Morgunblaðið - 03.12.1978, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 03.12.1978, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐID, SUNNUDAGUR 3. DESEMBER 1978 HANN * •* ÞOTTIST ERA KRISTUR ENDUR RORINN ^f' • > Hvers konar maöur var eiginlega James Thurman Jones? Þessi 47 ára gamli Kaliforníubúi, sem var leiðtogi undarlegs sértrúarflokks í Bandaríkjunum, og fékk taliö um 900 trúbræöur sína og trúsystur á að svipta sig lífi í frumskógum Guyana í Suður-Ameríku fyrir rúmri viku. Þetta var Þvílíkt fjölda-sjálfsmorð, að Það á engan sinn líka síðan atburðirnir í Masada geröust, Þegar Gyðingarnir sviptu sig lífi fremur en að falla í hendur Rómverjanna. í augum áhangenda sinna, sem um skeið voru orönir um 20.000 talsins, var hann „faðir", Þróttmikill, almáttugur og stundum grimmlyndur; — hann spáöi komandi stríði milli kynpáttanna og endalokum vestrænnar menningar í gjöreyðandi kjarnorkustríöi. í augum Þeirra mörgu, sem féllu frá trúnni á „AlÞýðumusteri" hans, var James Jones ekkert annað en kúgunargjarn svikahrappur, sem Þreifst ofur vel á Þeim ótta, sem hinir, aö yfirgnæfandi meirihluta fátæku, svörtu fylgismenn hans báru í brjósti vegna litarháttar síns, og Jones kunni einnig að færa sér í nyt vonir Þessa fólks um betra líf. Að mati hins 19 ára gamla sonar hans, Stephans, var hann „snillingur, sem síðar breyttist í hatursfullan, hálfsturlaðan fasista". í augum sjálfs sín var síra Jim Jones síðustu 10 ár ævi sinnar guö meö svolitlu leninbragöi. „Ég sagði skiliö við Jim í kringum 1966," sagöi síra Ross Case núna í vikunni, „en Þá var Jones farinn að segja mér, að hann væri Kristur endurfæddur." Síra Ross Case aðstoöaði Jones við aö stofna hiö fyrsta „AlÞýöumusteri" sitt í Kaliforníu, en Það stendur í hinum friðsæla Redwood Valley skammt fyrir norðan San Francísco. „Þau tíðindi, að James Jones væri Kristur endurholdgaður, voru mikið áfall fyrir mig, sérstaklega af Því að Jim var alltaf að hafa orð á Því um Þetta leyti, að hann væri marxisti, og svo úthúöaöi hann biblíunni sem pappírs-skurðgoöi." „Hann hafði til að bera óvenjulega persónutöfra," sagði Case, „og hann gat heillað hvern sem var, hvort sem viðkomandi maður var fávís eða vel mennt- aður." Michael Prokes, 31, var áður fréttamaður hjá CBS-sjónvarps- stöðinni bandarísku og var sendur þeirra erinda að „ná nú í góða Musteris-sögu" handa sjónvarpsáhorfendum. I staðinn fyrir að ná í söguna lét Michael Prokes Jones ráða sig til starfa fyrir sértrúarflokkinn, og þann- ig varð Prokes aðalútgefandi og ritstjóri „People's Forum", sem var málgagn sértrúarflokksins. Nú sem stendur er Michael Prokes einn af þeim þremur sértrúarmönnum, sem hafðir eru í haldi og eru til yfirheyrslu í sambandi við morðið á banda- ríska þingmanninum Leo Ryan og fjórum mönnum öðrum. Þriggja ára gamall sonur Prokes var einn af hinum áttatíu og tveimur börnum, sem deydd voru með eitri í nýlendu sértrúarflokksins í Guyana. Með málað andlit James Thurman Jones var lágvaxinn og þybbinn með dökkt hár. Af ljósmyndum að dæma hefur hann verið afar fríður sem ungur maður. Hann fullyrti, að hann væri af indíánaættum að hluta. Hann hafði gaman af að klæðast dökkum skyrtum,.hvít- um jakkafötum og gekk gjarnan með bláleit gleraugu. Þegar hann prédikaði á samkundum sértrúarflokksins var hann rækilega farðaður, og frétta- menn sögðu frá því, að jafnvel inni í frumskógum Guyana hefði hið sólbrennda andlit hans verið dökkt af andlitsfarða. James Thurman Jones stund- aði nám við Butler-háskóla í Indianafylki í Bandaríkjunum og mátti teljast vel eða jafnvel prýðilega menntaður maður um það leyti sem hann stofnaði fyrsta Musterið sitt í hinni fjörlegu miðborg Indianapolis skömmu eftir 1950. Enda þótt hann hefði ekki hlotið neina reglulega þjálfun til prests- starfa, og stæði í alls engu sambandi við neina viðurkennda kirkju, þá gekk trúboðsstarf hans feikilga vel. Sértrúarflokk- ur hans varð brátt prýðilega skipulagður og meðlimir safn- aðarins stóðu í mjög nánu sambandi innbyrðis. Trúflokk- urinn rak ýmis konar starfsemi til almenningsheilla, bauð t.d. hverjum sem kærði sig um ókeypis heitar máltíðir, rak ókeypis sjúkrahús og fleiri stofnanir með svipuðu sniði. Allt þetta starf trúflokksins hlaut mikið lof hjá almenningi og fjölmargir studdu starfsemi þeirra með ríflegum peninga- gjöfum. Jones fékk vitranir um að mið-vesturríki Bandaríkjanna væri það landsvæði, þar sem úrslitabaráttan milli hinnagóðu og guðdómlegu afla og hinna illu afla heimsins skyldi fara fram, og því tók hann sig upp ásamt 100 tryggum áhangendum sín- um frá Indianafylki og hélt til sveitahéraðanna i norðurhluta Kaliforníu. Á þessum nýju slóðum gekk honum boðun fagnaðarerindisins eins og í sögu. Kalifornía er einmitt eftirlætis-fylki alls konar sér- trúarflokka og umferðarprédik- ara, og af þeirri eðlisávísun, sem öllum reglulegum sértrúarpost- ulum virðist vera meðfætt, leitaði Jones uppi hina óánægðu, sem aðallega eru hinir snauðu, atvinnulausu svertingjar í San Francisco og í Oakland. Þetta fólk tókst Jones fljótlega að laða að sértrúarflokki sínum. Spádómar og móðursýki Hið risastóra musteri í Geary-stræti í San Francisco, sem Jones tók á leigu, varð sértrúarflokki hans frá fyrstu stundu hin mesta lyftistöng. Við spurningum um hinztu rök mannlegs lífs og tilveru átti síra Jim jafnan einföld svör, og út í hina gamalkunnu blöndu af skottulækningum með trúar- ívafi, fjarstæðukenndum kenn- ingum um nýskipan efnahags- mála, og svo móðursýkislegar trúarathafnir, bætti hann spá- dómum um bráðlega valdatöku fasista í Bandaríkjunum, en þá mundu blökkumenn verða send- ir beint í gasklefana eins og gyðingarnir. En James Thurman Jones lofaði því, að hann skyldi bjarga þeim öllum frá þeirri tortímingu með því að skapa sósíalískan og óháðan griðarstað í fyrirheitnu landi. í fyllingu tímans mundi svo verða tilkynnt, hvar á jarðkringlunni það land væri Ryan öldungadeildarþingmaður — Þessi frjálslyndi hugrakki maður var nýbúinn að fullvissa lones um, að hann mundi ekki fara fram á það að þingnefnd rannsak- aði ástandið í söfnuði hans, þegar einn af æstustu lærisveinum safnaðarhöfðingjans kom aftan að honum og hótaði honum með hnífi. Newsweek lýsir atvikinu þannig: „Allt í einu spennti Don Sly, einn af aðstoðarforingjum Jones, hand- legginn utan um háls Ryans og beindi sex tommu löngum veiði- hníf að brjósti hans ... Garry og Lane þrifu til Slys; Ryan féll; hnífurinn gekk í hönd Slys; blóð spýttist yfir skyrtu Ryans. Jones stóð kyrr og horfði á. Breytir þetta öllu? spurði hann. Það breytir ekki öllu, svaraði öldungadeildarþing- maðurinn. En það breytir hlutun- um samt." — Myndin sýnir Ryan skömmu eftir atvikið, og má sjá blóðblettina á skyrtu hans. Seinna féll hann fyrir kúlum safnaðar- manna nánast fáeinum sekúndum áður en hann hugðist stíga upp í flugvélina sem átti að flytja hann til baka til Bandaríkjanna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.