Morgunblaðið - 03.12.1978, Page 17

Morgunblaðið - 03.12.1978, Page 17
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 3. DESEMBER 1978 17 sig eftirstríðsandrúmið. Það er hugsan- legt, að Laxness hafi af persónulegum ástæðum sneitt hjá þessu tímabili, en eftir skamma hríð ákvað hann að snúa sér að því. Þetta verklag hefur eins og gefur að skilja orðið til þess að rithöfundurinn stóð frammi fyrir ýmsum tæknilegum vandamálum; atburðarásina í árunum, sem sleppt var úr, varð að tengja á þann hátt að um jafn heilsteypt listaverk yrði að ræða og hin tvö fyrri. Eftir að hafa margsinnis lesið „Sjömeistarasöguna" er ég kominn að þeirri niðurstöðu, að þetta hafi heppnazt fullkomlega. Eftir frumsýninguna á „Brottnáminu úr kvennabúrinu" á Jósef keisari II. að hafa sagt við Mozart: „Alltof fagurt fyrir eyru vor og alltof margar nótur, minn kæri Mozart". Nákvæmlega það sama mætti segja um „Sjömeistara- söguna". Engum kafla mætti sleppa, engu smáatriði er ofaukið, allt er þaulhugsað, þannig að hver kafli leiðir lesandann í þá átt sem höfundurinn óskar. Að þetta eru ekki glamuryrði er hægt að ganga úr skugga um með því að líta á þá hugkvæmni, sem beitt er við sam- setningu bókarinnar. Fyrstu tólf kaflarn- ir eru samfléttaðir þannig að þar er sagt frá skólagöngu höfundar, eða „mennta- brautinni", sem hann nefnir svo. Upphafið er kafli þar sem sleginn er sami grunntónn og í fyrsta þætti sagnaþrenningarinnar, en um leið læðist að grunurinn um dauðann, sem verður drifkraftur á bak við afköst hins unga rithöfundar. Eftir þennan frábæra inn- gang segir í öðrum kafla af tveimur þekktum skáldum í fjórða bekk Mennta- skólans þennan vetur, Tómasi Guðmundssyni og Sigurði Einarssyni. Laxness finnst þó ekki ýkja mikið til um þennan söfnuð og segir í öðru sambandi: „Þegar ég leit í kringum mig aftur eftir allar þessar aldir, fannst mér ekki mætti seinna vera að fara út að verða séní aftur í staðinn fyrir að vera einn af fjórtán skáldum í fjórða bekk sem hlegið var að út um allan bæ“ (1—6). A meinfyndinn hátt tekur hann þá fyrir annan þeirra tveggja bekkjarbræðra, sem ekki eru skáld og í framhaldi af því kemur fyrsta bókmenntalega íhugunin i bókinni, sem er ýtarleg lýsing á persónu Sigurðar Einarssonar og skáldskap hans. Niður- staða þeirrar krufningar er sú að Laxness telur sig hvorki færan um að yrkja algjörlega fyrirhafnarlaust né kynna sér allan þjóðfélagsvanda samtíðarinnar jafn yfirborðslega (sjá t.d. bls. 24 og 27). í þessum sama kafla, hinum þriðja í bókinni, gerir hann um leið upp sakirnar við menntakerfi meðalmennskunnar, sem passar eins og hönd í hanzka fyrir þá, sem eru á sama gáfnastigi og Sigurður Einarsson, en það að jórtra á afmörkuð- um lexíum er svo algerlega í andstöðu við eðli Laxness, að óhjákvæmilega hlýtur hann að verða utangátta í þessu kerfi. Vandamálin, sem í þriðja^afla koma ekki fram nema í samanburði við bekkjar- bræðurna, sjást miklu skýrar í fjórða kafla í samtali við föðurinn, sem sýnir þessum sérsinna syni sínum mikinn skilning, enda þótt sjálfur sé hann raunar annarrar skoðunar: „Svo þér líst ekki á að fara varðaða leið Dóri minn, sagði hann. Ég hélt að þekking af hvaða tæi sem er kæmi rithöfundi í góðar þarfir. — Ég sagðist vilja varða sjálfur minn veg.“ (42); og faðirinn segir, að „öll dugandi skáld hér á Islandi hefðu gengið mentaveginn þó þau hefðu kanski ekki öll tekið há próf. — Ekki Egill Skallagrímsson, sagði ég. — Kanski ekki, sagði hann. En sá sem setti saman söguna um Egil er maður sem þér er óhætt að taka þér til fyrirmyndar ef þú ætlar að verða skáld." (44). Hin óháða og markvissa þekkingaröflun andspænis þekkingarúthlutun skólans er það, sem skapar skörpustu andstæðurnar í lífi þessa unga manns, og í nokkrum köflum (5—9) kynhumst við því hvernig hann rekst á nokkur skólafögin, tungumálin, sem hefðu átt að opna hann fyrir bókmenntalegum áhrifum, en sem gerðu það í furðulitlum mæli, og því verður hann að horfast í augu við þetta: „Var ekki hver dagur sem ég eyddi í þessum félagsskap glataður um eilífð? Var ég ekki með slíku athæfi að fjarlægjast takmark mitt um einn dag í senn? Hvar í dauðanum var ég staddur? Hvað var ég að vilja hér? Hvað skal segja gaddabör?" (70). Fyrsti hluti sögunnar lýkur með tveimur köflum, sem varpa skýru hliðar- ljósi á það, sem búið er að segja. í fyrsta lagi, kynnin af hinum pólitíska Ólafi Friðrikssyni, sem heldur því fram að unglinginn, sem er svo ötull við skriftir, skorti nokkuð sem miklu skipti, — fastan punkt í tilverunni, sem hafa mætti til viðmiðunar um alla skapaða hluti og útfæra síðan í ritverkunum. Laxness hafnar þessu sem grundvallarmisskiln- ingi. í næsta kafla kemur óbeint fram þetta álit, en þar segir frá dr. Living- stone, sem lagði af stað til að leita að upptökum Nílar, en endaði svo með að vera huggari og hjálparhella fólks í nauðum. Kafla um lærdómsdvölina í klaustrinu skotið inn af lipurð, þannig að hann mildar og dregur úr andstæðunum, sem nefndar eru hér að framan. Dvölinni í þessu Benediktína-klaustri hefur hann áður lýst, meðal annars í „Skáldatíma", en í þessari nýju bók er kennsluaðferðum munkanna hampað á kostnað hins venjulega evrópska skólakerfis. Klaustrið uppfyllir þarfir Laxness, því að þar eru fyrst og fremst gerðar kröfur til þess að nemandinn nái sér í þekkingu sjálfur. Meðan hann er í klaustrinu sinnir hann engu öðru en bókmenntum. Og þar með endar í rauninni „menntabraut" skálds- ins, í orðsins þrengstu merkingu. Annar hluti bókarinnar hefst á kaflan- um „Á Vegamótastíg 9“, en það er nokkurs konar bækistöð í verkinu. Flutningarnir af Laugaveginum á Vega- mótastíg (heitið er næstum of gott til að geta verið til!) hafa raunar táknrænt gildi umfram það að vera áþreifanleg stað- reynd: „Samt var þessi búferlaflutningur minn í sálfræðilegum og ævisögulegum skilningi ekki ólíkur því og þegar menn á íslandi núna taka sig upp frá búum sínum og flytja til Ástralíu" (104), sbr. „Fjar- lægðir mannsævinnar markast þó ekki alténd af tíma og rúmi, heldur þeim ímyndunum sem maður vill varast og þeim hugmyndum sem maður Ieitar að. Og þó Vegamótastígur lægi ekki nema tveggja mínútna gáng í vínkil frá þessari verslun (þe. Frón á Laugavegi), þá var þetta óravegur og óratími eftir horna- reikningi lífsins" (127). Þessar tilvitnanir sýna svo ekki verður um villzt, að Laxness lítur á breytt heimilisfang sem staðfest- ingu á þeirri breytingu, sem varð á lífi hans þegar hann hætti í skólanum. Þroski hans beinist nú í allt aðra átt en áður eða öllu heldur, — nú stendur ekkert í vegi fyrir honum lengur. I 13.—18. kafla gerir hann grein fyrir þessari þróun, sem meðal annars varðast af því að hann lýkur við fyrstu skáldsöguna og fer með hana í prentun. Þá tekur við tímabil þegar honum miðar á leið samtímis því sem hann leitar til baka. Það gerist með þeim hætti, að hann kynnir sér á eigin spýtur norskar raunsæisskáldsögur, frá því á árunum eftir 1880, sem þá voru allt annað en nýjar af nálinni, en sem hann sjálfur lítur á sem samtíðarverk. (í „Ungur eg var“ sjáum við þetta sama merkilega fyrirbæri, að það nýjasta á dagskránni höfðar ekki til íslenzkra rithöfunda, sem þá eru í Kaupmanna- höfn, heldur einmitt listaverk sem fram komu 20—30 árum áður). Hvað um það, þessar bókmenntir hafa sams konar áhrif á hann og það að komast í kynni við furðufuglana í bænum, þá sem sagt er frá í lokakafla (18) annars hluta. Þessir þrír kaflar veita þannig innsýn 1 þau mikilvægu áhrif, sem skáldið unga verður fyrir í leit að sjálfu sér. Síðustu átta kaflar bókarinnar fjalla utn kynni skáldsins af Erlendi Guðmundssyni og hér koma í ljós staðbundin áhrif ognýjar víddir opnast. Svo oft og meistaralega hefur Laxness lýst þeim miklu áhrifum, sem hann varð fyrir af umgengni við þennan mann, að undrum sætir að hægt sé að gera það enn einu sinni og það jafn vel og áður. Einkum er frásögnin af upplestrinum í Bárubúð fyrirtaksgóð. Þar finnst tauga- veikluðum rithöfundi hann vera milli tveggja andstæðra afla, neikvæðs áheyr- anda og jákvæðs. Sá síðarnefndi er auðvitað Erlendur. Annað er ekki sagt í þessari bók um sálarstríðið, sem stendur um trúna á eigin hæfileika og vantraustið á þá. Bardaganum lýkur án þess að það stríð sé útkljáð. Öfl að utan koma til skjalanna, dauðinn. Því er það að úrslitin koma ekki fram fyrr en í þriðju bók þessarar sagnaþrenningar. Þar kemur í ljós hvort eitthvað ætlar að verða úr rithöfundinum eða hvort hann verður bara einn í stórum hópi misheppnaðra snillinga, sem Island hefur látið Kaup- mannahöfn í té. Þetta verk er skrifað af framúrskar- andi öryggi. Þeir hnútar, sem óhjákvæmi- lega urðu til þegar tímaröðin skekktist, eru listavel leystir. Árangurinn verður ekki síðri en orðið hefði ef réttri tímaröð hafði verið fylgt. Þvert á móti er eins og þessi tæknilegu vandkvæði hafi verið nokkurs konar hólmganga. Þar við bætist það, sem upphaflega hefur að líkindum ekki verið ætlunin, sem síðan hefur komið í eðlilegu framhaldi af öðru, það er að segja sá mikli styrkur og hlýja, sem koma fram í umfjöllun mjög persónulegra ástæðna, einkum þar sem sagt er frá trúnaðarsambandinu við föðurinn. Á þessu örlar aðeins í „I túninu heima“, en engan veginn í sama mæli og hér, en alls ekki í „Ungur eg var“, þar sem hið eiginlega umhverfi er miklu fjarlægara og þar sem undarleg andúð á Dönum er ríkjandi. (Þeirrar andúðar verður einnig vart í „Sjömeistarasögunni"). Vera má að Laxness hafi kosið að færa endurminn- ingar sínar í skáldsögubúning til þess að halda efninu og sjálfum sér aðskildum, en ekki er nokkur vafi á því að efnið hefur náð slíkum tökum á skáldinu, að við Ljósm. Markus Li'|)|>o lesendur hans höfum hér fyrir framan okkur einhverja einlægustu og persónu- legustu bók hans. Með þessum þremur skáldsögum, auk þeirra tveggja minningabóka, sem áður komu út, hefur Laxness skrifað (og skáldað) sjálfsævisögu með sínum eigin hætti, sem nær fram til upphafs síðari heimsstyrjaldarinnar. Enda þótt varast beri að túlka þær upplýsingar, sem fram koma í sagnaþrenningunni, alltof bók- staflega, höfum við þó alténd fengið í hendur einstakt ævisöguefni í listrænum búningi, sem gerir þessar bækur að sígildum bókmenntaverkum. Það er í samræmi við rithöfundarferilinn allan, að sögurnar þrjár eru allar samdar eftir sömu fyrirmynd, þeirri, sem svo víða er grundvöllurinn í ritverkum Halldórs Laxness: Ungmennið á vegamótunum. í öllum bókunum sjáum við ungan, verð- andi listamann, sem stendur á einum krossgötum af ótalmörgum í lífinu, en samkvæmt eðlisávísun sinni ratar hann alltaf réttu leiðina, því að hann býr yfir skýrri vitneskju um listræna köllun sína, og sú sannfæring er eins og óbrigðul segulnál. Þessar þrjár skáldsögur eru eins dæmigerð Laxnessverk og frekast má vera. Og er þá mikið sagt.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.