Morgunblaðið - 03.12.1978, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 03.12.1978, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 3. DESEMBER 1978 37 ^eikarar og sviðsmenn Leikfélags Vestmannaeyja í Góðir eiginmenn sofa heima. Fremstur á myndinni er Sigurgeir Scheving leikstjóri. Góðir eiginmenn vinsælir í Vestmannaeyjum LEIKFÉLAG Vestmannaeyja sýnir um þessar mundir gamanleikritið Góðir eigin- menn sofa heima eftir W. Ellis í þýðingu Ingu Laxness og Einars Pálssonar. Leikstjóri er Sigurgeir Scheving. Magnús Magnússon gerir leikmyndina. Leikritið hefur verið sýnt 4 sinnum á liðlega viku og næstu sýningar eru á sunnudag og þriðjudag. I Góðum eiginmönnum eru 12 hlutverk, en helztu hlutverk eru í höndum Sveins Tómassonar, Eddu Aðalsteinsdóttur, Andrés- ar Sigurvinssonar og Magnúsar S. Magnússonar. Gróskumikið starf er hjá Leikfélagi Vest- mannaeyja og um þessar mund- ir er félagið að hefja æfingar á barnaleikritinu Línu Langsokk og verður það sýnt upp úr áramótunum, en seinni hluta vetrar verður einnig tekið fyrir íslenzkt verkefni. Leikféiag Vestmannaeyja stóð fyrir leik- listarnámskeiðum í haust og komust færri að en vildu á þrískiptum námskeiðum, en leiðbeinandi þar er Andrés Sigurvinsson. Einars saga Guðfinnssonar Saga Einars Guðfinnssonar er tví- mælalaust ein merkasta ævisaga síðari tíma. Saga hans er þróunar- saga sjómennsku, allt frá smáfleyt- um til stærstu vélbáta og skuttogara og saga uppbyggingar og atvinnu- lífs í elztu verstöð landsins. Einar Guðf innsson er sjómaður í eðli sínu, öðlaðist þrek við árina og vandist glímuhni við Ægi á smáfleyt- um. Af óbilandi kjarki og áræði sótti hann sjóinn og af sama kappi hefur hann stýrt fyrirtækjum sínum, sem til fyrirmyndar eru, hvernig sem á er litið. Saga Einars Guðfinnssonar á vart sinn líka. Hún er sjór af fróðleik um allt, er að fiskveiðum, útgerð og fiskverkun lýtur, hún er saga afreksmanns, sem erfði ekki fé, en erfði dyggðir í því ríkari mæli. Runólfur Gfslason og Baldvina Sverrisdóttir í hlutverkum herra X og Alisu þjónustu- stúlku. Staðreyndir sem halda gildi Þjóólífsþættir eftir Pál Þorsteinsson fyrrum alþingismann frá Hnappavöllum / þessari bók eru 15 þœttir úr ís- lensku þjóðlífi aðfornu og nýju, þar sem Austur-Skaftafellssýsla og mannlíf þar kemur einkum við sögu. Nafn bókarinnar — ÞJÓÐLÍFS- ÞÆTTIR — gefurþetta til kynntt. I bókinni er sagt frá staðreyndum sem eiga að halda gildi þótt tímar uði. ^ Bókaútgáfan Örn og Örlygur hf. w Heildsöludreifing: IÐUNN Ævintýraheimur tónanna opnast börnunum á nýjan og að- laðandi hátt í tónverkunum Tobbi túba og Pétur og úlfur- inn, sem Sinfóníuhljómsveit íslands gefur út á vandaöri LP hljómplötu. Leyfið börnunum að njóta þroskandi og skemmtilegrartónlistar. Stjómandi Páll P. Pálsson; sögu- menn leikaramir Guðrún Stephensen og Þórhallur Sig- urðsson. Börn um allan heim þekkja Tobba og Pétur. Góð plata fyrir ótrúlega gott verð. Starfsmannafélag Sinfóníuhljómsveitar íslands

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.