Morgunblaðið - 01.12.1978, Qupperneq 25

Morgunblaðið - 01.12.1978, Qupperneq 25
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 1. DESEMBER 1978 25 Anna Friðriks- dóttir—Minning gleði og eins meðal ljóðelskra manna, ekki síst í kvæðamanna- félaginu „Iðunni" en þar starfaði hann mikið. En nú er hann horfinn sjónum okkar. Hann átti glæsilega móður, sem hann elskaði, elskulega syst- ur, sem dó gjafvaxta úr berklum og bróður, sem dó á miðjum aldri, góða konu, sem missti heilsuna fyrir nokkrum árum og hefur síðan dvalið á Vífilsstöðum og af 9 börnum eru nú á lífi 4 dætur, sem hafa reynst honum sannar dætur, tengdasyni og góð barnabörn og auk þess bjó honum heimili síðustu árin Stefanía Guömunds- dóttir, sem reyndist honum vel til síðustu stundar. Ég kveð vin minn Þórarin með söknuði. Hann var alltaf ungur í anda, trúði á lífið hér og handan grafar og á framtíð litlu sveitar- innar okkar heima. Síðast hitti ég hann helsjúkan á sjúkrahúsi skömmu áður en hann dó. Við ræddum þá um sveitina heima eins og alltaf áður, þegar fundum okkar bar saman. í kirkjunni er hann var kvaddur og ég hlustaði á séra Árelíus flytja sanna og hugnæma kveðju, þá hugsaði ég til lífs hans hér meðal okkar og mér fannst i mannlegri skammsýni minni, að lítið hefði rætzt af vonum hans. En er við stóðum upp og kista hans var borin út úr kirkjunni af sex ungum og glæsilegum mönnum, sem allir voru dóttursynir hans, og allir báru eitthvað af svipmóti afa síns, þá fann ég hve skammsýnn ég var og ég gladdist í hjarta mínu, því að ég sá að líf hans hafði borið ávöxt. Ég sendi öllum ættingjum hans og vinum innilegar samúðarkveðj- ur og kveð hann svo rneð síðasta erindinu úr einu kvæða hans „Jólin heima": „Loks er að stjaka ljósið brenn- ur og liðin er æfin hjá, kveikir á skarinu Kristur aftur við hvíluna mína þá.“ Blessuð sé minning hans. Jón Gunnlaugsson. Fædd 28. desember 1898. Dáin 23. nóvember 1978. Veðrið var kyrrt, snjórinn hafði hjúpað jörðina hvítum feldi og hafaldan reis og féll við ströndina. Ég var stödd suður í Garði, þegar mér barst andlátsfregn kærrar fóstursystur minnar, Önnu Friðriksdóttur, en hún hafði látist nokkrum klukkustundum áður sama dag. Mig setti hljóða, þótt ég teldi mig viðbúna þessari fregn. Ég hafði komið að hvílu hennar fáum dögum áður og litið hana sofandi á hinu hvíta líni. Hún leit upp andartak og við horfðumst í augu. Ég kvaddi hljóðlega. Nú var hún dáin. Hún, sem hafði vaggað mér í svefn í bernsku og verið mér svo góð í blíðu og stríðu síðar á æfinni, hafði nú loks fengið hvíld eftir margra ára sjúkrahúsvist. Anna Sigurveig Friðriksdóttir, en svo hét hún fullu nafni, var fædd að Grund í Kelduhverfi í Norður Þingeyjarsýslu 28. desem- ber 1898. Foreldrar hennar voru hjónin Kristjana Pétursdóttir og Friðrik Jónsson, bæði af þingeysk- um uppruna. Þau hjónin höfðu að sjá fyrir þremur litlum stúlkum, Jósefínu Sigtryggsdóttur, sem Kristjana hafði eignast áður en hún giftist, Önnu Sigurveigu og Kristínu. Kristjana og Friðrik bjuggu að Grund í Kelduhverfi fyrstu búskaparár sín, en fluttust síðar að Bangastöðum í Keldunes- hreppi. Bangastaðir var lítil jörð og er nú löngu komin í eyði. Landrými var lítið og þau einyrkj- ar, sem háðu harða lífsbaráttu. Bangastaðir voru nyrst á Tjörnesi og langt til næstu bæja á báða vegu, að Máná á Tjörnesi og að Auðbjargarstöðum í Kelduhverfi. Býlið var afskekkt, en þó við alfaraleið, er farið var í kring Tjörnes, eins og það var nefnt. Margir ferðamenn, sem áttu leið milli Tjörness og Kelduhverfis, komu til þeirra Kristjönu og Friðriks og nutu fyrirgreiðslu og gestrisni. Ljós í gluggum þeirra hafa án efa glatt margan ferða- lang, sem átti leið um i vetrar- hörkum á leið frá Húsavík með þungar byrðar á baki, en þangað sóttu Kelduhverfungar gjarnan nauðsynjar sínar á þeim tíma. Mér er ekki kunnugt um hve lengi þau Kristjana og Friðrik bjuggu að Bangastöðum, en síðar voru þau búsett um tíma að Sandhólum á Tjörnesi og fluttust þaðan til Húsavíkur. Friðrik andaðist árið 1919 á Hálsi á Sléttu, en Kristjana fór til Reykjavíkur til Kristínar dóttur sinnar og lést þar árið 1940. Níu ára að aldri kom Anna Sigurveig á heimili foreldra minna, Sigrúnar Árnadóttur og Kára Sigurjónssonar, að Hall- bjarnarstöðum á Tjörnesi. Ólst Anna þar upp ásamt okkur, fóstursystkinum hennar, sem öll vorum yngri en hún, fimm að tölu, þrjár stúlkur og tveir drengir. Bernskan leið fljótt við leiki, störf og nám. Anna reyndist okkur systkinununv sem besta systir og gerði allt serh hún gat, til þess að verða að liði á heimilinu. Foreldr- ar mínir báru til hennar vinarhug, enda brást aldrei tryggð hennar. Anna var að eðlisfari glaðlynd og góðlynd. Hún var framúrskar- andi viljug og rösk að hverju sem hún gekk. Handlagni hennar var einstök. Hún var mjög hneigð fyrir saumaskap og þegar á fermingar- aldri var henni komið fyrir hjá Helgu Eggertsdóttur, saumakonu á Húsavík, til þess að læra fatasaum. Um tvitúgsaldur fór Anna í fyrsta skipti til Reykjavíkur og var þar í vetrarvist. Nokkrum árum síðar réðist hún í vist til Guðmundar Vilhjálmssonar fyrr- um framkvæmdastjóra Eimskipa- félags Islands h/f og eiginkonu hans, Kristínar, dóttur Thors Jensens, er þá voru búsett í Edinborg í Skotlandi. Næstu 2—3 árin voru Önnu mikill lærdóms- tími, eins og bréf og myndir frá þessum tíma bera með sér. Eftir- læti hennar voru börn þeirra hjóna, Thör og Helga. Eftir dvölina í Skotlandi settist Anna að í Reykjavík og lagði stund á fatasaum. Árið 1934 giftist Anna Snæbirni G. Jónssyni húsgagnasmíðameist- ara. Hann var breiðfirskrar ættar. Þau stofnuðu heimili og bjuggu í Reykjavík allan sinn búskap. Synir þeirra Önnu og Snæbjarnar eru Snæbjörn Þór, múrari, kvænt- ur Unni Björgvinsdóttur, Rauða- hjalla 13, Kópavogi og Stefán, innanhússarkitekt, kvæntur Kristjönu Aðalsteinsdóttur, Heiðarlundi 7, Garðabæ. Fóstur- sonur þeirra Önnu og Snæbjarnar er Þorvaldur Hrafn Valsson, loftskeytamaður. Heimili þeirra Snæbjarnar og Önnu var með miklum myndar- brag og stóð opið fyrir öllum, sem að garði bar. Snæbjörn var höfð- ingi í lund, vinmargur og glaðlynd- ur og naut sín vel á mannfundum. Á síðari búskaparárum sínum reistu þau sér stórhýsi á Sel- tjarnarnesi og nefndu Brunnakur, en það heitir nú Bjarg. Tengslin milli heimilis okkar Sigurbergs Þorleifssonar suður í Garði og heimilis þeirra Önnu og Snæbjarnar í Reykjavík, voru ætíð náin. Þegar börn okkar Sigurbergs stunduðu skólanám í Reykjavík dvöldust þau langtímum saman á heimili þeirra, en í staðinn komu drengir þeirra til okkar við og við. Snæbjörn Þór var hjá okkur í nokkra vetur. Snæbjörn Jónsson rak hús- gagnasmíðaverkstæði í Reykjavík árum saman. Ásamt heimilisstörf- unum stundaði Anna kjólasaum og rak saumastofu í mörg ár á heimili sínu. Handbragði hennar og list- fengi við saumaskapinn var við- brugðið. Árið 1962 urðu þáttaskil í lífi fjölskyldunnar að Brunnakri, en þá andaðist Snæbjörn G. Jónsson snögglega 69 ára að aldri. Kraftar Önnu voru þá farnir að minnka. Síðustu árin var Anna á Vífils- staðaspítala, þar sem hún naut frábærrar umönnunar lækna og hjúkrunarfólks. Hún átti orðið erfitt um mál, en minnið var að mestu óskert og hún fylgdist með því sem fram fór og því sem ættingjar og vinir sögðu henni. Hún fékk hægt andlát 23. þ.m. tæpra áttatíu ára gömul. Að leiðarlokum flyt ég með söknuði hinstu kveðju frá systkin- um mínum og fjölskyldum okkar. Ástvinum hennar vottum við öli djúpa samúð. Útför Önnu Friðriksdóttur verð- ur gerð í dag kl. 13.30 frá Fossvogskapellu. Asdís Káradóttir írá Garðskagavita. SIGGE ST/ Ekki er öll í andliti l Hi Var um slys að ræða, — eða var það morðtilraun? Aylward var minnislaus eftir siysið, mundi jafnvel ekki eftir unnustu sinni. En þegar Constant Smith heim- sótti hann á sjúkrahúsið, vakn- aði hann á ný til lifsins ... Þetta er ástarsaga af gamla taginu, eins og þær gerðust beztar hér áður fyrr. Og svo sannarlega tekst Theresu Charles að gera atburði og atvik, sem tengjast rauðhærðu hjúkrunarkonunni Constant Smith, æsileg og spennandi. Þessi bók er ein allra skemmti- legasta ástarsagan sem Theresa Charles hefur skrifað og eru þær þó margar æsilega spennandi. Kornelíu tæmdist arfur og auðurinn gjörbreytti lífi hennar. Hún varð ástfangin af hertogan- um af Roehampton, hinum töfrandi Drogo, eftirsóttasta ungkarli Lundúna og þau ganga í hjónaband. Vonbrigði hennar verða mikil er hún kemst að því, að hann hefur aðeins kvænst henni til að geta hindrunarlítið haldið við hina fögru frænku hennar, sem hún býr hjá. Á brúðkaupsferð þeirra í París verður Drogo raunverulega ást- fanginn, — en í hverri? Er það hin leyndardómsfulla og töfrandi Desirée, sem hann hefur fallið fyrir, eða hefur hinni hugrökku Kornelíu tekist að heilla hann? Rauðu ástarsögumar Morten er sendiboði and- and-spyrnu- hreyfingarinnar I einni slíkri ferð hittir hann írenu. Karlotta var kornung þeg- ar hún giftist Ancarberg greifa, scm var mun eldri en hún. Iljóna- bandið varð þeim báðum öriagaríkt. en þó einkum greifafrúnni ungu. Hún hrekst næst- um ósjálfrátt í faðminn á ungum fiski- Astnður Berk var sérstæð stúlka og óvenjulega sjálfstæð. Hún bauð örlögun- um vissulega birginn og brátt kæmi i Ijós hvort henni heppnaðist að endurreisa búskapinn á Steinsvatni og halda því starfi áfram, sem stúlkurn- ar í Karl- hataraklúbbnum höfðu hafið. En hvernig átti hún að gera sér grcin fyrir, að hún, sem engum tróð um tær og öllum vildi vel, ætti svarinn og hættulegan óvin? Og þessi óvinur gerði henni svo sannarlega lffið leitt! Ástríður bognaði að vísu. en hún brast ekki. — ekki fyrr en ástin kom inn í líf hennar. Og þar féll síðasta vígi hins rómaða Karlhataraklúbbs. ELSE-MARIE NOHR Margil Söderholm BRÚÐURIN unga rUOTTINN þar sem hún er fársjúk og févana á flótta. Hann kemur henni til hjálpar. hættan tengir þau nánum böndum og þau upplifa hina einu sönnu ást. Grunsemdir vakna um að hún sé stúlkan. sem hrevfingin leitar og telur valda að dauða systur Mortens. .Eðstaráðið dæmir írenu til dauða í fjarveru hennar. — og sennilega yrði Mortcn falið að fram- kvæma aftökuna. Ást Mortens heldur aftur af honum. hann vill sanna sakleysi írenu og frestar að taka ákvörðun. En timinn Iíður og félagar hans leita hennar ákaft. --------------————— manni, óreyndum í ástum. en engu að síður löngunarfullum og lífsþyrstum. í kofa fiskimannsins á Karlotta sínar mestu unaðs- og sælustundir, stolnar stundir og örlaga- ríkar. Greifafrúin unga verður barnshaf- andi og framundan er þrjózkufull barátta hennar fyrir framtið þessa ástarbarns, sem vakið hefur lífslöngun hennar á ný. — Brúðurin unga er ein Ijúfasta Hellubæjar hringurinn þrengist banvæn hættan og sagan, sem Margit Södcrholm hefur skrifað. ijiálgast... Gaftland Hver ertu. ástin mín?

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.