Morgunblaðið - 03.12.1978, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 03.12.1978, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 3. DESEMBER 1978 7 í dag hefst jólafastan, aðventan, og í meira en hálft annað árþúsund, síöan helgisiðakerfi kirkjunnar fékk þaö form, sem viö búum í öllum megindráttum við enn í dag, hefur jólafastan, að- ventuvikurnar fjórar verið ætlaðar kristnum mönn- um til undirbúnings fæðingarhátíð 'frelsarans. Og yfirskrift aðventunnar allrar er Kristsorö Opin- berunarbókarinnar: 1Sjá, ég stend við dyrnar og kný á“. í bókmenntum forn- aldarþjóðanna, heimspeki þeirra og trúspekiritum, má víöa sjá þess skýra vitnisburöi, að með þeim hefur vakað þrá eftir þeirra var svo heilög, að eitthvað í sál þeirra varaði þá viö að orðfæra hana viö aðra vegna þess að henni yröi aldrei lýst meö orðum svo að meira yrði en daufur svipur hjá sjón. Þránni eftir Kristi og því að lifa Krist á þeim augna- blikum þegar mannssál.in hefur sig himni Guðs næst, verður líklega hvað bezt lýst í myndlist og hljómum, en með oröum hefur þó verið til miklu fleiri manna náð með þann boðskap. Mér koma í hug miðaldaskáld og nútímamaöur. í marglitri dýrlingahjörð rómverksu kirkjunnar er hvað merkastur að mann- viti og heilagleika Bern- aðventan gengur í garð og kirkjan ver fjórum sunnu- dögum til aö boða komu hans, sem kom og kemur enn: „Sjá, ég stend við dyrnar og kný á“. En þráin eftir honum vakir víðar en í hugum kristinna manna, hún vakir einnig ómeðvituð í hugum svo margra að Guð einn veit, sem aldrei hafa heyrt nafn Krists nefnt. Einnig þessir eiga sína drauma, sínar vonir, sem finna fullkomnun sína í lífi óvið- jafnanlega mannsins frá Nazaret, og því er sú þrá þeirra, sem stefnir hæst, þrá eftir Kristi þótt þeir þekki nafn hans ekki. Og þráin eftir honum vakir einnig í ótal manns- Þráin eftir honum, sem kom og kemur guðmenni, mannkyns- lausnara sem sendur yröi til lausnar og leiðsagnar mönnum á jörðu. Og þó ber sér hvergi þessi þrá vitni eins og í helgiritum Gyöingaþjóðarinnar og þá mest í ritum innblásinna spámanna, í hugboðum þeirra og dulvitrunum. Þeir mændu eftir guð- menni, sendiboða hins hæsta sem í fyllingu tím- ans kæmi og sýndi í mannlegu holdi hæstu hugarsýnir og dýrustu drauma hinna göfugustu manna. HANN KOM, og þeir sem sáu hann lifa, heyrðu hann tala, sáu hann deyja og urðu vottar að upprisu hans, urðu svo alteknir þeirri vissu að hann væri fyrirheitni guðssonurinn, að játning þeirra var: Hann var „Ijómi dýrðar Guös og ímynd veru hans“, Ivo alteknir að þeir hófu furöulegustu sigurför, sem mannkynssagan kann að greina. Blóðvott- ar urðu sumir þeirra, en blóð þeirra varð að út- sæði, sem dýrasti meiður mannkyns er sprottinn af. Þráin eftir Kristi ber sér síöan vitni fram á þennan dag, óteljandi vitni í bók- menntum og listum mannanna og þó miklu fleiri vitnisburði í lífi nafn- lausra milljóna, sem aldrei skráðu orð á blað um reynslu, sem sumum hard frá Clairveaux (1091 — 1153). Hann var lengi talinn vafalaus höfundur hins fagra Kristssálms: Þín minning, Jesú mjög sæt er, sem Páll lögmaður Vídalín þýddi á íslenzkt mál en við eigum nú og notum í þýðingu Helga lektors Hálfdanarsonar. Þar er m.a. þetta fagra vers: Ei heyrist fegra í heimi mál, ei hugsað æðra getur sál, og engan söng að eyra ber, sem yndislegri en nafn þitt er. Svo ortu menn á miðöldum, og enn á okkar öld yrkir Einar H. Kvaran (d. 1938) í Kristssálmi sínum, þar sem af hverri Ijóölínu leggur ilm til- beiðslu og lotningar fyrir Kristi sem hámarki alls, er hugur manns getur gripið: Kom, þó að vér aöhyllumst þrjózku og tál þá þráir þig, Kristur, hver einasta sál frá sólskini suölægra landa til næöinga nyrztu stranda. Svo ómar í gegn um árþúsundir nálega tvær strengur á hörpu manns- hjartans, sem hönd Krists hrærir nær sem sálin lítur einhver leiftur af heilagri veru hans. Á þessa þrá er minnt í kristnum heimi, þegar sálum, sem „aðra guði dýrka“ og finna guðsdýrk- un sinni form í ekki-kristn- um trúarbrögöum þótt þeir þekki nafn Krists og viti nokkuð um kenningu hans og líf. Þetta er hinn „huldi kristindómur“ utan endimarka kristinnar kirkju. Ég veit að ýmsir munu telja þetta jaðra við guðlast. En ég veit að í öðrum trúarbrögðum er margar þær hugmyndir að finna, sem hliðstæðar eru því, sem Kristur kom til aö boða, þótt öðrum nöfnum séu nefndar og íklæddar eru öðrum helgisiðum en þeim, sem viö búum við. Þess vegna benda æðstu hugmyndir þeirra, til þess, sem fyllingu fann í honum, sem aðventan boöar að sé nú í nánd. Þess vegna er þrá þeirra þrá eftir Kristi. Þetta vissu sumir hinna fornu kirkjufeðra og kenndu, að Kristindómur hefði verið til löngu fyrr en Kristur fæddist. Þeir voru frjálslyndari, víösýnni en kirkjan hefur tíðast verið síðan. Víðerni guðsríkis í sálum mannanna hefur enginn mælt, því að enginn sér þá huldu dóma með augum hans, sem segir nú viö mig og þig: „Sjá, ég stend við dyrnar og kný á“. „Opna glaður hjartans hús“ segir í einum 'aðventusálminum. Jólafundur Kvenstúdentafélagsins verður haldinn 6. des. í Atthagasel Hótei Sögu kl. 20.30. SKEMMTIATRIÐI JÓLAHAPPDRÆTTI Framreitt veröur jólaglögg og plparkökur. Seld verða jólakort Barnahjálpar Sameinuöu þjóöanna. Þátttaka tilkynnist í síma 21644 — 24871 — 35433 fyrir þriðjudagskvöld. Stjórnin. PROGRESS Viðurkennt fyrir gæöi. Meö úrval af margskonar progress heimilistækjum Meðal annars: Gerö Super 91 Auto- matic er ætluö stórum heimilum. Mjög góður sogkraftur, 900 w mótor. Ennfremur fleiri geröir. Hagstætt verð. Áratuga reynsla á ryksugum frá Progress. Veriö velkomin LEGGJUM SÉRSTAKA ÁHERZLU Á GÓÐA VIÐGERÐA- OG VARAHLUTAÞJÓNUSTU í Austurveri, Háaleitisbraut 68, sími 84445 og 86035. A Stjórnunarfélag íslands Jk Fyrir þá sem vilja auka útflutningstekjur. ÚTFLUTNINGSVERZLUN Dagana 11.—13. desember n.k. gengst Stjórnunarféiag íslands fyrir námskeiöi í Útflutningsverzlun. Námskeiöið veröur haldiö að Hótel Esju og stendur frá kl. 15—19 alla dagana eóa alls í 12 klst. Námskeið þetta er einkum ætlaö starfsfólki útflutningsfyrirtækja og fyrirtækja er hyggja á útflutning, og megin tilgangurinn er aö gera starfsfólk hæfara til aö leysa hin ýmsu vandamál í útflutningsstarf- inu. Á námskeiöinu veröur aöallega leitast viö kynna: — frágang og gerð útflutnings- skýrslna — val markaða — val dreifiaðila - — söluörvandi útflutningsaðgerðir. Auk þess veröa fleiri atriði er snerta útflutning kynnt. Úlfur Sigmundsson. Leiðbeinendur veröa Úlfur Sigmundsson og starfsfólk útflutnings- miðstöövar iönaöarins. Þátttaka tilkynnist í síma 82930 hjá Stjórnunarfélagi íslands. Hringiö ennfremur og biðjiö um að fá sendan ókeypis upplýsingabækling um námskeiö SFÍ. m.t.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.