Morgunblaðið - 03.12.1978, Page 24

Morgunblaðið - 03.12.1978, Page 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 3. DESEMBER 1978 fHínrpii Útgefandi ntltitafrifr hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Ritstjórnarfulttrúi Þorbjörn Guðmundsson. Fréttastjóri Björn Jóhannsson. Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson Ritstjórn og afgreiósla Aóalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar Aðalstræti 6, sími 22480. Askriftargjald 2500.00 kr. ð mónuói innanlands. 1 lausasölu 125 kr. eintakió. Utanríkisráðherra Bene- dikt Gröndal kallaði bandaríska sendiherrann fyrir sig fyrir skömmu og kvartaði formlega yfir þeirri stefnu Bandaríkja- stjórnar að fækka opinber- um starfsmönnum sínum. Þegar ráðherrann skýrði málið á Alþingi komst hann þannig að orði að sögn Þjóðviljans: „Ég vil ítreka það, að þetta er lítið mál, en það getur snert marga einstaklinga og þetta er lítið fólk.“ Ummæli ráðherrans og athafnir vegna ákvörðunar Bandaríkjastjórnar vekja ýmsar spurningar. Sé málið „lítið“, hvers vegna greip ráðherrann til jafn óvenju- legra viðbragða og þeirra að kalla sendiherrann form- lega fyrir sig og bera fram kvörtun? Hvers vegna lét ráðherrann það berast til fréttastofu útvarpsins, að hann hefði gripið til þessara óvæntu ráða? Hvað á ráð- herrann við, þegar hann talar um „lítið fólk“? Eru þeir íslendingar, sem starfa í þjónustu varnarliðsins, „minni" en aðrir? Ekki verður dregið í efa, að utanríkisráðherra hafi gengið gott eitt til með aðgerðum sínum. En honum eru mislagðar hendur. Hann hefur gefið sér þá hæpnu forsendu, að með varnarsamningnum hafi Bandaríkjamenn gengist undir að hafa íslendinga í eins konar „atvinnubóta- vinnu“. Þeirri stefnu hefur jafn- an verið fylgt af íslenskum stjórnvöldum, að það sé á valdi íslendinga að ákveða, hve margir íslendingar starfi í þágu varnarliðsins. Upphaflega sáu bandarískir verktakar um framkvæmdir á vallarsvæðinu og var meirihluti starfsmanna þeirra um tíma bandarísk- ur. Þetta skapaði sambúð- arvandamál, sem leyst var m.a. með því að íslenska ríkið beitti sér fyrir stofn- um íslensks verktakafyrir- tækis, er hefði einkarétt til framkvæmda og hefur sú skipan haldist síðan og sætir nú nokkurri gagnrýni. Á hinn bóginn hefur það einnig verið stefna ís- lenskra stjórnvalda, að í bandaríska varnarliðinu væru ekki fleiri Bandaríkja- menn en brýn þörf krefðist. Með kröfunni um há- marksfjölda hafa Banda- ríkjamenn í raun verið knúnir til að ráða íslenska starfsmenn í sína þjónustu. Bandaríkjamönnum er ljóst, að ríkisstjórn Islands ræður því að meginstefnu, hver margir Islendingar starfa á vegum varnarliðs- ins eða við framkvæmdir í þágu þess. Sú meginstefna hefur ekki mótast af at- vinnusjónarmiðum sem slíkum heldur hefur hún tekið mið af því, hvernig Islendingar vilja almennt hátta samskiptum sínum við varnarliðið. Benedikt Gröndal hefur með aðgerðum sínum í þessu máli lagt áherslu á „atvinnubóta“-sjónarmið, sem aldrei fyrr hefur ráðið ferðinni í vörnum landsins. I málaleitan ráðherrans felst uppgjöf í baráttunni við aðsteðjandi atvinnu- vanda og okinu er varpað á herðar Bandaríkjanna. Verkalýðsforingi Alþýðu- flokksins, þingmaður Reykjaneskjördæmis, Karl Steinar Guðnason, tók í þingræðu undir með ráð- herranum og upplýsti, að verkalýðsfélögin hefðu hvatt ráðherrann til dáða. Tæplega 1000 íslendingar starfa nú á vegum varnar- liðsins fyrir utan þá, sem starfa á vegum verktak- anna. Það eru þessir þúsund íslendingar, sem utanríkis- ráðherra talar un sem „lítið fólk“, sem hann þurfi að leita ásjár fyrir hjá sendi- herra Bandaríkjanna. Ráð- herrann hefur hins vegar enga grein gert fyrir því, hve örar mannabreytingar á Keflavíkurflugvelli eru og hvaða áhrif það hefði í raun, ef Bandaríkjamenn framfylgdu þeirri reglu, sem þeir hafa mótað um ráðningu starfsmanna sinna. Nauðsynlegt er, að upplýsingar um það komi fram. Fyrsta og síðasta krafa Islendinga á hendur Banda- ríkjamönnum samkvæmt varnarsamningnum er, að þeir sýni fram á, að með viðbúnaði sínum og mann- afla geti þeir varið landið. í þessari kröfu felst ekki, að hér á landi sé yfirþyrmandi vígbúnaður, heldur liggi fyrir framkvæmanlegar áætlanir um nauðsynlegar ráðstafanir til að koma í veg fyrir árás á landið. Samhliða þessu verður að sjá til þess, að sambúðin við Bandaríkjamenn sé árekstralaus. Koma verður fram við bandarísk stjórn- völd af fullri reisn og ekki krefjast þess af þeim, að þau leysi vandamál, sem eru í verkahring íslenskra stjórnvalda. I Jtanríkisráðherrann og ,Jitla fólkið“ j Reykjavíkurbréf Laugardagur 2. desember >♦♦♦♦♦♦< Leid Alþýdu- banda- lags til sósíalisma Markmið Alþýðubandalagsins er að koma á sósíalisma á Islandi. Tilgangur þess með því að gerast aðili að samstarfi um ríkisstjórn er að þokast nær því marki. Aðferðin, sem nú er notuð, eru „tímabundnar" ráðstafanir í efna- hagsmálum á þriggja mánaða fresti. Með þeim efnahagsráðstöf- unum, sem gerðar hafa verið frá því í september hefur Alþýðu- bandalagið náð eftirtöldum áföng- um: skattpíning hefur verið stór- aukin og á eftir að aukast enn bæði hjá ríki og Reykjavíkurborg en borgarstjórnarmeirihlutinn vinnur nú að undirbúningi nýrrar skattheimtu. Aukin skattpíning þýðir, að dregið er úr fjárhagslegu sjálf- stæði einstaklinga og þeir verða háðari stjórnvöldum, embættis- mönnum og stjórnmálamönnum. Niðurgreiðslur hafa verið stór- auknar en með þeim er komið á eins konar miðstýringu á neyzlu fólks. I raun er almenningi skipað að borða þær matvörur, sem eru niðurgreiddar, þar sem verð- munurinn á þeim og óniðurgreidd- um vörum verður svo mikill. Stórauknar niðurgreiðslur eru einnig innbyggð aðfefð til þess að draga úr líkum á því, að hægt verði að losa um þetta miðstýrða efnahagskerfi vegna þess að skyndileg niðurfelling niður- greiðslna leiðir til stórhækkaðs vöruverðs og margvíslegra'vanda- mála því samfara. Enn er vegið að atvinnufyrirtækjum, fyrst með auknum skattaálögum og verð- lagshöftum og nú síðast með hótunum um að ráðin verði raunverulega tekin af stjórnend- um atvinnufyrirtækja með laga- setningu. Allt stefnir þetta að sama marki, aukin miðstýring og dregið er úr svigrúmi og fjárhags- legu sjálfstæði einstaklinga og atvinnufyrirtækja í einkaeign. Að sama skapi eykst vegur opinberra aðila og þeirra stjórnmálamanna, sem ráða opinbera kerfinu. Þetta er í stuttu máli leið Alþýðubanda- lagsins til sósíalisma og á þeirri vegferð er stefnt að því að ná nýjum áfanga á þriggja mánaða fresti. Að öllum líkindum stendur nú yfir alvarlegasta tilraun sósíalista á ísiandi til þess að móta þjóðfélag okkar í sína eigin mynd. I því skyni eru bláeygir stjórnmálafor- ingjar Alþýðuflokks og Framsókn- arflokks miskunnarlaust notaðir og sýnast gera sér litla grein fyrir því, eða a.m.k. láta sér vel líka. Astæðan fyrir því, að sú tilraun sem nú stendur yfir til að koma á sósíalísku þjóðskipulagi á íslandi er alvarlegri en hinar fyrri er einfaldlega sú, að flokkur sósíal- ista, Alþýðubandalagið, hefur náð, á þessu ári lykilaðstöðu í íslenzk- um þjóðmálum, sem hann hefur aldrei áður haft. Alþýðubandalag- ið er nú ráðandi aðili í ríkisstjórn íslands. Það hefur það aldrei áður verið. Alþýðubandalagið er nú ráðandi aðili í borgarstjórn Reykjavíkur. Það hefur það aldrei áður verið. Þetta eru hvorutveggja staðreyndir, sem legið hafa ljósar fyrir frá því í vor og haust. En kannski hafa færri gert sér grein fyrir því, að Alþýðubandalagið er nú í fyrsta sinn ráðandi aðili í þriðju valdastofnun þjóðfélagsins, Alþýðusambandi Islands. I fyrsta sinn í sögunni ráða sósíalistar nú gersamlega ferðinni í Alþýðusam- bandi íslands — og misnota þá aðstöðu miskunnarlaust. I rúmlega tvo áratugi og þar til í byrjun marz á þessu ári hafa sósíalistar og Alþýðubandalags- menn að vísu verið mikilsráðandi í ASI en forsetar ASÍ á þessu tímabili hafa verið þeir Hannibal Valdimarsson og Björn Jónsson. Báðir hafa þeir ráðið mestu um stefnu ASÍ og báðir hafa þeir virkað sem alvarlegur hemill á valdastöðu Alþýðubandalags- manna í verkalýðshreyfingunni. Veikindi Björns Jónssonar fyrr á þessu ári urðu til þess, að Alþýðu- bandalagsmenn náðu fullum yfir- ráðum yfir Alþýðusambandi ís- lands og þar með í fyrsta sinn í sögu íslenzkrar verkalýðshreyfing- ar afdráttarlausri stjórn á hennar málefnum. Þessi staðreynd er lykillinn að þeirri valdastöðu, sem Alþýðubandalagið hefur náð á þessu ári. Og þessi valdastaða er nú gengdarlaust notuð til þess að undirbúa og leggja grundvöllinn að sósíalísku íslandi. Það er tími til kominn að menn vakni upp við það, sem er að gerast. Að deila og drottna I krafti þeirrar lykilstöðu, áem Alþýðubandalagið fékk á þessu ári í ASI, sem raunverulega hélt uppi kosningabaráttunni sl. vor, tókst því að ná því marki að verða annar stærsti stjórnmálaflokkur lands- ins og leiðandi afl á vinstri kanti íslenzkra stjórnmála. Þessi að- staða er nú notuð til þess að deila og drottna, jafnt á vettvangi verkalýðshreyfingarinnar, sem stjórnmálanna. Alþýðubandalagið vinnur mark- visst að því að koma í veg fyrir, að lýðræðisflokkarnir þrír, Sjálf- stæðisflokkur, Framsóknarflokkur og Alþýðuflokkur, nái saman um lausn aðsteðjandi vandamála. Al- þýðubandalagsmenn gera sér glögga grein fyrir því, að taki fylgismenn þessara þriggja flokka höndum saman á þingi Alþýðu- sambands íslands eru þeir í meirihluta og getað náð þessari lykilstöðu úr höndum sósíalist- anna í Alþýðubandalaginu. Þess vegna er sleitulaust unnið að því að hræða bæði Alþýðuflokkinn og Framsóknarflokkinn frá sam- starfi við Sjálfstæðisflokkinn enda vita þessir herrar, að þrekmeiri menn er hægt að finna en forystumenn Alþýðuflokksins nú. Sósíalistarnir í Alþýðubanda- laginu vita einnig mæta vel, að lýðræðisflokkarnir þrír hafa yfir- gnæfandi meirihluta á Alþingi Islendinga og þess vegna hafa þeir frá kosningum í sumar unnið skipulega að því að hræða Alþýðu- flokkinn og hluta Framsóknar- flokksins frá samstarfi við Sjálf- stæðisflokkinn um stjórn landsins. Alþýðubandalagsmenn vita einnig, að lýðræðisflokkarnir þrír hafa meirihluta í borgarstjórn Reykja- víkur og gætu þess vegna koll- varpað veldi sósíalista þar, sem byggist á því að deila og drottna. Það er orðið tímabært fyrir Framsóknarmenn og Alþýðu- flokksmenn að gera sér grein fyrir þessum einföldu en augljósu staðreyndum. Þessir tveir flokkar eru notaðir á Alþingi, í borgar- stjórn Reykjavíkur og innan verkalýðshreyfingarinnar til þess að byggja upp valdastöðu Alþýðu- bandalagsins í landinu. Meðan sósíalistum tekst þannig að deila og drottna, munu þeir halda þeirri lykilstöðu, sem þeir nú hafa náð á vettvangi stjórnmála og verka- lýðshrefingar og nota hana mark- visst til þess að þoka Islandi áleiðis til sósíalismans. Tímabærar hugleiðingar Þessar hugleiðingar eru tíma- bærar nú, þegar við erum komnir í heilan hring í umræðum okkar um efnahagsmál og kjaramál. „Kaup- ráns“lög þau, sem tóku gildi í gær, 1. desember, eru hin endanlega staðfesting á því, að allt þetta ár, hefur verkalýðshreyfingin verið notuð, ekki til þess að berjast fyrir hagsmunum launþega, heldur til þess að berjast fyrir flokkshags- munum Alþýðubandalagsins. At- burðarásin á þessu ári veldur því að menn hljóta að taka afstöðu sína til verkalýðssamtaka og málefna þeirra til endurskoðunar. „Kauprán" það, sem Alþýðu- bandalagið efndi til nú um þessi mánaðamót var nauðsynlegur áfangi á leið Alþýðubandalagsins til sósíalisma. Hefði það ekki veriö framkvæmt hefði ríkisstjórnin hrökklast frá völdum. Af hern- aðarlegum ástæðum er því haldið fram, að þessi vísitöluskerðingin sé annars eðlis, en sú, sem framkvæmd var með febrúar- lögunum. Rökin, sem færð eru fyrir því eru fyrst og fremst þau, að hluta „kaupránsins“ eigi að verja til þess að koma á margvís- legum „félagslegum umbótum". Þetta eru auðvitað fyrirheit, sem verða svikin og verkalýðsforingjar

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.