Morgunblaðið - 03.12.1978, Síða 30

Morgunblaðið - 03.12.1978, Síða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 3. DESEMBER 1978 Bókin um Jón á Akri Skrifuð af vinum hans Vinir Jóns Pálmasonar fyrrum al- þingismanns og ráðherra, pólitískir andstæðingar jafnt og samherjar, lýsa eðliskostum hans vel í þessari bók. t>eir minnast giaðværðar hans á góðri stund. drengilegar framgöngu hans cr þjóðarsómi krafðist, trygglyndis hans og vinsælda. sem voru með einda'm- um.Veigamesti þáttur bókarinnar er viðtal, sem Matthías Johannessen átti við Jón, drög að ævisögu hans, en aðrir. sem efni ciga í bókinni, eru. Ágúst Þorvaldsson, Björn Bergmann, Brynhildur H. Jóhannsdóttir, Hjörtur Kristmundsson, Emil Jónsson, Guðmundur Jónsson, Guðrún P. Helga- dóttir, Gunnar Thoroddsen, Halldór Jónsson, Jóhann Hafstein, Ingólfur Jónsson, Jónas B. Jónsson, Magnús Þorgeirsson, Pétur Þ. Ingjaldsson, Sigurður Bjarnason og Þorsteinn Bernharðsson. Jón á Akri var óefað í hópi svipmestu og merkustu manna sinnar samti'ðar og þessi fagra og myndskreytta bók mun verða aufúsugestur þeirra, er muna þennan glaðbeitta þingskörung og héraðshöfðingja. MAN ÉG ÞANN MANN I BÓKHMUM JONAAKRI SKUGGSJÁ B/acksi Decker Workmate 400 Blackog Decker kynna nýtt verkfæri. Paðer kallað'Workmate 400'.' Nýtt og létt afbrigði af þægilega Workmate vinnuborðinu. Nógu sterkt til að halda stórum hlutum allt að 250 kg. að þyngd.'Workmate 400' er létt borð, vegur aðeins 10 kg., svo auðvelt er að flytja það meðsér. Stór61 cmþvingameð 10cmoþnun heldurstórumog litlum hlutum. Þvingu-taþþar, sem geta snúistgefa möguleika á að þvinga fasta hluti, sem eru óreglulegir í lögun. Osamhliða hreyfingar þvingu-kjaftanna gera mögulegt ao þvinga fleyglaga hluti. "Workmate 400" er 76 cm hátt, sem er hin rétta hæð þegar sagað er eða þegar borðið er notað sem vinnuborð. Einnar hæðar Workmate, Black og Decker, Workmate 400. Bfacksi Decker Workmate 400 Frá Workmate 400 er þannig gengið að auðvelt er að setja það upp hvarsemer. Hugsaðu þér öll þau verkefni sem þú getur unniðaðá heimilinu. Hugsaðu þér hve auðveldar og betra væri að vinna að þessum verkefnum með Workmate 400. Þegarþú hefur lokið verkinu þá leggur þú borðiðeinfaldlega saman of leggur þaðtil hliðar. Workmate 400 kostar kr.: Skoðið Workmate 400 á næsta B lack og Decker útsölustað. G. Þorsteinsson & Johnson ARMULA 1 SIMI 85533 FormaAur og varaformaður Ættfræðifélagsins, Olafur Þ. Kristjánsson (t.h.) og Bjarni Vilhjálmsson þjóðskjalavörður með hina nýju bók á blaðamannafundinum. Ljósm. Emilía. Ættfræðifélagið: Gefur út manntalið frá því árið 1801 ÆTTFRÆÐIFÉLAGIÐ hefur gef- ið út bókina Manntal á íslandi 1801, Suðuramt. Er þetta fyrsti hluti þriggja binda verks, er geyma mun allt manntalið frá 1801. Er áætlað að Vesturamtið komi út ánæsta ári, en Norður- og Austuramtið. s<ún er í cinni bók, eins fljótt og hægt er. Ættfræðifé- lagið hefur notið aðstoðar Þjóð- skjalasafns íslands við útgáfuna, pg auk þess fjárstyrks úr ríkis- sjóði og Þjóðhátíðarsjóði. Manntalið 1801 er elsta manntal sem til er af öllu landinu annað en manntalið 1703, sem Hagstofa Islands gaf út á sínum tíma. Þetta bindi af manntalinu 1801 tekur yfir svaeðið frá Lónsheiði að Hvítá í Borgarfirði, en það nefndist þá Suðuramt. Þar bjuggu þá 17.143 menn, ungir og gamlir en alls á landinu tæplega 48 þúsund. Hver maður er nefndur fullu nafni og getið stöðu hans á heimilinu og aldurs. Tekið er fram hvort maður er giftur eða ekki, og einnig hvort um 1. eða 2. hjónaband er að ræða, og eins hvort menn séu ekkjumenn eftir 1. eða 2. hjónaband. Þetta gildir jafnt um konur sem karla. Þá er greint frá bjargræðisvegi manna. Manntalið er gefið út stafrétt eftir handritinu, sem varðveitt er í Þjóðskjalasafni, með vissum frá- vikum þó. Segir í formála að ætlast sé til að ekki skipti máli fyrir notendur bókarinnar „hvort þeir hafi hana fyrir sér aða frumritið sjálft. Gerir útgáfan þá hvort tveggja: að veita almennum lesanda haldgóðan fróðleik um forfeður sína eða annað fólk á þessum tíma og að fullnægja vísindalegum kröfum fræði- manna“. Manntalið 1801 er ekki aðeins mikilvæg heimild fyrir þá sem mannfræði stunda, heldur veitir hún einnig margvíslegar hag- fræðilegar og félagslegar upplýs- ingar um þjóðina fyrir 180 árum. Manntalið sjálft er 492 bls. að stuttum orðalista meðtöldum. Auk þess eru í ritinu bréf konungs og fyrirmæli um framkvæmd mann- talsins og einnig greinargerð fyrir útgáfunni og sýnishorn af frumrit- inu (mynd). Brotið er sama og á manntalinu frá 1816, en það manntal hefur Ættfræðifélagið gefið út áður. I það manntal eru þó töluverðar eyður, en þetta mann- tal er heilt, eins og áður sagði. Júníus Kristinsson skjalavörður hefur búið bókina til prentunar. Hann hefur einnig lesið prófarkir ásamt Bjarna Vilhjálmssyni þjóð- skjalaverði. Prentsmiðjan Hólar hefur prentað bókina og bundið. Á fundi með blaðamönnum, er þeir Ólafur Þ. Kristjánsson, for- maður Ættfræðifélagsins, og Bjarni Vilhjálmsson varaformað- ur efndu til í tilefni útkomu bókarinar sögðu þeir að útgáfa þessi bætti mjög úr brýnni þörf. Hingað til hefði manntalið aðeins verið til á Þjóðskjalasafni í einu eintaki, og því erfitt um vik fyrir áhugamenn að komast í það. Nú væri mönnum hins vegar gefinn kostur á því að eignast þetta manntal, eða þá að fá greiðari aðgang að því á söfnum landsins. Bókin er í fallegu bandi, og kostar 14.880 krónur, en félags- menn geta þó fengið hana á 12.400 krónur. Félagsmönnum gefst einn- ig kostur á að kaupa hana óinnbundna. Þetta er önnur bókin sem Ættfræðifélagið gefur út; áður kom út manntalið frá 1816, sem gefið var út óinnbundið í nokkrum heftum. „Ljáðu mér vængi“ — 11. bindjö í ritsafni Ármanns Kr. Einarssonar KOMIÐ er út 11. bindið í ritsafni Ármanns Kr. Einarssonar. Er það bókin „Ljáðu mér vængi“, sem kom fyrst út 1960. Það er síðasta bókin í flokki Árna- bókanna, en er sjálfstæð saga. I þessari nýju útgáfu hefur höfundur aukið og endurbætt bækurnar hvað varðar stíl og ýmsa hnökra án þess að um efnisbreytingar sé að ræða. „Ljáðu mér vængi“ er 139 bls að stærð með teikningum eftir Halldór Pétursson. — Utgefandi er Bókaforlag Odds Björnssonar. Ármann Kr. Einarsson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.