Morgunblaðið - 03.12.1978, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 03.12.1978, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 3. DESEMBER 1978 Varðarfundur á mánudagskvöldi Aðgerðir ríkisstjórn- arinnar og launamálin Landsmálafélaííið Vörður mun halda fund urti aðgerðir rikis- stjórnarinnar ok launamálin mánudaginn 4. des. n.k. í Valhöll. Fundurinn hefst kl. 20.30. Frummælendur verða: Geir Hallgrímsson, er ræðir aðgerðirn- ar og hvernig að þeim var staðið, Guðmundur H. Garðarsson er ræðir þann þátt er snýr að launþegasamtökunum og Þráinn Eggertsson hagfræðingur er ræðir almenn áhrif aðgerðanna. Fundarstjóri verður Pétur Sigurðsson. Sjálfstæðisfólk er hvatt til að fjölmenna á fundinn. Ríkisstjórnin hef- ur samþykkt nær 4% gengissig ALLT FRÁ því er Seðlabanki Isiand.s hóf á ný að skrá gengi íslenzkrar krónu hinn 6. septem- ber síðastliðinn, er ákveðin hafði verið í samráði við ríkisstjórnina 15% gengisfelling, sem hækkaði erlendan gjaideyri um 17,3% hefur erlendur gjaldeyrir enn hækkað í verði að meðaltali um 3,9% vegna gengissigs. Samtals hefur því erlendur gjaideyrir hækkað í verði um tæplega 22% frá því er núverandi ríkisstjórn var mynduð. Ferðamannagjaid- eyrir hefur hins vegar hækkað um 34%. „Það er rétt að Seðlabankinn þarf að fá samþykki ríkisstjórnar- innar hverju sinni fyrir auknu svigrúmi, en hann hefur hverju sinni svokallað 2% reikningslegt svigrúm," sagði Svavar Gestsson viðskiptaráðherra er Mbl. spurði hann í gær, hvort 4% gengissig þýddi það að hann hefði sem viðskiptaráðherra tvisvar sinnum samþykkt gengissig. „Þetta geng- issig stafar að nær öllu leyti af því að það hafa verið geysilegar sveiflur á erlendum gjaldeyris- mörkuðum. Dollarinn hrundi nið- ur í október, en hækkaði aftur í nóvember. Og meðah hann lækk- aði í október hækkuðu og styrktust 06 SVO VAR VA9 wkfNv/fRt/Nú SEM W %iA0/0 S/rtVlEO tlMtír- Bergiðjan er mjög illa farin eftir eldinn í fyrrinótt. Ljósm. Mbl. Kristján. gjaldmiðlar þeirra landa, sem við flytjum inn vörur frá. Tveir þriðju okkar útflutnings eru í dollurum og tveir þriðju innflutningsins í Vestur-Evrópumyntun. Þegar slíkt misgengi verður milli dollarans og Vestur-Evrópumynta verður að leiðrétta það. Útreikningar á meðalgengi innflutnings og út- flutnings eru framkvæmdir dag- lega og reikningslegar leiðrétting- ar síðan framkvæmdar í samræmi við niðurstöður þessara útreikn- inga. Vegna þessa hefur orðið nokkur hreyfing á krónunni síðan gengið var fellt og sú hreyfing hefur verið öll niður á við.“ Mest hafa gyllini hækkað í verði eða um 7,3% frá því er gengis- skráning hófst með skráningu nr. 159. Danskar krónur hafa hækkað um 6,7%, norskar um 6,4%, sænskar um 4,0% og finnsk mörk hafa hækkað um 4,7%. Dollar og sterlingspund hafa hækkað jafn mikið eða um 3,0%, vestur-þýzk mörk um 7,1% og pesetar um 7,0%. Gjaldeyrir tveggja þjóða hefur staðið sig verr en íslenzka krónan á þessu tímabili. Eru það svissneskir- frankar, sem lækkað hafa um 3,5%, og yen, sem lækkað hafa um 1,9%. A annað hundrað DÚsund ír.stolið ÁFRAM er haldið rannsókn á innbrotinu í heilsugæzlustöðina í Bolungarvík, en þaðan var stolið á annað hundrað þúsund krónum í peningum. Tveir menn frá Rann- sóknarlögreglu ríkisins fóru vestur til þess að rannsaka málið, en óvenju mikið hefur verið um innbrot í Bolungarvík á þessu ári. Eldur í bergiðju Kleppsspftala< Reynt að koma upp vinnu- aðstöðu á ný hið fyrsta REYNT verður hið íyrsta að varð ilia úti í eldsvoða í íyrrinótt. koma upp á ný vinnuaðstöðu Jóhann Sigurðsson, umsjónar- fyrir vistmenn Kleppsspítala í maður, sagði í samtali við Mbl. að vestari enda bcrgiðjunnar sem byggingin væri mjögilla farin og Jöfn sala á svína- kjöti ogkjúklingum AUKNAR niðurgreiðslur, sér- staklega á sauðfjárafurðum, virðast ekki hafa haft teljandi áhrif á sölu svínakjöts og ali- fugla, þeim tveimur kjötvörum scm engra niðurgreiðslna njóta, en áður hefur reynslan oít orðið sú, að ódýrt kindakjöt hefur leitt til samdráttar f sölu á þessum kjötvörum. Þorvaldur Guðmundsson, for- stjóri Síldar og fisks, sagði í samtali við Morgunblaðið, að hann gæti ekki merkt að auknar niður- greiðslur á kindakjöti hefðu haft nein áhrif á sölu svínakjöts. Hann sagði, að svínakjötsneyzla væri orðin tiltölulega stöðug. Fólk neytti þess fyrst og fremst til hátíðabrigða, og ekki virtist vera þar nein breyting á þrátt fyrir að annað kjöt lækkaði, enda væri svínakjötið tiltölulega ódýrt og stöðugt í verði, því að verðið réðist alveg af framboði og eftirspurn. Framleiðsla svínakjöts er nokkuð jöfn frá ári til árs eða í kringum eitt þúsund lestir, en til saman- burðar má nefna að kindakjöts- framleiðslan í ár er áætluð um 15 þúsund lestir. Jón Guðmundsson alifuglabóndi á Reykjum, sagði í samtali við Mbl. að hann vissi ekki til annars en birgðir af alifuglakjöti væru með eðlilegum hætti, þannig að auknar niðurgreiðslur á kindakjöti hefðu ekki breytt þar neinu um og valdið sölutregðu. Verð á kjúkling- um hefur ekki breytzt frá því í jlúí í sumar en það er nú til athugunar. Kjúklingaframleiðslan í landinu er á bilinu 350—400 tonn en með slátrun eldri fugla, þar sem neysla á þeim fer vaxandi, má áætla að framleiðsla á hænsnakjöti sé ná- lægt 500 tonnum. miklar skemmdir bæði utan húss og innan, en hann kvaðst þó staðráðinn í að koma upp aðstöðu í þessum vestari enda bergiðjunn- ar hið fyrsta því að hann hefði sloppið tiltölulega vel í eldinum. Eldsins varð vart kl. liðlega 2 í fyrrinótt, og þegar slökkviliðið kom á vettvang logaði út um glugga á norður- og suðurhlið byggingarinnar og einnig upp úr þakinu. Ráðist var á eldinn með tveimur háþrýstislöngum og bráð- lega kom í ljós að eldurinn var í fölsku lofti, svo að rjúfa varð þakið til að komast að honum. Reyndist töluverðum vandkvæðum bundið að ná til eldsins vegna reyks en slökkvistarfinu var lokið um kl. 3.30. Góður af li línu- báta á ísafirði — Aflinn hefur verið góður hjá linubátunum hér að undan- förnu þar til í gær og hjá togurunum hefur vcrið reytings- afli, sagði Jón Páll Iialldórsson framkvstj. Hraðfrystihússins Norðurtanga á ísafirði í samtali við Mbl. í gær. — Línubátarnir fengu í nóvem- ber milli 110 og 138 tonn og var aflahæstur Orri með 138 tonn í 22 róðrum. Aflinn í gær var lakari. Línubátarnir stunda þessar veiðar fram að þorskveiðibanninu 20. desember og verður þá hlé hjá þeim fram yfir áramótin. Togar- arnir hafa verið með reytingsafla að undanförnu og rækjuveiðar eru enn ekki hafnar og verður vart fyrr enn upp úr áramótum. Vinna hefur samt verið sæmileg, hér hefur mikið verið byggt og mikil vinna kringum það, en þó hafa t.d. þær konur sem unnið hafa við rækjuna ekki fengið vinnu hjá frystihúsunum þar sem ekki hefur verið svo mikið að gera hjá þeim, en hér var samt enginn kominn á atvinnuleysisskrá í gær. Þeirra eigin orð... „Kaupránslögin verða því aðeins afnumin aðAlþýðubandalagiðkomi sterkara út úr kosningunum...“ — sagði Svavar Gestsson, ritstjóri, 21. júní Svavar Gestsson, þáverandi ritstjóri Þjóðviljans, sagði í blaði sínu hinn 8. júní sl.: „Enn fleiri launamenn þurfa að fylkja sér til andstöðu við kaupráns- flokkana 25. júní, annars munu þeir halda áfram að skerða kaupið eins og þeir höfðu áður lýst jí:r. Eina leiðin til þess að stöðva áform kaupránsflokk- anna er að fylkja sér um Alþýðubandalagið, pólitískt ein- ingarafl íslenzkra launamanna." Svavar Gestsson í Þjóðviljanum 21. júní: „Kaupránslögin verða því aðeins afnumin að Alþýðu- bandalagið komi sterkara út úr Alþingiskosningunum en nokkru sinni fyrr.“ Það hefur margoft gerzt, að fallið hefur verið frá kauphækkunarkröfum... — sagði Svavar Gestsson, viðskiptaráðherra, 27. nóv. SVAVAR Gestson, viðskiþta- ráðherra, í ræðu á Alþingi skömmu áður en hann greiddi „kaupránslögum" núverandi rík- isstjórnar atkvæði sitt og sam- þykkti þar með 8% „kauprán": „Þegar verkalýðshreyfingin á íslandi hefur gengið frá kjara- samningum undanfarna áratugi hefur það margoft gerzt, að fallið hefur verið frá kaup- hækkunarkröfum gegn því, að tilþtekin félagsleg réttindamál næðu fram að ganga."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.