Morgunblaðið - 01.12.1978, Page 27

Morgunblaðið - 01.12.1978, Page 27
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 1. DESEMBER 1978 27 Baldvin Þ. Kristjánsson: ÁKALL Það má ekki minna vera en að María Skagan fái einhverja sjáan- lega staðfestingu á því, að allir hafi ekki lesið áhrifamikla grein hennar í dagblöðunum nýlega án þess að staldra við. Það er stórt upp í sig tekið, þegar alþjóðlegt neyðarmerki er viðhaft. Samt finnst mér ekki nein ofnotkun eða misbrúkun á SOS í munni Maríu, því vissulega liggur mikið við — meira en flestir munu hafa gert sér ljóst. Það getur aldrei og hvergi verið meira um að vera en líf og líðan hvers manns; hvers einstaklings. Sameiginieg örlög margra breyta þar engu um. Vistmaður á vinnu- og dvalar- heimili fatlaðra upphefur rödd sína til meðbræðra undir merki mannúðar og jafnréttis, og bendir hófsamlega á, hvar skór kreppir sárlega að. Hins vegar er forsend- an fyrir neyðarkalli Maríu ekki ný. Og málið hefur áður um tíma verið áberandi á dagskrá, en svo er að sjá sem lítið hafi gerzt. Og hver er svo mergur þessa máls? Enginn minni en sá, að á sér-dvalarheimili fyrir fatlað og lamað fólk hefur ekki verið hægt að gera það. sem með fullum rökum má telja hvað helzt frum- skilyrði fyrir viðunandi lífi og líðan slíks fólks, AÐ BYGGJA SUNDLAUG. Að vísu var nokkurt ráð gert fyrir þessari aðstöðu í upphafi; „steyptur grunnur — vísir að sund- og æfingalaug, sem átti að vera tilbúin fyrir mörgum árum“, svo notuð séu orð Maríu. Síaðn ekki söguna meir, og má furðulegt heita, að svona nokkuð skuli langtímum saman geta átt sér stað upp í geðið á fullvita og ekki verr settu fólki en við íslendingar erum. En hvað sem öllu liðnu líður, ber að halda sér við þá staðreynd, að hér er aðkallandi verk að vinna, og „vilji er allt. sem þarf.“ Þrátt fyrir allt tal um láglaun og peningaleysi hér í landinu — sem framferði þjóðarinnar á mörgum sviðum raunar svo áber- andi afsannar — ætti fjárhags- stuðningur við sundlaug lamaðra og fatlaðra að Hátúni 12 sannar- lega að veröa fyrir hendi. Ég viðurkenni, að á stundinni geri ég mér ekki fyllilega ljósan framgang þessa máls í einstökum atriðum, en gaman væri og þjóð- inni mikill sómi, ef ákall Maríu Skagan yrði fullnægjandi og dygði til þess að fleyta umræddu sund- laugarmáli í höfn. Stöndumst við slíka prófraun? Hér er sem sagt ekkert óvinn- andi verk að vinna. Síðustu kostnaðaráætlanir varðandi bygg- ingu Hátúnslaugarinnar munu nema allt að 80 millj. króna. Mér telst til, og hefi þar mér meiri reikningsmenn til fulltingis, að ekki þyrfti nema kr. 1.500.- eitt þúsund og fimm hundruð króna framlag að meðaltali frá hverri fjölskyldu í landinu til þess að greiða þá áætlunarupphæð til fulls. I bakábyrgð gætu svo verið einhleypir menn, sem telja um 14 þjóðarinnar, og kynnu margir þeirra að verða rausnarlegir, þótt sumir féllu úr. Ég segi það enn og aftur: Þetta er leikur einn, ef almenningur í landinu leggst á eitt. Gerum það! Okkur munar ekkert um það. Sundlaugarsjóður- inn, sem í dag er innan við 1 millj. kr. hefur aðsetur sitt og heimilis- fang í skrifstofu Sjálfsbjargar- hússins að Ilátúni 12 hér í Reykjavík. Þangað má senda framlög einstaklinga, fjolskyldna, félaga og fyrirtækja. Ég endurtek: Það væri bæði gagn og gaman að vinna þetta verk án allra söfnunarnefnda og marg- brotinnar skrifstofuvinnu. Getum við nú ekki einu sinni sýnt í verki, að þetta er hægt? Meðbræður og systur! Gerum við betra verk á komandi jólaföstu en að vera þátttakendur og talsmenn í umræddu mannúðar- og menningarmáli? Þjónum við núna með öðru betur ákalli hans, sem jólahátíðin er helguð? Hlust- um á rödd hans. Við getum varla verið í vafa um, hvað hann vill segja við okkur í þessu máli ... Baldvin Þ. Kristjánsson. Um lækningastarf semi leikmanna Morgunblaðinu hrfur borizt eftir- farandi bréf frá Ólafi Ólafssyni landla'kni, „Að gefnu nokkru tilefni und- anfarna mánuði óskar landlæknir að minna á, að þeim sem ékki hafa lækningaleyfi er óheimilt sam- kvæmt íslenzkum lögum að taka sjúklinga til lækninga. Ennfremur er þeim sem ekki hafa hlotið löggildingu ráðherra til að kalla sig sjúkraþjálfara óheimilt að stunda sjálfstæð sjúkraþjálfunar- störf. Um þessi atriði er fjallað í Læknalögum nr. 80/1969 og Lög- um um sjúkraþjálfun nr. 31/1962. Til frekari glöggvunar á því hvað um er að ræða skal hér vitnað í þessi lög. í upphafi 15. greinar Læknalaga segir svo: „Hvers konar skottulækningar eru bannaðar hér á landi. Það eru skottulækningar: „1. ef sá, sem ekki hefur lækningaleyfi, býðst til að taka sjúklinga til lækninga, gerir sér lækningar að atvinnu, auglýsir sig (auðk. landl.) eða kallar sig lækni, ráðleggur mönnum og afhendir þeim lyf, sem lyfsalar mega ekki selja án lyfseðils, og nær það einnig til lyfsala og aðstoðarfólks þeirra." I upphafi fyrstu greinar Laga um sjúkraþjálfun segir: „Rétt til að kalla sig sjúkraþjálf- ara hér á landi hafa þeir einir sem ólafur Ólafsson landlæknir. hlotið hafa til þess löggildingu heilbrigðismálaráðherra." Önnur grein laganna hljóðar svo: „Sjúkraþjálfun er meðferð sem sjúkum er veitt í lækningaskyni með nuddi (auðk. landl.), æfing- um, ljósum, hita, rafmagni og á ýmsan annan hátt eftir fyrirmæl- um læknis." I fimmtu grein Laga um sjúkra- þjálfun segir: „Um sjúkraþjálfun gilda að öðru leyti, eftir því sem við getur átt, reglur laga um lækningaleyfi, réttindi og skyldur lækna og annarra, er lækningaleyfi hafa, og um skottulækningar." ólafur Ólafsson.“ Gunmr BmeSkwon Að leihlokum segir séra Gunnar fíene- diktsson Jrá árekstrum við hugsjónabræður í hinum þrí- eina flokki. Að íeibíobmi er jjórða og síðasta bindi endurminninga byltingar- klerksins. Hann kemur víða við, er alltaf skemmtilegur og kemur á óvart þegar síst var- ir. Djúp alvara er að jafnaði að baki frásagnar Gunnars, en á yfirborði sindra Ijósbrot léttrar glettni og kýmni. Örn og Örlygur hf. heimilistæki sf HAFNARSTRÆTI 3 — 20455 — SÆTÚN 8 — 15655

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.