Morgunblaðið - 01.12.1978, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 01.12.1978, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLADIÐ, FÖSTUDAGUR 1. DESEMBER 1978 Fjárhagur sér- sambanda ÍSÍ mjög bágborinn Það vekur nikla athygli þcgar gluggað cr í fjárlög ríkisins fyrir árið 1979. að upphæð sú, scm ÍSÍ á að fá. cr óhrcytt frá árinu áður. Gcrt cr ráð fyrir að fi8.350.000 rcnni til íþrótta og skiptist uppha-ðin þannigi ÍSI. fiO.000.000 Fcrðakcnnsla í íþróttum 350.000 Ski'ðaskólinn í Kerlingarfjöllum 1.000.000 íþróttir fatlaðra 3.500.000 Olympíunefnd 2.500.000 Sumarnámskeið við Hciðarskóla 1.500.000 Upphæðin, sem ISÍ fær, mun skiptast þannig, að sérsamböndin 15 skipta á milli sín 15 milljónum en hinn helmingurinn fer í rekstur ISI. Nú er auKljúst, að þar sem framlaK ríkisins til ÍSÍ hækkar ekki er um 30 til 40% lækkun að ræða þar sem verðbólgan er svo ör, og hafa ber einnig í huga að sérsamböndin fá ekki styrki sína greidda nema í smáskömmtum yfir allt árið. Nú er svo komið, að allflest sérsambönd innan ÍSÍ eiga í miklum fjárhagsórðugleikum, meiri en nokkru sinni fyrr, og skuldir flestra þeirra eru miklar. Fólk veigrar sér orðið við að starfa Gyifi formaður STJÓRN hefur verið skipuð í knattspyrnuráði Akraness fyrir næsta starfsár. Formaður er Gylfi Þórðarson, varaformaður Gunnar Sigurðsson. gjaldkeri Guðjón Guðmundsson og ritari Jón Runólfsson. — o — o — o — Kraft- lyftingar Reykjavíkurmeistaramót í kraftlyftingum 1978 fer fram í anddyri Laugardalshallarinnar fimmtudaginn 7. des. og hefst kl. 19.30. Þátttaka tilkynnist til Ólafs Sigurgeirssonar fyrir 5. des. í síma 18194 eða 19484. — O — O — O — Ársþing rl.o.l. NÚ HEFUR endanlega verið ákveðið að ársþing H.S.Í. verði haldið dagana 12.—13. janúar 1979. Ekki hefur verið endanlega gengið frá hvar þingið fer fram. O O — O — Arsþing ft.o.l. ÁRSÞING knattspyrnusambands íslands 1978 verður haldið dagana 2. og 3. desember að Hótel Loftleiðum og hefst báða dagana kl. 13.30. við sérsamböndin þar sem mestur tíminn fer í peningabetl til þess að halda starfseminni KanKandi. Þau ummæli Páls Péturssonar á AlþinKÍ fyrir skömmu, að þeir, sem hefðu lítið að gera, legðust máske í kvennafar, íþróttir eöa einhverja aðra vitleysu, vakti athygli ok ekki er von á kóöu ef fleiri þinKmenn eru eins þenkjandi KaKnvart íþróttum eins ok þessi þinKmaður Framsóknarflokksins. Eitt þeirra sérsambanda sem nýlokið hefur ársþingi sínu' er Frjálsíþróttasamband íslands og reyndist rekstrarhalli sambands- ins á síðastliðnu ári vera á elleftu milljón króna. En þar sem Mbl. hafði borist í hendur ársskýrsla norska Frjálsíþróttasambandsins ásamt reikningum fyrir árið sem er að líða datt okkur í hu^ að Kera nokkurn samanburð. Það sem vekur mesta athyKli er, að norska sambandið fær sem svarar 140 milljónum íslenskra króna frá ríkisvaldinu. íþróttasíðan hafði samband við Örn Eiðsson, formann Frjáls- íþróttasambands íslands, og spurði hve mikið sambandið hefði fengið frá ríkisvaldinu á því starfsári, sem er að ljúka. — Viö fenKum eina milljón og S83 þúsund kr. og þótti ýmsum töluvert, a.m.k. þegar skýrt var frá því á sambandsráðsfundi ÍSÍ, sagði Örn. — Sannleikurinn er sá, bætti Orn við, — að þetta eru smápen- ingar og um 10% af reksturskostn- aði sambandsins, nægja rétt fyrir vöxtum af skuldum þess. Við skýrðum Erni frá þeirri upphæð, sem norska sambandið hefði fengið á þessu ári. — Já, mér er kunnugt um þetta, sagði Örn. — Norðmenn sögðu mér frá þessu á síðasta Norðurlanda- fundi og þá upplýsti ég þá um þá fjárhæð, sem við fengjum. Þeir urðu eitt spurningarmerki og undrunin lýsti sér í svip þeirra. Frændur vorir gátu ekki skilið, hverning við færum að því að halda uppi þeirri starfsemi, sem við þó gerum. Ég get bent á eina skýringu, sem sennilega vegur þyngst, sagði Örn að lokum. — Norska sambandið greiddi starfs- fólki sínu, sem eru 7 eða 8 manns, um 30 millj. kr. í laun á síðasta ári á meðan íslenska sambandið Kreiðir starfsmanni yfir háanna- tímann nokkur hundruð þúsund krónur. Ég vil einnig upplýsa, bætti Örn við, að samsvarandi upphæðir í Svíþjóð og Finnlandi eru mun hærri. Þá hófum við það. Þetta er aðeins eitt lítið dæmi. Staðreyndin er sú, að ef íþróttalíf í landinu á ekki að koðna niður verður Alþingi að sjá sóma sinn í því að hækka fjárveitingu sína til íþrótta veru- lega frá því sem nú er gert ráð fyrir. — þr. mm - ' ~w>~' • Axel Axelsson hefur verið ein styrkasta stoð íslcnska landsliðsins í Frakklandi síðustu daga, en hann hefur skorað 17 mork í 2 fyrstu leikjum sínum. Landsliðið small sam- an gegn Pólverjum SVO sem fram kom í Mbl. í gær. töpuðu Islcndingar naumlega fyrir Pólvcrjum í landslcik þjóð- anna á fi-landa kcppninni í Frakklandi. Lokatölur urðu 22-23 fyrir Pólverja. en ís- lcndingar höfðu forystu í hálf- leik. 11-10. Gangur leiksins var í stuttu máli sá. að Pólverjar náðu fljótlega íorystunni og komust í 3 — 1. Drógu þá íslendingar pýra- mídavörnina úr slíðrum og komust yfir. 6—% með stórgóðum kafla. misstu þá mann út af og Pólverjar jöfnuðu 6—6. ís- lendingar héldu þó forystunni. 1 — 2 mörk. allt til leikhlcs og staðan í hálfleik var 11 — 10 cins og áður segir. íslendingar héldu enn forystunni framan af síðari hálf- leik, en svo fór þó, er þreytan fór að koma til skjalanna, að Pól- verjar jöfnuðu í 16—16. Jafnt var síðan upp í 20—20, en þá komust Klukkan „seig" Opið bréf til Mbl. Út af kjallaraKrein í MorKun- blaðinu í daK, þar sem margt er missaKt um leik, eða öllu heldur atvik í leik Þórs og Ármanns á Akureyri á laugardaKÍnn í 2. deild karla í handknattleik, lan^ar mig, sem dómara leiks- ins, ásamt Jóni Þ. Magnússyni, að benda á eftirfarandi. Umrætt atvik, þ.e. þegar síðasta fríkastið var dæmt Þór til handa og 3 sek. voru eftir af leiknum, gekk þannÍK fyrir sig að boltinn gekk hratt milli þriggja manna, áður en skorað var. Sá sem skaut stökk upp af línu ok var búinn að skjóta þe^ar flauta tímavarðar Kall. Ék Kaf meðdómara mínum merki um að lóKleKa hafi verið að skotinu staðið ok hann dæmdi þe^ar mark. Ég heyrði vel í flautunni sem var ekki nema 5—6 metra fyrir aftan mig. Hins veKar saKðist Jón ekki hafa heyrt í flautunni vegna hávaða í íþróttahúsinu og fjarlægðar frá klukkunni. Eftir að leik var lokið sýndi klukkan 1 sek. umfram leiktíma. Reyndum viö þá klukkuna aftur og aftur með því að setja hana í Kang og stöðva. Kom alltaf í ljós að hún stöðvaðist ekki fyrr en um 1 sek. eftir að stutt hafði verið á rofann, þ.e. hún „seig" eins og tímaverðirnir héldu fram, en ég held að þeir hafi Kert sitt besta í þessum leik. Eftir að hafa kannað þetta ok önnur málsatvik ákváðum við að markið skyldi standa. Mér er kunnuKt um að klukkusigið er tæknilegt atriði sem auðvelt er að laga með breyttri tengingu á mótor klukkunnar. Um störf okkar Jóns sem dómara má að sjálfsögðu deila, eins og störf dómara yfirleitt og hafa dómarar, leikmenn og þjálfarar ekki nema gott af að fá gagnrýni á störf sín sé hún af sanngirni sett fram. Eitt kom mér verulega á óvart í leikjunum á Akureyri, það var hve grófan og brotlegan hand- knattleik Ármannsliðið var látið leika. í leiknum við KA, þar sem Ármannsliðið byrjaði á mjöK hörðum og grófum leik, misstu þeir 7 leikmenn útaf en KA 4 ok þótti of væKt á brotum tekið, samkvæmt umsögnum íþrótta- fréttaritara. í seinni leiknum mætti Þór Ármanni af sýnu meiri hörku en KA gerði, enda horfðu þeir á fyrri leikinn, og hafa stundum fyrr þótt leika grófan leik. Þar missti Ármann 6 menn útaf en Þór 5. Sem áhugamaður um hand- knattleik þykir mér þessi slags- málaþróun slæm, en undanfarin ár hefur Ármann leikið léttan og skemmtilegan handknattleik og oft sýnt góða leiki. Mætti þjálfari þeirra Geir Hallsteins- son athuga sinn gang vel í þessu máli, áður en yfir lýkur. Reykjavík, 28. nóv. 1978. Bjarni Hákonarsson. dómari. Pólverjar 2 mörkum yfir. Þeirri forystu héldu Pólverjarnir þar til íslendingar skoruðu síðasta mark leiksins, lokatölur 23—22 fyrir Pólland. Þeir sem hvíldu að þessu sinni voru þeir Sigurður Gunnarsson, Steindór Gunnarsson, Hannes Leifsson og Jens Einarsson. ís- lenska liðið lék í heild mjóg vel, eins ok sjá má af úrslitunum, en Páll BjörKvinsson, Axel Axelsson ok Ólafur H. Jónsson voru þó manna sterkastir. Það háði ís- lenska liðinu, að keyrt var stans- laust á sömu leikmönnunum, þannÍK að þreytan fremur en annað varð liðinu að falli. Það er því illt til að vita, að þeir Axel ok Ólafur H. Jónsson geta ekki leikið tvo síðustu landsleikina í keppn- inni vegna anna með eigin félagi, Dankersen, en þeir félagar léku síðasta leik sinn í ferðinni KeKn Frakklandi B í gærkvóldi. Mörk íslendinga skoruðu: Axel 8(3 víti), Páll 5, Olafur H. Jónsson 3, Þorbjörn Jensson 3, Þorbjörn Guðmundsson 2 og Bjarni eitt mark. — o — o — o — Villa í get- raunaspánni GETRAUNASPÁ Mbl. hefur vafa- laust komið einkennilega fyrir sjónir lesenda í gær, enda hefðu í fyrsta skipti í sögu getrauna verið 11 leikir á seðlinum, ef rétt hefði verið. Hið rétta er, að leikur Wolves og Manchester City féll úr, á sama tíma og spár fjölmiðlanna fyrir þann leik voru fluttar yfir á leik Southampton og Birmingham. Svona áttu 3 neðstu leikirnir á seðlinum að líta út: Southampt. Birmingh. Wolves — Man. City Burnley — Luton 1111 2 2 2 2 x 1 1 1 1 2 1,1 m-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.