Morgunblaðið - 01.12.1978, Side 28

Morgunblaðið - 01.12.1978, Side 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 1. DESEMBER 1978 Stórvirkjanirnar á Suðurlandi. Búrfells-, Sigöldu- og Hrauneyjarfossvirkjun, eru á Landamannaafrétti, því landsvæði sem um er deilt. Myndin sýnir Sigölduvirkjun. Eignarréttur að Landmannaafrétti Ilinn 27. október s.I. var kveðinn upp dómur í aukadómþinKÍ RanKárvallasýslu í máli um eignarrétt að Landmannaafrétti, þingfest á árinu 1975. Málshefjandi var fjármálaráðherra f.h. ríkissjóðs og flutti málið Sigurður E. Ólason, hrl. Krafan var að viðurkenndur væri eisnarréttur ríkissjóðs að Landmannaafrétti. Til varnar tóku vegna hlutaðeigandi hreppsfélaga o.fl. hæstaréttar- löKmennirnir Páll S. Pálsson, Sveinbjörn Jónsson og Skúli J. Pálmason ok er rakið í dómsorði. fyrir hvaða aðila þeir mættu. Krafa verjendanna var fyrst ok fremst sú, að krafa ríkisins næði ekki fram að KanKa. Dómarar urðu ekki sammála. Tveir þeirra. Guðmundur Jónsson ok SteinKrímur Gautur Kristjánsson. féllust á dómkröfur ríkisins en Uórhallur Vilmundarson dæmdi á aðra lund ok féllst á kröfu verjenda um sýknun. Dómur þessi hefur vakið athyKli ok komið af stað umræðum ok skrifum í blöðum. Hér birtist á eftir útdráttur úr niðurstöðu dómsins. Það skal tekið fram, að dómi þessum hefur verið áfrýjað til Hæstaréttar. r Urdráttur úr dómi aukadóm- 4 þings Rang- árvallasýslu um málið Héraðsdómur um eignarrétt að Landmannaafrétti I. UmsöKn meiri hluta dómsins. Landsvæðið er ekki almenning- ur eins og stefnandi hefur látið skína í, heldur afréttur. Agreiningur hreppanna inn- byrðis girðir ekki fyrir efnisdóm. Álitsgerð dómkvaddra manna um trúverðugleik dómsendurrits þykir ekki færa lögfulla sönnun fyrir því að dómur hafi gengið um afréttinn Þjórsártungur á Landi 25. júní 1476. Ekki er í ljós leitt að beinn eignarréttur hafi stofnast með framkvæmd sveitarstjórna á af- réttarnotkun og fjallskilum, ekki hafi beitarafnot orðið grundvöllur eignarhefðar fyrir eigendur og ábúendur jarða og ekki leiddar sönnur að því, að hreppsfélög hafi öðlast eignarrétt á landssvæðinu fyrir nám, löggerning, hefð eða með öðrum hætti. Dómsúrlausn Hæstaréttar um þessi efni frá 25. febrúar 1955 verður ekki haggað, sbr. 195. gr. 1. nr. 85/1936. Sölusamningur hrepp- anna um hrafntinnu úr Reykjadöl- um er ekki grundvöllur eignar- hefðar, né heldur samningar og afsöl hreppsfélaga á vatnsréttind- um og rétti til nýtingar þeirra, þótt þessum gerningum hafi verið þinglýst og réttindi þessi hafi seinna verið hluti af kaupum íslenska ríkisins á vatnsréttindum á stærra svæði. Síðan segir orðrétt: „Ekki öðrum til að dreifa en ríkisvaldinu“ Ekki hefur komið fram í málinu að nokkrum aðila sé til að dreifa, öðrum en aðilum þessa máls, sem átt gætu beinan eða óbeinan eignarrétt að landssvæði því, sem hér er rætt um, og ekki verður talið, að í lögum felist nokkur slíkur réttur slíkum aðilum til handa, sbr. 58. kap. landsleigu- bálks Jónsbókar, 2. mgr. 12. gr. laga nr. 47/1971 um náttúruvernd, 2. tl. 5. gr. laga nr. 33/1966 um fuglaveiðar og fuglafriðun og 7. gr. tsk. frá 20. júní 1849 um veiði á Islandi. Ekki verður heldur talið að í 5. gr. laga nr. 76/1970 um lax- og silungsveiði og tsk. frá 20. júní 1849 felist hlutbundinn réttur til handa afréttarhöfum, sem varinn sé af 67. gr. stjórnarskrárinnar. Samkvæmt framangreindu virðist þá ekki öðrum til að dreifa en ríkisvaldinu, sem gæti talist eig- andi hins umdeilda landssvæðis. í vatnalögum nr. 15/1923 er ekki tekin afstaða til þess hver teljist eigandi vatnsréttinda á afréttum, en út frá því virðist hafa verið gengið við gerð þessara laga, að vatnsréttindi á afréttum tilheyrðu ríkinu. Sömu grundvallarsjónar- mið virðast eiga við um jarðhita- réttindi. Telja verður að í 2. gr. námulaga nr. 24/1973 felist sú regla að réttur til töku jarðefna á afréttum heyri íslenska ríkinu til. Af eldri lögum, svo sem tilskip- un frá 15. apríl 1776, lögum nr. 15/1897 um nýbýli og námulögum nr. 50/1909 virðist mega ráða að lengi hafi verið gert ráð fyrir að ríkisvaldið hefði mjög víðtækan rétt til afréttarlands. Sama sjón- armið kemur fram um hliðstætt efni í 3. tl. 1. gr. laga nr. 80/1966 um kísilgúrverksmiðju við Mý- vatn. Þótt réttur ríkisins til afrétta verði ekki í öllum atriðum talinn samsvara einstaklingseignarrétti m.a. þegar tillit er tekið til margskonar heimilda almennings varðandi nytjar og not þeirra, þykir réttur þessi, samkvæmt því sem að framan er rakið, svo yfirgripsmikill að fallast verði á að sóknaraðili eigi rétt á að fá skilríki fyrir þessum rétti sínum samkvæmt 220. gr. laga nr. 85/1936. Samkvæmt þessu þykir bera að taka kröfu stefnanda til greina og telja íslenska ríkið eiga beinan eignarrétt yfir landssvæði því sem deilt er um í málinu og nefnt hefur verið Landmannaafréttur. Af hálfu stefnanda hefur verið lýst yfir, að ríkisvaldið viðurkenni rétt byggðamanna til upprekstrar og annarra afréttarnota, sem lög og venjur eru fyrir og varnaraðilar geri grein fyrir undir rekstri málsins. Afréttarnotum er skipað með lögum og er svo um fleiri málefni, sem varða afrétti, svo sem veiði í vötnum. Þykir því ekki ástæða til að taka afstöðu til þeirra í máli þessu eða annarra óbeinna réttinda til landssvæðis þess, sem til tals hafa komið í málinu. Verður ekki talið að þessi niðurstaða málsins brjóti í bága við ákvæði 67. gr. stjórnarskrár- innar. Guðmundur Jónsson á Kirkjubóli—Minning Guðnnmdur Jónsson bóndi á Kirkjuhvoli í Dýrafirði varð bráð- kvaddur miðvikudaginn 1. nóvem- ber síðastliðinn á 64. aldursári. Hann var fæddur að Lækjartungu á Þingeyri hinn 28. febrúar 1915. Foreldrar hans voru þau Guðrún Gísladóttir og Jón Jóhannsson er þar bjuggu. Þau hjón eignuðust 12 börn, 10 þeirra náðu fullorðins- aldri og eru myndarfólk til alira verka. Á þeim árum er þessi börn voru að alast upp var lífsbaráttan hörð, varð því hver hönd er vettlingi gat valdið að hjálpa til að bæta afkomu heimilanna. Svo var um þessi börn. Guðmundur fór strax að vinna er getan leyfði. Fór hann strax að fermingu lokinni til sjós og stundaði sjómennsku og alla algenga vinnu um skeið eða öll sín unglingsár og fram á fullorð- insár, bæði í Keflavík, á Flateyri, svo og heinia á Þingeyri. Við þau stórf, svo og öll önnur á lífsleið- inni, var hann velvirkur og veit ég að það rúm er Guðmundur skipaði í hverju verki hefur verið vel skipað. Árið 1942 um haustið gekk Guðmundur að eiga eftirlifandi konu sína, Ásdísi Bjarnadóttur frá Kirkjubóli hér í sveit, hina mestu myndar- og ágætiskonu. Vorið eftir hófu )jau Ásdís búskap á föðurleifð Ásdísar, Kirkjubóli, í sambýli við Knút bróður Ásdísar og móður hans, Kristínu Guð- mundsdóttur. Bjuggu þau síðan á Kirkjubóli til þessa dags félagsbúi og hefur búskapur á Kirkjubóli verið farsæll hjá þeim mágum. Guðmundur var mikill skepnuvin- ur, voru allar hans skepnur góð auglýsing um hans góðu umgengni og natni við skepnur sínar, enda maðurinn einstaklega snyrtilegur í öllum sínum verkum og gerðum. Strax er unga fólkið hóf búskapinn var hafist handa unt endurbætur á jörðinni, bæði hvaö ræktun snerti og húsakost. Byggðu þeir mágar allflest hús jarðarinnar að nýju, bæði íbúðar- og útihús. Þá er mikil ræktun á Kirkjuhóli og tún þar falleg. Guðmundur var einstaklega lipur maður væri til hans leitað og vann hann margt handarvikið á öðruni bæjum bæði hjá mér og öðrum, fyrir þau störf öll vil ég færa honum þakkir nú er leiðir skiljast um sinn. Þau Ásdís og Guðmundur eignuðust fjögur börn. Þau eru Bjarni, kennari á Hvanneyri, kvæntur Ásdísi Geir- dal, þau eiga þrjár dætur. Gunnar, við háskólanám í búfræði að Ási í Noregi, kvæntur Gíslínu Lóu Kristinsdóttur, þau eiga eina dóttur. Guðmundur Grétar, heima á Kirkjubóli. Sigrún, stúdent, heima á Kirkjubóli. Börnin öll eru hið mesta myndarfólk, þau hafa öll komist til mennta og veit ég að þau hjón hafa gert allt sem þau gátu til að þeim tækist að ná árangri í námi, enda hefur það tekist vel og eru þau öll bæði dugleg og eftirsótt til starfa. Þau Guðmundur Grétar og Sigrún hafa hin síðari ár hjálpað foreldrum sínum við búskapinn allar stundir er þau hafa getað. Guðmundur var kyrrlátur maður sem vann störf sín í kyrrþey og annaðist heimili sitt af mikilli ástúð og elju. Hann var samrýndur börnum sínum og fjölskyldu sinni allri. Þá veit ég að sonardæturnar höfðu mikið dálæti á afa sínum, enda voru það ábyggilega sólskinsstundir hjá Guðmundi er þær dvöldust á Kirkjubóli. Eg man er Guðmundur kom hér er dætur mínar voru litlar, að þær komu með dótið sitt að sýna honum, enda hafði hann alltaf tíma til að tala við þær. Segir það kannski betur en margt annað hvernig maður hann var. Alltaf var Guðmundur kátur og ræðinn er maður hitti hann. Nú er vegir skiljast eigum við nágrannar Guðmundar Jónssonar ekkert nema góðar minningar um öll samskipti við hann og hans fólk. Þungur harmur er fyrir alla aðstandendur er svo skyndilega dregur ský fyrir sólu, en minning- in um góðan dreng dregur úr sárasta harminum. Við hjónin færum aðstandendum Guðmundar Jónssonar innilega samúð. Þúrður Jónsson. Kveðja: IngibiörgÞór F. 21. janúar 1927. D. 29. október 1978. Þegar góðir vinir eru burt kallaðir án fyrirvara, fer ekki hjá því, að gamlar minningar leita upp í huga manns. Til að skrifa ævisögu Ingibjarg- ar Þór skortir mig þekkingu. Tilgangur minn með þessum fáu línum er aðeins sá að rifja upp og þakka þá vináttu, sem þau hjónin Ingibjörg og séra Þórarinn Þór hafa sýnt mér fyrr og síðar. Það var skömmu fyrir jólin 1951, sem þau buðu mér að dveljast á heimili sínu, sem þá var á Reykhólum, en en ég hafði skömmu áður orðið fyrir slysi og var því óvinnufær. Dvöl mín á Reykhólum varð þó lengri en ráð var fyrir gert í ATIIYGLI skal vakin á því. að afma'lis- og minningargreinar verða að herast hlaðinu með góðum fyrirvara. Þannig verð- ur grein. sem birtast á í miðvikudagsblaði. að berast í síðasta lagi fyrir hádegi á mánudag og hliðstætt með greinar aðra daga. Greinar mega ekki vera í sendibréfs- formi eða hundnu máli. Þær þurfa að vera vélritaðar og með góðu linuhili. upphafi, því snjóar voru þá miklir og sveitin svo að segja án sam- gangna svo vikum skipti. í slíkri einangrun kynnist maður skap- gerð manna oftast betur en við aðrar aðstæður. Inga var ætíð glöð og létt í lund, þótt segja mætti mér, að stundum hafi verið þröngt í búi, eins og verða vill hjá ungu fóiki, sem er að hefja búskap. Allar þær yndisstundir, sem ég átti með Ingu eru mér ógleyman- legar. Það var gott að dvelja í návist hennar. Hún færði flest, sem miður fór til betri vegar. Inga unni söng og ég minnist þess, hve vænt henni þótti um það þegr ég í fyrsta sinn söng lag mitt „Ljósanna faðir" í kórdyrunum í gömlu Reykhólakirkju, en það lag hafði ég tileinkað séra Þórarni og lét hann flytja það við útför hennar. I þessari dvöl minni að Reykhól- um varð „Litla flugan“ til, Inga spáði því, að það yrði ekki hún ein, sem hefði gaman að því lagi og virtist sú spá hennar rætast. Eg get tekið undir orð skáldsins Vilhjálms frá Skáholti viðhöfð við svipaðar aðstæður þegar ég minn- ist Ingu: „Mér finnst sem ennþá hlátrar þínir hljómi, í hjarta mér“. Þannig vil ég minnast þessarar glaðværu en um leið hógværu og hispurslausu konu, sem lagði sig

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.