Morgunblaðið - 03.12.1978, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 03.12.1978, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐID, SUNNUDAGUR 3. DESEMBER 1978 Frímerkjauppboð FF 18. nóvember Aður hefur komiö fram í frímerkjajwetti, að Félag frí- merkjasafnara hélt frímerkjaupp- boö lh. nov. Þá birtist frétta- klausa um þaö í Mbl. 22. nóv. Ef hún skyldi hafa fariö fram hjá lesendum þáttarins, veröur efni hennar rakið hér að nokkru og e.t'.v. eitthvað nánar en þar var ^ ' Síðar mun niðurstaða þessa uppboðs verða birt í næstu uppboðsskrá félagsins. Getur vissulega verið fróðlegt að kynna sér hana rækilega, því að boðin eru oftast sæmilega réttur mælikvarði á gengi frímerkja meðal safnara. Ég segi sæmi- lega, því að sannleikurinn er einmitt sá, að á stundum hleypur nokkur galsi í boðin, og þá ræður vitaskuld ekkert ann- að en kapp einstakra manna, hvernig til tekst. Hætt er t.d. við, að ekkjunni í Grindavík, sem sendi bréfspjald póstleiðina austur á Eyrarbakka til kaup- mannsins þar um síðustu alda- mót og bað um ósköp hógværa vöruúttekt, hefði hnykkt við að sjá bréfspjaldið sitt metið á 60 þús. krónur í skránni, en fara svo á 102 þúsund fyrir utan 20% söluskatt! Þannig er oft erfitt að gera sér fyrirfram í hugarlund, hvernig getur farið um einstök boð. Annars fór ekta Balbó-bréf, sem sent hafði verið með flug- flota ítala 1933 í ábyrgð, á 300 þús. krónur eða 360 þús. með söluskatti. Vissulega er krónu- talan há, en engu að síður eru þetta nokkuð góð kaup, því að þessi flugbréf eru sjaldséð og dýr á erlendum uppboðum, þegar þau eru í góðu ásigkomu- lagi. Reyndar voru frímerkin á þessu umslagi ekki nógu góð, og hefur það vafalaust valdið því, að einungis eitt boð barst og ekkert yfirboð kom úr salnum. Þess vegna hreppti kaupandinn umslagið á lágmarksverði. Ef merkin hefðu hins vegar verið heil, er ég sannfærður um, að fleiri hefðu orðið hér um boðið og umslagið þá selzt við mun betra verði en raunin varð hér á. Eins og við er að búast, er eftirspurn eftir gömlum bréfum með álímdum frímerkjum alltaf mikil. Þannig var bréf frá 1902 með 10 stk. af 4 aura merki slegið á 130 þús., en lágmarks- verðið var 105 þús. Annað bréf frá 1896 með 20 aura frímerki fór á 110 þús., en upphafsboð þess var 89 þús. Hér hafa stimplar bréfsins haft áhrif á eftirspurnina og verðið, því að á því eru kórónustimpill Önund- arfjörður, skipsbréfsstimpill frá Hull og svo danskir stimplar. Aftur á móti fékkst ekkert boð í annað umslag frá sama tíma, þótt það væri með 40 aura merki, en það var metið á 92 þús. Hér hefur vafalaust skipt s'köpum, að merkið var gallað og stimplar einnig færri. Þetta sýnir ljóslega, hversu mikið safnarar leggja upp úr þessu atriði, enda er þeim það vart láandi, þegar um dýran hlut er að ræða. Framhlið af umslagi, sem sent var 1902 eða 3 frá Reykja- vík til Kaupmannahafnar um Skotland, fór á 97 þúsund, en þótti hátt metin, að ég heyrði, til byrjunarboðs á 70 þús. En hér var um skemmtilega „frí- merkjablöndu" að ræða, þ.e. 6 og 10 aura með yfirprentuninni I Frímerki eftirJÓNAÐAL- STEIN JÓNSSON GILDI '02—'03 og 4 aura merki með mynd Kristjáns IX. Svo voru merkin stimpluð með fallegum og greinilegum númerastimpli 131 í Edinborg. Hætt er við, að þetta umslag hefði farið á miklu hærra verði, ef það hefði verið heilt, enda vafalítið verið danskir stimplar á bakhlið þess. Á uppboðinu var eintak af hinu fræga dreifibréfi til Ólafs Hjaltesteðs (í Hafnarfirði) með yfirprentuninni þrír frá 1897. Mun þetta vera í fyrsta skipti, sem slíkt bréf er á uppboði hér á landi. Þessi bréf eru þó nokkuð oft á uppboðum erlendis. Enda þótt þessi bréf séu að mínum dómi vafasöm „framleiðsla" og að öllum líkindum runnin undan rifjum eins manns, D. Thomsens konsúls og kaupmanns í Reykja- vík, hafa þau alla tíð verið eftirsótt af söfnurum. Þetta eintak var ekki sérlega fallegt, enda var lágmarksverð þess einungis 50 þús. krónur. Engu að síður vildu margir hreppa það, og var það slegið á 92 þús., um það er lauk. Fjórblokkir voru nokkrar á þessu uppboði og seldust allvel. Fór t.d. hornblokk frá 1924, Kr. 10 á 1 kr., á 130 þús. Eftirspurn eftir frímerkjum frá fyrstu árum lýðveldisins virðist fara vaxandi, bæði stimpluðum og óstimpluðum og eins í fjórblokk. Ég játa, að mér þótti sumt fara ótrúlega hátt, en vitanlega er flest af þessu löngu ófáanlegt á pósthúsum. Þá kom það enn fram á þessu uppboði, hversu lítinn áhuga íslenzkir safnarar virðast hafa á erlendum frímerkjum og það jafnvel þótt upphafsboðið sé oft lágt miðað við verðlista. Má næstum segja, að markaður sé enginn fyrir erlend frímerki á ísl. uppboðum og því lítt uppörv- andi fyrir menn að setja þau á uppboð hér heima. Ekki er ástæða til að fjölyrða frekar um þetta uppboð, en næst verður svo uppboð Hlekks sf. 2. febr. nk. Ef svo heldur áfram sem horfir, má búast við fjórum frímerkjauppboðum á ári hér- lendis. Vel má vera, að það geti blessazt, en samt held ég, að svo geti farið, að þetta verði full- mikið fyrir okkar markað. Að vísu vegur hér upp á móti, að uppboðsskráin berst hverju sinni í hendur áhugasamra safnara austan hafs og vestan, enda munu þeir hafa sent boð í mörg númer. Er slíkt ekki að undra, þar sem gengi ísl. krón- unnar er þeim mjög hagstætt og auk þess sleppa þeir við sölu- skattinn, sem íslenzkir safnarar verða að greiða. Virðist því miður langt í land að fá leiðréttingu á þessu misræmi og mikla óréttlæti. Ný frímerki Nú hafa nýju frímerkin, sem minnzt hefur verið á hér í þættinum, séð dagsins ljós. Það gerist ekki á hverjum degi, að þau komi út þrjú í einu og hvert af sínu tilefni, en ekki úr sama flokki. Hið sama gerðist 1970, eins og menn muna vel. Þá höfðu safnarar hins vegar betri tíma til að undirbúa sig undir fyrstadagsstimplun en nú varð raunin. Er í sannleika með öllu ófært, hvernig nú tókst til hjá Póstmálastofnuninni. Hálfur mánuður var veittur til undir- búnings. Ég hef áður afsakað póststjórnina að nokkru, þegar hún hefur orðið með seinni skipunum, þar sem erfitt sé að ákveða útkomudag merkja langt fram í tímann, þar eð burðar- gjöld eru á hverfanda hveli eins og annað í verðbólgu okkar — og breytingar því tíðar. En hér tel ég samt, að óþarflega klaufalega hafi verið að staðið. Er vonandi, að betur takist til næst. En snúum okkur að nýju merkjun- um. Tvö þessara frímerkja eru djúprentuð í Frímerkjaprent- smiðju frönsku póstþjónustunn- ar, en hið þriðja „sólprentað" í Sviss hjá Courvoisier S.A. Nú vil ég ráðleggja mönnum að bera þessar prentunaraðferðir ræki- lega saman, og gaman væri að fá umsagnir lesenda minna, svo að ég geti birt þær hér í blaðinu. Slysav&rnarmerkið Fyrsta frímerkið er 60 krónur og gefið út til að minnast 50 ára afmælis Slysavarnarfélags ís- lands. Er þetta merki teiknað af Þresti Magnússyni eftir ljós- mynd Oskars Gíslasonar af björgun úr sjávarháska. Að mínum dómi hefur hér tekizt mjög vel til, og er þetta merki eitt hið fallegasta, sem lengi hefur sézt, enda grafið í stál- stungu. Samkv. tilkynningu póststjórnarinnar er litur merk- isins sagður dimmblár. En þá er ég víst alveg litblindur, ef svo er. Ég fæ ekki betur séð en merkið sé grátt með brúnleitum blæ. Reykjanesviti Næsta merki, sem er 90 krónur að verðgildi, er gefið út til minningar um, að 100 ár eru einmitt liðin í þessum mánuði, síðan kveikt var á fyrsta vita á íslandi, Reykjanesvita. Er merkið teiknað af Ottó Ólafs- syni og Miles Parnell og mun eiga að sýna fyrsta vitann, sem notaður var í um 30 ár. Ég játa, að ég var lítt hrifinn af hringvegarmerkinu frá í ágúst í sumar með myndinni af Skeið- arárbrú og þótti alveg nóg um litadýrðina. En hér hefur engu betur til tekizt. Merkið er prentað með sólprentunarað- ferð, og það eitt hefur sín áhrif til hins lakara. En svo eru litir merkisins jafnvel enn glossa- legri en í merkinu frá í ágúst. Ég hygg, að allt hefði farið á annan og betri veg, ef sama aðferð hefði verið höfð við þetta merki og Slysavarnarfélags- merkið. Um það geta menn sjálfir dæmt með eigin augum. Halldór Hermannsson Þriðja frímerkið er enn eitt merki í flokknum Merkir íslend- ingar. Varð sá mæti maður, Halldór Hermannsson, prófess- or og bókavörður við Fiske-safn- ið í íþöku í Bandaríkjunum, fyrir valinu. Fór vel á að minnast aldarafmælis hans með þessum hætti. Er frímerkið grafið og prentað í Frakklandi, eins og fyrri merki í þessum flokki. Því miður hefur litaval merkisins ekki heppnazt nógu vel- Má hér taka til samanburð- ar merkin með mynd af Þorvaldi Thoroddsen og Bríeti Bjarn- héðinsdóttur. Þau merki eru að mínum dómi falleg. Og enn er ég litblindur, ef lýsing póststjórn- arinnar er rétt um liti þessa nýja merkis. Ég fæ ekki betur séð en það sé blágrátt eða eitthvað í þá áttina, en alls ekki svart og hvítt. Útgáfunefnd Póst- og síma- málastofnunarinnar má alveg að ósekju vanda sig betur og gera meiri kröfur um gerð íslenzkra frímerkja en raun hefur oft borið vitni um hin síðustu ár. Þar tala ég örugglega fyrir munn margra íslenzkra safnara. En vel að merkja. Hvenær verður leitað til hins mikla meistara um gröft frí- merkja, Cz. Slania? Er ekki kominn tími til að láta hann spreyta sig á íslenzkum merkj- um? Færeyingar hafa þegar leitað til hans í þessum efnum — og enn getum við lært af litla bróður. LITAVER — LITAVER — LITAVER — LITAVER — LITAVER — LITAVER — LITAVER — LITAVER > < m Verö per. rúlla frá kr. 2.500. I Látid ekki happ úr hendi sleppa. ¦ /1 r cc u > < ¦ ---- i.iin»tn — k.ii#*vE;n — LiiHvcn — uiMVcn — ui i # Veggfóður UJ > < Lítíö viö i Litaveri, pví það hefur ávallt sig. Grensásvegi, Hreyfílshúsi, sími 82444. > < m n I LITAVER — LITAVER — LITAVER — LITAVER — LITAVER — LITAVER — LITAVER — LITAVER

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.