Morgunblaðið - 01.12.1978, Page 31

Morgunblaðið - 01.12.1978, Page 31
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 1. DESEMBER 1978 31 AÐEINS 7 lið eru nú í 2. deild kvenna í Islandsmótinu í hand- knattleik. í fyrra vuru það 8. Breiðablik sÍKraði í deildinni á síðasta tímabili ok fluttist aftur upp í 1. deild eftir árs viðdvöl, en Ármann féll niður í staðinn. Armann á hins vegar ekki lið í 2. deild nú. liðið tvístraðist. Þá er KA ekki með lið í 2. deild nú, en tefldi fram liði í fyría. Þór í Eyjum sendir hins ve»?ar til keppni lið í þessari deild í fyrsta sinn. Af 42 leikjum er búið að leika 13.' Ef marka má stöðuna nú, skera sig úr ÍR og Keflavík, en lið Kefla- víkur varð í öðru sæti í fyrra í deildinni og lið ÍR í þriðja. Annars er keppnin í þessari deild kvenna- handknattleiksins álíka óljóst skýringarefni og kvennahand- knattleikur hér á landi yfirleitt. í þessari íþróttagrein er ekki sama alvaran hjá kvenfólkinu og hjá karlpeningnum, og almennt álitið frekar um að ræða afturför en framför, hverju sem um er að kenna. En alla vega má hafa það í huga, að handknattleiksforystan hefur látið kvenfólkið mæta af- gangi um árabil í mörgum gildum atriðum. En hvað um það, enn er þó keppt í 2. deild, þótt losarabrag- ur sé á henni. Úrslit leikja Grindavík — Njarðvík 17:8 Fylkir — Þróttur 4:23 ÍR — Njarðvík 25:9 ÍR — Þróttur 11:10 Fylkir — Keflavík 11:11 Keflavík Þróttur 12:9 Þór Eyjum — Grindavík 10:9 Fylkir — ÍR 8:18 Njarðvík —■ Þór Eyjum 10:7 Grindavík — Fylkir 11:9 Keflavík — Þór Eyjum 19:10 Grindavík — Þróttur 12:20 Njarðvík — Fylkir 12:6 Staðan ÍR 3 3 0 0 54.27 6 Keflavík 3 2 1 0 42.30 5 Þrólfur 4 2 0 2 62.38 4 Grindavík 4 2 0 2 49.47 4 Njarftvík 4 2 0 2 39.55 4 Þór Eyjum 3 1 0 2 27.38 2 Fylkir 5 0 1 4 38,75 1 Herb. Stjórnar kreppa hjá FSÍ Stjórnarkreppa ríkir nú hjá Fimlcikasambandi íslands eftir ársþing sem nýlega var haldið og var það það fjölmennasta frá upphafi. Alls sóttu 75 manns þingið en 30 þingfull- trúar höfðu atkvæðisrétt. Enginn úr fyrrverandi stjórn eða varastjórn gaf kost á sér til endurkjörs. Þar sem ekki var ha'gt að kjósa formann varð að fresta stjórnarkjöri og þinginu um leið um óákveðinn tíma. Ymsar lagabreytingar voru samþykktar á þinginu svo og móta- og keppnisreglur. Stjórn- in sem gaf ekki kost á sér til endurkjörs situr því áfram og vinnur að þeim verkefnum sem framundan eru eins og t.d. fimleikasýningunni í Laugar- dalshöll sem fram fer nú næst- komandi sunnudag. - Þr. Hefndu þeir sín á Cruyff? MARGA rekur eflaust minni til, þegar Johan Cruyff lék sinn síðasta leik fyrir stuttu. Lék hann þá það sem átti að vera mikill sýningarleikur, með Ajax gegn Bayern. Urslit leiksins vöktu mikla og verðskuldaða athygli. enda vann þýska liðið 8—0. Ajax var þá þó efst liða í Hollandi. en Bayern aðeins eins og skugginn af því risaveldi sem það eitt sinn var. Það gengur nú fjöllunum hærra, að hollensku landsliðsmennirnir hjá Ajax hafi vísvitandi beitt sér lítið, til þess að ná sér niðri á Cruyff, en kappinn neitaði að leika með landsliðinu á HM í Argentínu síðastliðið sumar. Hollendingar komust þá eins og kunnugt er í úrslit, en töpuðu í annað skiptið í röð. Það er skoðun fjölmargra og mikið til í henni, að hefði Cruyff leikið með hollenska liðinu, hefði það hæglega getað munað gulli í stað silfurs. • Fyrir hefur komið. að Jóhann Cruyff hafi gagnrýnt dómara á ferli sínum og oftast hefur hann sloppið með áminningar fyrir kjaftbrúk sitt. Dómari nokkur á Malaga lét þó ekki við það sitja og sýndi snillingnum rauða spjaldið. Cruyff taldi sér svo misboðið að hann neitaði að yfirgefa leikvöllinn fyrr cn að flokkur lögreglumanna hafði gert allt nema handjárnað hann. Cruyff virðist hafa verið frckar óvinsæll fyrir sumar athuga- semdir og ákvarðanir sfnar, eins og lesa má í meðfylgjandi grcin. V.4^ Á að knésetja BBC? Um þessar mundir stendur mikið stríð á Bretlandseyjum milli sjónvarpsstöðva, sem haft hafa ensku knattspyrnuna á dagskrá sinni um margra ára skeið. Deiluaðili númer eitt er hið ríkisrekna BBC. Deiluaðili númer tvö er frjálst framtak, ITV, en aðilar að því eru nokkrar sjálf- stæðar sjónvarpsstöðvar. Síðustu árin hefur BBC sýnt valda kafla úr tveimur enskum fótboltaleikjum við gífurlegar vinsældir á hverjum laugardegi. ITV hefur boðið upp á það sama á sunnudögum. Knattspyrnusam- bandið í Englandi hefur hins vegar um nokkurt skeið verið að kvarta vegna þess að þeir telja of mikla knattspyrnu vera á skjánum. Það dragi óumdeilanlega úr aðsókn á knattspyrnuvellina. Að þessu keppnistímabili loknu, renna út samningar BBC og ITV við knattspyrnusambandið og bæði höfðu þau þegar hafið viðræður um nýja samninga. En knattspyrnusambandið þagði þunnu hljóði um það, aðH,ondon Weekend Television, eitt af ITV klíkunni, væri að semja við það um einkarétt að knattspyrnuleikjum. Þær samningaviðræður stóðu yfir í kyrrþey í eina viku og lauk þannig, að næstu 3 árin mun LWT eitt sjónvarpsstöðva í Englandi sýna enska fótboltaieiki. Sjón- varpsstöðin bauð að sögn geysivel og sló knattspyrnusambandið þar tvær flugur í einu höggi, þ.e. að minnka knattsp.vrnu á skjánum á sama tíma og það rokgræddi á samningnum. BBC hélt vart vatni fvrir reiði, en það stoðaði litt og LWT hafði mikið gaman af heilagri bræði ráðamanna BBC. LWT h.vggst færa þætti sína yfir á laugardaga, enda voru BBC þættirnir ávallt mun vinsælli heldur en ITV þættirnir, fyrir þær sakir helstar, að þeir voru á laugardögum, en ekki sunnudögum. Sjá nú margir í hendi sér ýmsa af frægustu fótboltaþulum Englands, lýsandi krikkett, badminton o.fl. við lítinn orðstír. — O — O — O — Víkingur AÐALFUNDUR borðtennisdeild- ar Víkings verður haldinn í Víkingsheimilinu laugardaginn 2. desember og hefst hann klukkan 14. Venjuleg aðalfundarstörf. — Stjórnin. ÍR og Keflavík í efstu sætum

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.