsson. útgerðar- maður og fréttaritari Mbl. í Grímsey. í spjalli við Morgun- blaðið í gær. Alfreð sagði þó, að nú í þessari viku hefði tíðarfar aðeins batnað, og hefðu bátar loks komist á sjó. Það eru sjö bátar sem róa frá Grímsey í vetur, og eru mið þeirra einkum rétt við eyna. Afli þeirra er eingóngu þorskur, en aflinn hefur verið fremur rýr nú eftir að gefa tók, að sögn Alfreðs. Um 95 manns búa nú í Grímsey, og eru allir heima í vetur, nema skólakrakkar, en þeir fara aðal- lega að Laugum í Reykjadal til þess að ljúka skyldunámi. Þá hefur einn piltur úr Grímsey verið á loðnu í vetur, en aðrir eru heima sem fyrr segir. Að sögn Alfreðs er lítið um byggingaframkvæmdir í eynni, en þó eru þar nokkur íbúðarhús í alvarlega ásökun þar sem ég reyni að framfleyta mér á myndasölu nær eingöngu. Það er hinsvegar rétt að sumir sem átt mun við í umræddri grein hafa gert tilraun- ir með prentmyndir í einstaka verkum en það er ábyrgðarlaus blaðamennska að setja okkur alla undir sama hatt í þeim efnum og gera okkur alla tortryggilega. Flestar myndir okkar eiga að geta endst eins vel og annað, sem gert hefur verið í íslenskri myndlist, en ekkert varir að eilífu. Gísli talar um ungu afstrakt mennina. Skilgreininguna tel ég mjög vafasama og myndirnar, sem birtar voru með greininni held ég að kalla verði figurativar og Guðberg tel ég miklu frekar realista. Ég ætla ekki að þrasa hér um skilgreiningar á listastefnum. Vonandi sýnir Gísli meiri vand- virkni næst þegar hann skrifar um myndlist, en hann er vel sjóaður bæði sem blaðamaður og mynd- listarmaður og ætti hann því að geta skrifað af skilningi um það efni. Málefnaleg og vandvirknis- lega unnin gagnrýni og skrif um listir eiga alltaf rétt á sér og eru nauðsynleg. En skrifum sem byggð eru á vanþekkingu, fljótfærni og villandi staðhæfingum tel ég ástæðu til þess að svara. Stokkhólmi, 18. nóvember 1978. Sigurður Örlygsson. byggingu, en vinna við þau liggur að mestu niðri yfir vetrarmánuð- Alfreð sagði, að jólaundirbún- ingur væri enn ekki hafinn í Grímsey, enda hefðu eyjaskeggjar lítið af því auglýsingaflóði að segja, er einkenndi jólahald syðra. Þó sagði Alfreð að Grímseyingar teldu að jólin kæmu fyrst til þeirra, þau kæmu fyrr eftir því sem norðar drægi. Aðeins ein verslun er í Grímsey, útibú frá Kaupfélagi Eyfirðinga, Akureyri, og fást þar allar nauðsynjar, að sögn Alfreðs. Ýmsar sérvörur þarf þó að fá að. Heilsufar Grímseyinga hefur verið gott í vetur, en læknir kemur einu sinni í mánuði frá Akureyri. „Það er gott að vita af lækninum, en þó í hæfilegri fjarlægð," sagði Alfreð. Þá kemur séra Pétur Sigurgeirsson bígslubiskup frá Akureyri fjórum sinnum á ári og messar, og hann kemur oftar ef þörf krefur, vegna jarðarfara, skírna eða annarra prestverka. 47 skólar nú með s j ó vinnukennslu ALLS eru 17 skólar með sjóvinnu- kennslu á námsskrá sinni skóla- árið 1978-79. Nemendafjóldi er nokkuð svipaður í þessum grein- um og var síðastliðinn vetur. þ.e. á annað þúsund nemendur. Fjórir þeirra skóla. sem voru með þessa kennslu á námsskrá í fyrra. urðu að feila námið niður vegna kennaraskorts. en hins vegar hefur sjóvinnukennsla verið tek- in upp í þremur öðrum skólum. Það er allsstaðar pláss fyrir Meatloaf í dag gefst ffólki kostur á að sjá Meatloaf í video í verzlun okkar, Austurstræti 22, kl. 3—4—5 og 6. Þó Meatloaf sé fyrirferðar- mesti rokksöngvari heims- ins, hefur honum tekist að komast fyrir í hugum og hjörtum manna úti um allan heim. Margir okkar Frónara eru einmitt núna að uppgötva aö þaö er alltaf pláss fyrir jafn frábærar rokk plötur og plötu Meatloafs „Bat Outof Hell",endaerhér um aö ræða eina bestu rokk plötu allra tíma.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.