Morgunblaðið - 01.12.1978, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 01.12.1978, Blaðsíða 32
/iív>///X^>\S_ studio-line Göð $ot cr gtills kákJ iwpm^Iti&i^ Verzlið í sérverzlun með litasjónvörp og hljómtæki. f Skipholti 19, V BUOIN sími ^"~-- * 29800 FÖSTUDAGUR 1. DESEMBER 1978 Alvarlega nauðgunarmálið: Annar maður í gæzluvarðhald Tveir menn sitja inni vegna rannsóknar málsins LIÐLEGA fertugur Reykvíkingur hefur vcriö handtckinn og úr- skurðaður í allt að 10 daga gæzluvarðhald vegna rannsóknar á máli daufdumbu kununnar, scm kærði nauðgun til Rannsóknarlög- reglu ríkisins en mál þetta var mikið í fréttum i' hvrjun nóvember s.l. Maðurinn var handtekinn í fyrra- dag í kaupstað úti á landi, þar sem hann - var við vinnu. I kjölfar handtökunnar var hann úrskurð- aður i' gæzluvarðhald og síðan fluttur til Reykjavíkur í yfir- heyrslur. Morgunblaðið sneri sér í gær- kvöldi til Arnars Guðmundssonar deildarstjóra hjá Rannsóknarlög- reglunni og spurðist fyrir um málið. Arnar vildi ekkert um það segja á þessu stigi en staðfesti að maðurinn hefði verið handtekihn og úrskurð- aður í gæzluvarðhald. Eins og lesendum er vafalaust í fersku minni var mál þetta kært í byrjun nóvembermánaðar og var þá m.a. auglýst eftir bílstjóra grænnar skodabifreiðar, sem gaf sig fram og reyndist vera mikilvægt vitni í málinu. Fljótlega var ungur Reyk- víkingur handtekinn og úrskurðaður í gæzluvarðhald og situr hann ennþá inni og hefur verið gert að sæta geðrannsókn. Rannsókn málsins hefur verið haldið áfram og nú hefur annar maður verið settur í gæzlu- varðhald vegna rannsóknarinnar, eins og að framan er getið. Fimm háhyrningar til Japan í næstu viku ÞAÐ er ekki nóg að salta sfldina í tunnur. þau eru mörg handtökin sem vinna þarf við tunnurnar áður en þær eru sendar úr landi. Hér er verið að pækla í Vestmannaeyjum, en þar var mikið saltað á vertíðinni í haust. Ljósm. Sigurgeir í Eyjum. FIMM háhyrningar verða í næstu viku fluttir flugleiðis frá íslandi til Japan og að sögn Jóns Kr. Gunnars- sonar hjá Sædýrasafninu eru það bandarískir og japanskir aðilar sem standa að þessum kaupum og flutningum. Koma fulltrúar kaup- enda til landsins um helgina til að undirbúa flutninginn, en háhyrn- ingarnir eru nú í Grindavík. Ráðgert er að flogið verði með háhyrningana yfir Norðurpólinn til Osaka í Japan og kvaðst Jón gera ráð fyrir að um væri að ræða 13 tíma Óbreytt líðan PILTURINN, sem varð fyrir voða- skoti í húsi í Reykjavík á þriðju- dagskvöldið, liggur enn lífshættu- lega slasaður á gjörgæzludeild Borgarspítalans. Var líðan hans óbreytt í gær. Pilturinn, sem er 17 ára gamall, slasaðist mjög mikið á höfði er kúlan hljóp úr byssunni. FRÁ 1. desember kostar mán- aðaráskrift Morgunblaðsins kr. 2.500 og í lausasölu kr. 125 eintakið. Grunnverð auglýs- inga er kr. 1110 pr. dálksentí- metra. flug, en það eru kaupendurnir sem annast það. Jón sagði að tækist vel til yrði verð fyrir hvern háhyrning ríflega 80.000 bandaríkjadalir eða um 25 milljónir ísl. króna, en hann benti á að allur tilkostnaður við veiðarnar væri mikill, bátur og áhöfn, gæzla á háhyrningunum þar til þeir færu úr landi. Hann sagðist hafa öðlast þekkingu og reynslu við þessar veiðar, en fluttir hafa verið til San Diego háhyrningar sem hann útvegaði í samvinnu við bandaríska aðila. Sagði Jón að þessar skepnur vektu athygli og drægju að fólk og gerði það þær eftirsóknarverðar og kvaðst vona að eitthvert áframhald yrði á þessum veiðum en þær væru þó búnar að þessu sinni. Þá var í dag fluttur háhyrningur flugleiðis til Nizza frá Keflavík. Var hann fyrst fluttur frá Hornafirði með Fokker-vél Flugleiða sem lenti á Keflavíkurflugvelli um kl. 14:30 og fór síðan Boeing-þöta Flugleiða frá Keflavík síðdegis beint til Nizza og var ráðgert að hún flygi rakleiðis til Keflavíkur aftur. Meira saltað af Suður- landssfld en nokkru sinni Utflutningsverðmæti saltsíldar um 7 milljarðar króna Á SÍLDARVERTÍÐ þeirri, sem nú er um það bil að ljúka, hefur verið saltað meira af Suðurlandssíld en nokkru sinni fyrr í sögunni. í gær nam heildarsöltunin 190 þúsund tunnum. en saltað hefur verið á samtals 32 söltunarstöðvum á 16 stöðum 4 landinu. í fyrra voru saltaðar 152 þúsund tunnur, en þá var um metsöltun á Suðurlandssfld að ræða. Tjtflutningsverðmæti saltsfldar- innar á þessari vertfð er áætlað um 7 milljarðar króna. Síldin er söltuð á margvíslegan hátt eftir tegunda-, verkunar, stærða- og gæðakröfum „Kaupránið": Nemur 12—29 þúsund á algengum launum ALGENGASTA verkamanna- kaup, sem verið hefur 152.010 krónur á mánuði, hækkar nú um mánaðamótin í 161.313 krónur. en hcfði átt að hækka í 173.474 krónur, ef samningar hefðu verið látnir gilda og ríkisstjórnin ekki ákveðið að eyða 8 vísitölustigum. Þannig er „kaupránið" gagnvart þessum verkamanni 12.161 króna á mánuði hverjum og vinni þessi sami maður 2 klukkustundir í eftirvinnu á dag, eru laun hans 204.814 og „kaupránið" þá orðið 16.385 krónur gagnvart þessum verkamanni. Verzlunarmaður, sem vinnur samkvæmt 6. taxta og hefur 5 ára starfsreynslu, hefur haft 171.143 krónur á mánuði og hefðu laun hans átt að fara í 195.308 krónur, ef samningar hefðu verið látnir gilHa „Kaupránið" gagnvart þess- um manni er á mánuði 13.691 króna. Meðalflokkur í launatöflu ríkisstarfsmanna, BSRB, er 13. flokkur og samkvæmt 3. þrepi þar eru launin 244.184 krónur. Á þann flokk vantar 19.535 krónur á mánuði til þess að hann fái hækkun samkvæmt kjarasamn- ingum. Þessi laun fara nú upp í 259.128 krónur, en hefðu átt að fara í 278.663 krónur. Algengasti flokkur í launatöflu Bandalags háskólamanna er 109. flokkur, 5. þrep. Þar voru launin nú fyrir mánaðamótin 291.849 krónur á mánuði. Þar er „kaupránið" nú á mánuði 23.348 og á því tímabili, sem líður fram að næsta útreikn- ingi vísitölubóta, verður „kaup- ránið" gagnvart þessum manni orðið 70.044 krónur. Á þessa upphæð vantar aðeins 6.856 krón- ur til þess að hún sé hið sama og fargjald til London og heim aftur. Er þá átt við almennt sérfargjald. Þeir, sem höfðu 143.513 krónur í mánaðarlaun nú fyrir mánaða- mótin, eru „kauprændir" 11.481 krónu. Ef launin voru 167.585 krónur er „ránið" orðið 13.407 krónur á mánuði. Á 200 þúsund króna mánaðarlaun eru kauprýrn- unin 16 þúsund krónur og þar sem þakið er í launastiganum 262.605 krónur á mánuði er rýrnun kaupsins vegna eyðingu 8 vísitölu- stiga 21.008 krónur. Á þriggja mánaða tímabili er „kauprán" þakmannsins orðið 63.024 krónur eða 1.324 krónum hærra en almennt sérfargjald með Flugleið- um til Glasgow og heim aftur. Ef launin eru 312.605 krónur á mánuði er launarýrnunin orðin rétt rúmlega 25 þúsund krónur á mánuði og 362 þúsund króna mánaðarlaun, sem verið hafa, rýrna nú um rétt rúmlega 29 þúsund krónur. Á þriggja mánaða tímabili er þá launarýrnunin vegna eyðingar ríkisstjórnarinnar á 8 vísitölustigum orðin rétt tæplega 90 þúsund krónur eða fjárhæð, sem ekki er langt frá því að vera fargjald til New York og heim aftur. hinna ýmsu markaða, en alls voru framleiddar á vertíðinni 33 mis- munandi tegundir. Síldin er svo til öll seld með fyrirframsamningum. Til Sovétríkj- anna fara 60 þúsund tunnur, Svíþjóðar 51 þúsund, Póllands 30—35 þúsund tunnur, V-Þýskalands 12 þúsund tunnur og saltsíld er einnig seld til Finnlands, Danmerk- ur og Bandaríkjanna. Auk þess fer smávegis til vinnslu innanlands hjá íslenzkum niðurlagningarverksmiðj- um og sérstakrar framleiðslu á vegum Síldarútvegsnefndar. Gunnar Flóvenz framkvæmdar- stjóri Síldarútvegsnefndar sagði í samtali við Morgunblaðið í gær, að það hefði verið ýmsum erfiðleikum bundið að tryggja fyrirframsölu á svo miklu magni, þar sem markaðir væru mjög takmarkaðir, auk þess sem samkeppnin frá Kanada væri hörð. Kanadamenn hefðu í ár boðið 9g selt á 20—30% lægra verði en íslendingar, miðað við síld af svipaðri stærð og með svipuðu fituinnihaldi og íslendingar fram- leiddu. Þá væri ekki vitað með neinni vissu, þegar fyrirframsamningar væru gerðir, hvernig stærðarskipt- ingin í aflanum yrði, en kröfur hinna ýmsu markaða eru mjög mismun- andi hvað þessi atriði snertir. Af framangreindum ástæðum væri algengt að saltað væri úr einum og sama farminum samtímis á 3 mismunandi markaði og stundum yrði að skipta um söltunaraðferðir fyrirvaralaust, jafnvel að nóttu til þegar nóg væri komið af ákveðnum tegundum. Minnstu mistök varðandi þessi atriði gætu valdið gífurlegu fjárhagslegu tjóni. Gunnar sagði að lokum að ekki væri nóg að koma síldinni í tunnurnar. Fylgjast þyrfti vel með síldinni meðan hún væri að verkast og sjá um að rétt hitastig væri á verkunarstaðnum, ganga frá henni til skoðunar og yfirtöku og koma henni síðan í tæka tíð á markaðinn. Nýtt búvöruverð á mánudaginn: Landbúnaðarvör- ur lækka í verði vegna aukinna niðurgreiðslna frumvarpinu en þær koma aðeins á landbúnaðarvörurnar, mætti bú- vörugrundvöllurinn hækka um 23% án þess það kæmi fram í hærra verði til neytenda. Er þvi ljóst að engin tegund mun hækka og allmargar lækka í verði. Nær allar mjólkurafurðir eru niðurgreiddar og sömuleiðis kinda- kjöt og nautakjöt. Aðeins 30% ostur hefur ekki verið niðurgreiddur en hann mun væntanlega verða niður- greiddur að hluta eftir 1. desember. Talið er að niðurgreiðslurnar kosti ríkisjóð 420 milljónir í desember en 5200 milljónir á heilu ári en hvert niðurgreiðslustig mun kosta ríkisjóð 1700 milljónir á ársgrundvelli. NÝTT verð á landbúnaðarafurðum mun væntanlega taka gildi á mánudaginn. Er reiknað með því að flestar tegundir landbúnaðarvara lækki þá í verði vegna aukinna niðurgreiðslna, sem kveðið er á um í nýsamþykktu efnahagsmálafrum- varpi ríkisstjórnarinnar. Hið nýja verð á að reikna út í dag eða á morgun. Guðmundur Sigþórsson ritari sex- mannanefndarinnar tjáði Mbl. í gær að hækkun á búvörugrundvellinum, þ.e. verði til bænda yrði sem næst 6,7% nú 1. desember. Landbúnaðar- vörur eru 14 — 15% af vísitölugrund- vellinum og ef niðurgreiðslur eru auknar um 3% eins og segir í

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.